Alþýðublaðið - 06.06.1947, Blaðsíða 5
Fösíudagnr 6. jiílí 1947
ALÉÉÝÐUBL&í>lÐ
ÉG ÓK í bifreið í ískulda-
tíð yfir land í klakaböndum,
meðan ég var í heimsókn á
brezka hernámssvæðinu í
Þýzkalandi. Alla fyrirlestra
mína hélt ég í óupphituðum
sölum, hreinustu f-rystihús-
um, og enginn gæti trúað,
hve þar var kalt. Áheyrn er
ekki alltaf vel þegin. Þrátt
fyrir það fékk ég alltaf fullt
hús, og aldrei virtust mér á-
heyrendurnir eftirtektarlaus-
ir eða óvinveittir. Ég kom
til dyranna eins og ég var
klædd, talaði eins og frjáls-
lyndur Englendingur og
hvað sem hægt er að segja
um stjórnmálaskoðanir mín-
ar, eru þær að minnsta kosti [
fyllilega andstæðar hvers
konar einræði. Ég gerði enga
tilraun til þess að stilla
storminn gegn hinum völd-
um sviptu nazistum. En þeir
hlustuðu, svöruðu og sam-
sinntu og hlógu jafnvel
stundum. í lok hvers fyrir-
lestrar óskaði ég eftir spurn-
ingum, og rigndi þeim yfir
mig alls staðar að úr salnum.
Komst ég þá að raun um, að
þeir "misstu ekki af neinu,
hvort sem ég talaði á slæmri
þýzku eða lítið betri ensku.
Spurningar þessar voru að
sjálfsögðu aðalkynni mín af
sjónarmiðum þeirra. Ég átti
von á sumurn, en aðrar
komu mér á óvart. Til dæmis
var ég þaulspurð um Banda-
ríki Evrópu, er Mr. Church-
ill gerði tillögur um. Ómögu-
legt er að ýkja þann áhuga,
sem hugsandi Þjóðverjar,
ungir og gamlir, hafa á
þessari liugmynd. Enginn
vafi er, að hún er björgunar-
þráðurinn, sem margir hafa
gripið um með örvæntingar-
fullri von. Þeir eygja þar
hugsanlega mynd af fram-
tíðinni, sem þeir gætu síðar
meir komið á. Það er að
segja, að Þýzkaland gæti
einu sinni enn orðið viður-
kenndur þátttakandi í sam-
félagi þjóðanna.
Spurningar um Rússland.
Margra spurninga var ég
spurð um Rússland, og mögu
leika á samvinnu milli kom-
múnisma og hins frjálslynda
Jýðræðis, sem ég hafði reynt
að skýra. (Ég skal viður-
kenna að mér fannst erfitt
að komast frá því.) Sannast
að segja varð mér dálítið ó-
rótt innanbrjósts, þegar
gagnrýni mín á einræði var
einkum vel þegin af því, að
áheyrendur mínir áttu við
rússneskt stjórnarfar og að-
férðir þeirra tíma, en _ ekki
hið liðna einræði í Þýzka-
landi. Ekki er það óeðlilegt,
held ég, að höfuðáhugamál
þeirra — spumingin, sem
nú sækir mest á hugi þeirra
— er um það, hvort nokkurn
tíma verði nokkur sáttmáli
gerður milli hugsjóna og
stjórnarstefna austursins og
vestursins. Frarhtíð þeirra
er komin undir slíkum sátt-
mála.
Spurð var ég raunalegra
spurninga um þýzka stríðs-
fanga í Rússlandi (þeir eru
sagðir vera nokkrar milljón-
irj einkum af kvenstúdent-
um. Af örlögum eiginmanna,
bræðra og sona hafði ekkert
heyrzt eða vitnazt. Fjöl-
margar spurnmgar voru um
Potsdam og austurlanda-
mærin, um brottrekstur
heildsalanna austur frá, og
næstum óleysanleg mannleg
og hagfræðileg vandamál,
sem þeir höfðu skapað.
