Alþýðublaðið - 06.06.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.06.1947, Blaðsíða 2
2 ALÞVmJBLAÐIÐ Föstudagur 6. júlí 1947 --assg - Verkamannafélagið Dagsbrúa Vinnustöðvun verkamanna hjá atvinnurek- endum á félagssvæði Dagsbrúnar hefst laugar- daginn 7. þ. m., ef samningar um kaup og kjör verkamanna hafa ekki tekizt fyrir þann tíma. Stjornin Minninílarorð: Guðrún Stefánsdóttir. LÍF OG STARF alþýðu- konunnar er oft umfangs- mikið, þó að það láti ekki mikið yfir sér. Húsmóðirin, eiginkonan, móðirin, vinnur oftast sín störf i kyrþey, oft við þröngan kost. Það er því mikilsvert fyrir heimilið og þjóðfélagið, að störfin séu unnin af alúð og samvizku- semi. Allir vita þó, að enn meira reynir á húsmóðurina, þegar hún þarf oftast að vera ein við stjórn heimilisins. Þannig verður aðstaða sjómannskon- unnar mun umfangsmeiri, oft við hin erfiðustu skilyrði. I dag verður til moldar borin ein úr þeirra hópi, Guðrún Stefánsdóttr, Lauga vegi 24 B. Hún fæddist 14. desember 1885 að Hliði á Álftanesi. Hún giftist 13. maí 1906 eftirlifandi manni sín- um, Jóni Meyvantssyni, og hafði því lifað 41 ár í farsælu hjónabandi. Fyrsta hjúskap- arsumarið bjuggu þau í Málmey á Skagafirði, en um haustið fluttust þau til Reykjavíkur og hafa búið hér síðan. Þau hjónin eignuðust níu börn, og lifa sex þeirra, þrjár dætur og þrír synir, fimm gift en ein dótti ógift heima,. Eru þau öll hið ágætasta fólk. Sést þar sem oftar, hve mik- ið hefur að segja gott upp eldi, enda var Guðrún ígóð og umhyggjusöm móðir, svo að af bar og lagði sig fram um að innræta börnum sín- um trú og kærleika; í einu orði sagt: heiðarlegt líferni. Voru þau hjónin samhent um þetta sem annað á lifs- leiðinni. Tvö börnin dóu á fyrsta aldursári, en einn son missti hún uppkominn. Öllu þessu' mótlæti tók Guðrún með þreki og rósemi, enda átti hún í ríkum mæli þann trúarstyrk, sem til þess þarf. Kjör alþýðuheimila hafa oft verið kröpp á ýmsa lund, og ekki búið við allsnægtir. Sjómannaheimilin hafa ekki farið varhluta af þvi, þó að heimilisfeðurnir dragi auð- inn í þjóðarbúið. Guðrún vissi hvað það var, að hafa umsjá með stóru heimili. Hún var oft ein við stjórnvölinn, meðan bóndi henna sótti björg í bú út á miðin. Hún var jafnan dug- legust þegar mest á reyndi, enda einkenndist allt hennar starf af trúmennsku og mann kærleika. Hún lét sér annt um smælingjana, elskaði blómin og kunni vel að meta alla fegurð, hvar sem hún varð hennar vör. Ávallt fylgdist hún vel með starfi alþýðusamtakanna og skildi vel gildi baráttunnar fyrir auknum rétti þeirra, sem á einhvern hátt bera skarðan hlut frá borði. Guðrún lézt 29. maj síðast liðinn, eftir skamma en erf- iða legu. Hún var ferðbúin, sátt við lífið. Ég veit, að trú hennar og sannleiksást auð- velda henni vistaskiptin, færa henni frið og gleði á næsta tilverustigi. Guð blessi þig og styrki ástvini þína. Minningarathöfnin (Frh. af 1. síðu.) Ægir landfestar og hélt út á höfn. Þá var klukkan 5,45. Hreinn Pálsson stjórnaði flutningi líkanna úr kirk.ju á skipsfjöl. í dag klukkan 1 fer fram útför 10 þeirra er fórust í slysinu, en tvær konur verða jarðsettar annars staðar; Bryndís Sigurðardóttir verð ur jarðsett í Reykjahlíð, en Sigurrós Stefánsdóttir að Möðruvöllum í Hörgárdal. Eins og áður segir hefst útför hinna frá Akureyar- kirk.ju klukkan 1 e. h. og vérður gerð tilraun til að út- varpa athöfninni. GODADOPG