Alþýðublaðið - 10.06.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.06.1947, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐBÐ Þriðjudagur 10. júní 1947 3 NYJA BIO 8 Hinnislausi maðurínn („Somewhere in the Night“) Spennandi og viðburðarík stórmynd. Aðalhlutverk; John Hodiak Nancy Guild Lloyd Nolan. Bönnuð bömum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BIO Lokað vegna jarðaríarar Gina Kaus: EG SLEPPI ÞER ALDREI æ BÆJARBÍO Hafnarfirííi Vorljoð (SPRING SONG) Skemmtileg . ensk söngva- mynd. Carol Raye, Peter Graves, Leni Lynn, Lawrence 0‘Madden. Aukamynd: HNEFALEIKAKEPPNIN mill Baksi og Woodcock nú í vor. Sýningar klukkan 7 og 9. Sími 9184 gjH TJARNARBIO H Leikaralíf (A STAR IS BORN) Armerísk litmynd um leik- aralíf í Hollywood. Janet Gaynor, Fredric March. Sýning kl. 5 — 7 — 9. Sala hefst kl. 11. Honum datt í hug, að bráðum myndi Melanía fá raunverulega ástæðu til að verða æst og þá myndi Fríða og hennar mál vera úr sög- unni. Ósjálfrátt fór hann að vorkenna Melaníu aftur. Fríðu myndi líða vel þá, en Melaníu myndi líða illa. En svo hrinti hann þessari hugs- un frá sér eins og vant var. Hann vissi vel, að hann varð að fara að herða sig upp til úrslitasamtalsins við Melan- íu, og hann var fastákveðinn í því að koma því áfram, en hann hafði ómótstæðilega andúð á því að hugsa um, hvernig það myndi fara fram. Hann talaði aldrei um, hvað framundam væri, við Önnu. Tímabilið milli reikn- ingsskil'anna við Melaníu og skilnaðarins var eins og hreinsunareldurinn millum dauðans og himnaríkissæl- unnar. Þau höfðu afráðið að fara gegnum hann með Jok- uð augun, en þau töluðu ekki um það. Þau töluðu um sæl- una á eftir, um hið nýja líf, sem þau ætluðu að skapa sér í sameiningu, um vinnuna og ferðalögin sín. Melanía var einnig til í þessu nýja lífi — önnur Mel- anía, sem hann hafði hugsað sér sjálfur, sem hafði fyrir- gefið allt og samið sig að hinu nýja fyrirkomulagi. Al- bert sagðist ætla að heim- sækja hana vikulega. ,,Ég get ekki hugsað, að ég muni nokkurn tíma geta ann að en fundið til ábyrgðar ■gagnvart henni,“ sagði hann. „Ertu reið mér fyrir það?“ Hann vissi, að Anna var ekki reið honum. Hún skildi allt, hún elskaði hann eins og hann var og hún var ekki neitt tilfinningasjúk.'Það in- dælasta við samvistir þeirra var, að hann' gat sagt allt við hana. „Ef ég einhvern tíma yrði að leyna þig einhverju, yrði ég vansælasti maður á jorð- unni, jafnvel þó að það væri aðeins hugsun, sem ég ekki segði þér,“ sagði hann. „Hvers vegna skyldirðu leyna mig nokkru? Ég fyrir- gef allt fyrirfram. Ef þú til dæmis yrðir hrifinn af ann- arri —“ Hann lagði hendina á munn henni. „Hvers vegna ættum við endilega að láta okkur detta það ósennilegasta í hug? Við tskulum heldur ferðast til Grikklands — það er þó inn- an takmarka þess sennilega." VIII. % Kvöld eitt hafði hann ver- ið á Beethoventónleikum með Melaníu. Það var heið- skírt og fremur svalt, og Melanía vildi ganga heim. Hún hékk á handleggnum á honum og var að raula stefið við stóra fiðlukonsertinn, sem þau höfðu einmitt verið að hlusta á. Allt í einu hætti hún og sagði: „Eigum við að líta inn í kaffihús og fá okk- ur eitthvað að drekka?