Nú skal sagt frá því bak-
sviði, sem ég varð að hafa í
huga, er ég svaraði þessum
spurningum. Auðvitað hafði
ég mikið heyrt og lesið um
ástandði í Þýzkalandi, og ég
fór þangað brynjuð gegn
hinu versta. Og þrátt fyirr
það var eyðileggingin miklu
'meiri1 en ég gat ímyndað
mér. Það, sem ég sá, var lík-
ara byltingu af völdum land-
skjálfta en eyðingu styrjald-
arinnar. Háskólabyggingarn-
ar og bókasöfnin voru að
mestu í rústum. „Gat nokk-
urt háskólastarf farið hér
fram,“ undraðist ég, ,,í þess-
ari grjótdyngju, þessum rúst
um, er sýndust tilheyra horf
inni menningu eins fjarlægri
og Babylon?" Þó var þar
meira en falinn neisti, þar
var blossandi bál. Þrátt fyrir
tilfinnanlegan skort á öllu,
sem nauðsynlegt er til skóla-
starfs, t. d. bókum, blýönt-
um, pappír og jafnvel krít,
GREIN ÞESSI um stúd-
enta á hernámssvæði
Breta í Þýzkalandi er eft-
ir Wioiet Bonham Carter
og birtist í brezka útvarps
blaðinu The Listener.
eru háskólarnir troðfullir, og
nýir nemendur streyma í þá.
Enginn skortur eða neyð get
ur slökkt hina heitu þrá
þeirra til þess að stunda há-
skólanám í einhverri grein.
Mér var sagt að fimmtándi
hver ungur maður og kona
legði nú í háskólanám.
En sannast að segja fara
Þjóðverjar nú í háskóla í
þeim ákveðna tilgangi að út-
vega sér vinnu. Menntaþrá,
rannsókn og lærdómur vegna
menntunarinnar sjálfrar er
ekki lengur til. Nú er tak-
markið beinlínis hið hagnýta
og gagnlega. Læknisfræði er
mest stunduð, vegna þess að
læknadeildir voru þær einu,
sem opnar voru á stríðsárun-
um. Ungt fólk streymir því
þangað aftur, til þess að
ljúka námi sínu þar, og lækn
isembættin eru öll skipuð á
hernámssvæði Breta í Þýzka
landi. Hins vegar er skortur
á lögfræðingum og kennur-
um, og þess vegna hafa þeir
forgangsrétt til náms, er þær
greinar stunda.
Hin daglegu vandamál
snerta stúdenta engu síður
en aðra menn, og maturinn
er stærsta vandamálið. Það
er ofuralgengt, að stúdentar
og prófessorar líka falli í ó-
megin af hungri meðan á fyr
irlestri stendur, og margir
þeirra hafa snert af berkl-
um. Stúdentar austan að
eiga jafnvel ekki eina ein-
ustu sokka. Húsnæðisskort-
urinn er einnig næstum ó-
leysanlegt vandamál. Þeir
lifa í loftvarnabyrgjum og
kjöllurum, sem oft eru ekki
annað en holur niður í jörð-
ina. í Bonn kom ég í byrgi,
sem stúdentar bjuggu í niðri
í jörðinni, tveir og tveir í
klefa, og reyndi ég að skoða
þá sem munka fremur en
fanga. í Kiel fann ég tvö
hundruð »kvenstúdenta, er
bjuggu og námu í gömlum,
yfirgefnum skipsskrokk föst
um í allagðri höfninni. Eng-
in upphitun var þar önnur
Sambands ungra jaínaðarmanna að Hvanneyri 7. og 8. júní
Dagskrá landsmóts ungra jafnaðarmanna, sem haldið verður að Hvanney-ri
dagana 7. og 8. júní n.k., hefur nú verið ákveðin, og verður hún í aðalat-
riðum sem hér segir:
Laugardagur 7. júní. Kl. 3 verður mótið sett Óskar Hallgrímsson, varafor-
seti SUJ setur mótið).
Þá flytur formaður Alþýðuflokksins, Sefán Jóh. Stefánsson forsætis-
ráðherra ávarp.
Enn fremur flytja ávörp og ræður: Vilhelm Ingimundarson, formaður
FUJ í Reykjavík, Jón P. Emils stud. jur. og Hannibal Valdimarsson
alþingismaður.
Á milli ræðanna spilar Lúðrasveitin Svanur.
Kl. 8.30 hefst kvöldskemmtun ogverður m. a. þetta til skemmtunar:
Upplestur: Ragnar Jóhannesson cand. mag.
Baldur Georgs og Konni.
Dávaldurinn Waldoza o. fl. og að lokum stiginn ^
DANS.
Sunnudaginn 8. júní hefjast hátíðahöldin kl. 1.30 með leik lúðrasv. Svanur
ög síðan hefst íþróttakeppni.
Fyrst fer fram knattspyrnukappleikur milli Norðlendinga og Sunnlend-
inga. Þá verður hnefaleikasýning: Marteinn Björnsson íslandsmeistari
í léttvigt og Arnkell Guðmundsson íslandsmeistari í veltivigt keppa.
