Alþýðublaðið - 21.03.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.03.1947, Blaðsíða 4
4 ALÞVÐUBLAÐIÐ Föstudagui', 21. vtiarz 4947, Góðfiski er hent í sjóinn í stórum stíl. — Fyrir- spurnir frá veíkamanni. — Hus, sem standa út á miðjum götum. — Áskorun til skipúlagsfræð- 'inga bæjarins. — Skíðavika á Isafirði. — Verður farið vestur núna? VERKAMÁÐUR SKRIFAR mér á þessa leiff: „Getur þú frætt mig um þaff, hvort það er rétt, að fogbátárnir, sem ganga héðan, hendi í sjóinn aftur öll- um eða mest öllum flátfiski, sem þeir fá. Ég spyr, en ég þyk- ist vita að þetta sé alveg rétt, enda hefur sagt mér maður, sem veit þetta. Mér finnst þétta svo fráleitt, að engu táli taki, og þykir mér sem flest sé nú farið aff ganga aftur á bak hjá okkur ísléndingum þegar farið er aff henda beztu fisktegundunum í sjóinn. Hefði þetta einu sinni þótt saga til naésta bæjar.“ ÞANNIG HLJÓÐAR bréf verkamannsins. Ég hef reynt að leita mér upplýsinga um þetta, og eftir því sem ég hef komizt næst er þetta rétt. Sagt er að togbátaeigendur þykist ekki geta selt þennan fisk, lúðu og kola, og þess vegna geti þeir ekki annað en varpað því í sjó- inn aftur sem þeir fá úr honum af þessum ágæta og ljúffenga fiski. En ég verð að taka undir það með verkamanninum, að þetta er meira en fráleitt, þetta nær ekki nokkurri átt. VEGFARANDI SKRIFAR mér á þessa leið: „Við nokkrar götur hérna í b.ænum, standa gömul hús langt út á götuna. Þetta sakar ekki svo mjög, þar sem um er að ræða fáfarnar hliðargötur, en verra verður þetta þegar þessi hús standa svo að segja á aðalgötum, sem eru mjög fjölfarnar. Verst er þetta innarlega við Hverfisgötu, og skil ég satt að segja alls ekki í þvf, hvers vegna þessi hús hafa ekki annað hvort verið flutt upp í lóðirnar, þar sem skilyrði eru til þess, eða beinlínis verið fíutt burtu. Ég vil segja að svona lagað geti ekki gengiö lengur. MARGSSINNIS Á DAG ligg- ur við stórslysum við þessi hús á Hverfisgötunni, enda vita allir að þarna er stöðugur um- ferðarstraumur svo að segja allan sólarhringinn og að þarna er gatan varla breiðari en fyrir eina stóra bifreið. Ég vil fyrir hönd bæjarbúa yfirleitt mælast til þess að skipulagsfræðingar bæjarins taki þetta mál til ræki legrar yfirvegunar og bindi sem fljótast endá á þami tráfala, sem er þarna á einni helztu umferð- argötu bæjarins. GUNNAIl SKRIFAIl mér eftirfarand bréf: „Finnst þér riú, ekki tími til kominn, að farið verði að taka aftur upp ferðir á skiðavikuna á ísafirði áð nýju? Þessar ferðir háfa nú legið niðri, og hafa ýmsar ástæð ur verið fyrir því, einkum skort ur á skipástól. En í ár ætti þó að geta út þessu ræzt (því að illa fór í fyrra). Ágætt væri, að einni eða fleiri ferðum væri hagáð þannig, að skíðafólkið héðan úr bænúm, gæti notað páskana á sem beztan og heil- brigðastan hátt. ÞÓ AÐ VEÐURBLÍÐUNA blessaða, vanti ekki í höfuð- staðnum núna, þá eru menn farnir að örvænta, út af snjó- leysinu, hérna sunnanlands. En auðvitað vona allir það bezta. Og er það alveg óhætt, því enn er mánuður til páska. En hvað um það. Ég er viss um að þú lætur þitt ekki eftir liggja til þess að úr þessu verði nú ráðið á næstu páskum, því að ferðir þessar voru miklu skemmtilegri og meira upplífgandi á sínum tíma en svo, að þær megi alveg leggjast niður.“ JÚ, ÉG ER ALVEG sammála þessu. Það var alltaf gaman að sjá unga fólkið fara vestur í snjóinn við ísafjörð og koma aftur kátt og glatt og útitekið eftir páskana. Ég hef heyrt að verið sé að undirbúa eina ferð vestur, núna um páskana. . Hannes á horninu. y* <s» Sfrengjahljómsveit Tónlistarfélagsins SJÖUNDU hljómleikar Tónlistarfélagsins á þessu ári verða í Tripolileikhúsinu inæstkomandi mánudag kl. 7,15. Það er strengjasveit Tónlistarfélagsins, sem ann- ast þessa hiljómleika með að- stoð blásara. Stjórnandi er dr. Victor Urbantschitsch. Verkefnin, sem leikin verða, eru eftir Hindemith, Bach og Mozai’t. Frumsýrsing á e föstudag kl« 2®a eftir THORNTON WILDER. Leikstjóri: Lárus Pálsson. ■ ■ I « ■ »‘jl‘ B ■ ■ ■■■■■■■■■■■■ ■ • ■ »■■ »»■■■■ ■ ■ ■■■■■■■■■■ verður haldinn miðvikudaginn 26. marz og hefst kl. 7 s. d. í fundarsal Landsmiðjunn- ar við Sölvhólsgötu í Reykjavík. Fundar- efni: Lagabreitingar og stjórnarkosning. Stjórnin. á mjög fögrum stað, -í úthverfi bæjarins, er til sölu, nú