Alþýðublaðið - 16.04.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.04.1947, Blaðsíða 1
Forystugrein blaðsins í dag: of gegn- sær skrípaleikur. XXVII. árgangur. Miðvikudagur 16. apríl 1947 «■ Umtalsefnið í dag: Hin fyrirhugaða viðbótarvirkjun Sogs- ins. t Mynd þessi vár tekin í afmælishófi prenta rafélagsins á laugardaginn. Vinstra megin við borðið, talið frá vinstri, eru Pétur Stefánsson, sem á sæti í stjórn félagsins, for- sætisráðherrafrúin cg forsætisráðherrann, Gunnar Einarsson prentsmiðjustjóri og Steingrimur Guðmundsson prentsmiðjustjóri, báðir með konu.r sínar við 'hægri hönd sér. Hægra megin við borðið sjást Magnús Astmarsson, fyrrv. formaður félagsins, og Ólafur Hvanndal. í ræðustólnum er Þo.rfinnur Kristjánsson. Fundurinn á að hefjast 28. apríl og stend- ur að minnsta kosti hálfan mánuð. ÞING HINNA SAMEINUÐU ÞJÓÐA hefur verið kallað saman á aukafund, væntanlega í New Yoijk, 2:8. a,príl, til þe;ss að raeða Palestmumálin samkvæmt ósk Breta. Gert er ráð fyrir, að þessi aukafundur þingsins standi ekki nema hálfsmánaðar tíma, en sérstök nefnd verði skip- uð til þess að undirbúa rækilegar umræður og fullnaðar- ákvarðanir um framtíð Palestínu á næsta reglulegu þingi hinna sameinuðu þjóða í september í haust. flot í aærkveld ,QUEEN ELIZABETH’, hið inikla hafskip Breta, náð- ist af grunni við hafnarmynn ið við Souíhampton við há- flóð í gærkveldi og höfðu .þá allir farþegar verið fluttir úr því, svo og farangur og olía, til þess að létta á skipinu. Fimmtán dráttarbátar unnu að því, að ná skipinu aftur á flot. Miklar tilraunir voru gerð- ar til þess strax í gærmorgun að ná skipinu af grunninu, en það mistókst, og voru menn jafnvel farnir að efast um, að það myndi yfirleitt takast. Var skipið farið að hallast seinnipart dagsins í gær, en réttii aftur við, með flóðinu í gærkveldi, enda hafði þá verið létt töluvert á því, eins og áður segir. Samþykki meiri hluta hinna sameinuðu þjóða þarf til þess, að þing bandalagsins sé kv,att saman itil aukafund- ar. Var ósk Breta því borin undir meðlimi bandalagsins, en aukafundurinn strax boð- aður,'er 29 þjóðir — banda- lagsþjóðirniar eru samtals 55 — höfðu. veitt samþykki sitt. Það er efeki búizt við, að fleiri mál en Palestínumálin verði tekin á dagskrá aufea- fundarins, þótt það sé ihins vegar heimilt, ef tiUaga eðia itillögur um það koma fram að minnsta jkosti fjórum dög- um áður en þingið kemur saman til aukafundarins og það er samþykkt af itveimur þriðju atkvæða á þinginu. Það er ekki talið óhugsan- legt, að fjármál bandalagsins verði tekin á dagskrá, svo og framtíðar aðsetursstiaður þess. Bretar hafa þegar boðað, að þeir muni á hinu reglu- léga þiingi sameinuðu þjóð- anna í haust gera fullnaðar- grein fyrir umboðsstjórn sinni í Palestínu síðan í iok fyrri heimsstyr j aldarinnar og fara þess á leit, að hiinar sam einuðu þjóðir taki ákvarðan- ir uim framtíð landsins. Rafmagnsstjóri hefair lagt skýrsSur um undirbúning fyrir bæjarráð. RAFMAGNS5TJORI hefur mi lagt fyrir hæjarráð skýrslur um undirbúning nýrra virkiana við Neðri Fossa í Sogi, sem kosta munu um 30 milljónir króna. Hefur verið uimið að undirbúningi virkjunar þessarar alllengi og leitað álits norskra og sænskra verkfræðinga, en auk þess hafa íslenzkir jarðfræðingar gert boranir til að rannsaka jarð- lög við hina fyrirhuguðu virkiun. Eru helzt líkur til að far- ið verði eftir tillögum norska verkfræðingsins Berdal um að gera neðanjarðarstöð við Neðri Fossana. Rafmagnsstjóri hefur lagt til við bæjarráð, að þegar í sumar verði gerðar próf- sprengingar í fyrirhuguðum undirgöngum, áður en virkj- unartillagan verður endan- lega samþykkt. Hefur hann einnig lagt fyrir bæjarráð tillögur um verkaskiptingu við virkjunina, og er þar efsit á blaði ráðunautur, er skMi fullnaðaruppdrátfum og beri ábyrgð á virkjunartillögun- um. Fyrsita virkjunarstigið við Neðri Fossa er áætlað að kosti um 30 milljónir króna, en við það bætast sex millj. ónir, sem eru kostnaðui; við nýja 'línu frá Sogi til aðal- spennistöðvarinnar við Ell- iðaár. Vélar munu kosta um 14 milljónir, en bygginga- vinna um 16 mijónir, en stjórn, kostnaður og vaxta- tap er áætlað 4 milljónir. Þá leggur rafmagnsstjóri 'til að leitað yerði samvinnu við Berdal verkfræðing um virkjunina, eins og gert var við fyrri Sogsvirkjuniúa. Lítil von um sam- komulag í Moskva um tilboð Marshalls EFTIR DAGINN í GÆR, er vonlítið talið, að tilboð Marshalls. á Moskvafundin- um um 40 ára varnarbanda- lag fjórveldanna gegn hugs- anlegri nýrri árás Þýzka- lands beri árangur. Mo’otov sat fast við sinn keip með ýmsar breyt- ingartillögur við slíkan bandalagssáttmáia, breyting- artillögur, sem Marshall kvað all's ekki eiga heima í honum, heldur bæri að taka til greina við sjálfan friðar- samningimi við Þýzkaland. Moilotov lagði að síðustu tiili, að tillögu Marshalls yrði vísað til sérf-ræðin piacnefn dar, en Bevin taldi slíka máls- meðferð fjarri aólr’ skvnsemi eftir fimm viikna rifrildi um Þýzkalandsmálin í Moskva. Líðan Kristjáns kon- nngs befur versnað Menn óttast alvar- Eega um líf hans. FREGNIR FRÁ KAUP- MANNAHÖFN í gær- kveldi herma, að líðan Kristjáns konungs hafi vernað síðasta sólarhring- inn. Var frá því skýrt í opinberri tilkynningu í gærkveldi. Upplýst er, að konung- urinn hefur fengið lungna bóigu ofan á hjartabilun þá, er hann kenndi fyrir nokkru síðan; og óttast menn alvarlega um líf hans. Mary Booth væntan- r leg til Isiands. MARY BOOTH, sem er kunn forustukona 1 Hjálpræð ishernum erlendis, er vænt- anleg hingað til lands í næsta mánuði. Mary Booth er sonardóttir stofnanda Hjálpræðishersins og er nú eins og áður segir einn af kunnustu starfsmönn um hersins. Maxsball átti tal við Stalin í gærkveldi, en ókunmugt er, 1 hvað þeim fór á milli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.