Alþýðublaðið - 26.06.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.06.1947, Blaðsíða 7
Fimmíudagur 26. júní 1947 ALÞYÐUBLAÐIÐ Bærinn í dag. Næturlæknir ér í Lækna- yarðstofunni, sími 5030. ' Næturvörður er í Reykjavík- urapóteki. Næturakstur fellur niður. ----------♦-----:---- Hraðskákkeppni í kvöid fil ágóða fyr- ir Finnlandsfarana EINS og áður hefur verið getið fara fjórir íslenzkir skákmenn á skákmót í Finn- landi í næsta mánuði; það eru þeir Ásmundur Ásgeirs- son og Guðmundur S. Guð- mundsson, sem tefla í lands- liði, og Sturla Pétursson og Óli Valdimarsson, sem tefla í meistaraflokki. — í kvöld klukkan 8 verður hraðskák- keppni í Mjólkurstöðinni til ágóða fyrir Finnlandsförina. Keppt verður eftir klukku þannig að menn verða að leika einn leik á fimm sek- úndum. Keppt verður í mörgum riðlum. Tveir efstu menn úr hverjum riðli fara síðan í milliriðla og síðast verður svo úrslitakeppni. Eins og áður segir rennur ágóðinn af mótinu til Finn- landsfarárinnar. Öllum er heimil þátttaka og aðgangur að keppni þessari, en þeir, ‘sem þátt vilja taka í keppn- inni verða að hafa með sér töfl. SKiPAttTGeRÐ RIKISINS Esja fer til Vestfjarða .eftir næstu helgi og ef til vill til Si'glu- fjarðar og Afcureyrar, ef nógu margir farþegar bjóð- ast. 'Pöntunum veitt móttaka í dag. Rúmlega 10 þús. manns hafa soff dýrasýninguna RÚMLEGA 10 þús. manns hefur sótt dýrasýninguna í Örfirisey, en hún hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð. Mesta skemmtun virðist fólkið hafa af öpun- um. Virðast aparnir una líf- inu vel þarna í eyjunni; sér- staklega liggur vel á þeim á morgnana og fyrripart dags, en þeir eru kvöldsvæfir og kunna iila miklu ónæði seint á kvöldin. Einnig vekja sæljónin og selirnir mikla athygli, en sæ ljónin eru oft í misjöfnu skapi. Um helgar hafa verið dans leikir frammi í Örfirisey og hafa íþeir verið vel sóttir. Einnig eru kvikmyndasýn- ingar stundum á kvöldin. Innan skamms er von á fleiri dýrategundum á sýn- inguna. Kínverjar saka Rússa um svik KÍNVERSKA STJÓRNIN sakar Rússa nú opinberlega um að hafa svikið samnings- bundin loforð um að hún fengi að hafa afnot af höfn- unum í Port Arthur og Dairen fyrir herflutninga til Mansjúríu. Sem kunnugt er, hafa kín- verskir kommúnistar lagt undir sig stór landflæmi í Mansjúríu síðan Rússar fóru þaðan eftir stríðið, og eiga hersveitir kínversku stjórn- arinnar þar í vök að verjast. Rússar skuldbundu sig til þess í samningum við kín- versku stjórnina eftir stríð- ið„ þegar þeim voru afhent- ar hafnarborgirnar Port Art- hur og Dairen í Suður-Man- sjúríu, að láta hana hafa að- gang að þeim meðal annars til herflutninga til Mansjú- riu; en það loforð hafa þeir ekki haldið. ið nýja efnahags ráð á hemámssvæði Breia og Bandaríkja manna hóf störf í gær í Frankfurf HIÐ NÝJA EFNAHAGS- RÁÐ á hernámssvæðum Breta og Bandaríkjamanna á Þýzkalandi hélt fyrsta fund sinn í Frankfurt við Main í gær. Ráðið er skipað kjörnum fulltrúum hinna einstöku fylkja á hernáms- svæðunum. Á þessum fyrsta fundi ráðs ins var sú skoðun látin í Ijós, að með stofnun þess væri stórt spor stigið í áttina til efnahags- og stjórnarfars- legrar sameiningar Þýzka- lands á ný. Fulltrúarnir létu þá ósk í Ijós, að Þýzkaland fengi að vera með í því sam starfi, sem nú væri að hefj- ast til viðreisnar Evrópu á grundvelli hins ameríska hjálpartilboðs. Á hernámssvæði Rússa á Þýzkalandi hefur nýlega einnig verið stofnað efnahags ráð. En það er ekki skipað kjörnum fulltrúum Þjóð- verja, heldur hefur setuliðs stjórn Rússa skipað menn í það. Stórsfúkuþinginu lokið STÓRSTÚKUÞINGI ÍS- LANDS var slitið á Siglu- firði í gær og halda þing- fulltrúar heimleiðis um Ak- ureyri í dag. Alls sátu þingið 62 full- trúar. 