Alþýðublaðið - 26.06.1947, Blaðsíða 1
Veðurhorfur:
Suðaustan og austan kaldi
og rigning öðru hvoru
Álhýðoblaðið
vantar börn til að bera
blaðið í nokkur hverfi.
Umtalsefoiðs
Dagur hinna sameinuðu
þjóða.
Forustuéreiní;
” . j
ÖIlu er snúið öfugt þó . . .
XXVII. árg. Fimmtudagur 26. júní 1947
137. tbl.
Dagur hinna sameinuðu þjóða
J
í dag er dagur hinna sameinuðu þjóða. Það var 26. júní 1945, sem bandalag þeirra
var formlega stofnað, og er þess viðburðar minnzt um allan heim i dag. Myndin er
af þingi sameinuðu þjóðanna á fundi í Ne w York. Þingið er æðsta stofnun banda-
Iagsins og hefur úrslitavald í öllum málum þess.
MófmælaverkföElin I Banda-
rikjunum mögnuðus! i gær
----------------»------
250 e©@ námumenn höfSu lagt niöur
vinnu og verkfali voföi yflr á skipa-
smíöastöövum austurstrandarinnar.
---------------»------
MÖTMÆLAVERKFÖLLIN í BANDARÍKJUNUM
magnast óðum. I gærkveldi voru 250 000 kolanámumenn
húnir að leggja niður vinnu, og verkfall var yfirvofandi á
öllum skipasmíðastöovum við austurströndina.
Við eina kolanámuna, sem verkamennirnir yfirgáfu,
festu þeir upp spjald mikið sem á var letrað: „Látum
öldungadeildarmennina sjálfa taka upp kolin!“
Molotov kemur til
Parísar í dag,
Bevin á morgun
ÞAÐ var tilkynnt í Lond-
on í gær, að Bevin myndi
fljúga til Parísar á föstudags
morgun til að sitja þrívelda-
fundinn um hjálpartilboð
Marshalls. Molotov er væntan
legur til Parísar í dag.
Fréttaritari brezka út-
varpsins í París telur, að þrí-
-veldafundurinn muni aðal-
ilega snúast um stofnun
nefndar til þess að rannsaka
þarfir Evrópuþjóðanna með
væntantega fjárhagslega
hjálp frá Bandaríkjunum
fyrir augum, svo og þá mögu-
leika, isem þær hafa til þess
að hjálpa sér sjálfar, hver
um sig og sameiginlega.
DE NICOLA forseti ít-
alíu, sendi ítalska þinginu í
gær lausnarbeiðni sína og
her fyrir heilsubret, að
hann geti ekki gegní for-
setaembætti áfram.
Hingað til eru það aðal-
lega kolanámumennirnir, er
þátt taka í mótmælaverk-
föllunum gegn þeirri skerð-
ingu á réttindum verkalýðs-
samtakanna, sem Bandaríkja
þingið hefur samþykkt, og
er nú meira en helmingur
, þeirra í verkfalli. En fyrir-
sjáanlegt þýkir, að fleiri
starfsgreinar muni innan
skamms dragast inn í mót-
mæliaverkföllin, og þá senni-
lega næst skipasmíðastöðv-
arnar á austurströndinni.
Það eru einkum þrjú a-
kvæði í hinum nýju lögum,
sem verkalýðssamtökin telja
hættulega skerðingu á rétt-
indum þerira: í fyrsta lagi
það ákvæði, að verkamenn
þurfi ekki að vera félags-
bundnir til þess að fá vinnu;
í öðru lagi, að atvinnurek-
endur þurfi ekki að gera
neina heildarsamninga í
hverri starfsgrein við verka-
lýðsfélögin, og í þriðja lagi,
að félögin megi ekki leggja
fram neitt fé til kosninga, né
koma fram sem sérstakur að-
ili við kosningar í Bandaríkj-
unum.
