Alþýðublaðið - 18.05.1947, Page 3

Alþýðublaðið - 18.05.1947, Page 3
Sunnudaginn 18, maí 1947 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Minningarorð SUNNUDAGINN 4. maí aS morgni lézt í Landsspítal- anum Sigurður Olafsson gjald- fceri Sjómannafélags Reykja- víkur eftir stutta legu.. Tæp- um mánuði áður en hann lézt, 'kenndi hann þess sjúk- dóms er leiddi hann á dánar- beð. Með fráfalli hans er mik- 111 harmur kveðinn að öllum ha.ns. nánustu ástvinuir, konu og börnum og öðrum nánum venlzamnönum, og ekki síður að félagshræðrum hans í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur og flokksbræðrum hans og systr- um, svo mikils var hann .met- ánn af öllum, er með honum störfuðu og náin kynni höfðu af honum á annan hátt. j Sigurður var fæddur 25. marz 1895 á Reyni í Mýrdal, sonur Ólafs Ólafssonar, síðast hónda að Lækjarbakka í sömu sveit, og Guðríðar Sigurðar- dóttur. Hann var einn af 17 •börnum hans. Ólafur lézt í hárri elli fyrir fáum árum. Sigurður ólst upp með móður 'jsinni á myndarheim- ihnu Norðurvík í Vík í Mýr- dal hjá frændfólki sínu þar, Þorsteini Jónssyni hrepp- stjóra og konu hans, Ragn- hildi Gunnlaugsdóttur, kunn- um' sæmdarhjónum. Móður sína missti 'Sigurður er hann var 14 ára. Hlaut Sigurður þar bezta uppeldi, sem hann á fullorð- ins árum minntist með hlýju og þakklátsSemi. Hann gekk ungur í þann lífsins skóla, að starfa að öllu því, er unglingur mátti megna á stóru heimili, enda bráðgjör, tápmikill og hraustur. A þeim tímum var það 'háttur ungra manna í V,- Skaftafellssýslu, sem og viðar um land, að leita sér fjár og frama við sjávarsíðuna. Ti j ■ ast að menn leituðu á þilskip- in við Faxaflóa. Um 17 ára gamali. mun Sigurður hafa byrjað að istunda sjó héðan frá Reykjavík. Fyrst á mótor- skipum og síðan á togurum. Um 15 ára skeið var hann starfandi á sjónum og lengst af á togurum. Lengst var han'i á ,,Apríl“, er fórst 1. des. 1930 með allri áiiöfn. Ölluin her saman um, er með Sigurði un-nu á sjónurn, jafnt undir- sem yfirmönnurn, að hann hafi verið í fremstu röð sinnar stéttar, favað dugn- ar, verkhæfni, kjark og reglu- semi við kom. Sem starfsfé- lagi var hann dáður af öllum. Árið 1928, 23. janúar, yar Sigurður Ólafsson kjörinn gjaldkeU Sjómannaf. Reykja- víkur og nokkru síðar ráð.nn starfsmaður þess. •— Með ‘þessari ákvörðun heíst nýr þáttur í lífi hans, páttur; se>n ekki slitnar fyrr en við lát hans. I 19 ár og ruma 3 mán- uði helgar hann lif sití og krafta sína þessu starfi, með þeim árangri, s:m ég hygg að sé með eindæmuni innan ís- Sigurður Ólafsson. lenzkrar verkalýðshreyfingar, sökum frábærs áhuga og ár- vekni og trúmennsku og sér- stakrar hollustu við félag sitt og stétt. Eg hygg, að ekk.t sé ofmælt, að íslenzk verkaiýðs- hreyfing hefur ekki ennþá eignast jafn einlægan, ötul- an, trúan og farsælan starfs- mann sem hann.. Annar þáttur í lífi og starfi Sigurðar var Alþýðuflokkui • inn. Hann tileinkaði sér hug- sjónir jafnaðarstefnunnar á unga aldri, og gerðist Alþýðu- flokksmaður strax og fiokkur- inn var stofnaður, þótt hamý á ’byrjunarárum flokksins kæmi ekki opiniberlega fram. En því betur |ók hann til starfa er hann fékk aðstöðu til þess. Hann átti alltaf tíma, er til hans var leitað um margs konar umsvifarik og tímafrek innanflökks störf, og það mun- aði um hann, er hann lagði hönd að verki, því er fram- kvæma skyidi. Auk þessa voru honum falin ýmis opin- ber trúnaðarstörf, bæði fyrir Alþýðuflokkinn, Sjómannafé- lagið og sjómannasamtökin yfirleitt hér í bænum. Af flokksins. hálfu sat faann á seinni árum fundi bæjar- S’tjórnar sem varafulitrúi og um.langt skeið fulltrúi flokks- ins í ‘hafnarstjórn Reykjavík- ur.. Þá v.ar hann oft .kvaddur í þýðdngarmiklar rannsóknaf- nefndir á vegum Sjó- og verzl- unardóms - Reykjavíkur. Hin síðari ár var hann af alþingi kosinn í stjórn Söfnunarsjóðs Islands. Ennfremur í stjórn Nýbyggingarsjóðs. I öllum þessum störfum naut hann hins mesta trausts. • Innan verkalýðshreyfingar- Kveðjusfef Sigurður Ólafsson, f. 25. marz 1895, d. 4. maí 1947. ÞÚ HÓFST þína ferð móti sumri og sól, og sóttir til manndáða fram þína braut, í kastvindum mannlífsins kaustu það skjól, sem karlmennskan bjó og hver sigri krýnd þraut. Með athöfn var trúmennsku tállausri beitt, og traustleiki orðunna brást ekki skýr, þín vammlausa hegðun og orka var eitt, þú áttir þá glóð, sem ei letur né flýr. - } { Og