46 undirstúkur eru nú starfandi á landinu og telja þær samtals 5089 meðlimi. Ennfremur eru starfandi 60 barnastúkur með 5461 með- lim, svo samtals er nú í stúk- um landsins 10 570 manns. | - Skemmtanir dagsim - • | Þing ungra rifhöf unda í Helsingfors FJórir ritliöfundar frá íslandi mættir. KHÖFN í gær. Á ÞRIÐJUDAGINN var sett í Helsingfors á Finn- iandi þing ungra rithöfunda og eru mættir þar rithöfund- ar frá Danmörku, Svíþjóð, íslandi, Noregi, Finnlandi og Rússlandi. Frá íslandi eru fjórir ungir rithöfundar mættir. Þirngið hófst með erindi finnska rithöfundarins Arkki Vala um alþjóðasamvinnu rithöfunda til verndar frið- inum. í dag var rætt á þinginu um ný markmið rithöfunda úr verkalýðsstétt. Þinginu lýkur á föstudag. HJULER Helgarferðir Ferða- skrifstofunnar FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS efnir til tveggja ferða um næstu helgi. Á laug ardaginn kl. 3 farið af stað til Heklu. Ekið að Næfur- holti. Gengið að eldstöðvun- um. Komið heim á sunnu- dagskvöld. Á sunnudag kl. 8 farið af stað austur að Gullfossi og G'eysi, komið við í Skálholti. Ekið um Þingvelli í heimleið inni. Sápa verður sett í hver inn um kl. 1. Orlofsferðir Ferðaskrif- stofunnar hefjast í næstu viku eins og getið hefur ver ið, og er fólk sem ætlar að taka þátt í þessum ferðum beðið að hafa tal af skrifstof unni sem fyrst. Þór Sandhalt fer á byggingarmála- sýningu í París Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Heimkoman“. Dorothy Mc Cuire, Cuy Madi^on, Robert Mitchum, Bill* Williams. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ: „Glæpur og Jazz“ — Noali Beery jr., Claudia Drake, Coleman Hawkins og Öscar Pettiford. — Kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ: ,Ævintýradrós‘ — Miriam Hopkins, Francis Dee. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ: „S,jömánastaðir“ — Phyllis Calvert, Stewart Granger og Patrica Roe. — Sýnd kl .7 og 9. HAFNARFJARÐARBÍÓ: „Átta akkorður“ — Payil Reumert, Eyvind Johan Svendsen, Ib Schönberg o. fl. — Kl. 7 og 9. Söfn og sýningar: SÝNING Nínu Sæmundsson í Listamannaskálanum. Opið kl. 10 árd. til 10 síðd. Þ J ÓÐMIN JAS AFNIÐ: Opið kl. 13—15 síðd. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ: Op- ið kl. 14—15 síðd. Tónleikar: LÚÐRASVEITIN „SVANUR“ leikur á leikvellinum við Tripoli kl. 9 síðd. SkemmFisfaðir: SKEMMTISTAÐURIIýN Tivoli opinn fcl. 2—11.30. DÝRASÝNINGIN í Örfirisey opin frá kl. 8 árdegis. Samkomuhúsin: HÓTEL BORG: Dansað frá kl. 9^—11.30. Hljómsveitarstjóri: Karl Billich. BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Hljóm- sveit frá kl. 9—11.30 síðd. Stjórnandi Björn R. Einarss. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 árdegis. Hljómsveit frá kl. 10 síðd. T J ARN ARLUNDUR: Klassisk lög frá kl. 9 síðd. Hljómsveit undir stjórn Árna Björns- sonar. Úfvarpið: 20.45 Dagur sameinuðu þjóð- anna: a) Thor Thors sendiherra flytur ræðu. b) Ávarp Tryggva Lie, ritara sameinuðu þjóð- anna. 21.15 Dagskrá kvenna (Kven- réttindafélag. íslands) : Erindi: íslenzkar kven- hetjur (frú Guðrún Björnsdóttir .frá Kornsá) 21.40 Frá útlöndum (Vilhj. Þ. Gíslason). BÆJARRÁÐ hefur falið Þór Sandholt arkitekt að fara á skipulags- og bygging armálasýningu í París, sem haldinn verður þar í stimar. Múmían (Frh. af 3. síðu.) fram, að ógæfan elti þá eftir að hafa aðeins horft á hana. Um svipað leyti tók ótti að gripa um sig rneðal starfs- fólks safnsins og bað það um, að múmían yrði flutt á brott, Var þá múmían falin; en ná- kvæm eftirmynd var sett þar sem hún hafði áður verið. En að lokum var málinu bjargað af amerískum fræði manni, er bauðst til þess að flytja múmíuna með sér til Ameríku, og var það boð þegið með þökkum. 1 Minningarspjöld Barna- spífalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. Jóns Baldvinssonar forseta fást á eftirtöldum stöðum: Skrlfstofu Alþýðuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags Rvíkur. Skrifst. V. K. F. ~~5SÍ'. * ^ •í.- Framsókn, Alþýðubrauðg., Lvg. 61 og í verzl. Valdimars Long, Hafnarfirði. Púsningasandur. Fínn og grófur skelja- sandur. Möl. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, Kirkjuvegi 16. Hafnar- firði. — Sími 9199. Kaupum tuskur Baldursgötu 30. Baldvin Jónsson hdl. Málflutningur. Fasteignasala. Vesturg. 17. Sími 5545. GOTT ÚR ER GÓÐ EIGN Guðl. Gfslason Úrsmiður, Laugaveg 63. Skömmu síðar lauk hinum dularfullu atburðum fyrir fullt og allt, er staðið höfðu í sambandi við prinsessuna 3Ö00 ára gömlu, á eimskipi á leið til Ameríku. Ásámt far- þegum og skipshöfn fékk hún hinzta beð á botni At- lantshafsins því að skipið hét Titanic. Lesið Álþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.