“ „Ef satt skal segja, þá er ég svolítið þreyttur,11 svaraði hann. „Ef þér er sama, vil ég heldur fara beint heim.“ Hún lét strax undan, og þau fóru heim. Fyrir framan svefnherbergisdyrnar henn- ar kyssti hann á hönd henn- ar og enni eins og hann var vanur að bjóða henni góða nótt. Hann var þegar snúinn við og ætlaði inn til sín, en hann beið árangurslaust eftir að heyra í handfanginu á hurð hennar eins og vant var. Hann fann, að hún stóð kyrr og horfði á eftir honum. Loftið var þrungið óróa, al- veg eins og fyrir fyrri rifr- ildin, sem þau höfðu átt í. En hún hafði verið í svo góðu skapi fyrir nokkrum mínútum síðan. Hvað gat hafa komið fyrir síðan? Allt í einu kallaði hún í hann: „Veiztu hvaða dagur er í dag?“ Hann sneri sér undrandi við. „Auðvitað — tuttugasti marz.“ Sekúndurnar liðu. Hún stóð ennþá við svefnherberg- isdyrnar og starði á hann stórum, stirðum augum. „Er það nokkur sérstakur dagur í dag?“ spurði hann. Hún hló stutt og kulda- lega. „Augsýnilega ekki,“ sagði hún og þaut inn í •s vef nher ber gið. Hann fór inn til sín, setti skóna út fyrir dyrnar með venjulegu bramli, fékk sér sígarettu og fór að bíða. Allt í einu skildi hann, hvað var að: Sex vikurnar voru liðn- ar! Hann hafði ekki sett á sig mánaðardaginn, en Melanía hafði talið dagana, og búizt við, að hann myndi koma inn til sín þetta kvöld. í sex vik- ur hafði hún litið á það, að hann kom fram við hana sem félaga, sem nærgætni — en í kvöld var það móðgun, sem varð æ meiri því lengra sem leið. Nú var úrslitastundin runnin upp. Hann varð að fara og tala við hana. Það varð ekki hjá því komizt, — og betra að fresta því ekki til morguns. Hann reykti og reykti meðan hann velti fyrir sér, hvaða tökum hann ætti að taka málið. Þess á milli sótti hin takmarkalausa löngun hans eftir Önnu á hann. Hann varð að láta þetta bíða til morguns, hann mátti til að sjá Önnu í nótt. Já, hann varð að sjá hana í nótt, því að enginn vissi hverju Mel- anía mundi taka upp á að gera, þegar hún fengi að vita sannleikann. Honum fannst hann vera eins og hermaður nóttina fyrir stórorrustu — hann varð að vera samvist- um við ástmey sína síðustu nóttina, sama hvað það kost- aði. Hann beið í hálftíma, svo gægðist hann varlega út. Það sást ljós í rifunni undir svefn herbergisdyrunum. Hann ÁÐALFUNDUR Fríldrkjiuafnaðarins í Reykjavíh verður haldinn í Fríkirkjunni miðviku- daginn II. júní 1947 kl. 20 (8 e. h.). Dagskrá samkvæmt lögum safnaðarins. Safnaðarstjórn. Áuglýsið í Alþýðublaðinu MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS ÖRN ELDING Af> ncvtslrtr.njTCs ÖRN: Ég held að þú hafr heldur en ekki stungið í virðuleik Ble- mish, Cyn! CYN: Hann skildi það. Þessi sila keppur er til skammar öllum holdugum mönnum. ÖRN: Já, og hann verður herskár héðan í frá. Nú verðum við að klæða okkur fyrir kvöldmatinn. Ég sæki þig mlukkan átta, ung frú góð. PÉTUR: Jæja, Twitt minn góður! Chet er að sækja Bates lækni, til þess að líta á fótinn á þér Þegar þú byrjar að vinna fyrir mig, þá geta þessi áhöld komið sér vcl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.