merki þitt táknrænt þú hafðir við hún, þótt Hrönn oft sig byrsti um stormasamt haf; á landi og sjó fékkstu ráðið þá rún, sem reynslan og starfið æ heimti og gaf. Sú hugsun mun lifa, sem léði þér þrótt, — þótt lokuð sé gröfin, er mynd þín vel geymd. Eftir nótt rennur dagur, sem dreymdi um gnótt, í dagroðans flaumi hans spor verða’ ei leynd. I Við kveðjum þig vinur hins komanda dags, við kveðjum og þökkum, — þér farnaðist vel; því hjartað sér vizkunnar leitaði lags, — þín ljóma mun stjarna um víddanna hvel. Einn samferðamaður. Irúnaðarvinur og ráfkpfi sjó- innar átti hann miklu fylgi og trausti að fagna. I stjórn Sjó- mannafélagsins mátti heita að hann væri að jafnaði kos- inn með öllum igreiddum at- kvæðum í þau 20 ár, sem hann var í kjöri. Hann var ávallt kjörinn fulitrúi félagsins á sambandsþing. Sat í stjórn F ulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík um langt skeið. I stjórn Alþýðusam' bands íslands 1940—1942. Sigurður lét sig öll mál varða, er miðuðu að heill sjó- ínannastéttarinnar. — Meðal þeirra voru slysavarnamál. Hann var því kjörinn í vara- stjórn Slysavarnafélags Is- iands um margra ára skeið og fulitrúi á landsþingi þess síð- an 1942. Hann studdi að stofnun sjómannadagsins og vann að gen-gi hans með ráð- um og dáð. Að öllum þessum störfum Framhald á 7. síðu. í JÚNÍMÁNUÐI 1927 var haldinn fundur í Sjómanna- félagi Reykjavíkur. Til um- ræðu voru kauplækkunar- kröfur togaraeigenda. Nokk ur uggur var í mönnum, og Hétu ýmsir þá skoðun uppi, að hyggilegast væri að láta undan síga, því'að útilokun- araðgerðir þær, sem beitt væri við togaraháseta, væru mörgum þungar í skauti og mundu skaða félagsskapinn. Fundurinn silaðist áfram þunglamalega, hungurvofan virtist læðast fram úr hverj um krók og kima. Þá kvaddi sér hljóðs tog- araháseti í blóma lífsins, karlmannlegur og drengileg ur maður. ‘Hann kvað hressi lega við annan tón en ýmsir aðrir ræðumanna, og mælti hann eitthvað á þessa lund; Það eru nú nokkrir mánuðir síðan ég var rekínn í land vegna þess, að ég vildi ekki SIGURÐUR ÓLAFSSON; var fágætur maður, óvenju-; lega traustur og opinskár drengskaparmaður. . Hann batt ungur tryggð við verka lýðshreyfinguna og jafnaðar stefnuna. Það var vitað af þeim, sem til þekktu, að sú tryggð yrði órofa alla ævi. Svo varð og. En ævin reynd ist alltof stutt. Á bezta aldri varð þessi öflugi og þrótt- mikli maður að lúta í lægra haldi fyrir ólæknandi sjúk- dómi. Það er skarð fyriy skildi við fráfall Sigurðar. íslenzk alþýðuhreyfing, og þá ekki sízt sjómannasamtökin, hafa misst einn sinn trau'stasta, tryggasta og. farsælasta for- ustumann. Alþýðuflokkur- inp á á bak að sjá einlægum, ötulum og fórnfúsum starfs krafti. Við vinir hans og fé- lagar söknum eins hins þezta og drehglyndasta samferða- manns. En að sjálfsögðu er söknuðurinn sárastur fyrir fjölskyldu hans. Minning þessa mæta manns mun lengi lifa. Og seint munu fullþökkuð störf hans, áhugi og drengskapur. Stefán Jóh. Stefánsson. brjóta vökulögin. Ég hef lík lega aldrei haft meira að- gera en síðan, og seint held ég að þeim gangi að svelta mig til hlýðni. Á lítilli stundu var kveð- inn niður allur uggur og und anlátssemi, sjómennirnir eggjuðu hverjir aðra til að gefast ekki upp, og fundin- um lauk með einum vilja allra fundarmanna, að láta ekki kúgast. — Á þessum fundi sá ég Sigurð Ólafsson í fyrsta sinn og fékk ég á honum góðan þokka, sem á- vallt óx við aukin kynni. Sigurður Ólafsson vakti fljótt athygli á sér fyrir að vera óvenjulega duglegur sjómaður og jafnframt á- hugasamur og stefnufastur félagsmaður. Skömmu eftir áðurnefndan fund var hann kosinnn gjaldkeri sjómanna félagsins og var kosningu hans lýst á aðalfundi 23. jan. 1928. Um það leyti réðist hann starfsmaður félagsins og gegndi þvi starfi til dauða dags. Sigurður rækti starf sitt af sérstakri háttvísi, þekk- ingu og dugnaði. Hann þekkti hvern félagsmann, á- hugamál þeirra og lyndis- einkanir; þessa. þekkingu not aði hann til þess að sam- hæfa allan þann sundurleita fjölda, sem myndar sjó- mannafélagið, til stéttar- legra átaka og einingar. Hann spurði aldrei urn stjórnmálaskoðanir félags- mannanna og lét þá alla. njóta sama réttar og veitti þeim öllum vernd — þá vernd, sem hann í krafti sam takanna átti yfir að ráða. Sigurður var trúnaðarvinur Framhald á 7. siðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.