Alþýðublaðið - 19.04.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.04.1947, Blaðsíða 1
Umtalsefnið Blekkingar kommún- ista um olíustöðina á Hvalfirði. . / Forystugrein blaðsins í dag: Alþýð- * an og hinar nýju álög- ur. Þessi mynd af hrauninu, sem runnið hefur austur frá Heklu, var tekin úr flgvél í fyrradag. Til vinstri sést gosið i suðvesturöxl fjallsins. (Ljósm. Páll M. Jónasson.) Öskofalis varð og vart víðs vegar i ná- grenni fjallsins, og gránaði snjór af þvi. ---------♦--------- GOSIN í HEKLU halda enn áfram, en voru þó með minnsta móti í gærdag. Hins vegar teíja menn fyrir ausan, að mikið öskugos hafi verið úr fjallinu í fyrrinótt og fyrripartinn í gær var fjallið algerlega hulið reykjarmekki. í fyrrakvöld og í gærmorgun varð v’íða vart öskufalls, en það var ekki rneira en svo, að snjór gránaði. . Siiii var ekki rifin heldur seid alísienik um félépm vegna tilfinnaniegs skorfs á olíugeymum. ----------«---------- MILKAR UMRÆÐUR urðu utan dagskrár í neðri deild alþingis í gær út af sölunni á olíugeymunum í Hvalfirði. Hóf Biami Benediktsson utanríkismálaráðherra umræð- urnar og hrakti blekkingar Þjóðvilians í gær, þar sem því var haldið fram, að Hvalfjörður hefði verið seldur ame- rískum Ieppiun og hefði embættismaður Bandaríkjanna komið hingað til þess að hafa hönd í bagga með þessari sölu. Rakti utanríkismálaráðherrami gang þessa máls frá upphafi og vísaði ósannindum Þjóðvilians á hug. Einar OI- geirsson reyndi að analda í móinn og bera hlak af flokl^s- blaði sínu, en tókst óhöndulega. Áki Jakobsson reyndi að koma til liðs við Einar í raunum hans, en tókst sízt betur. Hitaveitan: Hitasfig vatnsins auk- ið um lógráður með raímagni ÞEGAR RAFMÁGNSÞÖRF BÆJARINS hefur verið full- nségt með hinni nýju virkjun við Sogið, er í ráði' að nota afl varastöðvarinnar, sem nú ér í byggingu við Elliðaárn- ar, til að auka afköst hita- veitunnar. Talið er að auka megi 'hitastig vatnsins, sem rennur til bæjarins um 16 gráður á þennan hátt. Ekki mun þetta þó geta komið til framkvæmda næstu 3—4 árin, þar eð rafmagns- þörf bæjarins er nú svo mikil að ekki mun veita af þeirri viðbót sem fæst með þessari stöð, þar til nýja virkjunin við Sogið hefur verið gerð. Sagði borgarstjóri í ræðu sinni um raforkumálin á bæjarstjórarfundi í fyrradag, að stöðin við Eliliðaárnar myndi framleiða 7500 — og í allra mesta lagi' 8 500 kiló- wött, þegar hún yrði í fuilri notkun. En samt sem áður imyndi þessi aukning á raf- orkunni verða fullnotuð á næstu 2—3 árum, vegna út- þenslu bæjarins cg hinnar vaxandi rafmagnsnotkunna. Steinsteypuvél til gatnagerðar. BÆRINN HEFUR ákveðið að kaupa frá Englandi stein- steypuvél til gatnagerðar, óg verður vélin tilbúin til af- greiðslu á næsta vori. Sagði borgarstjóri á bæjar stjórnarfundi í fyrradag, að ákveðið væri að steypa ýmsar fjölförnustu göturnar í bæn- um, til dæmis Skúlagötuna og Hringbrautina, en ekki myndi verða ,byrjað á þeim framkvæmdum fyrr en stein steypuvélin kæmi. , Waliace komltin tii stokkhoims HENRY WALLACE er nú kominn til Stokkhólms á Ev- rópuferð sinni. Sagði hann þar í ræðu í gær, að Norð- urlöndin gætu af landfræði- legum og siðfræðilegum á- stæðum unnið mikið miðlun arstarf, og hvatti hann mjög til þess. Hann kallaði þá menn afbrotamenn, sem telja stríð óhjákvæmilegt. í London hefur Winston Churhill minnzt á Wallace í ræðu, og sagt að hann ynni að því að eyðileggja samhug og bandalag Breta og Banda- ríkjamanna. Á Fellsmúla heyrðust éng- ;ar drunur frá Heklu 5 gær- dag, enda var hvassviðri af suðaustan og má vera, að það hafi dregið úr drunun- um. Hins vegar heyrðust snarpar drunur áð Ásólfsstöð um síðdegis í gær, svo að hrikti í húsum þar. Ösku- fallsins varð fyrst vart á Fellsmúla