Alþýðublaðið - 15.04.1947, Page 7
Þriðjudagur, 15. apríl 1947.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
7
-----------------------♦
♦ i
Bærinn í dag. 1
»-----------*---------
Næturlæknir er í Læknavarð
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Infólfsapó-
teki, sími 1330.
Næturakstur annast Litla
bílstöðin, sími 1380.
Kveðjusamsæti
fyrir sænsku sendiherra hjón
in verður haldið í Tjarnarcafé
næstkomandi fimmtudag. Þeir,
sem óska eftir að taka þátt í
samsætinu og hafa ekki enn til-
kynnt þátttöku sína, eru beðn-
ir að rita nöfn sín á lista, sem
liggur frammi í Bókabúð Sig-
fúsar Eymundssonar í dag.
Hjónaefni
Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sína ungfrú Ragnhildur
Árnadóttir, Vatnsstíg 16 og Páll
Halldórsson, Haga, Holtum.
Árshátíð Alþýðu-
flokksins í Hafnar-
firði.
ALÞÝÐUFLOKKURINN í
Hafnarfirði hélt árshátíð sína
á laugardaginn var og vígði
um leið hin vistlegu salar-
kynni sín í Strandgötu 32. Á
þriðja hundrað manns sátu
hófið og fór það í alla staði
liið bezta fram.
Guðmundur Gissurarson,
bæjarfulltrúi setti hófið með
ri'æðu, en vígsluræðuna flutti
Emil Jónsson ráðherra. Aðr-
ir ræðumenn voru bæjarfull
trúarnir Kjartan Ólafsson og
Björn Jóhannesson. Ennfrem
ur flutti) Sigurjón Á. Ólafs-
so, alþingismaður kveðjur frá
flokkssystkinum í Reykja-
vík.
Kvartett úr Þresti söng
og Gunnar Rúnar Ólafsson
sýndi kvikmynd. Ei'nnig var
fjöldasöngur undir stjórn
Magnúsar Lýðssonar, pían-
ista, — meðan setið var að
borðum við kaffidrykkjur.
Loks var stigin dans fram
eftir nóttu.
Kvikmyndir:
GAMLA BÍÓ: „Ævintýri á
fjöllum“ — Esther Williams,
Van Johnson og Lauritz
Melchior. Kl. 9 „Mamma
elskar þabba“k Kl. 5.
NÝJA BÍÓ: „Katrín“ — Marta
Ekström, Frank Sundström
og Birgit Tengroth. — Kl. 5,
7 og 9.
TJARNARBÍÓ: „Sesar og
Kleoþatra“ kl. 9. -— ,,í fanga
búðum“. Michael Redgrave,
Marvyn Radford og Richek
'Kampson, kl. 5 og 7.
BÆJARBÍÓ: „Örlög ráða“
Viveca Lindfors, Stig Jarrel,
Anders Henrikson, Olof Wid-
gren og Hasse Ekman. —
| Sýnd kk 9.
HAFNARFJ.BÍÓ: „Frumskóg-
ardrottningin“ (síðari hluti).
■—kl. 7 og 9.
Árásir Wallace á
Truman vekja vax-
andl andúð veslra.
ÁRÁSIR WALLACE, fyrr
verandi varaforseti Banda-
ríkjanna, á utanríkismála-
stefnu Trumans og Banda-
stjórnarinnar, í ræðum og
viðtölum síðan hann kom til
Englands, vekja vaxandi
andúð í Bandaríkjunum og
sæta harðri gagnrýni í blöð-
um þar.
Telja mörg hinna amerísku
blaða þessar árásir Wallace
á stjórn ilands síns á erlend-
um vettvangi svo óþolandi,
að kröfur hafa komið fram
um það, t. d. í „New York
Times“, að hann hætti við
ferðalag sitit til meginlands
Evrópu og hverfi heim.
Wal'lace hefur sérstaklega
ráðizt á fyrirhugaða lánveit-
ingu Bandaríkjastjórnarinn-
ar til Grikklands og Tyrk-
lands og kefst hann þess, að
hún geri nýjar tilraunir til
samkomulags við Rússland.
HUGH DALTON, f jármála
ráðherra brezku jafnaðar-
mannastjórnarinnar, mun
leggja fjárlagafrumvarp sitt
fyrir brezka þingið í dag og
eru uppi miklar getgátur um,
hvað það muni hafa inni að
halda. Sjálfur hefur Dalton
ekkert látið uppi um það.
Menn minnast hinsvegar
þess, að hann sagði síðastlið-
ið sumar, að Bretar mættu
ekki vænta þess að losna við
hina þungu skattabyrði ó-
friðaráranna á þessu ári. Lík-
ur eru þó taldar til að hann
muni stinga upp á nokkurri
lækkun tekjuskattsins, en
hækkun verðtolls á munað-
arvörum og vörum greidd-
um í dollurum.
Söfn og sýningar:
MÁLVERKASÝNNG Félags frí
stundamálara í Listamanna-
skálanum. Opin kl. 10—10.
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Opið kl.
13—15.
NÁTTÚRUGIRPASAFNIÐ: Op
ið frá kl. 14—15.
