Alþýðublaðið - 27.06.1947, Page 3

Alþýðublaðið - 27.06.1947, Page 3
Föstudagur 27. júní 1947 ALÞtÐUBLASiÐ 3 Finnska Sveinn ásgeirsson: m sænska. á Finnlam STOKKHOLMI, í maí. HARÐAR þjóðernis- og tungumáladeilur hafa verið háðar í Finnlandi um langan aldur, og þau vandamál eru óleyst enn, enda þótt kyrr- ara sé nú á þeim vígstöðvum en áður hefur verið. Finn- land byggja tvær þjóðir, Finnar og Svíar, og verður sögulegur og siðferðilegur réttur annarrar þjóðarinnar á landinu ekki metinn ofar hinnar. En hvor þjóðin hefur viljað tala sitt eigið mál að sjálfsögðu, en þau eru eins ólík og svart og hvítt. Svíar hafa frá öndverðu búið í borgum og bæjum og yfirleitt á suðurströnd Finn- lands, en Finnar hafa aðal- lega verið landbúnaðarþjóð, enda þótt þeir tækju allmjög að streyma til bæjanna um og eftir síðustu aldamót. Þess ber þó að gæta, að enn- þá búa aðeins 22% þjóðar- innar í borgum og bæjum. íbúahlutföllin tóku óðum að breytast Svíum í óhag í flestum borgum, þótt Svíar iséu ennþá í meiri hluta sums staðar í smærri bæjum. Mannfjölgun hefur a. m. k. á seinni tímum verið mikl- um mun meiri meðal Finna en Svía. Nú sem stendur er 1/10 hluti þjóðarinnar sænskur. Þróuninni verður bezt lýst með tölum, og tek ég til dæmis tvær stærstu borgir landsins, Helsingfors og Ábo. íbúar Helsingfors. Ár Svíar Finnar .1880 23.945 15.479 1900 41.714 49.496 1920 55.839 118.167 1930 72.880 157.502 1940 80.467 231.887 íbúar Ábo. Ár Svíar Finnar 1880 9.510 12.157 1900 12.723 25.372 1920 11.385 40.237 1930 11.575 52.416 1940 10.578 63.751 Þegar talað er um Svía í þessu sambandi, er átt við hina svokölluðu finnsk-Svía, sem búið hafa í landinu frá alda öðli og komu þangað á líkum tíma og Finnar. En þar sem Svíar réðu svo lengi yfir landinu, komu margir ■embættismenn og opinberir starfsmenn þangað frá Sví- þjóð og sumir settust þarrað fyrir fullt og allt. Lengi voru Svíar og sænskumælandi menn eins konar yfirstétt í landinu, og sænskan var aðalmálið, op- inbert og menningarlega. Bókmenntirnar voru næst- um einvörðungu sænskar allt fram til miðrar 19. aldar, en frá og með níunda tug henn- ar eru .finiiskar bókmenntir •skiptar í tvær greinar, finnska og sænska, sem oft eru í innbyrðis vígstöðu, en óttast einnig oft hvor aðra. Sem . dæmi kunnra, sænsk- finnskra skálda frá 19. öld má nefna Z. Topelius, J. J. Wecksell og J. L. Runeberg. En hinn síðastnefndi var fremsti fulltrúi þeirrar þjóð- ernisstefnu, sem ekki gerði mun á sænsku og finnsku^ máli eða þjóðerni. Þessir menn ortu. á sænsku, en skoðuðu sig sem Finna, og verk þeirra lýsa brennandi ættjarðarást. Gildi hinna vinsælu Fánriks Stáls söngva Runebergs fyrir finnska þjóðerniskennd verð ur ekki ofmetið. Um miðja 19. öld óx finnskri tungu ásmegin bæði menningar- og bókmennta- lega. Hin finnsk-þjóðernis- lega vakning fékk mikinn stuðning við söfnun og út- gáfu E. Lönnrots á hinum gamla, finnska rúnakveð- skap. En fremsti baráttu- •maður fyrir hreinfinnskri menningu var J. V. Snell- man. Ósk hans var sköpun finnskumælandi menningar, sem hefði eðlilegar rætur í hinni finnsku þjóð. Hinn stjórnmálalegi foringi þess- arar hreyfingar var Yrjö- Koskinen, sem sameinaði fylgismenn hennar, er köll- uðust fennomanar, í einn skipuiagðan stjórnmálaflokk. Þessi stefna beindist aðal- lega gegn sænskunni, en vegna þeirrar sjálfstæðis- hreyfingar, sem henni fylgdi, mætti hún harðastri mót- spyrnu frá hinum rússnesku yfirvöldum, en Rússar réðu yíir landinu eftir 1809. Var bannað að gefa út finnskar bókmenritir, að undantekn- um trúar- og hagfræðiritum, 1850, en fyrir baráttu Snell- mans tókst að fá því fram- gengt, að finnskan var yfir- lýst jafnrétthá sænskunni 