Alþýðublaðið - 15.06.1947, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 15.06.1947, Qupperneq 1
Veðurhorfur: Noröankaldi úrkomulaust. Aíþýðublaðið vantar börn til að bera út blaðið í nokkur hverfi í bænum. Sími 4900. XXVII. árg. Sunnudagur 15. júní 1947 129. tbl. Umtalsefniðs Barátta ríkisstjórnarinnar við að halda niðri dýrtíð- inni. Forustugrein: Skrum og staðreyndir um hag þjóðarinnar. Ln___ * ______ ' íSÍÖéÍl rB B H r Baráftan við dýrffðina: verður nú Ekkert samúðarverk- fal! í Hafnarfirði. Eiti Þjóðvii|alý|in ersn í samhandi við Dagsbrúnarverk- falliS. VERKAMANNAFÉLAG- IÐ HLÍF í Hafnarfirði hefur enga samþykkt gert um sam úðarverkfall með Dagsbrún; en þau, ósannindi flutti Þjóð viljinn fyrir nokkrum dög- um. Stjórn og trúnaðarmanna ráð félagsins ákvað aðeins af greiðslubann á þau sldp og þá flutninga, sem væru í banni Dagsbrúnar. Um þetta, eins og um sam þykktir Verkamannafélags Patreksfjarðar og fleiri fé- laga, hefur Þjóðviljinn reynt að blekkja menn með því að rugla saman afgreiðslubanni og samúðarverkfalli. Það sannast hér sem endranær, að kommúnistar telja sér ekki hag í því, að menn hugsi skýrt, né geri sér fulla grein fyrir því, sem fram er að fara. lenntaskólanum verður sagt upp mánudag- m 16. þessa mánaðar kl, 2 ítir hádegi. niður 55 vísifölusfia -------4------- Ef niðurgreiðslunum yrði hætf myndi vísi- talan strax fara upp f 3(5 sfig! -----—4-------- RÍKISSTJÓRNIN greiðir nú niður samtals 55 vísitölu- stig, og hefur núverandi stjóm greitt niður 16 stig síðan í marzbyrjun, er hún kom til valda, að því er segir í til- kynningu frá viðskiptamálaráðuneytinu. Samkvæmt þessu mundi vísitala framfærslukostnaðarins nú vera 365, ef ríkis- stjórnin greiddi ekki niður verð á ýmsum nauðsynjum, svo sem kjöti, mjólk og kartöílum. Tilkynning viðskiptamála- ráðuneytisins er sem hér seg- ir: ,,Niðurgreiðslur á vöru- verði til að halda vísitölunni í 310 stigum hafa að tilhlut- un ríkisstjórnarinnar verið gerðar eins og hér segir: 1. marz s. 1. var verð á kjöti lækkað um kr. 1.00 pr. kg. og verð á kartöflum um kr. 0.30 pr. kg. Verðlækkun þessi svarar til 6.3 vísitölu- stiga. 1. apríl var verð á kjöti lækkað um kr. 1.00 pr. kg. Þessi verðlækkun svarar til 3,7 vísitölustiga. 1. júní var verð á mjöri út á skömimtunarseðla lækkað um kr. 4.00 pr. kg., verð á smjörlíki um kr. 2.50 pr. kg. og verð á kartöflum um kr. 0.15 kg., sem samtals varar til 6 vísitölustiga. Samtals nema þessar niður greiðslur því 16 vísitölustig- um og mundi því vísitalan nú vera 326 stig, ef þær hefðu ekki komið til framkvæmda. Auk þess var kjöt, mjólk og kartöflur áður greitt niður sem svaraði 33.4 vísitölustig um. Þá hefur loks verið keypt íslenzkt smjör til afhending ar gegn skömmtunarseðlum á sama verði og áður. Svarar sú niðurgreiðsla til 5.6 vísi- tölustiga. Samtals nema þesfar nið- urgreiðslur því, að vísitalan lækkar um 55 stig, mundi vera 365 stig, ef ekki væri að gert. „Allur kostnaður við nið- urgreiðsluna er greiddur úr ríkissjóði.