Alþýðublaðið - 26.06.1947, Page 6
6
ALÞÝBUBLAB8Q
Fimmtudagur 26. júní 1947
æ nýja bio æ ( B GAMLA BfÓ 83 Heimkoman
Glæpur og Jazz
(„The Crimson Canary“)
Spennandi nútíma Jazz- (Till The End af Time).
mynd. — Aðalhlutverk:
Noah Berry jr. og Tilkomumikil amerísk
Claudia Drake, átams
Coleman Hawkins kvikmynd.
saxofonblásara og
Oscar Pettiford Dorothy Mc Cuire
guitarleikara. Guy Madison
Aukamynd: Robert Mitchum
~ BARÁTTAN GEGN
HUNGRINU. Bill Williams
(„March of Time.“) Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Fróðleg mynd um störf
UNRRA víðs vegar um
heiminn. . Börn innan 14 ára fá
Bönnuð börnum yngri en
12 ára. ekki aðgang.
Sýnd klukkan 5, 7 og 9. ,nHBttMHunosspsss?
æ BÆJABBIð æ Q TJARNARBÍO S
Hafnarfirði
wsl. .ÆM Sjömánasfaðir Ævintýradrós
(Madonna of hte Seven (LADY OF FORTUNE)
Moons) Amerísk litmynd, að
Einkennileg og áhrifa- nokbru eftir hinni heims-
mikil ensk mynd. frægu skáldsögu „Vani'ty
Fair“ eftir Thackeray.
Phyllis Calvert
Stewart Granger Mjiríam Hopkins
Patricia Roc Frances Dee
Bönnuð innan 14 ára. Sýning kl. 5 — 7 — 9.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184. Bönnuð innan 14 ára.
ef
Sýning í kvöld kl. 8. Miðar seldir í Iðnó
í dag frá kl. 2—6.
Sími 3191.
Síðasta sinn
Auglýsið í Alþýðublaðlnn
.............................i
Gina Kaus:
EG SLEPPI ÞÉR ALDREI
ar ókeypis heimsóknir til
þín! Svo ég segi — á fætur
með þig!“ Hann þreif ofan af
honum sængina og rétti
höndina að Albert til þess að
hjálpa honum á fætur.
„Já, en er það ekki orðið
of seint í dag þá?“ spurði Al-
bert. „Klukkan er orðin sex.
Það er ástæðulaust að fara á
fætur núna.“
„Því á læknirinn að ráða.
Þú átt að nota það, sem eftir
er af kvöldinu til að baða þig
og raka þig og venja þig við
að lifa eins og venjulegur
maður aftur.“ Mann tók
undir handlégginn á Albert
og leiddi hann inn í baðher-
bergið. „Þú skalt ekkert fást
um, þó að þú sért orðinn ó-
stöðugur á fótunum! Ef þú
hefðir farið á fætur snemma
í dag, eins og ég var búinn
að fyrirskipa, þá værirðu
orðinn ágætur núna.“ Albert
varð að setjast á stól þegar
þeir komu inn í baðherberg-
isgrýtuna. Honum hafði
aldrei fundizt hann vera
svona veikur áður. Hitinn
kemur kannske aftur,“ hugg-
aði hann sjálfan sig, „og þá
verð ég að fara og leggja mig
aftur.“
„Ég skal raka þig meðan
þú baðar þig,“ sagði Stefán.
„Allir læknar eru ágætis
rakarar. En líttu fyrst í
spegilinn, svo að þú getir
fullvissað þig um að þér fer
ekki vel alskegg.“
Hann brá upp spegli fyrir
Albert. „Nú — hryllir þig
ekki við?“
„Ég lít í raun og veru út
eins og sakamaður.“
„Langt frá því. Þú lítur út
eins og illa leikinn þorpari í
kvikmynd eða á leiksviði. í
raun og veru raka glæpa-
menn sig eins oft og annað
fólk — það er að. segja á
hverjum degi núna síðan
Gillette blöðin urðu svona
ódýr. Það eru bara þriðja
flokks leikarar, sem halda að
átta daga skegg sé gott ein-
kenni á þorpara. Jæja, þá
veiztu það — og nú er baðið
tilbúið! “
Stefán hengdi upp frakk-
ann sinn og bretti upp
skyrtuermarnar, og í stund-
arfjórðung var hann eins og
bezti þjónn í baðhúsi. Ljósi
hárlubbinn flaksaðist ofan á
ennið á honum og hann var
ákaflega unglegur og hressi-
legur.