Júgóslavía, Búlgaría og álb-
anía uppvís að því að hafa
sfuff uppreisnina á Grikklandi
------«------
ðll rannsóknarnefiicð öryggisráösins,
nema Rússinn og Pólverjinn, segir það.
. MEIRIHLUTI RANNSÓKNARNEFNDARINNAR, sem
öryggisráð hinna sameinuðu þjóða sendi til Grikklands,.
hefur nú birt það álit sitt, að Júgóslavía, Búlgaría og Al-
banía hafi á margvíslegán hátt stutt uppreisnarmenn á
Norður-Grikklandi og eigi verulega sök á óeirðunum þar.
Beniínafgreiðsian
heldur áfram
í Hviifiri
í FYRRAKV ÖLD sendi
stjórn Dagsbrúnar menn upp
í Hvalfjörð þeirra erinda að
stöðva verkamenn við vinnu
sína þar hjá OHufélaginu h.f.
Var þetta ti^tæki hinnar
kommúnistísku stjórnar
Dagsbrúnar þegar kært til
sýslumannsins í Borgarnesi,
og fór hann suður í Hval-
fjörð í gærmorgun.
Blaðið átti tal við sýslu-
manninn í gærkveldi, þegar
hann kom aftur til Borgar-
ness, og sagði hann, að verka-
menn í Hvalfirði hefðu ver-
ið byrjaðir að vinna, þegar
hann kom þangað í gær-
morgun, og væri benzínaf-
greiðslan hafin þar á ný.
Myndu hafa tekizt samning-
ar um það, að þeir héldu á-
fram að afgreiða benzín eins
og áður, að minnsta kosti að
einhverju leyti.
Verður því haldið áfram
að afgreiða benzín úr Hval-
firði, þrátt fyrir ferðalag
sendiboða Dagsbrúnarstjórn
arinnar, til þess að reyna að
spilla vinnufriði verlca-
manna í Hvalfirði.
Nóg benzín hefur verið í
Borgarnesi fram að þessu og
á benzíngeymum víða þar í
grend og vestur á Snæfells-
nesi.
Sfjórn Ramadiers
vill fá trausisyfir-
lýsingu þingsins
ÞAÐ varð kunnugt í Par-
ís í gær, að stjórn Ramadi-
ers myndi fara fram á trausts
yfirlýsingu franska þingsins
eftir næstu helgi.
Undir þetta álit hafa skrif-
að meðlimir rannsóknar-
nefndarinnar, nema fulltrú-
ar Rússiands og Póilands.
Þeir segja það uppspuna
einn, að Júgósiavía, Búlgaría.
og Albanía hafi stutt upp-
reisnina á Norður-Grikk-
landi og vilja skella allri sök
á henni á grisku stjórnina.
Meirihluti rannsóknar-
nefndarinnar leggur til, að
Grikkland og hin óvinsam-
legu nágrannaríki þess á
Balkanskaga reyni að gera
með sér samkomulag um að
afstýra öllum landamæra-
árekstrum og telur hep'pi-
legt, að öryggisráðið hafi
stöðuga rannsóknarnefnd á
Grikklandi til þess að fylgj-
ast með viðburðunum þar.
Bevin segir svör
Molotovs um Ung-
verjaland algeriega
ófullnægjandi.
BEVIN lýsti yfir því í
London í gær, að hrezka
stjórnin teldi svör Molotovs
við fyrirspurnum hennar
varðandi viðburðina í Ung-
verjalandi algerlega ófull-
nægjandi, og hefði sendi-
herra Breta í Moskva verið
falið að skýra honum frá
því.
Bevin sagði, að brezka
stjórnin myndi fylgjast vel
með því, sem gerðist í Ung-
verjalandi og taka sínar á-
kvarðanir, er betur væri
komið í ljós, hvað þar er áð
gerast.
Stjórnin hefur, sem kunn
ugt er, sætt mikilli gagn-
rýni fyrir hin nýju fjárlög,
þó að þau væru samþykkt i
öldungadeild þingsins með
nokkrum atkvæðamun.