Hringdómari verður Þorkell Magnússon. Að hnefaleikasýningunni lok-
inni fer fram reiptog á milli sambandsfélaganna. r
Síðar um daginn eða kl. 5 hefst almennur umræðufundur. Framsögu-
menn á fundinum verða: Stefán Jóh. Stefánsson, sem flytur stjórnmála
yfirlit, og Pétur Pétursson, varaformaður Félags ungra jafnaðarmanna
í Reykjavík, og talar um starfsemi ungra jafnaðarmanna. Að framsögu-
ræðunum loknum verða frjálsar umræður.
Kl. 8.30—11 um kvöldið verður stiginn dans og síðan fara fram mótslit.
Stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna
Orðsendlng til ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Þeir, sem ekki geta farið með LaJífoss-ferðinni kl. 12.45 á laugardag,
geta fengið far með áætlunarbifreiðunum kl. 2 frá Bifreiðastöðinni
Heklu. Stjórn FUJ.
en líkamshiti námsmeyj-
anna.
Ég átti því láni að fagna
að geta talað öllum óháð, en
ég kannaðist við þá næstum
óyfirstíganlegu örðugleika,
er mæta opinberum tals-
manni Iýðræðisins í landi,
þar sem fjórir flokkar eru.
Fjögurrá flokka skipulagið
hefur orðið óvinsælt í Þýzka <
landi (pg víðar en þar), og
lýðræði er aldrei nefnt í;
Þýzkalandi nú, nema innan
heyranlegra gæsalappa, og
vænzt eftir hlátri á eftir.
Síður en nokkuð annað er
eymd og kuldi heppileg skil-
yrði ti.l þess að aðhyllast lýð-
ræði. Hins vegar taka menn
orðið „frjálslyndi“ alvarlega
sennilega af því að það er
ekki eins algengt. í Köln
var ég vör við virkan áhuga
hjá stúdenti einum, er sagði
í spurningatíma: ,,Ég stend
ekki upp til þess að bera
fram spurningar, heldur til
þess að láta í Ijós þá von, að
Frjálslyndi flokkurinn verði
stærstur og sterkastur allra
flokka í Englandi.“ Ekki var
maðurinn, eins og Gallup-
stofnunin kallar það, óbetr-
anlegur nazisti. Og hve
margir þeirra eru óbetran-
legir nazistar? Ég segi að-
eins mína eigin skoðun og
hún er ekki óskeikul, en
mjög fáir held ég þeir séu.
Hve margir þeir gætu orðið,
er að miklu leyti undir okk-
ur sjálfum komið og hæfi-
leikum ökhar til þess að
auka bg hagnýta hverful og
óljós tækifæri. Ungu menn-
irnir, sem ég talaði við, geri
ég ráð íyrir að hafi verið að-
allega brottskráðir stúdent-
ar; um 24 ára gamlir, sem
verið höfðu í herþjónustu öll
styrjaldarárin. Nokkrir
þeirra voru ákaflega þreytt-
ir á herriaðinum líkt og
margir ungir Englendingar.
Aðrir höfðu notið lífsins er-
lendis, í Frakklandi og víð-
ar, og sumir höfðu eignazt
vini í öðrum löndum og
höfðu bréfasambönd við þá.
Enginn þeirra minntist
nokkru sinni á Hitler, er ég
talaði við þá. Mig langaði oft
til þess, en hefði ég gert það,
myndu þeir hafa grunað mig
um að reyna að koma upp
um þá, og það myndi hafa
eytt traustinu og torveldað
samskipti okkar undir eins.
Eitt atriði þarf að skýra, geri
ég ráð fyrir. Hitler gerði'líf
æskunnar bæði auðvelt og
æsandi. Hann jók það að lit-
um, leik og starfi út fyrir öll
takmörk. Piltur einn, er ver-
ið hafði félagi í Hitlersæsk-
unni, trúði enskum kunn-
ingja mínum fyrir því, að
það hefði verið „dásamlegt
líf, söngvarnir, hergöngurn-
ar, félagsskapurinn, tjald-
búðirnar í skógum og uppi á
fjöllum.“ Hann bætti við:
„Og þá vorum við hugsjóna-
menn.“ En þegar kunningi
minn reyndi að komast að
raun um eðli hugsjóna
þeirra, fékk hann engar skýr
ingar. En þetta líf var mörg-
um meira virði en hugsjón-
irnar, langt fram yfir það,
sem þeir höfðu ráð á. Það
var ákaflega mikilvægt fyrir
æsku þjóðar, sem árum sam-
(Frh. á 7. síðu.)