„Þú eyðir allt of miklum
tíma í mig,“ sagði Albert.
„Taktu því rólega! Ég slæ
ekki slöku við neinn óþolin-
móðan sjúkling. Það er í
mesta lagi skáldsagan mín,
sem situr á hakanum, og því
er hún vönust. Komdu nú,
þá skal ég þerra þig!“
Þegar þessari athöfn var
lokið, bað Stefán Albert að
setjast, meðan hann sækti
fötin hans. Um leið og hann
var kominn út úr dyrunum,
stóð Albert upp. Hann hélt
sér fast í baðkarsbrúnina og
komst að litla borðinu, sem
spegillinn var á.
Nú þekkti hann aftur á
sér andlitið. Hann hafði
dökka bauga undir augunum
og kinnarnar voru slappar
og næstum gráhvítar, en ó-
hugnanlegi, annarlegi svip-
urinn, sem hafði skotið hon-
um skelk í bringu áðan, var
horfinn með skegginu. Stef-
án hafði alveg á réttu að
standa. Það hafði bara verið
líkingin við lélegar kvik-
myndasýningar.
Hann sat með sjpegilinn í
hendinni, þegar Stefán kom
inn aftur. „Langaði þig til að
sjá, hvort þú værir orðinn
eins og maður aftur?“ spurði
hann. „Nú jæja, hérna hef-
urðu allt til þess að full-
komna breytinguna —
skyrtu með föstum flibba,
bindi og svo framvegis.“
Albert starði á skyrtuna.
Hún var hrein og nýstrokin,
en það var ekki sú, sem hann
hafði verið í, þegar hann
kom til Fritz.
„Hvernig —?“ spurði
hann.
„F<íða kom með heilmik-
ið af dótinu þínu í gær. Ég
bað hana um það.“
„Hefur Fríða komið hér?“
„Já, hún vildi fá að vita,
hvort hún ætti að halda á-
fram hjá þér eða leita sér að
nýrri stöðu. Svo komu
nokkrir reikningar og þess
konar. En hjúkrunarkonurn-
ar þínar héldu því fram, að
ekki mætti trufla þig.“'
„Jæja,“ sagði Albert. Stef-
án rétti honum sokk, og
hann fór í hann.
„Jæja, nú verður þú bráð-
um að ákveða þig.“
„Ákveða hvað?“
„Hamingjan góða, hvort
þú átt að halda Fríðu og svo
framvegis.“
Albert svaraði ekki. „Sagði
hún annars nokkuð?“ spurði
hann.
„Það veit ég ekki. Hún
talaði bara við Mörtu. Hvað
hefði hún annars átt að
segja?“
Álbert fór í fötin. Fríða
hafði komið með ljós vorföt,
sem hann hafði ekki notað
síðan í fyrra. Buxurnar voru
orðnar of víðar, og jakkinn
hékk utan á honum.
„Þú hefur létzt um rúm
fimm kíló,“ sagði Stefán.
„Og þú gætir nú bara verið
feginn, ef það hefði gerzt á
hæfilegan hátt, í íþróttum
eða leikfimi. í alvöru talað,
þú verður að fara að gera
eitthvað, annars verðurðu
svo feitur um fertugt, að þú
sérð ekki á þér fæturna, af
þvý að ístran á þér skyggir
á.“
Albert hló án þess að
svara. Hann gat ekki ímynd-
að sér, að hann myndi sakna
þess, þó að Jiann einn góðan
veðurdag yrði að vera án
þess að sjá á sér fæturna.
„Jæja, sjáum til, nú förum
við til hinna. Finnst þér ekki
líðanin betri núna?“
Þeir leiddust inn í borð-
stofuna. Þar sátu þau öll,
Fritz frændi og Marta, Anna
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSÍNS:
ÖRN ELD8NG
ÖRN: Ég kem líka. Ég þarf að
PÉTUR: Komið þegar í stað, ung-
frú CCynthia. Twitt er sárþjáð-
ur ...
ast tveim manneskjum, er virð-
ast vera þær einu með réttu .
ráði á þessari ey.
tala við Bates lækni.
PÉTUR: Þú ert sjálfráður um það,
Örn Elding.
LÆKNIRINN: Nafn mitt er
Bates. Ég er læknir, og það
gleður mig sannarlega að kynn-