Alþýðublaðið - 20.05.1947, Síða 3
Þriðjudagur 20. maí 1947.
ALI»YÐUBLAÐIÐ
3
Framhald af 2. síðu.
ingaseðla sína, sem í umferð
eru á framtalsdegi. Hætta
þeir frá upphafi þess dags
að vera löglegur gjaldmiðill
í greiðslur til opinberra
sjóða og manna á milli, sbr.
þó 3. og 4. málsgrein hér á
eftir.
Landsbankinn gefur út
nýja tegund seðla, og skulu
þeir látnir í skiptum fyrir þá,
sem innkallaðir eru.
Innkallaðir seðlar halda
gildi sínu gagnvart Lands-
banka íslands framtalsdag
og næstu tíu daga þar á eft-
ir. Þann tíma er unnt að af-
henda seðla til innlausnar í
bankanum sjálfum og þeim
stofnunum, sem bankinn
veitir rétt til seðlainnlausn-
ar í umboði sínu. Sá, sem
síðar fær í hendur seðla í
peningabréfi, sem isett hefur
verið í póst fyrir framtals
dag, getur þó innan mánaðar
frá framtalsdegi fengið þá
ínnleysta, sé peningabréfs-
umslagið jafnframt afhent.
Svo skuilu og skipverjar og
farþegar á íslenzku skipi,
sem ekki hefur verið statt á
innlausnarstað á framtals-
degi eða næstu níu daga þar
á eftir, eiga þess kost að fá
seðla sína innleysta á fyrsta
innlausnarstað, sem skipið
kemur til eftir þann tíma,
enda votti skipstjóri skrif-
lega um fjarveru skipsins og
að maður sá, sem innlausnar
æskir, hafi með þvi fylgzt.
Frá upphafi framtalsdags
er afhending, viðtaka og sér
hver önnur ráðstöfun á inn-
kölluðum peningaseðlum ó-
heimil, að undantekinni af-
hendingu til innlausnar.
Framtalsdag og tvo næstu
daga þar á eftir er þó heimilt
að nota 5 kr. og 10 kr. seðla
til greiðslu farmiða og flutn
ingsgjalds, kaupa á meðul-
um í lyfjabúðum, nauðsyn-
legri matvöru í smávöru-
verzlunum og þess háttar.
Viðtaka seðla þessa daga
veitir þó ekki viðtakanda
heimild til að skipta seðlum
oftar en eitt sinn, sbr. 22. gr.
Um auglýsingu innköllun
arinnar fer eftir nánari á-
kvörðun Landsbanka ís-
lands.
22. gr. Ekki má sami aðili
fá seðla innleysta oftar en
eitt skipti. Ákvæði þetta tek
ur þó ekki til manna, sem
fengið hafa i hendur peninga
bréf, samkvæmt því sem seg
ir í 3. mgr. 21. gr.
Þá segir ennfremur í frum
varpinu:
27. gr. Falli einhverjar
greiðslur í gjalddaga á fram
talsdegi eða næstu tvo daga
þar á eftir, færist gjalddagi
þeirra fram um 3 daga.
28. gr. Tékfca, sem út eru
gefnir fyrir framtalsdag,
skal, þrátt fyrir ákvæði 29.
gr. laga nr. 94 1933 sýna til
greiðslu í síðasta lagi innan
mánaðar frá framtalsdegi.
Innan sama tíma skal
greiðslu vitjað samkvæmt
ávísunum, sem greiðast eiga
af opinberum sjóðum og út
eru gefnar fyrir framtalsdag.
Greiðslu samk-væmt póst-
ávisun, sem gefin hefur ver
ið út fyrir framtalsdag eða
samkvæmt póstkröfu, sem
innleyst hefur verið fyrir
sama tíma, skal vitjað á við
komandi pósthús í síðasta
lagi innan mánaðar frá fram
talsdegi.
Sá, sem við greiðslu tekur
samkvæm 1. mgr. skal sýna
greiðslustofnuninni vegabréí
sitt eða nafnskírteini og af-
henda lienni skriflega viður
kenningu fyrir greiðslunni,
er greini mótttekna fjárhæð,
fullt nafn, fæðingarár og
fæðingardag viðtakanda, svo
og heimilisfang hans. Við
tökuskýrslur þessar sendir
viðkomandi greiðslustofnun
til framtalsnefndar.
