Alþýðublaðið - 15.04.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.04.1947, Blaðsíða 1
Umtalsefnið XXVII. árgangur. Þriðjudagnr, 15. apríl 1947 í dag: Tilboð Marshalls í Moskva og tilsvör Molotovs. Öruggasfi flugvöllurinn Myndin sýnir flugvél að lenda á flugvellinum í Croydon hjá Londoni, sem nú er talinn vera öruggavti lendingar- isíaðuir fyrir flugvélair í öllum heiminum. Hann er útbúinn radartækjum, isem genir flugvélunum unnt að lenda í hvaða veðri sem er, og þó í þoku eða blindbyl sé, enda er lendingunni stjórnað af radaritækjumum á vélrænan hátt. 3® manna áfiöfn ' yfirgeffæfeyska skútu, sem dregin var til ðiafnar. --------- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins í Vestmannaeyjum. UM ÞAÐ BIL 100 skip leituðu hafnar í Vestmanna- eýjum um helgina í fárviðri því, sem gekk yfir súður- og suðvesturland. Lágu í gær 40 skip á innri höfn'inni en 50 -t-60 á ytri höfninni og svo þétt, sérstaklega á innri höfn- inni, að fleiri komust ekki fyrir. Mest eru þetta færeyskar skútur, nokkrir danskir bát,ar og svo togarar frá ýmsum þjóðum. Ekkert alvarlegt tjón hefur orðið ennþá. Eitt skip hefur þó lent í nokkrum hrakför- um, og er það færeyska skút- an Hafbrá. Bilaði vél hennar vestur á bönkum, en enski togarinn King Sole, skip- stjóri Páll Aðalsteinsson, kom til bjargar og dró skút- oina til Vestmannaeyja. Þeg- iar togarinn var að komast inn á innri höfnina, biluðu dráttartaugarnar, svo að Færeyingarnir sáu sig nauð- beigða til að yfirgefa skipð. Var áhöfnin öll, 30 manns, flultt í land á mótorbáti, en skip þeirra hékk í gær enn aftan í enska togaranum. Skútan er 150 smálestir og strandaði nýlega við Selvog, en náðist þá út iaftur. Tregur afli hefur verið í Vestmannaeyjum undán- Bevin og Bidault fagna tilboðinu, en Molo- tov tekur því fálega. MARSHAÍLL lagði tillögu þá, sem harm hafði boð- að um 40 árai varnarbandalag fjórvteldanna gegn Þýzkalandi og hugsanlegri nýrri árás af iþess hálfu, fyrir Moskvafundinn 1 gær; og er í þeirri tillögu gert ráð fyrir. að fjórvteldin öll grípi til vopna tafarlaust, á landi, sjó og í lofti, ef Þýzkaland skyldi hefja nýja árásarstyrjöld á 'þessu tímabiili. Tillögn þessari var tekið mjög vel af Bevin og Bidault, sem báðir stungu upp á því, að fundurinn skipaði strax sér- staka nefnd til að gera uppkast að slíkum bandalagssátt- mála, sem ætti að fyrirbyggja nýja árás af hálfu Þýzka- lands. En Molotov lét sér fátt um finnast tillöguna og varð ekkert af nefndarskipun í málið í gær. Molótov flutti langa ræðu og talaði um flest annað meia en um tiilögu Mars- halls.. Hafði hann rnargt að segja um nauðsyn iþess, að útrýma nazismanum og setja Ruhrhéraðið, aðaliðnaðar- héraðið á hernámssvæði Breta, undir sameiyinlegt eftirlit fjórveldanna; vilja Rússar sjálfir fá hlutdeild í stjórn þess á þann hátt. Enn fremur talaði Molotov um nauðsyn 'lýðræðis á Þýzka- landi og yfirleitt um flest það, segja brezkir fréttarit- arar, sem árangurslaust :hef- ur verið rifist um í heilan mánuð í Moskva, og taldi að gera þyrfti allt annan sátt- mála en þann, sem Marshall stakk upp á. Þrátt fyrir þessar fálegu við tökur Molotovs var ákveðið, að ræða málið aftur á morg un. Svo sem kunnugt er, st'akk Byrnes, fyrrverandi utan- ríkismáaráðherra Bandarikj- anna, fyrstur upp á slíku varnarbandalagi fjórveld- anna