Alþýðublaðið - 10.06.1947, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLABSÐ
2
Þriðjudagur 10. júní 194T
Verðlaunakeppni
Styrk þeim til ritstarfa, sem þingkjörin nefnd
'hefur úthlutað undirrituðum 1947, kr. 4000,00
að viðbættri meðal-vísitölu þessa árs, en frá
dregnum opinberum gjöldum, sem á upphæð-
ina leggjast, verður varið til verðlauna fyrir
beztu ritgerð
UM UPPGJÖF ÍSLENZKRA LANDS-
RÉTTINDA HAUSTIÐ 1946.
Skal ritgerðin byggð á hlutlægri rannsókn á
aðdraganda þessa verknaðar, svo og hvötum
þeirra manna innlendra, er að honum stóðu.
Dómarar væntanlegra ritgerða verða þrír,
og eru til nefndir af Alþýðusambandi íslands,
Stúdentafélagi Reykjavíkur og Félagi Þjóð-
vamarmanna, einn frá hverjum aðiia.
Ritgerðir skulu sendar formanni Félags Þjóð-
varnarmanna, síra Sigurbirni Einarssyni, fyr-
ir árslok 1947. Skulu þær merktar staf eða
dulnefni og fylgi nafn höfundar í lokuðu
umslagi. Ritgerðir mega vera 2—10 arkir.
Á ritgerðum þeim, sem sendar verða til
keppni, liggur sú kvöð, að bókmenntafélagið
Mál og menning hafi forgangsrétt að kaup-
um á þeim til birtingar.
Reykjavík, 4, júní 1947.
Halldór Kiljan Laxness.
Minningarsjóður
Þorgerðar Þorvarð
ardóiiir íiús-
mæðrakennara
YEGNA hins sviplega frá-
falls okkar ágætu skólasyst-
ur og vinkonu, Þogrerðar
Þorvarðsdóttur, húsmæðra-
kennara, er fórst í flugslys-
inu mikla í Héðinsfirði 29.
maí, höfum við bekkjarsyst-
ur hennar í Húsmæðrakenn-
araskóla íslands og Kvenna-
skólanum í Reykjavík ákveð
ið að stofna sjóð til minn-
ingar um hana.
Við höfum hugsað okkur
að láta sjóð þennan styrkja
ungar, efnilegar stúlkur til
náms, bæði hér heima og er-
lendis. Teljum við þetta gert
í þeim anda, sem henni hefði
geðjazt að, og í samræmi við
það, er hún sjálf valdi sér að
ævistarfi, ævistarfi, sem við
erum sannfærðar um að
hefði borið ríkulega ávexti í
íslenzku þjóðlífi, ef henni
hefði orðið lengri lífdaga
auðið, bæði vegna mikilla
hæfileika og fágætra mann
kosta hinnar látnu, sem við
höfðum náin kynni af á
námsárum okkar.
Þeir, sem minnast Þor-
gerðar með vinarhug og
þakklæti eins og við og vilja
leggja fram eitthvað í þenn-
an sjóð, geta afhent framlög
sín til Guðnýjar Frímanns-
dóttur, Guðrúnargötu 5,
Guðrúnar Markúsdóttur, Sól
vallagötu 6 eða í afgreiðslu
Tímans, Lindargötu 9 A.
Fyrir hönd bekkjarsystranna
Asa GuSimmdsóttir.
Guðrún Markúsdóttir.
Síglufjörður
Framhald af 1. síðu.
tillögu sáttasemjara var haf-
in, og er hún í alla staði ó-
merk og þýðingarlaus frá
lagalegu sjónarmiði.
Eru allar aðfarir kommún-
ista í sambandi við allsherj-
aratkvæðagreisðluna um til-
lögu sáttasemjara á Siglu-
firði hinar furðulegustu, en
sverja sig að vísu vel í ætt
við vinnubrögð þeirra
manna, sem ætluðu á sínum
tíma með ofbeldi og lögleys-
um að halda Kaupfélagi
Siglfirðinga fyrir réttkjörn-
um meirihluta fulltrúa að að
alfundi í félaginu.
Minningarorð
Þorgerður Þorvarðsdóttir
húsmæðrakennari
ALLIR MENN hafa ein-
hvern tíma séð bjart sól-
arbros kljúfa gráan þoku-
hjúp, eða komið fram á fjalls
brún og séð fagran, sólroðinn
dal birtast í einni svipan og
blasa við augum. Menn kann
ast líka við áhrif þeirrar sýn
ar, gleðina, sem fyllir hugann
og töfrana, sem taka allt á
vald sitt. Sumar stundir í
lífi manna eru einna áþekk-
astar bessu. Þær koma oft,
þegar ekki er við þeim bú-
izt, og sízt kallað á þær. Þær
eru hamingjubros lífsins, og
þau gefast öllum mönnum,
en birtast í ýmsum og ólík-
um myndum.
Slíkt hamingjubros getur
verið sólbjartur dalur, stór-
brotið málverk, bjartur
tónn, fögur ijóðlína, vin-
gjarnlegt bros — eða hlýtt
handtak, en gjöf þess er ætíð
hin sama.
Það gafst mér eitt sinn,
sem oftar fyrir nokkrum ár-
um í handtaki ungrar stúlku,
sem ég heilsaði þá í fyrsta
sinn. Svipur hennar var ein-
arðlegur, augun fögur og
gáfuleg, skapfestudrættir
við munninn — og handtak-
ið var hlýtt og heilt. Maður
fann í því vinarþelið, traust-
ið, viðkvæmnina, heilindin.
