Alþýðublaðið - 26.06.1947, Síða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 26. júní 1947
i't i# i T^ll
Ný félagsbók V 1
IRVING STONE:
Líf sþorsti
Skáldsagan (mikla um hollenzka mál-
arann heimsfræga van Gogh, ævi hans
og baráttu, ástir og vonbrigði, leit
'hans að köllun sinni og lífsstarfi.
Bókin er merkileg heimild um þann
hreinsunareld þjáninga og þrenginga,
sem þurft getur til að skapa stórbrot-
inn listamann.
Einnig nýtt hefti af
Tímarili Máls oamenningar
Efni: Halidór Kiljan laxness: Um daginn og veginn. Steinn Steinarr: Fjögur kvæði.
Björn Fransson: Á áramótum. Hannes Sigfússon: Haustljóð frá Noregi.
Skilið íslendingum fjársjóðum sínum aftur. Bj örn Fransson: Lýðræði.
Jakob Benediktsson: Minningabækur og þjóðleg fræði. Jóhann Gunnar Ólafsson: Saga Vest-
mannaeyja (ritdómur). — Smágreinar o. fl.
Félagsmenn eru beðnir að vitja blaðsins sem fyrst.
Nýjum félagsmönnum veitt móttaka í
ils oamenninaar
Islandsmet í spjót-
kasti beggja handa
í bæjarkeppninni
BÆJARKEPPNIN milli
Hafnfirðinga og Vestmanna-
eyinga var að þessu sinni
Iiáð í Vestmannaeyjum og fór
fram um síðustu helgi. Hafn
firðingar unnu keppnina með
406 stigum; hlutu samtals
12264 stig, en Vestmanna-
cyingar hlutu 11858 stig.
Á mótinu var sett nýtt ís-
landsmet í spótkasti beggja
handa. Var það Adolf Óskars
son, Vestmannaeyjum, sem
setti metið og kastaði hann
spjótinu 91,45 metra. Fyrra
metið var 84,02 m.
Sigurvegarar í einstökum
greinum voru þessir. í Lang
stökki Oliver Steinn H. stökk
6,51 m. — í Stangarstökki
Þorkell Jóhannesson H, stökk
3,50 m. — í þrístökki Þor-
kell Jóhannesson H, stökk
12.76 m. — í 100 metra
hlaupi Gunnar Stefánsson V,
á 11.9 sek. — í Kringlukasti
sigraði Ingólfur Arnarson,
V; kastaði 37,21. — í sleggju
kasti sigraði Pétur Kdst-
bergsson H; kastaði 38,17 m.
— í kúluvarpi Sigurður
Einarsson, H; varpaði kúl-
unni 12.45 m. í spjótkasti
Adolf Óskarsson V, kastaði
52,65 m. Eins og áður segir
setti hann nýtt íslandsmet í
beggjahanda kasti; kastaði
hann 38,80 m. með vinstri i
hendi eða samanlagt 91,45
m. — í 200 metra hlaupi
vann sveit Hafnfirðinga á
47,8 sek. Sveit Vestmanna-
eyinga var 49,0 sek.
Fargjöld með togur-
um milli landa
350 krónur
FARGJALD fyrir þá, sem
ferðast með togurum milli
Ianda, hefur nú verið ákveðið
350 krónur fyrir mann.
Undanfarið hefur verið
mjög mikil aðsókn um flutn-
ing farþega milli landa með
togurum, og hefur félag ís-
lenzkra botnvörpuskipaeig-
Aðalfundi SÍ5 lýkur
á morgun
AÐALFUNDI Sambands
fslenzkra samvinnufélaga
lýkur á Þingvelli á morgun.
Áður hefur verið getið helztu
niðurstöðutalna úr skýrslu
forstjóra sambandsins, en nú
hafa framkvæmdastjórar
hinna einstöku deilda einnig
flutt skýrslur sínar.
Fer hér á eftir útdráttur
úr fréttatilkynningu frá
fundinum:
Á síðasta ári framleiddi
Gefjun meðal annars 57 000
metra af dúkum, 23 370 kg.
af bandi og 71 780 kg. af
lopa.
Iðunn framleiddi meðai
annars 40 900 pör af skó-
fatnaði, sútaði 17 000 húðir
og skinn, loðsútaði 12 000
gærur og afullaði 26 000
gærur.
Tímart sambandsns, ,,Sam-
vinnan11,, hefur stóraukið út-
breiðslu sína og er nú prent-
að í 12 000 eintökum.
Á árinu hefur sambandið
mjög fært út starfsemi sína:
Auk útgerðar „HvassafeMs1”
hafa nokkur erlend skip ver-
ið tekin á leigu. Fyrir for-
göngu sambandsins hafa
Samvinnutryggingar tekið til
starfa og nú þegar fengið
4 000 brunatryggingar, á
annað þúsund bílatryggingar
og rúmar 1 000 sjótrygging-
ar. Vélsmiðjan Jötunn hefur
verið keypt og undirbúning-
ur var hafinn að stórauknum
unar á bifreiðaverkstæði
fyrirtækisins. Undirbúning-
ur var hafnn að stórauknum
afköstum Gefjunar, og hafa
þegar verið keyptar margar
nýjar vélar til verksmiðj-
unnar, auk nýtízku ullar-
þvottavéla, sem eiga að geta
þvegið alla ull, sem fram-
leidd er i landinu.
Fundinn hafa setið 87 full-
trúar, en rétt til fundarsetu
hafa 92 fulltrúar.
Úr stjórn sambandsins áttu
að ganga Björn Kristjánsson,
alþm., Kópaskeri, og Ey-
steinn Jónsson, ráðherra, en
þeir voru báðir endurkosnir.
enda séð sig knúið til að aug-
lýsa taxta yfir fargjöld með
togurunum. En einnig er
þess ge'tið, að ekkert farþega-
rúm sé um að ræða í skipun-
um, annað ein þau rúm, sem
auð kunna að vera í hvert
skipti í hásetaklefum.