þegar. — Upplýsingar gefur Ólafur Þorgrímsson hrl., Austurstræti 14. — Sími 5332. frá Skattstofu Hafnarfjarðar, (sími 9450). Þar sem engum skattþegn Hafnarfjarðarkaup- staðar, hefur verið veittur frestur til framtals lengur én til 1. apríl n.k., tilkynnist hér með, að þeim, sem ekki hafa skilað fyrir þann tíma, á- ætlast tekju- og eignaskattur samkvæmt lögura. Hafnaríirði, 20. marz 1947. I Skattstjórinn. með íbúðar- og verzlunarplássi, er til sölu nú þegar. — Upplýsingar gefur r Olafur Þorgrímsson hrl„ Austurstræti 14. — Sími 5332. -------------—---------* |^ij)í{5uí)lö5i5 ’j Útgefandi: Alþýðuflokkurima Ritstjóri: Stefán Pjetursson. I Siínar: I Ritstjórn: símar 4901, 4902. ÍAfgreiffsla og auglýsingar: «900 og 4908. Áðsetur | í Alþýðuhúsinu víð Hvérf- ■■ I Isgötu. fVerS í iausasölu: 50 aurar. Sett í Alþýðuprentsmiðjunnl Prentað í Félagsprentsm. —--------------------- 268 árá effirfím- anum. ÞJÓÐVILJINN var ekk- ért smáræði íbygginn, þegar hann skýrði lesendum sínum :írá því fyrir svo sem viku siðan, að nú ætti hvorki meira né minna en að tryggja horgurum Sovétríkjanna Ha beas corpus“- réttindi sam- Ikvæmt nýrri sakamálalög- gjöf“, sem verið væri að undirbúa þar eystra. Bætti blaðið því við þessa frétt, af miklum lærdómi sínum, að ,,Habeas corpus“ nefndust lagaákvæði, sem „tryggja þegnana gegn ólöglegum handtökum og fyrirbyggja, að þeim sé haldið í varðhaldi án þess, að mál þeirra komi iyriir rétt“. Já, það er svei mér munur, að vera ,,sovétborgari“ með ..Habeas carpus“-réttindum, eða vesall þegn í „auðvalds- þjóðfélagi“, ofurseldur hvers konar arðráni og kúgun! Hver hefur yfirleitt tryggt rnönnum örinur eins réttindi ug „Habeas corpus“, nema Sovétríkin?! Þannig skein stoltið og fögnuðurinn út úr hverri línu Þjóðviljans, þegar hann var að segja frá þessari nýju Téttarbót austur í Rússíá! * Einhverjar óljósar endur- minningar rifjuðust þó upp hjá lesendum kommúnista- blaðsins við lestur þessarar fréttar, endurminningar, sem urðu því valdandi, að þeir gátu ekki tekið fullkominn þátt í fögnuði blaðsins. Var það nú alveg víst, að við ís- lendingar til dæmis, ættum •ekki einhvern lagabókstaf, sem ti-yggir okkur gegn ólög- 8egum handtökum og fyirir- foyggja, að okkur sé haldið í varðhaldi án þess, að mál ‘iokkar komi fyrir rétt? Jú, Lann er í stjórnarskránni, og hefur meira að segja verið þar síðan 1874 — bara ekki nefndur þar þessu fína iat- neska nafni! En hvaðan getur það verið komið? Skyldu það geta ver- íð Sovétríkin, sem fyrst finna upp á að kalla slíka löggjöf „Habeas corpus“? INei, nú rifjast þetta allt upþ: þetta lásum við öll í skóla^ í mannkynssögukennslubókun tim, Það voru Bretar, sem komu. á hjá sér hinum svo- Jiölluðu „Habeas corpus“- lögum árið 1679 og lögðu þar með einn hornsteininn af mörgum að öryggi og mann- iréttindum brezkra þegna! Og síðan hefur hver þjóðin eftir aðra tekið þau upp eftir þeim. *■ Jæja, látum þetta allt vera. „Habeas corpus“-lögin eru þá nú að minnsta kosti loks- ins að koma til Rússlands, 268 árum eftir að þau voru gefin út á Englandi, þó að Sovétríkin verði að vísu af þeim heiðri, sem Þjóðviljinn ætlaði þeim, að hafa orðið fyrst til þess, að tryggja þegna sína með slíkri löggjöf gegn valdstjórn og réttleysi. Úti um heim' að minnsta kosti', mun það verða erfitt að telja mönnum trú um það. En máske Stalin takist að sannfæra „sovétborgarana" sjálfa um, að þeir séu hér að verða einhverra réttinda að- njótandi, sem við vesaling- arniir í „auðvaldsheiminum“ ekki þekkjum? Þá er þó sennilega höfuðtilganginúm náð; því hitt skiptir náttúr- lega ekki mildu máli, þótt N. K. V. D., þ. e. rússneska leynilögreglan, muni vissu- lega, svo lengi, sem hún er til, halda áfram, að taka „sovétborgara11 fasta á næt- urþeli og láta þá hverfa í fangabúðum stjórnarinnar um iengri eða skemmri tíma og máske fyrir fullt og allt. En að þannig hafi réltar- farið verið í Sovétríkjunum hingað til, viðurkennir Þjóð- viljinn nú að minnstá kosti,. þótt óbeinlínis sé, — því að vissulega gæti hann annars ekki talið það svo merkileg- an viðburð, þótt „sovétborg- arar“ fengju nú loksins á pappírnum svokölluð „Ha- bes corpus“-lög, sem bann- settar „auðvaldsþjóðir“, eins og Bretar, eru búnir að njóta í veruleikanum í 268 ár!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.