Við slíkt handtak birtir og
hlýnar, og maður_ skilur
gerzt, að handtakið er sátt-
máli og drengskaparheit.
Þeim, er þannig tók í hönd,
var hægt að treysta og sækja
ráð til og eiga þar vísa sam-
úð og ski'lning.
Ég sá þessa stúlku oft og
kynntist henni næstu árin í
margs konar umhverfi. Ég
'sá hana fagna af heilum hug
fagurrri sýn af tindi Eyja-
fjallajökuls eftir langa og
erfiða göngu. Ég sá hana á
skíðum í Skálafelli, þar sem
hún þreytti íþrótt sína með
hug hins sanna íþrótta-
manns, og vinna að byggingu
og fegrun á skíðaheimili fé-
lags síns. Ég sá hana beita
sér að námi með óvenjulegri
alúð og síðar í starfi sem
dáðan og virtan^ kennara í
nemendahópi. Ég heyrði
hana tala um vandamenn
sxna og velgerðamenn með fá
gætri ástúð og virðingu. Ég
sá bana annast veika skóla-
systur sína með meiri um-
hyggju, en ég hafði búizt við
að sjá nokkurn sýna öðrum
en nánasta ættingja sínum
eða ástvin, og ég sá hana
stilla sig afjþeirri hetjulund,
sem aðeins fáum er gefin,
er hún var misrétti beitt eða
borin röngum sökum. Þetta
var Gerða, og gjöf hennar
var ætíð hin sama — ham-
ingjubros til allra þeirra er
Þorgerður Þorvarðsdóttir
hún umgekkst. Öll kynning-
in við hana var uppfylling
loforðsins, sem fyrsta hand-
takið gaf.
Þorgerður Þorvarðsdóttir
var fædd að Stað í Súganda
firði 27. sept. 1916, dóttir
hjónanna séra þorvarðs
Brynjólfssonar og Önnu
Stefánsdóttur, og þar ólst
upp í æsku. Hún fluttist síð
an til Reykjavíkur og stund
aði nám í Kvennaskótanurn
í Reykjavík á árunum 1931
til 1934, en fór síðar í Hús-
mæðrakennaraskóla íslands
og lauk prófi þaðan vorið
1944. Kenndi hún síðan einn
vetur við Austurbæjarskól-
ann í Reykjavík, en fór síð-
an til Bandaríkjanna og
stundaði nám við háskólann
í Minneapolis 1945—’46 og
kom heim á s. 1. vetri. Hún
kostaði kapps um að. búa
sig sem allra bezt undir starf
sitt, húsmæðrakennsluna, og
sjást heihndi hennar og kost
gæfni ljósast á því. Hún var
ötull félagi í íþróttafélagi
kvenna í Reykjavík og lengi
í stjórn þess. Hún var einnig
fyrsti formaður Nemenda-
sambands Kvennaskólans og
einlægur vinur og styrktar-
maður þess skóla.
Þorgerður var nýkomin
heim að loknum undirbú.n-
ingi undir lífsstarf sitt, og
allir, sem þekktu hana,
væntu sér mikils af því fyrir
i'and og þjóð. En nú er hún
látin á morgni starfsdags
síns. Skólasystur hennar
hafa ákveðið að stofna sjóð
til minningar um hana og
er hlutverk sjóðsins að
styrkja ungar og efnilegar
stúlkur til náms. Það er góð
hugmynd og í anda Þorgerð-
ar, sem ætíð re.yndi að styðja
og hjálpa þeim, sem á vegi
hennar urðu. Ég held að það
sé engin tilviljun, að síðustu
förina fór hún til þess að
rétta bróður sínum hjálpar-
hönd. í þeim erindum var
Minningarspjöld
Jóns Baldvrnssonar forseta
fást á eftirtöldum stöðum:
Skrifstofu Alþýðuflokksins.
Skrifstofu Sjómannafélags
Rvíkur. Skrifst. V. K. F.
Framsókn, Alþýðubrauðg.,
Lvg. 61 og í verzl. Valdimars
Long, Hafnarfírði.
Minningarspjöld Barna- j
spífalasjóðs Hringsins i
eru afgreidd í
Verzlun
Augustu Svendsen,
Aðalstræti 12 og í
Bókabúð Austurbæjar,
Laugavegi 34.
Kaupum tuskur
Baldursgötu 30.
GOTT
ÚR
EB GÓÐ EIGN
Gu3l. Gíslason
Érsmiður, Laugaveg 63.
Baldvin Jónsson
hdl.
Málflntningur. Fasteignasala. i
Vesíurg. 17. Sími 5545.
Þorgerður oftast á ferð. Hún
var að rétta hönd sína í.
þetta isinn eins og hún var
vön. En flugvélin, sem bar
hana, lenti ekki heil, heldur
í hömrum, og allir, sem í
henni voru, fórust. Það slys.
skelfdi alla þjóðina meir en
orð fá lýst.
Þorgerður er borin til graf
ar í dag. Allir, sem kynntust
henni, sakna bennar og
syrgja hana, því að hún var
búin mannkostum, sem þeir
virtu og dáðu. En handtak
hennar er eftir. Handtökin
hennkir mást ekki, þótt hún
hverfi sjálf. Þau verða áfram
hamingjubros- í lífi ættingja
hennar og vina.
Andrés Kristjánsson.