Alþýðublaðið - 13.05.1947, Side 1

Alþýðublaðið - 13.05.1947, Side 1
Ve^urhorfur: SuSvesturland og Faxa- flóa: Sunnan kaldi og skúrir. Alþýðublaðið vaníar börn til að bera út blaðið í nokkur hverfi í bænum, sími 4900. Umtalsefniðs Fyrsta síldarmerkingar í Atlandshafi í sumar. Forustugrein: Verkfallsbrölt kommúnista í Dagsbrún. XXVII. Þriðjudagur 13. maí 1947. 104. tbl. Síídarmerkingar gerðar hér í fyrsfa sinn kemandi sumar Árríl FrDSrikssors segir frá víðiækum . rannsóknum okkar og Norðmanna. í SUMAR verða í fyrsta sinn gerðar síldarmælingax i Atlantshafi,- og eru það norskir og íslenzkir síldarfræð- ingar, sem standa að þeim. Verður smiðaður til þess sér- stakur bátur í Noregi, og fyrstu merkingarnar framkvæmd- ar fyrir Norðurlandi að áliðnu sumri. Skýrði Árni Frið- riksson fiskifræðingur blöðunum frá þessu í gær. Forseia líður vel efiir minniháii- ar aðgerð í Siokkhóimi. SAMKVÆMT SÍMSKEYTI sem utanríkisráðuneytiinu hefur borizt frá Jóhanni, Sæ mundssyni yfirlækni og Vil- hjálmi Finsen sendiherra, framkvæmdi ■ prófessor John Hellström á Karolinska Sjukhuset í Stokkhólm þ. 9. þ. m. minniháttar aðgerð á forseta íslands út af lasleika, sem gerði vart við sig í des ember s. 1. Tókst aðgerðin vel og er forseti hress og hita- laus og lðan hans óaðfinnan- leg. Ráðgert er, að forseti verði enn nokkra daga á sjúkrahúsi, en dvelji því næst eitthvað sér tiil hress- ingar í Svíþjóð. (Utanríkisráðuneytið) Brezku konungs- hjónin komin heim BREZKU KONUNGS- HJÓNIN komu heim til Bret- lands úr för sinni til Suður- Afríku í gær, og var þeim fagnað ákaft bæði í Ports- mouth, þar sem þau stigu á land, og í London. Var þetta á 10 ára afmæli krýningar þeirra. Óku þau í opnum vögnum um götur Lundúna, en geysilegur mannfjöldi hyllti þau. Attlee sagði í ræðu, er hann bauð konungshjónin og dætur þeirra velkomin heim, að förin hefði styrkt vináttu bönd heimalandsins og Suð- ur-Afríku, og Churshill minntist viðburða þeirra, sem þjóðin héfur orðið fyrir á hinum 10 stjórnarárum Georgs VI. * Síldin er merkt þannig, að gerður er smá skurðun á henni og stungið inn lítilli stálplötu, en síðan er síldinni sleppt aftur. Er verið að teikna bátinn, sem við þetta verður notaður og verður hann smíðaður í Noregi fyrir sumarið. Verður hann þann- ig útbúinn, að skutur og barki verða með götóttum botni, svo að báturinn verð- ur alltaf hálffullur af sjó. Mið skips verður vatnsþétt rúm, og fara merkingarnar þar fram. Þegar komiin eru 50 — 100 stykki merkt í barkann, verður þeim hleypt út, en það hefur komið í Ijós, að sé síldinni sleppt einni verður hún rúgluð, því að hún kann ekki við sig nema í torfum. Árni skýrði svo frá, að slík ar merkingar hefðu aldrei verið gerðar fyrr í Atlants- hafinu, en Bandaríkjamenn væru komríir langt í þess um efnum við Kyrrahaf. Þessar merkingar munu von andi leiða margt í ljós um hætti gíldarlnnar, og gætu meðal annars sannað þær skoðanir Árna, að sami síld- arstofninn s é hér og við Nor eg- Árni kynnti sér síldarmerk ingar vestur í Ameríku, og eftir styrjöldina leitaði