Alþýðublaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. maí 1947. _ -i — — -..— ..... ■ - ■ -•— — ■■■ — --- - - — ■■ ... Frumvarpið um eignakönnunina Framhald af 1. síðu. ingum þar, sem um minni háttar atriði er að ræða: Urh útgáfu ríkis- skuidabréfa, 1. gr. Ríkissjóður gefur út iríkisskuldabréf, sem hljóða á handhafa. Heildarfjárhæð bréfanna skal ákveðin með forsetaúrskurði. Bréfin skulu tölusett, og kveður fjármála ráðherra á um tölu þeirra og í'járhæð. Nafn hans skal standa undir texta bréfanna. 2 gr. Vextir af bréfunum skulu vera 1 % — eitt af hundraði, — á ári. Fjármála- ráðherra ákveður og auglýs- ir, hvar og hvenær greiddir verði vextir, sem fallnir eru í gjalddaga. 3. gr. Skuldabréfin greið- ast upp á 25 árum. Skal 1/25 hluti bréfanna dreginn út og greiddur á ári hverju, í fyrsta sinn 1. ágúst 1948, og síðan sama dag árlega, unz útdrætti og greiðslu allra bréfanna er lokið. Notarius publicus í Reykjavík annast útdráttinn. 4. gr. Skuldabréfin skulu vera til sölu almenningi frá 15. júni til 1. ágúst 1947. Landsbanki íslands annast sölu. Bréfin skulu fást keypt á þeim stöðum og hjá þeim aðilum, sem bankinn ákveð- ur í samráði við fjármálaráð herra. 5. gr. Bréfin seljast við nafn verði gegn greiðslu í pening um, opinberum verðbréfum -og skuidabréfum með veði í fasteign, sem gild eru metin af Landsbanka íslands. Opinber verðbréf, sem ekki bera lægri vexti en 4 <af hundraði, skulu keypt við nafnverði. Ef bréfin bera lægri ^vexti, skal Lands- banki íslands meta þau til verðs eftir vaxtahæð og 'greiðslutíma. Verðskuldabréf skulu keypt við nafnverði, ef þau bera 5% vexti eða meira, enda séu þau þinglesin fyrir 1. júlí 1946 og tryggingin rnetin gild af Landsbanka ís lands. Ef bréfin bera lægri vexti, metur bankinn þau til verðs eftir vaxtahæð og láns tíma. 6. gr. Ríkisskuldabréf þau, er gefin verða út samkvæmt 1. gr. laga þessara, skulu eigi talin með skattskyldum eign uln skattþegns í hinu sérstaka framtáli, sem, II. kafla lag- anna greinir. Þau skulu og ásamt vöxtum vera skatt frjáls til 31. des. 1952, en þá skal eigandi þeirra sýna þau skattyfirvöldum til skrásetn ingar, ef hann vill halda vöxtum af bréfunum, enda verða þau skattskyld frá þeim tíma. Ef eigandi sýnir ekki bréfin til skrásetningar á til skildum fresti, verða vextir ekki greiddir, en þá haldast skatthiunnindin, sem að fram an greinir. Verði lagður á sérstakur eignarskattur í eitt skipti, má, þrátt fyrir framanskráð ákvæði, skattleggja bréfin í samræir/ Við aðrar eignir, enda sé þá eiganda þeirra heimilt að greiða skattinn með hlutfallslegum afslætti af nafnverði bréfanna. 7. gr. Þegar innlausnar er krafizt á útdregnu bréfi, skal sá, er við greiðslu tek- ur, greina skriflega frá nafni sínu og heimilisfangi, svo og því, 'hver verið hafi eigandi bréfsins, þegar það var dreg ið út. Stofnun sú, er greiðslu innir af hendi, tilkynnir við- komandi skattyfirvöldum um greiðslu bréfsins og nafn og heimilisfang eiganda þess. Þegar bréf hefur verið dregið út og greitt, skal sá, er bréfið átti, telja fram í næsta framtali sínu til eign- arskatts fé það, er fyrir bréf ið kom, svo og þá vexti af því, sem safnazt kunna að hafa fyrir, enda telst þá það fé með skattskyldum eignum hans. 8. gr. Ef skattþegn telur, að hann hafi eftir 1. ágúst 1947 varið fé til kaupa á skuldabréfum, sem í þessum kafla getur, skal honum skylt að greina frá því í fram tali sínu, hver verið hafi hinn fyrri eigandi bréfanna. E'f það fæst ekki upplýst, skal fé það, er skattþegninn kveðst hafa goldið fyrir bréf in, talið til skattskyldra eigna hans. Nú kemur fram eignar auki hjá skattþegni eftir 1. ágúst 1947, sem hann telur stafa af sölu ofannefndra rík isskuldabréfa, og skal hann þá skýra skattyfirvöldunum frá, hver sé kaupandi og hvert söluverð hafi verið. Ef þessi atriði fást - ekki upp- lýst, skal skýrsla hans um söluna eigi tekin til greina, þegar honum er ákveðinn skattur. Um sérsfcakt fram- taS eigna og tekna. 