Alþýðublaðið - 10.06.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.06.1947, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐjJBLAÐIP Þriðjudagur 10. júní 1M7 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson. Auglýsingar: Emiiia Möller. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Á hætlulegri braui ÚRSLIT ALLSHERJAR- ATKVÆÐAGREIÐSLUNN- AR um tillögu sáttanefndar- innar til lausnar á Dagsbrún ardeilunni urðu þau, að meirihluti verkamannanna, sem til atkvæðagreiðslunn- ar mættu, vísaði tillögunni á bug. Dagsbrúnarverkfallið, sem hófst á laugardaginn, heldur því áfram, og virð- ast allar líkur á, að það verði langvinnt. Því er ekki að neita, að úrslit allsher j ar atk væð a- greiðslunnar komu mjög á ó- vart. Þess var vissulega að vænta, að reykvískir verka- menn skildu það, að nauð- syn ber til þess að koma í veg fyrir hvers konar aukn- ingu dýrtíðarinnar og verð- bólgunnar, ef hægt á að vera að halda atvinnuvegum þjóð arinnar gangandi. Ný kaup- skrúfa leiðir af sér nýja flóð öldu dýrtíðarinnar. Verði ekki nú stungið við fótum í dýrtíðarmálunum, mun þess skammt að bíða, að fram- leiðslukostnaðurinn verði það mikill, að ekki takist að selja afurðir okkar á erlend- um markaði, og gefur þá að skilja, hvernig komið sé hag lands og þjóðar. Mdirihluíii Dagsbrúnar- manna virðist því miður ekki vilja átta sig á þessum stað- reyndum, þótt þær liggi í augum uppi, ef á annað borð er að þeim gætt. Hann virðist vilja lifa í þeirri blekkingu, að vaxandi dýrtíð sé þjóðinni hættulaus. Verka mennirnir, sem greiddu at- kvæði á móti tillögu sátta- nefndarinnar, hafa að sjálf- sögðu gert það í þeirri trú, að þeir gætu knúið fram launahækkun. En þeir hafa ekki viljað hugleiða, hverj- ar yxðu afleiðingarnar af nýrri kaupsbrúfu. Það sann ast á þeim sem öðrum, að sá er eldurinn heitastur, sem á manni sjálfuim brennur. En áframhald kaupskrúfunnar er áreiðanlega skammgóður vermir. Verkamönnum er ó- hætt að gera sér þess fulla grein, að viðleitni núverandi rikisstjórnar til að koma í veg fyrir kauphækkun og nýja flóðbylgju verðbólgunnar stafar ekki af því, að hún unni þeim ekki kjarabóta. En það eru takmöirk fyrir öllu, einnig því, hvað hver og einn þegn þjóðfélagsins getur borið úr býtum. Fari svo, að verðbólgan og dýrtíð Smekklegir náungar. — Sorphaugar við þjóð- vegi. — Vegurinn í Hvalfirði. — Of mjóar brýr. — A O.A. — Valið ranft. EINHVERJIR smekklegir ná ungar eru farnir að búa til sorp hauga meðfram þjóðvegum. Milli Ölfusrétta og Kamba er að myndast stór sorphaugur rétt við veginn og ægir þar mörgu saman. Ekki veit ég hver hefur staðið fyrir þessu mannvirki, en mér er sagt að íbúar Hveragerðis standi fyrir því, að vísu ekki allir, heldur einhver þeirra. Eins er á Hellis- heiði. Þar er kominn allálitleg- ur sórphaugur svo að segja nýr, sem er þarna til augnagamans og smekkbætis fyrir vegfar- endur. JÁ, SMEKKUR MANNA er misjafn og tiltektir þeirra margvíslegar. Ég vil mælast til þess að nú þegar verði þeim, sem hafa komið upp -þessum haugum, gert að skyldu að fara með þá á einhvern afvikinn stað á eigin kostnað og undir eftirliti. Verstur er haugurinn við Ölfusréttir og væri vel ef yfirvöldin í Hveragerði reyndu að kippa þessu í lag án frekari aðgerða. VEGURNN í HVALFIRÐI er vondur, svo að segja ófær á köflum. Virðist sem ekkert hafi verið gert við hann hérna meg- in fjarðarins eftir veturinn og skil ég ekki í öðru en ófærðin geti valdið slysum, ef ekki er bætt úr þessu. Vegurinn hinum megin Hvalfjarðar er miklu betri, enda virðist hafa verið unnið í honum. Ný brú er nú að koma á Hvalfjarðarveginum og er hún hin myndarlegasta. Enn hefur hún þó ekki verið tekin í notkun. OFT HEFUR VERIÐ talað um brýrnar á vegunum og þá sérstaklega fundið að því, hvað mjóar þær eru. Enn eru brýr hafðar miklu mjórri en vegirn- ir og er það undarleg aðferð. Almennir vegfarendur skilja ekki hvers vegna brýrnar eru hafðar svona, því að varla munar það svo miklu í kostn- aði. Annars er þetta heldur að batna, en þó ekki nóg. AMERÍSKA FLUGFÉLAG- IÐ, sem heldur uppi flugferð- um um Keflavíkurflugvöllinn, hefur sætt allmikilli gagnrýni undanfarið og meðal annars hér í dálkunum. Ástæðan hefur verið sú, að mjög erfiðlega hef- ur gengið fyrir íslendinga að fá flugfar héðan til Norðurlanda. Nú tilkynnir félagið að bót verði ráðin á þessu. Aukaf'erð verður farin á morgun