Alþýðublaðið - 10.06.1947, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.06.1947, Blaðsíða 5
Þíiðjudagur 10. juní 1041 AtÞÝÐUBtAÐrÐ ENGINN HELDUR, að stjórnlagaþingið, .er ítalska þjóðin kaus 2. júní 1946, hafi borið mikinn árangur. Hlut- verk þingsins var að gera frumdrætti að nýrri stjórnar- skrá. En níu mánuðir eru nú liðnir, og hafi hinir 75 full- trúar gert eitthvert uppkast, er það einungis til í höfðum þeirra. Saga þingsins hefur verið grá og leiðinleg. Það hefur haldið fáa fundi, því að starf- semi þess hefur mestmegnis farið fram í skuggalegum fundarsölum undirnefnd- anna. Þar hefur enginn mál- efnahiti verið og engir sér- stakir viðburðir gerzt. En skýringin felst í því, hve hér í landi eru margir flokkar og álíka sterkir, og enginn einn flokkur eða tveir flokkar í samstarfi eru svo sterkir, að þeir hafi þingmeirihluta að baki sér. Samsteypa þriggja, fjögra. eða fimm flokka var nauð- synleg til þess, að hægt væri að mynda stjórn. En árang- urinn var marglit stjórn, málamiðlunarstjórn, sundur- tætt af innbyrðis deilum og -dæmd til áframhaldandi að- gerðaleysis. Aðgerðaleysið hefur reynzt bezta leiðin til að komast hjá árekstrum milli hinna samstarfandi flokka. Af sömu ástæðu var og ráðið af að forðast eftir fremsta megni, að stjórnlaga- þingið héldi fundi. Jafnvel enn skaðlegri deyfð hins samsetta' meiri- hluta var sofandaskapur hinnar öflugu stjórnarand- stöðu, er hefði átt að eiga hreinar hugsjónir og ihljómgrunn með þjóðinni. En stjórnarandstaðan stend- ur nú saman af sundurleitum hópum íhaldsmanna, kon- ungssinna, andfasista og flokka frjálslyndra manna. Þeir eru allir ótrúlega veikir og sneyddir fylgi og áliti. Á síðustu vikum hefur þó virzt bóla á sæmilegri stjórn- arandstöðu. Og þjóðin fylg- ist með af athygli, og í krafti þess reynir hún að fá sig virta viðlits og tekna til greina. Það er andstaða ítalska Jafnaðarmannaflokks ins, sem hér um ræðir, en hún hefur þrátt fyrir það komið fullseint fram á svið- ið til þess að lífga starfsemi .stjómilagaþingsins. AHmarg- i,r fulltrúanna eru teknir að íhuga væntanlegan sigur þeirra við næstu kosningar, en þær virðast hafa hernum- ið gervallan hugsanagang þeirra nú þegar. * * * Á þetta syf julega og sinnu lausa þing hefur sértrúar- postulinn frá Sikiley kastað sprengjum 'sínum. Hann er utan við allan flokksaga og er sjálfur leiðtogi flokks, sem hefur aðeins þrjá full- itrúa á þingi. Faðir hans, Ca- millo Finacchiaro-Aporile, var frægur lögfræðingur og nokkrum sinnum ráðherra í lok síðustu aldar. Finocchi- aro yngri réðist nú í fjöl- mörgum ræðum af miklu hugrekki á ráðherra og þing- ful'ltrúa fyrir að hafa notað opinberar .stöður sínar til þess að afla sér fjár á ólög- legan hátt, en það er óverj- andi nú, þegar fátæktin ríkir. Flokkur kristilegra lýðræðis- sinna hefur mest orðið fyrir GREIN ÞESSI er eftir Vincenzo Vacirca og birt- ist í New Leader, blaði jafnaðarmanna í Banda- ríkjunum. Hún f jallar um hið aðgerðalitla stjórnlága þing er nú situr í Italíu og hvarf auðæfa þeirra, er^ Mussolíni hafði meðferðis, þegar hann var líflátinn. árásum hans, en aðrir stjórn- arflokkar hafa ekki heldur slopþið óskaddaðir. Þannig standa málin. Hrun fasismans hefur látið eftir sig margar efnahagslegar lagasetningar, sem enginn