Alþýðublaðið - 06.06.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.06.1947, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 6. júlí 1947 æ nýja bio ææ gamla biö æ Gina Kaus: EG SLEPPI ÞÉR ALDREI Kona manns Hin mikið umtala sænska mynd. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sjaldgæfur sigur. Sérkennileg og spennandi mynd frá frumskógum Sumötru. Aðalhlutverk: JULIA BISHOP. LOWELL GILMORE. Dularfulla stúlkan (Tree Men in White) Amerísk kvikmynd með Van Johnson Marilyn Maxwell Ava Gardner Lionel Barrymore Fréttamynd: Bretland sigrar Evrópuliðið í knatt spyrnukeppni. þegar hann spurði hana á hverjum morgni, hvernig hún hefði sofið, og að hann varð svo glaður, þegar hún sagðizt hafa sofið eins og steinn. Þegar hann svo kyssti hendi hennar af mikl- um fögnuði, átti hún til að segja: ,,Hvað þú ert elsku- legur við mig! Ég fer bara að trúa því, að þú hefðir tekið það nærri þér, ef ég hefði dáið.“ Hann svarði engu en flýtti sér út. Hvað skyldi Heinsheim er hafa sagt um þetta sigur- bros hennar? Albert sá alls ekki eftir þeim ráðum, sem læknirinn hefði gefið hon- um, þveröfugt. Melanía hlaut að halda, að sér hafi heppnazt brögð sín. Annars hafði hann ekki eins mikinn ýmigust á þeim lengur. Því lengra, sem leið gieymdi hann æ meir göllum Melan- íu. Maður verður að vera hrifinn af manneskju, að ein hverju leyti, til að geta gagn rýnt hana eða verið reiður henni, og Albert var alveg gagntekinn af Önnu, þar komst ekkert annað að. Þegar hann kom á skrif- stofuna hringdi hann til hennar strax, áður en hann var búinn að lesa póstinn, já oft áður en hann var kcm- inn úr frakkanum, og þau höfðu alltaf heilmikið mikil- vægt að segja hvort öðru, þó að fáeinir klukkutímar væru aðeins síðan þau skildu. Anna hafði verið ráðin hjá Grotte lækir. Staðan var mjög við hennar hæfi. Hún átti frí allan morguninn og gat þá ræst íbúðina sína. Grotte læknir fannst hún vera hreinasta gersemi, og fannst hún kunna allt, sem hún þurfti. Það sagði Stefán Albert. „Ef þú heldur að ég hafi lært í háskólanum það, sem ég þarf til að standa í stöðu minni, þá skjátlazt þér“ skrif aði Anna Albert. „Ég hef lært það af að vinna heim- ilisstörf. Ég held öllu hreinu og gljáandi eins og í eldhúsi, það er allur vandinn. Og svo skrifa ég reikninga! Það er nýtt fyrir mig, skaltu vita„ ég sem alltaf var vön að fá reikninga“. Hún hafði vanið sig á að skrifa svolítinn miða til Al- berts, alltaf þegar einhver stund var laus. Þá sagði hún allt, sem henni datt í hug þá stundina. „Það var alveg óþarft, því að hún hitti hann á hverri nóttu, og talaði þar að auki við hann oft á dag í síma. En óþarfinn er ein- mitt hið daglega brauð ást- arinnar. Þegar Albert kom til hennar fékk hann alla miðana, sem hún hafði skrif að honum um daginn, og hann geymdi þá eins og dýr mætan fjársjóð. Stundum skrifaði hún hon um, meðan hún var að bíða eftir honum, stundum rétt eftir að hann var nýfarinn. Einu sinni skrifaði hún: „Ég hef uppgötvað, að koddinn angar af hárvatninu þínu. Nú á ég brátt að sofa á þess- um kodda, en hvað það verð ur indælt!