Nú er krafizt greiðslu á
tékfca, annarri ávísun eða
innleystri póstkröfu sam-
kvæmt 1. mgr., eftir að þar
greindur frestur er íliðinn,
og skal þá greiðslustofnun ó-
heimilt að inna greiðslu af
hendi, nema samþykki fram
talsnefndar komi til.
Sýning á tékkum þeim, er
í 1. mgr. getur, til greiðslu,
aftir að mánuður er liðinn
frá framtalsdegi, hefur ekki
í för með sér brottfall á fram
kröfurétti tékkhafa, enda sé
tékki sýndur til greiðslu, áð-
ur en frestur samkvæmt
29. laga nr. 94 1933 sé lið-
inn.
29. gr. Öllum bönkum,
bankaútibúum og sparisjóð-
um er skylt að taka að sér
innlausn innkallaðra pennga
seðla i umboði Landsbanka
ísilands.
Stjórn Landsbanka íslands
getur, eftir að hafa ráðfært
sig við fjármálaráðherra og
framtalsnefnd, sett nánari
reglur um framkvæmd inn-
köllunarinnar.
30. gr. Hver sá, sem af á-
setningi eða stórfelldu gá-
leysi greinir rangt eða vill-
andi frá einhverju, sem hon
um ber að gefa upplýsingar
um í sambandi við innlausn
peningaseðla, svo og hver sá,
sem brýtur gegn fyrirmæl-
um 4. mgr. 21. gr. eða 22.
gr., skail sæta sektum, allt
að 200 000 kr., enda varði
brotið ekki þyngri refsingu
samkyæmt öðrum lögum. Til
raun til brota og hlutdeild í
þeim er refsiverð á sama
hátt.
Um nafnskráningu
a innstæ'ðum í láns-
►
stofnunom.
31. gr. Hver sá, sem á fram
talsdegi á innstæðu á einum
eða fleiri reikningum í
banka, sparisjóði eða annarri
lánsstofnun, þar með taldar
innlánsdeildir samvinnufé-
laga, skal afhenda hlutaðeig
andi lánsstoínun yfirlýsingu
til staðfestingar á eignar-
heimild sinni á innstæðunni
og sýna samtímis vegabréf
eða nafnskírteini sitt. Þetta
tekur þó ekki til inneigna
lánsstofnana hverrar hjá
annarri.
Ef innstæðueigandi er
heimilisfastur utan þess
kaupstaðar eða hrepps, þar
sem viðkomandi lánsstofnun
er, getur hann afhent inn-
stæðuyfirlýsingu til for-
manns skattanefndar eða
skattstjóra, þar sem hann á
heimili, en þeir senda hlut-
aðeigandi lánsstofnun yfir-
lýsingarnar.
í innsitæðuyfirlýsingu skal
greina heiti lánsstofnunar,
númer innstæðureiknings
eða sparisjóðsbókar eða þau
merki, sem hún er einkennd
með, fullt nafn innstæðueig-
anda, stöðu hans og heimilis
fang. Ef innstæðueigandi er
gift kona, skal greina nafn
og heimili eiginmanns henn
ar, og sé eigandi barn innan
16 ára aldurs, skal greina
nafn og heimili föður eða
framfærslumanns. Ef fleiri
en einn eru eigendur inn-
stæðu, skal greina nafn,
stöðu og heimilisfang hvors
eða hvers eiganda um sig, og
skýra frá, hvernig eignar-
hlutföll eru þeirra á milli. Ef
sami aðili á fleiri en einn
innstæðureikning -1 sömu
lánsstofnun, skal greina sér
staklega hvgrja innstæðu um
sig.
Framtalsnefnd lætur gera
eyðublöð undir innstæðuyfir
lýsingar, og skulu þau liggja
frammi í öllum lánsstofnun
um svo og hjá skattstjórum
og formönnum skattanefnda.
Undirskriftum innstæðuyfir-
lýsinga skal hagað með
sama hætti sem undirskrift-
um framtala, sbr. 16 gr. Séu
fleiri enn einn eigendur að
innstæðu, er nægilegt að
einn sameigendanna unair-
riti yfirlýsinguna.
Ef ekki er kunnugt um
eiganda einhverrar innstæðu,
hvílir yfirljVsingarskyldan á
þeim, er hefur viðtökuskír-
teinið í vörzlum sínum.
Yfirlýsingar um innstæðu
skulu afhentar hlutaðeig-
andi lánsstofnunum eða skatt
yfirvöldum innan tveggja
mánaða frá framtalsdegi.