hefur enn haft hugrekki til að kollvarpa, að nokkru leyti vegna þess, að hjá þeim hef- ur skapazt mörg áhugamál, er viðftalda hvert öðru, að nokkru leyti af þeim sökum, að á tímum skortsins halda þessar lagasetningar við á- kveðinni og nauðsynlegri starfsemi, og enn fremur vegna þess, að strax er kom- ið atvinnuleýsi og enginn vill taka á sig ábyrgðina af því að reka fleira fólk frá vinnu. Niðurstaðan hefur orðið sú, að allt hagkerfi 'fasismans heldur áfram óskaddað, með öllum yfirráðum yfir fram- leiðslu, launum, hagnýtingu hráefna, útflutningi og inn- flutningi, sérleyfum til olíu- vinnslu og bílaframleðslu, út- hlutun járnbrautarvagna o. s. frv. ÖIl þessi úthlutun krefst um boðsmanna. Fasist ar voru fjarlægðir og komm únistar, kristilegir lýðveldis sinnar og jafnvel sósíalistar komu í staðinn, en engir um- boðsmannanna tilheyra nýja jafnaðarmannaflokknum. Umboðsmennirnir eru orðnir að nýrri mbættis- mannastétt. Engrar sérþekk- ingar er þar krafizt, en að- eins nauðsynlegt að vera maður af sauðahúsi stjórnar- samsteypunnar og geta þegið að stinga 10 til 20 sinnum hærri launum í vasann en venjulegir embættismenn fá. Þá varð ástandið vansæm- andi, þegar nokkrir umboðs- mannanna yfirgáfu stöður sínar og voru kosnir á stjóm- lagaþingið, en höfðu samt bæði þessi verk á hendi án þess að finna, að þetta tvennt gat ekki samrýmzt. Hon. Finocchiaro-Aprile kom við þessi kaun, en hann sagði engar nýjar fréttir. Hann endurtók aðeins það, sem skrafað var um í hljóði á öll- um kaffihúsum á Ítalíu. Hann hafði aðeins þá sér- stöðu að hafa talað á ífalska þinginu og' látið alla þjóðina heyra til sín, og af hans völd- um var stofnuð rannsóknar- nefnd innan þingsins. * * * Áhrifamesti stjórnmála- flokkurnn var flokkur kristi- legra lýðræðissinna, og af því að hann vax stekastur, hlaut hann flest ráðherra- embætti, og hann var líka duglegastur við að skara eld að sinni köku. Árásirnar á fjármálaráðherrann Camplli og á Micheli settu stjórnina í mikinn vanda, og um tíma var ekki annað sjáanlegt, en að ráðuneyti De Gasperis yrði að segja af sér. En þá kom Togliatti til hjálpar og kommúnistaflokk- ur hans. Kommúnistarnir hafa allt- af án blygðunar sýnt siðleysi sitt í stjórnmálum, nema þega,r pólitískur ávinningur var að predika almennt, sið- gæði. Á þessu tímabili ítalskra stjórnmála hefðu þeir átt að hafa áhuga á að ráðast af öllum kröftum hinnar ágætu skipulagninga sinna gegn spillingu borgar- anna. Á erfiðum tímum eru menn gjarnir á að berjast gegn spillingu og skamma hina riku, en kommúnistar létu þetta fábæra tækifæri sér úr greipum ganga. En hvers vegna? Margir menn í virðingar- stöðum Kommúnistaflokks- ins hafa hlotið góðan hagnað af embættum ríkisins með lítilli fyrirhöfn. En það er ekkij fullnægjandi skýring- Annað miklu veigameia hlýt- ur að hafa legið að baki þessa fyrirsjáanlega pólitíska leiks. Og það voru auðæfin í Dongo. Dongo er lítil borg með örfáum húsum í Comohérað- inu, rétt við svissnesku landamærin. Þar var það á vordegi 1945, að Mussolini var tekinn til fanga og líflát- inn ásamt hinum nánustu samstarfsmönnum sínum: Bombacci, Farinacci, Starace og að ógleymdri hinni ungu fylgikonu hans, Clöru Pett- acci. Leyndardómur umlvkur ævilok einræðisherrans. Frá þeim hefur ekki verið