Alþýðublaðið - 15.04.1947, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 15.04.1947, Qupperneq 4
ALÞÝE JBLAÐIÐ Þriðjudagur, 15. apríl 1947. . ■■■ i. » i. . .j... —■■■.- ■■■» c i' Húsmóðir um meðferð mjólkur. — Þáttur sveita- fólksins og húsmæðranna í Reykjavík. — Fyrir- spurn um pakkasendingar. — Enn um lengingu skólatímans. —Fermingarnar. HÚSMÓÐIR í REYKJAVÍK, ætíuð úr sveit, skrifar mér á þessa leið: „Á hverju ári og oft á hverju ári er rætt hávært um spillta mjólk, sem seld sé hér í Reykjavík. Húsmæður kvarta sáran yfir því, að mjólkin spill- ist mjög eftir að hún kemur í eldhúsin til þeirra og hljóti ástæðan að vera sú að hún sé gömul orðin og langt að flutt þegar hún loksins kemur hing- að. Það má vel vera, að mjólk- in sé of gömul þegar hún kemur til Reykjavíkur og einnig að hún sé flutt um of langa vegu. En ég hef ekki heyrt á það minnzt, sem ég tel að valdi miklu um hipa skemmdu mjólk.“ „ÉG HYGG að fáar matvörur séu eins viðkvæmar í allri með- ferð og mjólk. Við; sem höfum búið í sveit, vitum að ef ekki er gætt ítrustu varfærni, spill- ist mjólk mjög fljótt. Öll ílát verða að vera tandurhrein og þurr og helzt köld. Eins mega þeir, sem mjólka, ekki vera óhreinir á höndunum. Ég álít að í þessum efnum sé mjög ábótavant bæði í sveitinni og hér í Reykjavík. Ég veit, að sums staðar í sveitum, þar sem til dæmis karlmenn mjólka, fara þeir með brýnsluna á höndunum beint undir kýrnar til að mjólka þær, og ég veit líka af reynslunni, að mikill fjöldi húsmæðra hér í Reykja- vík hirðir ekki mjólkurílátin eins og þær eiga að gera.“ „ÞAÐ GETUR engin hús- móðir vænzt þess, að geta geymt þá mjólk stundinni lengur, sem látin er í óhreinan brúsa eða annað mjólkurílát og jafnvel ékki þó að brúsihn sé þveginn, ef hann er volgur og votur þegar mjólkin er látin í hann. Hér hygg ég að hundurinn sé grafinn og vildi ég að húsmæð- ur hér í bænum gættu vel að sínum eigin þætti í þessum mjólkurmálum áður en þær rjúka upp með gagnrýni á mjólkina. Fyrst þegar maður hefur gætt sinnar eigin skyldu, getur maður farið að gagnrýna aðra, en fyrr ekki.“ B. G. SKRIFAR: „Hvernig eigum við, sem búum úti á landi, að geta sent ættingjum okkar í Danmörku pakka? Það er ekki hægt að fá eyðublöðin á pósthúsinu. Heldur þarf að skrifa suður eftir þeim. Svío þegar þau koma, þá Verður maður að útfylla þau og senda aftur og síðan fá svarið að sunnan. Og þar sem nú eru ekki póstferðir n-ema einu sinni í viku, þá getur dregizt nokk- uð lengi áður en leyfið fæst og pakkinn kemst af stað.“ „ÉG Á VINKONU í Dan- mörku, sem skrifar mér og bið- ur mig um að senda sér ullar- nærföt núna í kuldanum. Þó að ég skrifaði strax, þá fengi hún ekki fötin fyrr en í vor, í staðinn fyrir að ef umsóknar- eyðublöðin fengjust' á pósthúsi eða símastöð, þá kæmust þau miklu fyrr til hennar og allir vita hvað þörfii* er mikil fyrir skjólföt núna í þessum miklu kuldum og eldsneytisskorti, sem er í Danmörku.“ MÓÐIR SKRIFAR á þessa leið: „Ég vil þakka þér fyrir pistilinn þinn um lengingu skólatímans og fermingarnar. Ég er alveg sammála þér. Hér er skammdegið lengra og sólar- tíminn styttri en víðast hvar annars staðar í heiminum. Allt frá því í september og fram á vor, fara börnin í myrkri og hálfmyrkri í skólana og sitja í skólastofunum. Þegar vorar, hækkar sólin og börnin þurfa að geta notið hennar. Oft er maímánuður fagnaðarríkasti mánuðurinn fyrir börnin ein- mitt vegna þess að þá brosir sólin framan í þau og þau vilja geta brosað til hennar." „EN NÚ ER ákveðið að láta öll börnin vera í skólunum allan maímánuð. í staðinn fyrir útitekin hraustleg börn í maí, eigum við nú að fá þau sem gráa og guggna bókabéusa. Þetta tel ég ekki heppilegt og vildi ég óska að þeir, sem þess- um málum ráða, endurskoð- uðu afstöðu sína til þeirra. Ég tel það líka óheppilegt, að enda ekki barnaskólavistina með fermingunni. Eitt sinn skrifaði Arngrímur Kristjánsson skóla- Frh. á 7. síðu Nemenda- Baxnja og unglinga- nem'endur isýna Lisfdans, Sfep !S- dansa. í Nýja Bíó föstu- ( daginn 18. apríl kl. 7.15. Aðgöniguimiðar hjá Sigf. Eymundisson á miðvikudaginn kamur. Tónlistarf élagið: Tenorsöngvarinn Þorsfein annesson endurtekur sína annað kvöld (miðvikudag) kl. 9 í TRIPOLI. Dr. V. örbantscliitsch aóstoóar. Aðgöngumiðar hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal. ítrekum vér hér með fyrri auglýsingar vorar um það, að vér seljum framleiðsluvörur vorar aðeins í heildsölu til verzlana, sem síðan annanst dreif- ingu þeirra til einstaklinga. Verða því tilraunir einstaklinga til vörukaupa hjá oss áranigurslausar. Jaínframt eru viðskipta- menn vorir minntir á að snúa sér til skrifstofunn- ar, sími 6666 með pantanir sínar. VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS H.F. Vesturgotu 17. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Símar: Ritstjórn: símar 4901, 4902. Afgreiðsla og auglýsiiigar: 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 50 aurar. Alþýðuprentsmiðjan h.f. *-----------T-----------* ÞEGAR núverandi ríkis- istjórn var mynduð, var um það samið af stuðningsflokk um hennar, að fjárlög skyldu afgreidd að minnsta kosti reksturshallalaus. Og með því, að tugmilljóna itekjuhalli var þegar á fjár- lagafrumvarpinu, eins og það var lagt fyrir þingið af fyrxverandi ríkisstjórn, og sá tekjuhalli óx emn um tug milljónir í meðförum þings- ins eftir stjórnarskiptin, var ekki nema um itvær leiðir að ræða: Annaðhvort varð að gera stórkostlegan niður- skurð á útgjaldaliðum fjár- laganna, eða afla nýrra tekna, svo að útgjöld og tekjur stæðust. Og með því að þingfylgi var ekki fáan- ÍLégt til þess, að fara hina fyrri Íeið sparnaðarins, var síðari ileiðin farin með itekjuöflunarlö'gum þeim, sem afgreidd voru frá al- þingi fyrir helgina, — lög um hækkun á ýmsum inn- flutningstollum, bifreiða- skatti og gjöldum af innlend um tollvörum. Munu rekst- urshallalaus fjárlög vera nokkurn veginn tryggð með þeim auknu tekjum, sem rík issjóði hefur þannóg verið séð fyrir. Það er venja þeirra manna hér á ílaindi, sem í stjórnar- andstöðu eru, að hefja rama- vein mikið, hvenær, sem nýjar álögur eru samþykktar á alþingi, og að berja sér á brjóst, eins og þeir einir beri almenningshag fyrir augum. En óneitanilega situr það illa á kommúnistum í því tilfelli, sem hér um ræð- ir, eftir að þeir hafa á alþingi gengið allra manna frekleg asit fram í því, að hæfeka fjárlögin. Þeir þurfa ekki iað hugsa, að það sé ekki þegar á almennings vitorði, að þeir fluttu við aðra umræðu fjárlaganma tillögur um hækkun á útgjaldaliðum þeirra, sem nam samtals 20 —25 milljónum króna um- fram tillögur fjárveitinga- nefndar. Almennfngur mun segja kommúnistum það al- veg hispurslaust, iað það þýði ekki fyrir þá, að æitla að slá sig til riddara, þegar afla þarf tekna til að standast hin miklu útgjöld fjárlaganna, sem þeir hafa ábyrgðarlaus- ast af öllum reynt að spenna upp úr öllu valdi. Það nægir ekki að gera frekari tillögur um aukin útgjöld hins opin- bera. Það verður einnig að sjá fyrir tekjum til að hægt sé að standast þau. * Kommúnistar hafa haldið því fram bæði i blaði sínu og á alþingi, að hin nýju tekjuöflunarlög fælu í sér „árás. á ailþýðu :landsins“ og haft í hótunum um, að þeim myndi verða svarað með nýjum kaupkröfum af hálfu Alþýðusambandsins. En stað- reynd er það þó, að allar brýnustu lifsnáuðsynjar al- mennings eru undanþegnar hækkuninni á innflutnings- toillum; og þar að auki or verz'lunarsitéttinni bönnuð öll álagning á þá tollahækkun, sem ákveðin er. Er það og kunnugra en frá ‘ þurfi að menningur líti alilt öðrum segja, að heildsálar eru sízt ánægðari með hin nýju að- flutningsgjöld en kom'mún- istar; og mætti sú staðreynd vera mönnum mokkur vís- bending, að ekki væri með þeim verið að vega neitt sér- staklega að alþýðu landsins. Enda verður sú verðhækkun, sem iaf tollahækkuninni kann að leiða, greidd miður af himu opinbera, þannig að hið vinn- andi fólk fær eftir sem áður fulla dýrtíðaruppbót á kaup sitt. Þess er að vænta, að al- auigum en kommúnistar á þær ráðstafanir, sem nú hef- ur orðið að gera til að afla rikissjóði nýrra tekna og tryggja reksturshallalaus fjárlög; því að almenningur geri sér fulkomlega Ijóst, að þessi tekjuöflun var fyrst og fremst nauðsynleg til þess að hailda dýritiðinmi í skefjum og þar með útflutn ingsatvinnuvegum þjóðar- innar gangandi. Það getur vel verið, og er jafnvel ékki nema líkíeigt, að kommúnist- um liggi það i léttu rúmi, ihvort hér fer aflt í rúst, og atvinnuleysi og neyð heldur innreið sína á ný í kjölfar vaxandi verðbólgu og dýr- tíðar. En hið vinnandi fólk veit vel, hver alvara er á ferðum, og hvers. virði at- vinnan er fyrir það. Það mun því áreiðanilega hugsa sig tvisvar um áður en það lætur lýðskrum kommún- ista æsa siig upp á móti þeim bjargráðum rikisstj órnarinn- ar, sem óhjákvæmileg eru til þess að halda atvinnuvegum þjóðarinnar gangandi..

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.