Einstaklingar og félög, sem
heimilisfang eiga erlendis,
skulu hafa frest til að skila
innstæðuyfirlýsingum sex
mánuði frá framtalsdegi.
Framtalsnefnd getur veitt
lengri frest, ef sérstakar á-
stæður eru fyrir hendi.
32. gr. Sá, sem tekur við
innstæðuyfirlýsingu, gefur
kvittun fyrir viðtöku henn-
ar. Þegar yfirlýsingin hefur
verið borin saman við reikn-
inga viðkomandi lánsstofn-
unar og þar hefur farið fram
skráning, eftir því sem fram
talsnefnd ákveður nánar,
skal innstæðueiganda gefin
viðurkenning fyrir því, að
yfirlýsingarskyldu sé full-
nægt, enda hafi yfirlýsing
hans reynzt rétt.
Lánsstofnun varðveitir yf-
irlýsingarnar og geymir á
skipulegan hátt, þar til íram
talsnefnd tekur frekari á-
kvörðun um meðferð þeirra.
33. gr. Frá og meo fram-
talsdegi er sérhverri láns-
stofnun óheimilt að greiða fé
út af innstæðureikningi, fyrr
en hún hefur fengið í hendur
innstæðuyfirlýsingu reikn-
ingseiganda.
Ávísanir, sem út eru gefn-
ar fyrir framtalsdag, er þó
heimilt að færa réikningi út-
gefanda til skuldar, þótt
hann hafi ekki enn fullnægt
yfirlýsingarskyldu sinni,
enda sýni viðtakandi vega-
bréf sitt eða nafnskírteini.
34. gr. Lánsstofnanir gefa
framtaísnefnd skýrslu um
allar þær innstæður, sem yf-
irlýsingar hafa ekki borizt
um innan tilskilins tíma
samkvæmt framansögðu. í
skýrslunni skal greina upp-
hæð hverrar innstæðu, ásamt
þeim upplýsingum, sem
stofnunin getur í té látið um
það, hver eigandi muni vera.
Birta skal opinbera innköll-
un varðandi innstæður þess-
ar og með þeim fyrirvara, er
fjármálaráðherra ákveður.
Komi eigandi ekki fram, áð-
ur en innköllunarfrestur er
liðinn, rennur innstæðan ó-
skert í ríkissjóð.
Nú kemur fram innstæðu-
yfirlýsing, eftir að frestur er
liðinn samkvæmt síðustu
mgr. 31. gr., en fyrir lok inn-
köllunarfrestsins, og getur
þá fjármálaráðherra gert eig
anda innstæðunar að greiða
sekt til ríkissjóðs vegna
dráttarins, ef ekki þykja
nægar afsakanir fyrir hendi.
Sekt má nema allt að 25%
af innstæðunni, eftir nánari
reglum, sem ráðherra setur í
samráði við framtalsnefnd.
35. gr. Hver sá, sem af á-
setnjingi ,eða stórfelldu gá-
leysi gefur rangar eða vill-
andi yfirlýsingar um inn-
stæðueign, skal sæta sektum
allt að 200000 krónum. Hlút-
deild í broti ■ er refsiverð á
sama hátt.
Um tilkynmngu
hand haf averðbréfa
36. gr. Öll innlend handhafa
verðbréf, sem út hafa verið
gefin fyrir framtalsdag . og
þann dag eru í umferð, inn-
anlands eða utan, skal til-
kynna til sérstakrar skrán-
ingar. Erlend handhafaverð-
bréf, sem eru eign innlendra
aðila á framtalsdegi, er skylt
að tilkynna á sama hátt.
Til innlendra handhafa-
bréfa teljast öll skuldabréf
eða vaxtabréf, sem gefin eru
út til handhafa af ríkissjóði
eða ríkisstofnunum, bæjar-
eða sveitar- og sýslufélögum,
opinberum stofnunum eða
fyrirtækjum, bönkum og
öðrum lánsstofnunum svo
og skuldabréf, sem gefin
hafa verið út eða framseld
til handhafa af einstakling-
um eða félögum, og hluta-
Ibréf eða stofnbréf í félögum
eða fyrirtækjum, sem ekki
eru skráð á nafn.