og tekur flugvélin 25 farþega, en fram- vegis verða íslendingum ætiuð 6 sæti, en áður aðeins 2. Það er að segja, að 6 sæti verða alltaf til fyrir menn héðan, en bau fá meðal annars útlendingar, sem hér dvelja og þar á meðal starfsmenn erlendra ríkja, en þeir munu oft hafa verið látnir ganga fyrir um far. EN HVAÐ, SEM ÞVÍ LÍÐUR þá er þetta mikil bót í máli, og er vel, þegar fyrirtæki bregðast svona fljótt og vel við til að bæta úr misfellum. Þetta mun og hafa stafað af einhverjum misfellum á rekstri félagsins og sambandi þess við skrifstofu þess hér. Að líkindum verða þessi 6 sæti alltaf skipuð fólki héðgn, svo mjög hefur verið kvartað undanfarið um vöntun á fari. VERKAMENNIRNIR í Dags brún hafa nú valið. Að líkind- um verður verkfallið langt og erfitt. Með taumlausum tylli- boðum og blekkingum um hið raunverulega ástand hefur kommúnistum tekizt að fá meirihluta að sínum vilja. Og verkamennirnir hafa ekki bor- ið gæfu til að sjá rétt. Guðmundur Gíslason Hagalín hefur óskað þess g-etið, að Stefán Einarsson prófessor í Baltimore telji sig sjálfur fæddan 7. júlí 1897, en ekki 9. júlí. Islendingasögurnar 127 sögur og þættir, 13 bindi í góðu skinn- bandi fyrir aðeins kr. 423,50. Þar af 33 sögur og þættir, sem ekki eru í fyrri heildarútgáfum og 8, sem aldrei hafa verið prentaðar áður. Því aðeins eignist þér allar íslendingasög- umar, að þér kaupið þessa útgáfu. Gerist áskrifendur. Vitjið bóka yðar í bóka verzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 A Isíendingasagnaúfgáfan Pósthólf 73. Reykjavík. Tennis Þið, sem ætlið að iðka tennis á vegum fé- lagsins í sumar, talið við skrifstofuna í Í.R.-hús- inu þriðjudag og miðvikudag kl. 7—9 e. h. NEFNDIN Aðalfundur Vélstjórafélags íslands verður haldlim miðvikudaginn 11. júní 1947 í Tjarnarkaffi. — Fundarefni: Aðalfundarstörf. Mætið stundvíslega og skilið atkvæðaseðmm. Stjórnin. V E VI U M ■ GODAOO I Jð:l «I Tökum fram á þriðjudag. in sligi atvinnulíf þjóðarinn- ar, verður hækkað kaup verkamönnum og launþegum til handa aðeins Pyrrhusar- sigur. Eins og framleiðslu- kostnaði okkar og sölumögu- leikum er nú háttað virðist full ástæða til þess að ætla, að með slíku væri verið að spenna bogann of hátt. Því miður er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að reyk- vískir verkamenn ganga til deilunnar, sem Dagsbrún á nú í, fremur af kappi en for- sjá. Þeir munu komast að raun um þetta síðar, en ekki er ráð nema í tíma só tekið. * Vinnudeila Dagsbrúnar er hafin að fyrirmælum Komm únistaflokksins og á að verða vatn á myllu hans. Komm- únistum hefur tekizt að telja verkamönnum trú um þá blekkingu, að hið pólitíska verkfall Dagsbrúnar sé kjara- deila, hem hafi verið hafin með hagsmuni þeirra fyrir augum. Verkamenn eiga á- reiðanlega eftir að sannfær- ast um, að svo er ekki. Verk fall Dagsbrúnar verður áfall fyrir þjóðfélagið í heild. En það verður sér í lagi áfall fyrir verkamennina sjálfa. Ef reykvískir verkamenn berjast í bökkum með þeim launum og þeirri atvinnu, sem þeir njóta nú, þá gefur að skiija, hverjar verði af- leiðingarnar af langvinnu verkfalli fyrir þá. Slíkt æv- intýri getur orðið til stund- arhags fyrir Kommúnista- flokkinn. En það er ævintýri, sem getur kostað þjóðina fjárhagslega afkomu sína og verkalýðinn atvinnu sína um ófyrirsjáanlega langan tíma. Og það eru þung gjöld. * Auðsöfnun íslenzku þjóð- arinnar og velmegun þégn- anna á styrjaldarárunum kom til vegna óvenjulegs og óheilbrigðs ástands í heimin- um. Þessi viðhorf gerbreyttu högum íslendinga, en færðu okkur að höndum ógæfu dýr tíðarinnar og verðbólgunn- ar. Nú er íslendingum hollt að hyggja að því, að svo kann að fara, að flóðbylgja dýrtíðarinnar og verðbólg- unnar skoli burtu á skömm- um tíma auði þjóðarinnar og velmegun þegnanna. íslend- ingar geta ekki í framtíðinni dansað kringum gullkálf og tilbeðið hann eins og ísraels menn forðum. Þeir verða að vinna og framleiða og miða kröfur sínar á hverjum tíma við afkomu þjóðarinnar. En beri þjóðin ekki gæfu til þess að sameinast um lausn þeirra vandamála, sem nú steðja að, er hún að grýta á glæ því, sem unnizt hefur. Og afleiðingarnar af slíkri ráðsmennsku yrðu þungbær- astar fyrir alþýðustéttirnar. Þetta þurfa reykvískir verka menn að gera sér ljóst, áður en svo langt er komið á ó- heillabrautinni, að ekki verði við snúið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.