Alþýðublaðið - 07.02.1947, Síða 7

Alþýðublaðið - 07.02.1947, Síða 7
Föstudagui*, 7. febrúar 1947. ALÞYÐUBLAÐIÐ SriTfJÍOJ Bærinn í dag. Næturlæknir er í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykja- ivíkurapóteki. Næturakstur annast Litla bíl ætöðin, sími 1380. Kvikmyndablaðið STJÖRNUR 1. hefti þessa árgangs er komið út, og flytur að vanda margar myndir af frægum leik- urum og greinar um þá. Enn fremur er í blaðinu viðtal við Einar Markússon píanóleikara. Happdrætti Háskóla íslands. Dregið verður í 2. flokki mánudag 10. febrúar. Á mánu dagsmorgun verða engir miðar afgreiddir í umboðunum, og verða menn því að kaupa miða sína í dag eða á morgun, ef þeir vilja ekki sleppa þeim. Vikan 6. tölublað þessa árgangs er komin út með forsíðumynd af Fiskimálanefnd, og grein um starfsemi hennar. í>á er grein um Múrarafélag Reykjavíkur 30 ára og fleira. Esja úustur um land til Siglu- fjarðair og Akureyinar 12. þ. m. Pantaðir farseðlar óskast sóttir og vörur afhentar á laugardag og mánudag. Sverrir "til Arnarstapa, Sands, Ólafs- víkur, Grundairfjarðar, Stykkishólms og Flateyjar. Vörumóttaka í dag. Oscar Clðusen - Framihald af 2. síðu. hafa ekki birzt í bókarformi, en nú mun hann hafa fyrir alvöru snúið sér að því að iljúkia við aðalrit sitt til þessa: ; Upphaf innlendrar verzlunar á íslandi á síðari öldum.! Mér - þótti strax og ég •kynntist ifyrstu riturn Oscars Clausens skemmtilegt og fróðlegt að lesa þau. Mér virt ist þegar, að hann hefði margt það að flytja um mennihgarástand, atvinnu- sögu, þjóðarhagí og mann- gerðir, sem vert væri að kynnast, og auðsætt var að honum lét vel að tengja sam lan líf fólksins og persónu- leik einstakra manna og at- burði og ástand í atvinnuliifi og aðbúð almennings. Hins vegar virtist still hans nokk uð stirðlegur óg ekki ávallt felldur svo að efni, sem æskilegt hefði verið. En lleikni hans í að segja sögu og flétta jsaman hina ýmsu þætti hennar, hefur farið sí- vaxandi, og þá er honum honum tekst bezt upp um mannlýsingar og atburða, tel ég, að form hæfi efni, og til eru þær sögur, sem hon- um hefur itekizt að steypa svo í móti djúprair innlifun- ar, að þær verða mjög minn isstæðar, enda er þar um að ræða persónusköpun, svo •sem 1, igóðri skáldsögu, án þess þó að sú kennd hverfi hjá lesandanum að þarna sé verið að segja firá manneskj- um, sem hafi lifað og hlotið þau öhlög, sem hermt er frá i sögunum. í frásögnum sín- um hefur Clausen sýnt glögg dæmi þess, sem vel hefur verið unnið af hinum mikils megandi, en ekki siður hitt, hve grátt alþýða manna hef- ur verið ileikin og hve lítið hefur verið frelsi hennar og öryggi. Þá er og auðsýnt af ýmsum frásögnum Clausens, hvernig búið hefur verið að frumllegum gáfumönnum og hve öriagaþrungin áhrif sú aðbúð ihefur haft. En þrátt fyrir kosti þeirra sagna, sem Oscar Clausen hefur .skrifað til þessa, hef- ur haím ekki ennþá háð þeirri frásagnarsniili, sem kemur í Ijjós, þá er hann segir frá munnlega, þegar hann situr í góðu tómi með þeim, sem kann að meta vel sagða sögu og af báðum er rokið hversdagsrykið. Hann hefur þegar safnað miklum fræðaforða