Alþýðublaðið - 06.06.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.06.1947, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. júlí 1947 ALÞÝÐUBLAÐIB 7 T-----------------------* Bærinn í dag. •-----------------------1 Næturlæknir er í Læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúð- inni Iðunni. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. HANNES Á HORNINU. (Frh. af 4. síðu.) svo litla stund hjá strætisvagn- inum og hvað heldurðu, að hafi skeð? Þarna voru maður og kona og allt í einu þreif konan í manninn og sagði: Blessaður komdu sem fljótast í burtu, hér er ekkert annað að sjá, en helvítis vitfirringa"! { Þannig talar þá heilbrigða fólk ið í nágrenni okkar! SVO VAR ÞAÐ EITT SINN nokkuru seínna, að ég brá mér til borgarinnar. Ég var allan daginn í bænum og skemmti mér vel hjá góðu fólki. Þegar ég var á heimleið, bað bílstjór- inn mig um að lofa sér að fara inn í hús á Laugarnesveginum innarlega, því að hann átti þar heima. Leyfði ég það óðar. En þegar hann var nýkominn inn, kom hópur af stelpum á að gizka á 12.—-13. ári. Æptu þær og görguðu: „Gerum at í henni, gerum at í henni, hún er frá Kleppi!“ Þær rifu bílinn upp á gátt og hrifsuðu í fötin mín, en orðbragðinu ætla ég mér ekki að lýsa, enda mun þurfa á órólegu deild Klepps til að fá slíkt hið sama. Ég anzaði þeim engu orði, en svo fóru leikar, að þær sviptu í sundur silki- svuntunni, seni ég hafði og þótti mér það ljótur skaði, sem vinir og vandamenn gáfu mér. EN SORLEGAST fannst mér þó, að sjá skrílsháttinn. Svo finnst mér, sem þessi náungi í Vísi vilji kenna okkur slvsið við Háteigsveg og skemmdina á barnavagninum vestur í bæ, en hvorugt það slys er á vegum Klepps eða af Kleppverja völd- um, og væri einhverjum um að kenna, þá er það þjóðfélagið, sem á að sjá um, að slíkt fólk Þýzkir stúdentar Framhald af 5. síðu. an hafði orðið að þola hörm- ungar þess að vera minni máttar. Ég geri ráð fyrir að það sé rangt að Hitler hafi átt and- stöðu að mæta. Einnig býst ég við því, að meirihlutinn hafi það eitt út á nazista- leiðtogana að setja, að þeir töpuðu stríðinu. En minni- hlutinn skilur og fyrirlítur nazismann og finnur þörfina á siðferðilegri og stjórn- málalegri hjálp frá Vestur- veldunum. Þeir minntu helzt á tóm ker, er biðu þess að vera fyllt. Það, sem mér fannst mest til um, var hungur þeirra, líkamlegt, hugrænt og andlegt, hin heita þrá þeirra eftir föst- um og hlutrænum stað- reyndum og fréttum, þrá eftir ljósi og' lofti og sam- skiptum við æsku annarra þjóða, þrá þeirra eftir því að komast úr sjálfheldunni og komast aftur í samband við umheiminn. Nei, ekki í ánn- að sinn, heldur í fyrsta sinn á þeirra tíma ,því að þeir hafa lifað allt sitt líf í dimmu andlegu fangelsi. Þeir voru börn, þegar Hitler kom til valda, og allt, sem þeim hafði verið kennt og sagt alla þeirra ævi, hefur reynzt rangt og endaði'með hruni og ósigri. í dag eru hugsjónir þeirra í rústum eins og heimili þeirra. Þeir hafa ekkert fast undir fótum og ekkert þak yfir höfðum sér. Fljótlega var ég vör við þröngsýni og ruddaskap, gangi ekki laust, og á ekki aö láta saklaust fólk gjalda þess. Það getur komið fyrir alla að missa vitið, og meira að segja þá, sem hæst gala. EN SVO MIKIÐ veit ég, að meðan fólk er látið búa í sann- nefndum hundahúsum, þá er ekki von að vel fari. Gerið ykk ur ekki leik að því, að erta Klepps-sjúklinga að ósekju. Eng in Grýla er skaðleg fyrr en far- ið er að hræða með henni.“ sem hafnaði öllu trausti. En hjá sumum fann ég þrá eftir einhverju, sem óhætt væri að trúa og gæti gefið þeim einhverja von. Og þegar ég sat með þeim á matsölunum og neytti hins fábreytta mat- ar, komst ég að raun um hinn þýzka hæfileika til þess að taka á móti hverju sem er. Þessi hæfileiki gefur okk- ur tækifæri, en getur líka verið hættulegur. Fljótlega komst ég að raun um að þeir voru tilbúnir að >trúa, trúa næstum hverju, sem að þeim var rétt, ef því fylgdi nógu mikill trúarhiti. Og ennþá undraðist ég. Hve lengi getur þessu farið fram? Hvers virði er það, sem þess ir menn kynnast og athuga, og hvers .virði er það, sem þeir læra af eymdinni? Hversu mikið nota þeir dóm greind sína og gagnrýnihæfi leika? Breyta þeir nokkurn tíma hugsjónum sínum í hlutlægar staðreyndir? Þess um spurningum virtist mér örðugt að svara. En um eitt er ég fullviss. Þeir hljóta að komast út úr fangelsinu. Við verðum fyrir alla muni að brjóta niður múrinn, sem skiíur þá frá