9. gr. Sérstakt framtal eigna og tekna skal fara fram, miðað við þann dag á tímabilinu frá 1. september til 31. desember 1947, er fjár málaráðherra ákveður. Nefn ist sá dagur í lögum þessum framtalsdagur. Framtölum ber að skila til viðkomandi skattyfirvalda innan mánað ar frá framtalsdegi. Fram- talsnefnd (sbr. 45. gr.) getur þó veitt framteljanda lengri frest, ef sérstaklega stendur á. 10. gr. Telja skal fram eignir; eins og þær voru á framtalsdegi, samkvæmt því sem nánar segir í lögum þess um. 11. gr. Telja skal fram tekjur frá og með janúar 1947 til framtalsdags. Fjár- málaráðherra setur í sam- ráði við framtalsnefnd nán- ai1i fyrirmæli um tilhögun teknaframtals. 12. gr. Framtalsskyldir eru allir þeir aðilar, sem fram eiga að telja til skatts samkvæmt gildandi skatta- lögum. Framtaisskyldir eru einn- ig sjóðir, félög, stofnanir og bú, sem eru undir skiptum, og aðrir ópersónulegir aðil- ar, sem eignir eiga, enda •þótt þeir reki ekki atvinnu eða njóti skattfrelsis að lög- um. Fram skal talið, þó að eign aðila sé ekki svo mikil, að skattskyidu nemi. Eign barns innan 16 ára aldurs, sem ekki hefur verið sjálfstæður framteljandi, telst með eignum foreldra, nema sannað sé, að barnið hafi verið orðið eigandi fjár- ins fyrir 1. sept. 1946. 13. gr. Undanþegnir fram tali eru forseti íslands, ríkis sjóður ríkisfyrirtæki og ríkis stofnanir og aðrir þeir sjóðir, sem standa undir umsjón rík isstjórnarinnar, sveitarfélög og bæjarfélög og fyrirtæki, er þau reka, og sjóðir þeirra, íslenzkir kirkjusjóðir svo og bankar og sparisjóðir, sem engan arð greiða stofnend- um sínum eða ábyrgðar- mönnum. Fjármálaráðherra getur þó lagt fyrir framan- greinda aðila, að forséta ís- lands undanskildum að gefa sundurliðaðar skýrslur um eignir sínar og sku'ldir innan þess tíma sem hann ákveð- ur. — Aðilar þeir, sem í 5. gr. laga nr. 6 1935 greinir, eru undanþegnir framtals- skyldu að sama skapi og þeir eru undan skattskyldu þegnir hér á landi. 14. gr. Um framtal eigna samkvæmt lögum þessum gilda ákvæði 17.—20. gr. laga jnr. 6 1935, að því leyti sem ekki eru settar sérreglur í þessum llögum. Ef aðili hefur eftir 1. jan. 1947 gefið eða greitt fyrir- fram upp í arf fjárhæð, sem meiru nemur en 1000 kr. til sarna viðtakanda þá skal sú fjárhæð talin með eignum gefanda eða arfgreiðanda. 15. gr. Fjármálaráðherra setur eftir tillögum framtals nefndar nánari reglur um framtölin, þar á meðal um sérgreiningu og sundurliðun eigna og skulda á framtali og aðrar upplýsingar, sem framteljanda ber að gefa um eignirnar og hvenær og hvernig þeirra hefur verið aflað. Meðal annars skal krefjast skýrslna um: a. Hve miklu fé framtelj- andi hafi á timabilinu frá 1. jan. 1947 til framtalsdags varið til kaupa á lífeyri eða líftryggingu vegna sjálfs sín eða annarra, eða iðgjalds- greiðslu í sama skyni, ef slikar greiðslur hafa numið meiru en 500 krónum auk lögboðins lifeyrissj óðsgj alds eða greiðslu til venjulegs starf smannas j óðs. b. Hvort framteljandi hafi á nefndu tímabili látið fé af hendi rakna til gjafa eða fyr irframgreiðslu upp í arf, enda nemi gjöf eða arf- greiðsla til sama viðtak- anda 1000 krónum eða meiru. c. Hve miklu fé framtdlj- andi hafi á nefndu tímabili varið til aukningar á innbúi