ræki- lega skýrt, en nokkrar óstað- festar fregnir voru birtar. Það er vitað, eða réttara sagt fullyrt, að sex eða sjö af aftökumönnunum eða áhorf- endum atburðarins, séu ekki á lífi- nú. Allir hafa verið drepnir á dularfullan hátt. Ennfremur er það vitað, að herinn, sem stöðvaði ,,greifann“, laut stjórn Kom- múnistaflokksins. Þar að auki hafa menn fyrir satt, að Mussolini hafi flutt með sér fjársjóði gulls og demata, sem nefndur hefur verið „fjársjóðrinn í Dongo“. Hvað hefur orðið um þessi auðæfi? Kommúnistar neita ekki að þau hafi verið til, en gera hins vegar litið úr þeim og fullyrða, að þau hafi ver- ið notuð til hjálpar þeim, er tóku þótt í athöfninni, og fjölskyldum þeirra. En þess- ari staðhæfingu er almennt ekki trúað. Hernaðarleg rannsókn var fyrirskipuð og Zingales hers- ' höfðingja var falið að kom- ast að sannleikanum. Nú var gert ráð fyrir miklum tíðind um. Þjóðin fylgdist með þróun málanna af áhuga, en þá kom þinghneykslið varð- andi umboðsmennina sælu. Þegar málin voru á þessu stigi, var Zingales hershöfð- ingja vikið frá, en rannsókn- in falin Bruni kapteini, með- limi herréttarins. Stjórnar- kreppunni var afstýrt og De Gasperi og Campilli voru á- fram í stjórninni. Rannsókna.rnefnd þingsins, er í voru kristilegir lýðræðis sinnar og kommúnistar, tók til starfa og hún mun hafa nóg verkefni í marga mán- uði. En það skyldu menn muna, að 24. júní er setutími stjórnlagaþingsins út runn- inn, og þá er einnig lokið ársháfíð Nemsndasambands Hennfaskólans í Reykjavík verður haldin mánudaginn 16. júní og hefst með borðhaldi að Hótel Borg og í Sjálfstæðishúsinu kl 7y2. Hver stúdent má taka með sér einn gest. Aðgöngumiðasala í íþöku n. k. föstudag og laugardag kl 4—7 e. h. báða dagana. Þeir árgangar, sem óska að halda hópinn á hátíðinni, tilkynni það á sama stað í síma 1999 milli 4 og 7 á fimmtudaginn, annars má búast við því, að ekki verði unnt að sinna þeim óskum. STJÓRNIN Smoldng eða dökk föt og stuttir kjólar. Kemendasamband Menntaskólans í Reykjavík Fulltrúafundur nemendasambandsins verður haldinn í Menntaskólahúsinu föstudaginn 13. júní kl. 8V2 e. h. Dagskrá skv. Iögunum. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvís- lega. STJÓRNIN Tónlisfarfélagsíns BUSCH kvarteffinn 3. tónleikar Aðgöngumiðar á kr. 25,00 eru seldir hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal, Ritfanga- verzlun ísafoldar og við innganginn. Þar sem útlit er fyrir, að skortur verði á snurpunótabátum á komandi síldarvertíð, vill L.Í.Ú. hér með vinsamlegast beina þeirn til- mæium til meðlima sinna, að þeir hvorki leigi. né selji báta þá, sem þeir kunna að eiga, án þess að þeir eigi um það samráð við L.Í.Ú., • þar sem það hefur nú með höndum í samráði við Nýbyggingarráð útvegun og úthlutun snurpinótabáta, og verður þar tekið íyllsta tillit til nothæfni þeirra snurpinótabáta, sem þeir eiga, er pantað hafa báta hjá L.Í.Ú. Landssamband íslenzkra úívegsmanna. umboði nefndarinnar. ítalir hafa gaman af að sýna forna kunnáttu sína í latneskum orðatiltækjum. Þeir hafa breytt hinu gamla orðatiltæki: do ut des (ég gef, til þess að þú gefir) í Dongo ut des (Dongo til þess að þú gefir). í spetmber verður svo fyrsta þing lýðveldisins kjörið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.