“ Hann geymdi miðana í skúffu á nýja skrifborðinu sínu heima og lykilinn bar hann alltaf á sér í vestisvasa sínum. Hann kunni hvert orð, en samt las hann mið- ana aftur og aftur, og það kom stundum fyrir, að hann fann eitthvert smáorð, sem hann hafði gleymt. Hann var ekki eins%hugkvæmur í ást sinni og hún. Hann hafði alltaf verið dálítið þung- lamalegur. Hún gaf honum fjölda nafna, nýtt á hverri nóttu, en hann kallaði hana bara Önnu. Það kvaldi hann, að hann gat ekki sagt henni, hve mjög hann elskaði hana, því að það, sem ekki fær út- rás, særir. „Veiztu“, sagði hann einu sinni, þegar hann lá við hlið hennar í daufum bjarmanum frá götuljósinu og varð litið á yndislega barnslega ávalar kinnar henn ar og fallega hárið hennar. „Ef ég hefði aldrei heyrt eða lesið neitt um ást, þá myndi mér ekki hafa dottið í hug, að hægt væri að gefa henni skáldleg nöfn. Ég hefði sagt, að ástin væri einna líkust bólgu í maganum." Hún reis aðeins upp. „Hef urðu nokkurn tíma haft bólgu í maganum?“ „Nei, en það hlýtur að hlýtur að vera mjög líkt. Eilífur verkur, sem ekki er hægt að gleyma, og er ótrú- lega sár stundum.“ Anna lagði brúna slétt- hærða kollinn sinn á mag- ann á honumi og spurði: „Vildirðu helzt vera laus við þennan verk?“ „íÉg veit það ekki“, sagði hann. „Ég þrái þig svo ó- skaplega. Allan daginn þrái ég þig, núna líka. Ég þrái þig líka þegar ég er hjá þér.“ „Finnst þér nokkur fróún í því að vita, að mér líður nákvæmlega eins?“ „Já dálítil.“. Hún smeygði handleggn- um undir höfuðið á honum. Hann fann með öllum lík- ama sínum ferska hlýja húð \ hennar. Hann lagði hendi sína undir vinstra brjóstið á henni og fann hvernig hjarta hennar sló. Samt sem áður hvarf ekki þrá hans. „Mig langar svo að eiga barn með þér, sagði hann. Án þess að hreyfa sig svar aði hún með alveg eðlilegri röddu: „Nú já, þér mun víst áreiðanlega veitazt sú ósk, annars hlytum við að trúa á storkinn.“ Honum fannst hún tala af léttúð. En hún var aðeins hamingjusöm. Hinn fyrrver andi góði og hugrakln her- maður á gulu peysunni hafði breytzt í hamingju- sama léttlynda stelpu, með gullinn litarhátt og lítil þétt brjóst. Melanía og hann höfðu að eins rifizt einu sinni þennan tíma, og það var ekki vegna afbrýðisemi, það var Fríða, sem átti sökina. Dag nokkurn hafði Mel- anía mætt vinnukonunni í stiganum með böggul undir hendinni. Þegar hún var Sýnd kl. 5 og 7. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÖ æa TJARNARBIÚ H Hafnarfirði Veðrelðarnar miklu (NATIONAL VELVET) Skemmtileg og hrífandi Metro Goldwyn Mayer- stórmynd, tekin í eðlilegum litum. Elizabeth Taylor, Donald Crisp. Sýnd kl. 9. Tafiiti nætur söngvamyndin fræga. Sýnd kl. 7. Sími 9184. Unaðsómar A SONG TO REMEMBER Chopin-myndin fræga sýnd kl. 5 — 7 — 9. ÞORS-CAFE lömlu dansarnir Laugardaginn 7. júní klukkan 10 síðdegis. Aðgöngumiðar í síma 6497 og 4727. — Miðar afhentir frá kl. 4-—7. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. Sfjörnur 5. tölublað er komið í bókaverzlanir. ÖRN: Það amar eitthvað að höfð- ingjanum og ég gruna að þar liggi gildar ástæður á bak við. CYN: Og ég grun að það sé fylgzt með okkur. Sjáðu! PÉTUR: Jæja, Örn minn, ein- hvern daginn munun þessir brúnu Malajar bjóða þér til veizlu. Þú skalt afþakka boðið, heilsu þinnar vegna. Þess vegna hef ég flutt hingað þessa svörtu pilta. Þeir bjóða manni aldrei neitt. Og ég get treyst þeim. ÖRN': Þakka þér fyrir, ef ég fæ . . PÉTUR: Af hverju ertu að reyna að ljúga að mér?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.