Innlend verðbréf, sem
geymd eru hér á landi, skal
tilkynna til skattanefndar
eða skattstjóra í því skatt- ■
umdæmi, þar sem. eigandi
verðbréfanna er heimilis-
fastur. Heimilt er þó að til-
kynna verðbréf til annarrar
skattanefndar eða skattstofu,
ef hentara þjrkir, svo sem ef
eigandi þeirra dvelst utan
lögheimilis síns eða bréfin
eru ekki á heimili hans.
Stofnanir og fyrirtæki, sem
hafa mikla verðbréfaeign
undir höndum, geta krafizt
þess, að skráning fari fram á
geymslustað bréfanna.
Tilkynningarskyld verð-
bréf í eigu einstaklinga,
stofnana eða fyrirtækja, sem
heimilísfesti hafa erlendis,
svo og erlend verðbréf skal
tilkynna beint til framtals-
nefndar.
Framtalsnefnd getur falið
fleiri aðilum en að framan
greinir að veita tilkynning-
um viðtöku“.
Og enn segir í frumvarp-
inu:
„44. gr. Hver sá, sem af á-
setningi eða stórfelldu gá-
leysi gefur rangar eða vill-
andi tilkynningar um til-
kynningarskyld verðbréf eða
brýtur gegn ákvæðum 41.
eða 42. gr., skal sæta sekturn,
allt að 200000 krónum. Hlut-
1 deild í broti er refsiverð á
sama hátt.
'Ákvæðí* er varða
framkvæmd lag'a
þessara.
45. gr. Framkvæmd laga
þessara skal falin sérstakri
nefnd, sem fjármálaráðherra
skipar. Nefnist hún fram-
talsnefnd, og skal skipuð 3
mönnum og 3 til vara. Skatt-
yfirvöldum ber að aðstoða
nefndina samkvæmt ákvæð-
um laga þessai'a svo og nán-
ari fyrirmælum nefndarinn-
ar og fjármálaráðherra.
Framtalsnefnd hefur yfir-
umsjón með hinu sérstaka
framtali, sem í lögum þess-
um greinir, og þeim aðgerð-
um, sem ákveðnar eru í II.—
V. kafla laganna um innköll-
un bankaseðla, skráningu á
innstæðum og vei'ðbréfum
og öðrum ráðstöfunum til
sannprófunar eignaframtali.
Þá stýrir nefndin rannsókn-
um bæði varðandi hið sér-
staka framtal og undandrátt
frá skatti á fyrri árum.
Kostnaður af framkvæmd
laganna skal greiddur úr rík-
issjóði.“
í 46. gr. segir meðal ann-
ars:
„Framtalsnefnd hefur
heimild til, án dómsúrskurð-
ar, að láta fulltrúa sína rann.
saka vöriubirgðir einstakra
manna og íyi’irtækja og bók-
nald þeirra.
Þeir, sem starfa að ■ fram-
kvæmd laga þessara, eru
háðir þagnarskyldu sam-
kvæmt 50. gr. laga nr. 6 frá
1935.
48. gr. Ef nokkur sá, sem
skyldur er að gefa skýrslur
eða upplýsingar samkvæmt
lögum þessum eða reglugerð
samkvæmt þeim, verður ekki
við því, þegar þess er krafizt
af þar til bærum aðila, þá
getur fjármálaráðherra gert
honum að greiða dagsektir,
allt ’að 500 krónum fyrir
hvern dag, unz skyldunni er
fullnægt.“
ög vel á Mureyri
Einkaskeyti frá AKUREYRI.
KALDBAKUR, hinn xxýi
togari Útgerðarfélags Akur-
eyrar kom til Akureyrar
klukkan 5 á laugardaginn.
Lúðrasveit Afcureyrar lék á
hafnarbakkanum meðan tog-
arinn sigldi inn Pollinn og
lagðist að bryggju. Veður
var hið fegursta; sól í heiði
og vorhlýindi yfir bænum.
Fánar blöktu hvarvetna við
hún.
Forseti bæjarstjórnar, Þor-
steinn M. Jónsson, bauð skip
og skipshöfn velkomna með
snjallri ræðu og framkvæmd
arstjóri útgei'ðai'félagsins,
Guðmundur Guðmundsson,
flutti ýtarlega lýsingu á
skipinu. Lúðrasveitin lék
fyrir ræðurnar, milli þeirra
og á eftir þeim.
Mannfjöldinn á hafnar-
bakkanum skipti þúsundum
og hvllti hann skipstjórann
og skipshöfnina með fer-
földu húrrahrópi.
HAFR.