gegn Þýzkalandi, til þess að tryggja sig gegn nýrri árás af þess hálfu, í París í fyrrasumar. Vildi hann þá miða varnarbanda- lagið við 25 ára tímabil. En það italdi Molotov þá of stuttan tíma og eyddi málinu í það sinn. Brezk-rússneski sáttmálinno Fregnir frá Moskva i gær- kveldi hermdu, að viðræður farna daga, en-vertíðin mun þó vera allgóð. Páll. væru einnig foyrjaðar um framlengngu og foreytingar á bandalagssáttmála Breta og Rússa; en litlar likur væru til að þeim yrði ilokið meðan á fundi utanríkismálaráð- herranna stendur. Eru Bretar og Rússar sagðir hafa gert samningsuppkast hverjir um sig, en Bretar telji samnings- uppkast Rússa algerlega áað- gengilegt, með því, að sam- kvæmt því væru Bretar skuldbundnir til að standa með Rússum gegn hvaða ríki, sem ekki aðens gynni að ráð- ast á þá, heldur Rússar ,teldu sér ógnað af! Queen Elizabeíh sfrandaði í gær við Southampton Næst vænta^Sega úi me$ fSóSi £ dag. „QUEEN ELIZABETH”, hið mikla brezka hafskip, 85 000 smálestir,. rakst á grunn við Southampton á Suður-Englandi, er það kom þangað með 2200 farþega innanborðs frá New York í gærkvéldi. Talið var öruggt, að tak- ast myndi með flóði í dag að ná stórskipinu aftur á flot, og voru engir farþegar flutt- ir úr því í gærkveldi. Járnbrautarlestir bíða þess að flytja farþegana til Lon- don í dag strax og þeir komast í land. Forystugrein * blaðsins í dag: Alvara og lýðskrum. Mikil gos í Heklu um helgina. Hafði hSjótt um sig í gær. MIKLIR ELDAR voru í Heklu um síðustu helgi, en í gær hafði hún hljótt um sig. Þó heyrðust dálitlir dynkir frá fjallinu í gærkvöldi, en engir eldar sáust, enda var dimmviðri og hríð fyrir aust an í gær. Alþýðublaðið átti í gær- kvöldi tal við Galtafell og var tjáð, að engar drunur hefðu heyrst frá Heklu í gær dag fyrr en undir kvöld, þá heyxðust lítils háttar dynkir, en engir eldar sáust þaðan, enda var hríðar veður og snjó koma eins og áður segir og sást ekkert til fjallsins. Hins vegar höfðu eldairnir sézt vel í fjallinu um helgina. Á sunnudaginn slitnaði símalínan fyrir vestan Ása og var ekki í allan gærdag hægt að ná sambandi við Ásólfs- staði eða Fellsmúla. Var bil- unin á línunni meiri en bú- izt var við og var hún ekki komiri í lag seint í gærkvöldi. Eldingu laust niður í símalín una og sleit hana, og ennfrem ur brotnuðu nokkrir síma- staurar. Súðin sleitnar upp á Kópaskeri í HVASSVIÐRINU á sunnudaginn slitnaði Súðin upp af höfninni á Kópaskeri, en þar hafði hún legið frá því á föstudagskvöldið og ætlaði að losa þar vörur. - Tapaði skipið báðum akk- erum og töluverðu að kveðju, og varð því að sigla strax af stað þegar það slitn- aði upp. Búið var að losa úr Súðinni um 20 smálestir af vörum á Kópaskeri, af 65 smálestum, sem þangað áttu að fara, en síðdegis á laugar- daginn var ekki hægt að vinna við uppskpunina vegna óveðurs. Súðin var í ferð austur og norður um land og átti m. a. að koma við á ýmsum höfn- um á Skagafirði og Húna- flóa á vestuirleið, en verður nú að hætta við það, vegna þess, að hún hefur tapað legu færum sínum, en í síðustu ferð missti hún einnig vara- akkerið. Þó bjóst skipaútgerð ríkisins við í gæf, að skipið myndi geta komið við á Siglufirði. Bazar Lestrafélas kvenna verður í Gótemplarahúsinu í dag og hefst kl. 2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.