I tf.U DDDDI-ilIQ •F4* K1 Hvítir flibbar. Hvítar skyrtur. Herra nærföt. Silki skyrtur. Lárétt, skýring: 1. Varna, 7. samtenging, 8. komast, 10. tveir eins, 11. þjálfa, 12. sníkjudýr, 13. tveir eins, 14. kæn, 15. sendi boða, 16. teymdu. * Lóðrétt, skýring: 2. Kirkjustaður, 3. hreyf- ast, 4. frumefni, 5. drauga- gangur, 6. þoka, 9. kraftur, 10. stikill, 12. ógróið land, 14. dilkur, 15. tími. Félagslíf ÞEIR, sem ætla að æfa róður hjá Glímufélaginu Ármanni í sumar, tilkynni það skrif- stofu félagsins, Iþróttahús- inu, kl. 8—9 í kvöld, sími 3356. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ráðgerir að fara 2 skemmti- ferðir um næstu helgi. Aðra ferðina gönguför á Tind- fjallajökul. Farið á stað frá Austurvelli kl. 3 síðdegis á laugardag og ekið austur í Fljótshlíð að Múlakoti og gengið upp í skála Fjalla- manna og gist í honum. Á sunnudaginn gengið á tind- ana. Hin ferðin er inn í Hvalfjörð. Gengið inn í Botn að fossinum Glyrn, sem er einn fegursti foss á íslandi, þá gengið á Hvalfell og víð- ar, eftir því sem skyggni og tími er til. — Farmiðar seld- ir á skrifstofunni í Túngötu I 5 til föstudagskvölds kl. 6. FARFUGLAR. Ferðir um helgina verða: I. Fljótshlíðarferð. Laugardag ekið aústur í Fljótshlíð og unnið að vikurhreinsun yfir helgina. II. Laugardalsferð. Ekið aust- ur í Laugardal og gist þar. Sunnudag gengið á Klukku- tinda og e. t. v. fleiri fjöll. III. Sjálfboðavinna verður í Heiðarbóli, Valabóli og Hvammi um helgina. Þátttaka tilkynnist að V.R. (uppi) kl. 9—10 í ikvöld. Þar verða einnig gefnar allar nánari upplýsingar. Nefndin. Að geínu tilefni vil ég taka það fram, að uppdráttur sá, af götum og erfðafestulöndum í Reykja- vík, sem ísafoldarprent- smiðja h.f. auglýsir til sölu, er ekki á nokkurn hátt mér viðkomandi. Uppdráttur minn af Reykjavík og Seltjarnarnesi mun koma út mjög bráð- lega, heftur í vasabókar- formi' og leinnig óbrotinn, sem veggkort. Er hann miðaður jafnt við þarfir Reykvíkinga sjálfra sem innlenda og erlenda ferðamenn, og gefur full- komna mynd áf Reykjavík, eins og hún er í dag með húsúm og hæðum. Uppdrættinum fylgir bók, 48 bls., með ýmis konar upp lýsingum um bæinn og bæj- arlífið. Þar er meðal,annars: Almennar umferðarregl- ur. — Lýsing á ferðum strætisvagna. — Sérkort af skiptingu erfðafestulanda. — AIls konar upplýsingar fyrir ferðamenn og margt fleira, Virðingarfyllst, Ágúst Böðvarsson, mælingamaður. I0GT. Þingstúka Reykiavíkur. Fundur í kvöld kl. 8,30 að Fríkirkjuvegi 11. 1. Stig- veiting. 2. Erindi. 3. Kosn- ir fulltrúar til Stórstúku- þings." Plönfusalan, SÆBÓLI, FOSSVOGI, hefur fengið útirósir, er seldar verða næstu daga. Húsið Skipasund 56 TIL SÖLU (fokhelt). í húsinu eru þrír verzlun- arstaðir og 5 'herbergja í- 'búð. Upplýsingar gefur Kristján Kristmundsson, Smiðjustíg 12. Minningarspjöld Jóns Baldvinssonar forseta fást á eftirtöldum stöðum: S’krifstofu Alþýðuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags Rvíkur. Skrifst. V. K. F. Framsókn, Alþýðubrauðg., Lvg. 61 og í verzl. Valdimars Long, Hafnarfirði. Minningarspjöld Barna- spítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen5 Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. • Kaupum fuskur Baldursgötu 30. GOTl ÚR ER GÓÐ EIGN GuSI. Gíslason | (Jrsmiður, Laugaveg 63. Baldvin Jónsson hdl. Þingtemplar,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.