“ Svona verður nýja Shellhúsið í Kaupmannahöfn. -P-etta er líkan af nýja Shellhúsinu, sem nú á að reisa í Kaupmannahöfn í stað hins gamla, ■en það var lagt í rústir við loftárás Breta á borgina í marz 1945. Þá hafði Gestapo tekið sér þar aðsetUr og látið útbúa þar fangaklefa fyrir danska föðurlandsvini. Fylgi Trumans í Bandaríkjun- um hefur vaxið undanfarið -------4------- Barátian um forsetakosnisigarnar 1943 er þegar hafin. -------4------- BARÁTTAN UM ÞAÐ, hverjir. verði frambjóðendur amerísku flokkanna í forsetakosningunum haustið 1948 og hvor flokkurinn vinni kosninguna, er þegar hafin. Það var Iengi talið öruggt, að Truman forseti hefði litla sem enga sigurvon, sérstaklega eftir ósigur demokrata í þingkosning- unum. Síðustu vikurnar hafa vinsældir Trumans forseta aft- ur á móti aukizt á ný, og samkvæmt Gallup skoðanakönn- uninni hefur hann nú um hríð notið fylgis milli 50 og 60% kjósenda, en það er svipað og Roosevelt hafði á milli kosn- inga. Jafnframt vinsældaaukn-' ingu Trumans, sem stafar af ákveðnari afstöðu hans bæði í innanríkis. og sérstaklega í utanríkismálum, hafa risið upp miklar deilur milli leið toga repúblikanaflokksins, svo að þegar er auðséð, að baráttan innan þess flokks um það, hver verði í framboði við forsetakosningarnar, verður hin harðasta. Það má heita öruggt, að demókratar bjóði Truman forseta fram til endurkosn- ingar. Er það hefðbundið í bandarískum stjórnmálum, að forseti sé boðinn fram til endurkosningar, því að sé annar maður tekinn fram fyr ir hann, má líta á það sem vantraust á forsetann. Það hefur lengi verið aðal baráttuvopn repúblikana, að demokratar séu nú búnir að vera of lengi við völd og stjórn þeirra sé orðin of spillt. Þetta verður þó erfiðara gegn núverandi stjórn, því að heita má, að skipt hafi um menn í stjórninni, síðan Truman kom til valda. Mun Marshall þar verða sterkastur stuðnings- maður, því að ameriska þjóð in ber tröllatraust til hans. Þeir, sem mest ber á í bar áttu repúblikana um framboðið til forsetakosning- anna, eru Dewey landsstjóri í New York, sem var í kjöri síðast, og Robert Taft, öld- ungadeildarmaður frá Ohio og einn sterkasti maður flokksins. Fleiri koma til greina, til dæmis Vanden- berg og Stassen, sem sjálfur hefur lýst yfir vonum sínum til að fá framboðið. Margt það, sem nú á sér stað í Washington, er beinn eða ó- beinn hluti af þessarri bar- áttu um framboðið. Repúblikanar velja fram- bjóðanda sinn á ráðstefnu í Chicago að vori. 76 verkamenn í Borgarnesi mótmæla samúð- arverkfalli. Verða ekki með í að magna dýrtíðina. SVOHLJÓÐANDI TIL- KYNNING hefur verið und irrituð af 76 meðlimum í V erkalýðsfélagi Borgarness og send hlutaðeigendum: Við undirritaðir félagar í Verkalýðsfélagi Borgamess mótmælum aindregið, að stofnað verði hér til samúð- arverkfalls eða annarra slíkra ráðstafana af hálfu verka- lýðsfélagsins vegna kaup- deilu þeirrar er nú stendur yfir milli Verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar og Vinnuveitana félags íslands, þar sem við teljum, að nú þegar sé dýr- tíðin í landinu svo mikil, að hagsmunum verkamanna og annarra stétta stafi stórhætta af. — Verðum því ekki þátt- takendur í neinum þeim að- gerðum sem auðsjáanlega stefna að aukningu hennar.“ Öskubrelður - ekki síldarforfur. SÍLDARTORFUR, sem sagt var sézt hefðu við Strandir, reyndust við nánari athugun ekki vera síldartorf ur, heldur miklar breiður af ösku og vikri. Rifsnesið, sem nú er í síld arleit, fór á staðinn og komst þá að raun um þetta, en varð engrar síldar vart.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.