og er iafar minn- ugur, en hann er flestum at- hugulli á hvað eina, sem fram fer daglega d kringum hann, og hánn er manna næmastur á sérkenni sam- borgara sinna í hugsun, orð- færi og athöfnum. Hann hef ur og til að bera kímnigáfu, sem er frábær. Sú gáfa hef- ur mokkuð komið fram í rit- um hans, en þar hefur hún þó ennþá verið svipur hjá sjón. Siðan ég kynntist Oscari Olausen nokkuð náið, hefur mér þótt hann flest- um mönnum skemmtilegri og notalegri, og ekki sízt þess vegna að þá er hann segir frá því, er hin skarpa skopskyiggni hans hefur lát- ið honum í té, þá er ekki í frásögninni nokkur vottur meinfýsi eða hundsku, held ur glöggur skilningur á manngerðinni og oftast þeim aðstæðum, sem hafa mótað hana. Það er svo ósk mín á sex- tugsafmæli Oscars Clausens, að hann lifi sem lengst, verði alilra piparkarla elztur, þó í ifullu fjöri og að hon- um megi auðmast, fyrst og fremst vegna íslenzkra les- enda, að skrifa frásagnir af atburðum, mönnum og á- standi, þar sem njóti sín til fulls mannskyggni hans, kímnigáfa og frásagnargleði. Guðm. Gíslason Hagalín. Hernám Berlínar (Framh. af 5. síðu.) til 2 mílur. Ég gekk um leif- ar dýragarðsins, Hyde Park Berlínar. Fáein tré voru þairna uppistandandi, það má télja á fingrum sér þau, sem sluppu við sprengjur og eld. Allir minni háttar veg- ir, fletir og vegarsund virð- - Skemmtanir dagsins IKvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Klukkur heil- agrar Maríú“. — Ingrid Bergman og Bing Crosby. Sýnd kl. 5 og 9. HÝJA BÍÓ: „Nob HiU“ — Ge- orge Raft, Joan Bennett og Peggy Ann Garner. — Sýnd kl. 9. „Buffalo Bill“ kl. 5 og 7. ÍTJARNARBÍÓ: „Síðasta hulan“ — James Mason og Ann Tod. Kl. 5 og 9. „Reykjavík vorra daga“ kl. 7. jBÆJARBÍÓ: „Þess bera menn sár“ — Marie Luisi Fock og Ture Andersson. — Sýnd kl. 7 og 9. HAFNARFJ ARÐARBÍÓ: „Ást og tár“ — Merle Oberon, Charlie Kervin og Claude Rains. Sýnd kl. 7 og 9. Leikhúsin: LEIKFÉLAG RVÍKUR: „Ég man þá tíð. Sýning kl. 8. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐINGABÚÐ: — Dansleikur F.Í.R. kl. 10. HÓTEL BORG: Árshátíð Vest- mannaeyingafélagsins. INGÓLFSCAFÉ: Afmælisfagn- aður Verkakvennafélagsins Framsóknar kl. 8,30 M J ÓLKURSTÖÐIN: Skemmti kvöld Framsóknarmanna kl. 8,30. RÖÐULL: Eskfirðinga og Reyð firðingamót. Unglinga vantar til að foera Alþýðublaðið til áskrifenda í eftirtölduxn hverfum. Túngötu Bræðrafoorgarstíg Lindargötu Talið við afgreiðsluna. Alþýðublaðið, sími 4900 SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: Árshá- tíð Félags íslenzkra síma- manna. Úfvarpið: 20.30 Útvarpssagan: „í stór- ræðum vorhugans" eftir Jonas Lie. XIV (séra Sigurður Einarsson). 21.00 Píanókvartett útvarpsins: Píanókvartett í Es-dúr eftir Mozart. 21.15 Erindi: Umferðarmiðstöðv ar (Benedikt Gröndal blaðamaður). 21.40 Ljóðaþáttur (Andrés Björnsson). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (piöt- ur). 23.00 Dagskrárlok. ast hafa horfið, grafizt undir villigróðri, grj óthnu'Ilungum og skít, káli og ikartöfllureit- um; þessir reitir eru þó a. m. k. 