Hljómleikar:
KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐ-
UR: Samsöngur í Gamla Bíó
kl. 7.15.
NANNA EGILSDÓTTIR:: Ljóða
og aríukvöld í Bæjarbíó kl.
- 7.15.
Samkomuhúsin:
BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Dans-
að frá kl. 9—11.30. Hljóm-
sveit Björns R. Einarssonar.
HÓTEL BORG: Dansað frá kl.
9—11.30. Hljómsveit Þóris
Jónssonar.
INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl.
T' ■i,Af ■ ■■ *>
Iimantio joro
Framhald af 3. síðu.
Friðriksson, Jósep á Hjalla-
landi, eftir P. V. G. Kolka, Um
orkuvirkjunarmál íslendinga,
eftir Gísla Halldórsson, og
Æskuvinar minnzt, minningar-
orð ritstjórans, séra Björns O.
Björnssonar, um Hallgrím heit-
inn Hallgrímson, bókavörð.
Þýdda efnið er hinu frum-
samda mun léttvægara, en þó
læsilegt og athyglisvert um
sumt, og myndirnar, sem heftið
flytur, éru hinar ágætustu, og
Jörð er að ytra útliti og frá-
gangi vandaðri og smekklegri
en flest eða öll önnur tímarit
okkar.
Jörð hefur að undanförnu
komið ærið óreglulega út, og
er þá sögu raunar að segja um
tímaritin yfirleitt, en forráða-
menn hennar þyrftu að koma
útgáfu ritsins í fast horf í fram-
ííðinni.
Helgi Sæmundsson.
HvaS veldur skap-
brigðunum?
(Framhald af 5. síðu.)
ari reglu en þeir, er við er-
um í góðu skapi, enda miklu
færri, aðeins fáa daga eða i
mesta lagi eina viku, og
venjulega reglulega á þess-
um 33 dögum.
Þegar við höfum uppgötv
að, hvenær flóðs og fjöru
megi vænta, getum við í sam
ræmi við það gert áætlanir
um störf okkar og aðgerðir.
Þegar likaminn er fullur
orku og skapið létt og skiiln
ingurinn skarpur gerum við
áætlanir um vandasöm störf,
en tökum okkur hins vegar
fyrir hendur létt störf, sem
krefjast minni nákvæmni,
er við Vitum, að orkan er að
ganga til þurrðar.
HANNES Á HORNINU:
Frh. af 4. síðu.
stjóri um þetta mál. Hann vildi
færa fermingarnar aftur,
þannig, að fermt yrði í lok
skólaársins. Ég er sammála
honum um aðalatriðið. Ég er
bara ekki sammála honum um
það, að lengja skólatímann eins
og nú er gert.“
Hannes á horninu.
9 árd. Hljómsveit frá kl. 9.30
síðd.
SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: Kabar-
ettkvöld Lárusar Ingólfsson-
ar og Sigríðar Ármann.
TJARNARCAFÉ: Opið frá kl.
9—11.30. Hljómsveit Baldurs
Kristjánssonar.
Úfvarpið:
20.25 Tónleikar Tónlistarskól-
ans: Samleikur á horn
og píanó (W. Lanzky
Otto og dr. Urbants-
chitsch).
20.45: Þættir úr siglingasögu, I.:
Upphaf siglinga( Gils
Guðmundsson ritstj óri).
21.10 Tónleikar (plötur).
21.25 Smásaga vikunnar: „Feðg
arnir“ eftir Gunnar Gunn
arsson (Lárus Pálsson
eikari les).
21.45 Spurningar og svör um ís-
lenzkt mál (Bjarni Vil-
hjálmsson).
Fjárlög Daltons, sem
Brelar bíða með
eftirvænlingu.
Móðir mín og tengdamóðir,
SigríSur Magnúsdóttir
frá Söndum á Akranesi
andaðist* 14. þessa mánaðar.
_______________________ Börn og tengdabörn.
Fósturmóðir okkar,
Guðrún Jónsdóttir,
andaðist aðfaranótt 14. b. m. að heimili sínu, Srand-
götu 17,, Hafnarfirði.
GuSrún Guðmundsdóttir, Ólafur Sveinsson.
Jarðarför móður okkar,
Sesselju Siginundsdótturs,
fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. apríl.
Hefgt með húskveðju að elliheimilinu Grund kl. 3 e.h.
Eggert og Snæbjörn Stefánssy*iir.
Jarðarför móðir minnar
Jútíönu Guömundsdóttur,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 17. apríl kl.
2 e. h.
Baldvin Jónsson.
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem
auðsýndu samúð og vinsemd við andlát og jarðarför
móður minnar,
Sigríðar Teitsdóttur.
Fyrir mína hönd og ættingja.
Guðni Eyjólfsson.
Frá Bretlandi getum við útvegað með
stuttum fyrirvara ýmsar gerðir af krönum og
öðrum lyftitækjum.
Heildverzlunin Hekla.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá-
fall og jarðarför
Jóhannesar L. Jóhannessonar
prentara.
Gunnhildur Árnadóttir.
Þorbjörg Jónsdóttir.