hann samvinnu Normanna um slíkar rannsóknir og fékk hinar ágætustu undirtektir. Mun Ejnar Lea, síldarsérfræð ingur Norðmanna koma hing að í sumar og vinna að merk ingunum með Árna, en hann hefur tryggt stuðning norsku stjórnarinnar og norskra síld arverksmiðja Er samvinna verksmiðjanna nauðsynleg, því að stálplöturnar, sem látn ar eru inn í síldina, eru end- urheimtar úr síldarmjöFmu með seglum. Það kann að taka nokkur ár, þar til árangur fæst af þessum rannsóknum, og von- andi verður þeim haldið á- fram af báðuimi þjóðunum. Verða niðurstöður rannsókn anna gefnar út undir sameig inlegu heiti. Aukaþing sameinuðu þjóðanna Þannig lítur fundarsalur allsherjarþings sameinuðu þjóðanna í Flushing Meadows við New York út. Var bygging þessi einn aí sýningarskálunum á heimssýningunni, en var innréttuð til afnota fjrrir þingið. Þessi mynd var tekin í byrjun aukaþingsins um Palestínumáiin, sem nú stendur yfir. Þýzkir bændur seija um 20 prósent fram- leiðslunnar á svörium markaði -------------- ■»------- ÁstandiS í landinu taliS „vonlaust^. -------—*-------- UM 400 verkalýðsleiðtogar í Diisseldorf skoruðu í gær á Þýzk yfirvöld að bæta úr matvælaskortinum í Þýzkalandi innan 10 daga, eða segja af sér og fá hernámsyfirvöldunum í landinu ábyrgðina fyrir lífsafkomu hinnar þýzku þjóðar. Þessir menn sögðu, að núverandi ástand væri „vonlaust, og gæti aðeins leitt til liruns þióðarinnar og framleiðslu henn- ar , í sama mund sendu tveir hershöfðingjar, sem nú stjórna brezka og ameríska hernámssvæðinu, þeir Ro- bertson og Clay, sameiginlegt skeyti til stjórnarinnar í Washington um matvæla- ástandið í Þýzkalandi. Svipaðar fréttir berast nú víðar að frá Þýzkalandi. Mat- vælaskortur er mjög alvar- legur og svarti markaðurinn verri en nokkru sinni. Borg- arar í Hannover hafa þannig skorað á yfirvöldin að gera alvarlegar ráðstafanir til bættrar dreifingar matar og gegn svarta markaðinum. Brezka stjórnin hefur skýrt frá því, að verið sé að athuga nýjar leiðir til mat- væladreifingar á Þýzkalandi. Hafur verð skýrt frá því að illa gangi að fá bændur til að senda matvöru þá, sena þeir framleiða á markaðinn. Er áætlað, að þeir haldi af löglegum markaði 20% allr- ar framleiðslunnar. í sumum borgum eru allt að 30% starfsmanna borg- anna veikir vegna matar skorts, svo að engin vissa er fyrir því, að séð verði fyrr gasi og rafmagni. Brezka íhaidið vill ekki afnema þjéðnýtinguna! BREZKI ÍHALDSFLOKK- URINN hefur gefið út stefnu skrá sína um iðnaðar- og við skiptamál. Segir þar, að flokkurinn sé yfirleitt and- vígur þjóðnýtingu, en þó muni hánn ekki afnema þjóð- nýtingu kolanámanna og Englandsbanka, þótt hann komist til valda. Samsteypsijóm á Íalíu! ÁSTANDIÐ Á ÍTALÍU er nú orðið svo alvarlegt, að bú- izt er við að de Gasperi for- sætisráðherra muni segja af sér og reyna að mynda sam- steypustjórn með þátttöku allra flokka. Mun fjárhags- legt hrun vofa yfir Ítalíu, ef ekki verður gripið til alvar- legra og gagngerðra ráðstaf- ana til bjargar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.