sínu, þar með talin kaup á bókum, listmunum, skart- gripum o. s. frv., ef heildar- kaupverð muna þessara á tímabilinu hefur numið meiru en 25 000 krónum. d. Hvort framteljandi hafi á nefndu tímabili fengið gjöf, arf eða fyrirfram- greiðslu upp í arf, happdrætt isvinning eða fengið greitt líftryggingarfé eða vátrygg- ingarfé' eða skaðabóta- greiðslu í einhverju formi, énda nemi einstök gjöf eða greiðsla meiru en 3000 krón um. e. Hvort framteljandi hafi á nefndu tímabili byggt, keypt eða sélt fasteign eða hluta af fasteign. Ef svo er, skal greina kostnaðarverð eða söluverð hverrar slíkrar eignar. Þetta tekur ekki til þeirra, sem aðeins hafa haft milligöngu um baup eða sölu fasteigna. f. Hvort framteljandi hafi á greindu tímabili keypt eða selt skip, bifreið, vélar, hvers konar verðbréf eða verðmæt réttindi. Skal þá gerð grein fyrir kostnaðarverði eða söluverði, eftir því sem fram talsnefnd áþveður. g. Hvort framteljandi eigi fé erlendis og 1 erlendri mynt hjá lánsstofnunum eða öðrum. h. Krefja má framteljanda skýrslu um, hvort hann hafi á nefndu tímabili gengið í hjónaband, slitið hjúskap, misst maka sinn o. s. frv. Heimilt skal að krefja framteljanda skýrslna um atriði þau, er í stafliðum a til h greinir, fyrir fleiri und an farin ár en að framan segir, éf ástæða þykir til. 16. gr. Framteljandi skal sjálfur undirrita framtal sitt, sé hann fær um það. For- eldri eða framfærslumenn undirrita framtöl ólögráða barna. Lögráðamaður undir- ritar framtal skjólstæðings síns. Framtöl ópersónulegra aðila, félaga, stofnana, sjóða o. s. frv. skulu undirrituð af þeim stjórnarmönnum við- komandi aðila, sem Íögum samkvæmt geta skuldbundið hann. 17. gr. Nú kemur fram meiri eign á hinu sérstaka framtali, eða við rannsókn á því, en samrýmzt getur fyrri framtölum viðkomandi skattþegns, og skal þá um það fara sem hér segir: Af eign allt að 25 000 krón- um, sem sannanlega hefur verið til orðinn fyrir 1. jan. 1940, og þá og síðan hefur verið undan framtali aregin, slcal ekkert gjald greiða. Af eign, sem til. hefur orð- ið eftir 1. jan. 1940 og dregin hefur verið undan framtali, skal ekkert gjald greiða af fyrstu 15000 krónunum, af 15000-—25000 kr. greiðist 5%, af 25000—35000 kr. greiðist 10% og af 35000—• 45000 kr. greiðist 15%. Af því sem umfram kann að vera, greiðist skattur sam- kvæmt næstu. málsgrein. Ofangreind ákvæði skulu ekki vera því til fyrirstöðu, að skattþegn geti, ef hann kýs það heldur, talið fram til skattyfirvalda, áður mán- uður er liðinn frá framtals- degi, undandregnar eignir og greitt vangoldinn skatt vegna undandráttarins, sám- kvæmt gildandi skattalög- um, án skattsekta. Skatt- þegn, sem þannig telur fram, sfcal njóta hagræðis þess, sem getur í 2. og 3. málsgrein þessarar greinar. 18. gr. Nú skýrir maður af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi rangt frá eignum sín- um á hinu sérstaka framtali samkvæmt þessum kafla og skal þá eign sú, sem hann þannig dregur undan, falla óskipt til ríkissjóðs. 19. gr. Hver sá, sem af á- setningi gefur rangar, vill- and eða ófullkomnar upp- lýsingar um eignir sínar á hinu sérstaka framtaii, svo og hver sá, sem af ásetningi lætur undan fallast að telja fram á réttum tíma, skal sæta sektum allt að 200000 krónum. Sömu refsingu skal sá sæta, sem ge.rist sekur um hlutdeild í slíku broti. 20. gr. Fjármálaráðherra getur sett nánari reglur um framkvæmd framtals eftir lögum þessum. Um innköHuo pen- ingaseðla Lands- banka ísíands,. 21. gr. Landsbanka íslands ber að kalla inn alla pen- Framhald á 3. síðu. )

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.