'tákn um líf. Allt ann- að er stirnuð eyðilegging. Til hægri og vinstri, svo langt sem iaugað eygir, er allt ein rúst. Til vinstri er hið nýtízku Tiergarten hverfi, sem var, stjórnarhverfið og gegnt því aðsetur borgarráðs ins, isem kallilað er Hansa- ifjórðungurinn. Hér má sjá rústir af fjölda minnis- merkja og myndastytta og rústir margra frægra bygg- inga. (Niðurlag á morgun). Elzfi bleðsali heimsins Frh. af 5. síðu. að skipta og afgreiða blöð- in. Ég geymi stólinn minn í blómabúðinni, og það er mér svo igott, hún frú Jóhanna og stúlkurnar. Svo eignast mað ur marga vini við þetta, bæði háa oig lága.“' Annars segist Eyjóilfur vera ánægður með lífið, og hugsar oft til fyrri tírna, til dæmis þegar hann gekk aust an af fjörðum og suður í Garð á sex vikum. Einhvern veginn beinist þó taiið að skattauppgjöri, sem * iallir voru að iglíma við fyrir nokkru, og gamlli maðurinn segir brosandi: „Mér datt það nú í hug, að af einhverju þenkileysi væri ég orðinn brotlegur, og villdi ekki að svoleiðis kæm- ist upp um mig eftir að ég er dauður. Svo ég fór nú til skattstjórans, og það vil ég segja, að ég dáðist að því, hvílíkur öðlingsmaður hann var að tala svona við ó- breytta ræfla eins og mig-. Hann má nú eiga það.“ Eyjóilfur igamli hefur full- an hug á að halda áfram blaðsölunni, þótt hann sé orðinn hálf níræður, og það er ekkert ldklegra en að elzti blaðsali heimsins ætli að sitja á horninu sínu fram á síðasta dag. Truman segir: Bandaríkjamenn von- sviknir yfir svikum pólsku stjórnarinnar ÞEGAR Truman Banda- ríkjaforseti tók við embættis iskilrikjum hins nýjá sendi- herra Pólverja í Washinigton í fyirradiag, lét hann í ljós von brigði sin og Bandaríkjaþjóð arinnar yfir því, hvernig pólska stjórnin hefði brotið 'loforð sín um frjálsar og lýð- ræðislegar kosninigar, eins og gert hefði verið ráð fyrir á fundin-um í Yalta og í Pots- dam. Truman forseti sagði með- lad annars í ávarpi sínu til hins pólska sendiherra, að Bandaríkjamenn fylgdust með því af heiMiug og vin- semd, hvernig Pólverjum uputoi{ njoA iui^;sjÍs necj uo tækist endurreisnarstarfið leftir stríðið. Hins vegar sagði Truman forseti á þá leið, að Banda- ríkjastjórn væri þ,að mikil vonbrigði, hvernig pólska bráðabirgðastjórnin hefði svikið ákvarðanirnar, 'sem gerðar voru á Yalta- og Pots- damfundunum. Bandaríkja- stjórn væri enn sem fyrr um- hugað um velferð pólsku þjóðarinnar og þess vegna vilji hún hafa sem bezta samvinnu við bana. Þega.r sendiherra Pólverja fór út úr Hvíta húsinu, eftir viðtalið við Truman forseta, sagði hann meðal annars við blaðamenn, að hann væri mjög þakklátur fyrir hönd þjóðar sinnar fyrir þá miklu •hjálp, sem Bandairíkjamenn hefðu sýnt Pólverjum eftir fyrri heimsstyrjöldina og eins eftir nýafstaðna styrjö'ld. Til Barnaspítalasjóðs Hringsins Áheit: Frá Unni 30 krónur, frá Sjö 15 krónur. Gjöf: frá Ingibjörgu 10 krónur, (afhent dagblaðinu Vísir f. á.) Kærar þakkir til gefenda. Stjórn Hringsins. GAR.DNER, hinn nýskip- aði sendiherra Banda-ríkja- manna í London, andaðist í gær, er hann var á þann veg- inn að stíga á skipsfjöl ti'l þess að taka við embætti sínu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.