Alþýðublaðið - 19.04.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.04.1947, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐI© ✓ Laugardagur, 19. apríl 1947. öðin (Framhald af 1.. síðu.) var báðum þessum félögum líkt farið að því leyti, að starf semi þeirra hlaut að dragast á langinn lengri eða skemmri tíma, ef þau fengju ekki bækistöð í Hvalfirði. Áhugi Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda fyrir olíustöð- inni- stafaði af því, að skort- ur er á geymum undir olíu handa hinum nýju togurum þegar þeir koma til lands- ins. Skoríurino á . olíygeymun?, Olíufélagið og Félag ís- lenzkra botnvörpuskipaeig- enda líta bæði svo á, að olíu- stöðin í Hvalfirði sé ekki til frambúðar fyrir þau. En skoi'turinn á olíugeymum er svo mikill, að Olíufélaginu. hefði reynzt algerlega ókleift .að hefja starfsemi sína á næstu árum, ef það hefði átt að bíða eftir hinni fyrirhug- Uðu olíustöð sinni, og geymsla undir olíu handa hinurn nýju togurum og vélbátum er alls ekki fyrir hendi. Lagði rík- isstjórnin áherzlu á það, að öll þessi félög kæmi sér sam- ap um^afnot af stöðinni í Hvalfirði áður en af kaupum yrði. N,iðurstaðan varð sú, að þetta samkomulag náðist í fyrra mánuði. Lagði sölu- nefnd setuliðseigna til við ríkisstjórnina, að Olíufélag-. inu og Hvalveiðifélaginu væri seld stöðin og henni skipt þannig milli þeirra, að Hvalveiðifélagið fengi þriðj- ung hennar til umráða, en Olíufélagið nær því tvo þriðju, en áður hafði náðst samkomulag milli þess og fé lagsmanna í Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda um skiptingu geymanna þeirra í milli. Var þá ákveðið, að olíu stöðin skyldi seld hlutaðeig- andi félögum við ríflegu kostnaðarverði. Utanríkismálaráðherra kvaðst ekki vera í neinum vafa um að rétt hefði verið að selja þessum félögum stöð ina. — Það hefði verið full ástæða til að styrkja hið alís- lenzka olíufélag í samkeppn- isviðleitni þess við hina er- lendu olíuhringi, en því hefði verið óleift að hefja starf- semi sína fyrr en að löngum tíma liðnum, ef því hefði ver ið synjað um kaupin. Auk þess væri skorturinn á olíu- geymum svo mikill, að það hefði verið fullkomið óvit að rífa olíustöðina í Hvalfirði, sér í lagi með tilliti til þess, að skipafloti landsmanna margfaldast um þessar mund ir. -— Útgerð hinna nýju tog ara og vélbáta hefði verið svo til óhugsandi, ef ekki hefði verið séð fyrir nýjum olíugeymum. Óoauðsynlegir olíu- geymar verða rifnir U tanríkismálaráðherra kvaðst ekki hafa gengið þess dulinn, að vissir menn hefðu tilhneigingu til tortryggni varðandi söluna á olíustöð- inni í Hvalfirði. Kvað hann þetta hafa orðið sér hvöt þess að fara að öllu varlega og ganga sem vandlegast frá kaupmálanum. Æskti hann greinargerðar frá Olíufélag- inu um, hvernig varið yrði notkun þess af geymunum. Barst sú greinargerð hinn 20. marz og var tekin til athug- unar af sérfróðum mönnum, sem til þess voru kvaddir af ráðherra, og var það sam- hljóða álit þeirra, að ekki yæri unnt að hnekkja grein- argerð þessari í neinurn veru legum atriðum. Geymarnir í stöðinni eru að sönnu miklir, en þess ber að gæta, að þeir eru ætlaðir fyrir margs kon- ar olíutegundir og geta því reynzt ódrjúgir að því leyti, að í sumum þeirra verði litl- ar birgðir, þótt í öðrum verði géymd mikil olía. Þá hafa botnvörpuskipaeigendur tal- ið sig þurfa mjög miklar olíugeymslur þarna til af nota, en erfitt er að svo stöddu að segjá fyrir um, hverjar þarfir þeirra -verða, og fer það allmikið eftir því, hvaða háttur verður á aðdrátt um á olíunni. Olíufélagið hefur lýst því yfir, að þeir geymar, sem ekki séu nauðsynlegir því til reksturs stöðvar- innar, skuli rifnir og flutt- ir út um land, ef þeir henti þar og flutningur þarna verði ekki geymar í»á tryggði ríkið sér einn- ig úrslitavald um það, að þarna verði ekk igeymar notaðir til annarlegra þarfa, og voru skilyrði um þessi efni sett fyrir söl- unni. Engin afskipti Ame- ríkumanna, Utanríkismálaráðherra . taldi það ekki hafa komið til mála, að ímynduð hræðsla eða uppgerðarhræsni vissra manna leiddi til þess, að olíu stöðin yrði rifin eða látin standa ónotuð. Blekkingar Þjóðviljans væru algerlega $ KIIPAIÍTCÍCRÐ RIKISIWS Sverrir til Snæfellsneshafna og Flateyjar. Vörumóttaka árdegis í dag. úr lausu lofti gripnar eins og hann hefði þegar fært sönn- ur á með því að rekja gang málsins. Ennfremur vísaði hann því á hug sem staðlausum stöfum, að Bandaríkjn hefðu á nokk- urn hátt skipt sér af því, hvað yrði um olíustöðina eftir að hún var komin í eigu íslenzka ríkisins. Hugh S. Cumming hefði engin afskipti haft af þess um málum, þegar hann var hér staddur af hend- ingu fyrir skömmu síðan. Utanríkismálaráðherra kvaðst hafa átt tal við þennan starfsmann ame- ríska stjórnarráðsins oft- ar en einu sinni og hefði aldrei verið á olíustöðina í Hvalfirði minnzt einu orði. Hverjir fá þjó^níð- ingsnafnfð. Utanríkismálaráðherra kvaðst hafa gert þetta mál að umræðuefni vegna þess, að ásakanir þær, sem Þjóð- viljinn stefndi að sér og raunar ríkisstjórninni í heild, væru hinar ferlegustu. Sakargiftirnar væru hvorki meira né minna en áburður um landráð og þjóníðings- hátt. En hann kvaðst óhrædd ur bíða dóms framtíðarinnar í þessu máli, og taldi sig hafa fulla ástæðu til að ætla, að þjóníðingsheitið félli á þá menn, sem reyndu að telja umheiminum trú um, að ver ið væri að gera ísland að her stöð í væntanlegri stórvelda- styrjöld. Þeir menn, sem það gerðu, stofnuðu vissulega frelsi og sjálfstæði þjóðarinn ar í hættu. Miklar umræður urðu að iokinni ræðu utanríkismála- ráðherra, og tóku til máls Eysteinn Jónsson mennta- málaráðherra, Stefán Jóh. Stefánsson forsætisráðherra, Einar Olgeirsson og Áki Jak- obsson. Leyndi sér ekki, að Einar og Áki treystust illa til að standa við stóryrði og blekkingar Þjóðviljans, og vakti það sér í lagi athygli, hve framlágur Einar var eft- ir ræðu utanríkismálaráðherr ans. - f Helgi Hannesson fertugur EINN ÖTULASTI baráttu- maður Alþýðuflokksins, Helgi Hannesson, bæjarfull- trúi á Isafirði, varð fertugur í gær. Helgi varð Alþýðuflokks- maður í æsku og hóf þegar að starfa honum til eflingar. Helgi er fæddur á Dynjanda í Grunnavíkurhreppi, en fluttist ungur til Hnifsdals og kynntist þar kjörum sjó- manna og verkamanna. Jafn- hliða erfiðisvinnu tók Helgi öflúgan þátt í baráttu verka- lýðsins, en hugur hans .stóð til menntunar, og brauzt hann áfram cg tók ágætt kennarapróf,- Siðan hefur hann stundað kennslustörf á ísafirði, en . jafnan unnið fyrir sér á sumrin með erfið- isvinnu eða bifreiðaaktri. Um tveggja ára skeið hafði hann með höndum framkvæmda- stjórastörf fyrir Alþýðu- flokkinn. Dugnaði HeJga er við brugSið. Að loknum löngum vinnudegi og á helg- um dögum starfar hann að áhugamáli sníu , bættum kjörum alþýðunnar og efl- ingu Alþýðuflokksins. Hann hefur setið i stjórn verka- lýðsfélaga um margra ára skeið og m. a. verið formaður yerkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði síðan árið 1938; hann er í stjórn Alþýðusambands Vestfjarða, formaður full- trúaráðs Alþýðuflokksins á ísafirði, fulltrúi fyrir Al- þýðuflokkin í nýbýlastjórn og bæjarfulltrúi_ fyrir Ail- þýðuflokkinn á ísafriði. Þá hefur hann og verið í kjöri til þingmennsku fyrir Al- þýðuflokkinn í Barðastrand- arsýslu og Suður-Múlasýsiu, Spor þau, er Helgi hefur gengið i þjónustu verkálýðs- ins og störf þau, er hann hefur unnið í sama skyni eru svo margvisleg að þau verða eigi rakin að sinni. Helgi er ötull maður og glæsilegur, greindur í bezta lagi, ágætu,r ræðumaður, drenglyndur og ótrauður baráttumaður og ætíð trúr hugsjónum sínum. Alþýðuflokksmenn um állt land og aðrir vinir hans óska honum til hamingju á fertugsafmælinu, þakka hon- um unnin störf á liðnum ár- um og vona, að hann eigi mörg starfsár ólokin, því eigi verður á kosið betri samferðamann til baráttu fyrir bættum kjörum alþýð- unnar undir merki Alþýðu- flokksins. F. J. F.XI.S. KEIMÐALLUR. DANSLE í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll í kvöld kl. 10 síðdegis. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðis- húsinu í dag kl. 5—7 e. h. Skemmtinefndin. Þvollahúsið ¥Í ugarnsr Vegna viðgerðar verður þvottahúsið lokað n. k. mánudag og þriðjudag. Reykjavík, 19. apríl 1947 ' Bæjarverkfræðingur. G O L I A T

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.