ungmennum annarra þjóða og hugsunarhætti þeirra. Þetta verk má vinna með bókum, blöðum, bréfavið- skiptum og öllum öðrum hugsanlegum ráðum. Við verðum að gefa þeim nýja lampa í stað þeirra gömlu, en skilja þá ekki eftir í myrkrinu. Ég veit vel, að sumir hafa þá skoðun, að friðurinn verði aðeins tryggð ur með því að mola grjót- dyngjurnar í Evrópu enn smærra en gert var, með því að eyða öllu því, sem þeir kalla hernaðarstyrk. En hvað er styrjaldarmöguleiki nú ag hvað er möguleiki um frið? Báðir eru vissulega hvorttveggja. Munurinn fer aðeins eftir því, hvað menn- irnir ráða af að gera úr því. Ég kom frá Þýzkalandi sann færð um það, að eina ör- ugga leiðin til að snúa her- mætti Þjóðverja í friðarátt, sé að ala upp ungu kynslóð- ina í Þýzkalandi. Mun hún þá hafna öllum möguleikum um stríð. Ætti að vera á okk ar valdi að framkvæma það! ♦-------'-------------------------------—♦ - Skemmtcmir dagsim - i--------------;--------------—----------♦ Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Dularfulla stúlkan“ — Van Johnson, Marilyn Maxwell, Ava Gard- ner. og Lionel Barrymore. — Kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ: „Kona manns“ — Edvin Adolphson, Birgit Tengroth og Holger Löven- adler. — Kl. 7 og 9. „Félag- adler. Kl. 9. — „Sjaldgæfur sigur“ — Julia Bishop og Lowell Gilmore. Kl. 5 og 7. TJARNARBÍÓ: „Unaðsómar", Chopin-myndin fræga. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ: „Veðreiðarnar . miklu“. Kl. 9 ,,Tahitinætur“, söngvamynd, kl. 7. HAFNARFJARÐ ARBÍÓ: „Granni maðurinn í heim- sókn“ — William Powell, Myrna Loy og Gloria de Haven. — Kl. 7 og 9. KNATTSPYRNUKAPPLEIK- URINN milli Breta og Fram kl. 8.30. .Tivoli: SKEMMTISTAÐURINN Tivoli opinn kl. 2—11.30. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐING ABÚÐ: Skemmtikvöld Ingimarsskól- ans kl. 9. HÓTEL BORG: Dansað frá kl. 9—11.30. Hljónisveitarstjóri Karl Billich. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 árd. Hljómsveit frá kl. 9.30 síðd. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: Danne- brog. TJARNARCAFÉ: Dansað frá kl. 9—11.30. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar. Útvarpið: 13.00 Útvarp frá Akureyri: Minningarathöfn um Brynju Hlíðar lyfjafræð ing, Guðlaugu Einars- dóttur, Gunnar Hall- grímsson tannlækni, Júl- íönu Árnadóttur og so.i hennar, Árna Jónsson, Rannveigu Kristjánsdótt ur, Sögu Geirdal, Sigur- rós Jónsdóttur, Stetán Sigurðsson deildarstjóra og Þórð Arnaldsson 20.30 Útvarpssagan: „Grafinn lifandi", eftir Arnold Bennett, III (Magnús Jónsson prófessor). 21.00 Strokkvartett útvarps- ins: Kvartett í D-dúr eft ir Haydn. 21.15 Erindi: Alþjóðasamband kennara. — Fyrra er- indi (Steingrímur Ara- son kennari). Móðir okkar, Hólmfrfður Bjarnadótfir frá Björnólfsstöðum, andaðist að heimili sínu, Laufás- vegi 43, 4. þessa mánaðar. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Konan mín, Martra Gufinadóttir, andaðist 5. þ. m. Fyrir hönd aðstandenda. Jón Bergsteinsson. Innilegar þakkir vottum við öllum þeim, er auð' sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför Jónínu Líneikar Jónsdóitur frá Bolungavík. Guð blessi ykkur öll. Magnús Helgason, Guðmundína Benediktsdóttir og systkini hinnar látnu. HJARTANS ÞAKKIR færi ég öllum vinum mínum og ættingjum fyrir heim- sóknir, gjafir, blóm og heillaóskir á 100 ára afmæli mínu, 1. júní síðast liðinn. Sömuleiðis þakka ég bæjar- stjórn Hafharfjarðar fyrir mér sýndan 'heiður. HELGA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Reykj avíkurvegi 20. Hafnarfirði. lagtækan mann á bifreiðaverkstæði okkar, helzt vanan bifreiðaviðgerðum. Getum skaffað íbúð. Bifreiðasföð Sfeindórs Sími 1585. Gróðrarstöðin Sæboli, Fossvogi, selur eftirtaldar fjölærar, tvíærar og einærar blóma- plöntur. Það eru: Stjúpmæður, Lútínur, Nellikkur, Riddaraspora, Prestakraga, Jakobsstiga, Gullhnappa, Silfurhnappa, Georgíur, 4 tegundir af fjölærum liljum, Vatnsera, siberiska Vahnúa, Sírea, Frímúlur, Fing- •urbjargir, Fótintila, Neptamúskata, Dagstjörnur, Næturfjólur, írls, Venusvagna, Kornblóm, Blóðrót, Mjaðarjurt, Gleym-mér-ei, Ramfang, Ranikólus, Stúdentanel'likkur, Refakali, Postulínsblóm, Bó'kinia, Setun, Animpnur, 4 tegundir af fjölærum smálaukum, Draumsóley, Raniklur, Floks, Garðabrúður, Nemesía, Levkoj, Morgunfrú, Gellenlakk, Nellikkur. — Enn- fremur höfum við Birki og Reynivið ennþá. Auglýsið í Alþýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.