um klukkan 6 í fyrrakvöld og stóð það þar til í gærmorgun. Einnig varð þess vart á Ásum í gærmorg- un, en á Ásófsstöðum var öskufalið aðeins í fyrrakvöld oig ekki meira en svo, að snjór gránaði. Fyrri partinn í gasrdag sást ekki til Heklu frá Ásum eða Ásólfsstöðum vegna mist urs og gufu, en síðdegis sást |í fjallsöxlina frá Ásólfs- stöðum, og virtist fólki þar, sem töluverð gos væru í mið- gígnum og fremsta -gígnum. Frá Fellsmúla sáust eld- arnir greinilega í fyrrakvöld og einnig sáust nýju hraun- straumarnir þaðan, en ekki sáu menn þar, hvort hraun- ið hefur breiðst mikið út siðustu daga. Töuverð umferð var fyrir austan í fyrradalg, en minni í gær, enda er illfært á bif- reiðum nú eins og er. Afli Reykjavíkurbátanna í gær, talið í„ smálestum: Dag ur 10, Jakob 8, Friðrik Jónsson 7, Hagbarður 7, Svanur 7. Heimaklettur 6, Ásgeir 6, Skíði 6, Skeggi 6, Elda 6, Þorsteinn 6, Garðar 6, Eiríkur 5, Jón Þor- láksson 7, Suðri 4. Utanríkismálaráðherra kvað ummæli Þjóðviljans í gær þýða rniklar og geigvæn legar árásir á sig og raunar ríkisstjórnina í heild, ef sannar væru, en því færi alls fjarrii, þar sem segja mætti, að ekki væri orð satt í um- ræddri grein hans. Árásar- efnið er það, að ríkisstjórnin hefur samþykkt sölu á olíu- stöðinni í Hvalfirði, sem hún keypti af Bandaríkjunum, og er Olíufélagið h/f og Hvál- veiðifélagið kaupandinn. Kvaðst utanríkismálaráð- herra telja rétt að gefa skýrslu um málið í heild fyrst það hefði verið gert opinberlega að umræðuefni og á þann hátt, að engan veginn yrði við unað. Kaiipin og saian á oSíustöðiniiL Ríkisstjórnin bauðst á síð- ast liðnu hausti til kaups olíustöðin í Hvalfirði, en hún var þá eign Bandaríkjastjórn ar. Náðist samkomulag um kaupin og voru samningar undirritaðir 30. janúar síð- ast liðinn. Kaupverð stöðv- ar.innar var 2 milljónir króna, og náðist samkomulag um svo lágt verð vegna þess, að Bandaríkin féllust á þá skoð- un . íslendinga, að stöðin væri mjög óhentug til rekst- urs í framtíðinni og yrði að rífast og flytjast burt, ef fullt gagn ætti að verða að olíugeymunum, sem þar eru. Voru það einkum þrír aðilar, sem áhuga höfðu fyrir að fá stöðina í Hvalfirði eftir að hún var komin í eigu ís- lenzka ríkisins: Hvalveiði- félagið, Olíufélagið og Sam- band íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda eða félagsmenn í því. Hvalveiðifélagið var stofn að fyrir skömmu og var vant samastaðar fyrir bækistöð starfsemi sinnar. Olíufélagið er hlutafélag, sem Samband íslenzkra samvinnufélaga, sambandskaupfélög og olíu- samlög útvegsmanna víða um land standa að. Var félag þetta stofnað fyrir skömmu síðan og hyggst að hefja sam keppni við hina erlendu olíu hringi. Er það í engum tengsl um við erlend félög að öðru leyti en því, að það hlýtur að kaupa olíuna erlendis frá eins og hin olíufélögin, sem hér starfa. Mun félag þetta hafa meginviðskipti sín við olíusamsölu alþjóðasambands samvinnumanna, þegar starf ræksla hennar er hafin fyrir alvöru, en þangað til mun það hafa viðskipti sín við Standard Oil. Hvalveiðifé- lagið er alíslenzkt félag á sama hátt og Olíufélagið, og Framh. á 2. síðu. Sfefán Rafnar skrif- stofustjóri látinn. STEFÁN RAFNAR, skrif- stofustjóri Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, varð bráðkvaddur. að heimili sinu, Báldursgötu 11, i fyrrakvöld. Var hann 51 árs gamall, fæddur að Hrafnagili í Eyja- firði. Var hann í nokkur ár hjá KEA á Akureyri, en réð- ist árið 1917 til SÍS og hefur því starfað við þáö fyrirtæki í 30 ár, lengstaf sem aðalbók- ari og skrifstofustjóri. Stefán lætur eftir sig ekkju og börn. Var hann mætasti maður og vinsæll mjög. Veirð ur hans nánar getið hér í blaðinu síðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.