1863. Hrein-Finnar, eins og kalla mætti fennomana, stefndu markvisst að því að koma sínum mönnum í allar mikilvægar stöður í landinu, en bola Svíunum burt. Ofar þeim báðum voru þó hin rússnesku yfirvöld, sem reyndu með misjafnlega mik- illi hörku að rússneska þjóð- ina. Innlendum embættis- mönnum var bolað burtu og rússneskir settir í staðinn, rússneskan varð mál hinnar æðri framkvæmdarstjórnar og óþægilegir menn voru numdir á braut. Sem svar við hinum hrein- finnska stjórnmálaflokki var stofnun sænskrar hreyfingar, Læknisskoðun sem sænsk-finnskir mennta- menn stóðu að, en brátt leit- aði stuðnings isænskumæl- andi alþýðu. Þessi hreyfing var ekki eins öflug og hin hreinfinnska, enda fámenn- ari og var í varnarstöðu, en hin í sóknar. Upp frá þessu hafa oft verið háðar harðvítugar tungumáladeilur í Finn- landi, og hafa hrein-Finnar stöðugt unnið á. En sænsk- Finnar hafa barizt hetjulega og hafa ekki í hyggju að af- henda arf sinn. Menningará- hrif þeirra eru mikil í Finn- landi, ekki hvað sízt miðað við það, hve lítill hluti af þjóðinni þeir eru. Sænsk- finnskar bókmenntir hafa verið tiltölulega auðugar, og eru þekktastir rithöfundarn- ir B: Gripenberg, E. Zillia- cus, A. Mörne og R. Schildt. En finnskar bókmenntir og listir hafa einnig náð langt. Fyrsta stórskáld Finna var Aleksis Kivi, sem var uppi 1834—72. Sem dæmi frægra hreinfinnskra rithöfunda má nefna S. Al- kio, A. Járnefelt, V. Kilpi, Sillanpáá, T. Pekkanen o. fl. Þá er Sally Salminen einnig vel þekkt á íslandi, en hún er ein af yngri kvenrithöf- undum Finna. Áður fyrr var Svíum það ekki nauðsynlegt að iæra finnsku, þar sem sænskan var ráðandi mál, þar sem þeir bjuggu, og mál fram- kvæmdastjórnarinnar í land inu. En eftir því sem Finnar sóttu sig menningar- lega og þjóðernisvakning þeirra efldist, óx tungu þeirra styrkur, og baráttan fyrir henni og sjálfstæði landsins fór saman, eins og oft er og við íslendingar þekkjum vel frá okkar sjálf- stæðisbaráttu. Nú er óhjá- kvæmilegt fyrir Svía að kunna finnsku, en • einnig fyrir Finna að kunna sænsku, a. m. k. hina mennt- uðu, en almenningur kann hana yfirleitt ekki,, enda er það mjög erfitt fyrir Finna, þar sem tunga þeirra er frá allt öðrum rótum runnin. Sænsk börn læra aftur á móti finnsku jafnharðan. Svo er því nú komið málum, að allir Svíar, a. m. k. þeir, sem búa í borgum og bæjum, kunna finnsku, en næstum barna þeirra sem sótt hefur verið um í leikskólanum í Málleysingjaskólan- um fer fram í dag, föstudaginn 27. júní kl. 3—5 e. h. Fræðslufulltrúi, Afmælismót I, IL hefst n. k. sunnudag kl. 4 e. h. á Iþróttavellin- um Auk beztu frjálsíþróttamanna landsins keppa 5 heimsfrægir Svíar. Aðgöngumiðar (sæti) seldir í dag í Bókaverzl- un Isafoldar og Ritfangaverzlun Isafoldar. Aiiir á völlinn og sjáið beztu íþróttakeppni arsms Stjórnin. eingöngu menntaðir Finnar I lands m. a. rætur sínar að sænsku. Opinberlega er finnsku og sænsku gert jafnhátt undir höfði. Samkvæmt stjórnar- skránni eru finnska ög sænska mál lýðveldisins. Lög frá 1922 kveða nánar á um beitingu tungnanna, en skv. þeim hefur bæjar- eða sveit- arfélag aðeins finnsku eða sænsku sem opinbert mál, ef 90% eða meira af íbúum þess eru finnsku- eða sænskumælandi. Sé minni- hlutinn meira en 10% eru málin tvö, en algerlega jafn- rétthá eru þau fyrst, þegar minnihlutinn er yfir 30%. Það hefur að sjálfsögðu margs konar vandkvæði í för með sér fyrir þjóðina að þurfa að burðast með tvö gerólík mál, en hjá því verð- ur ekki komizt um fyrirsjá- anlega framtíð. Það er ekki eingöngu tungan, sem misklíð og rekja, þótt svo margt annað komi þar til greina einnig. Þetta er Finnum sjálfum Ijóst nú. Hinar hreinfinnsku stór- hugsjónir hafa brotið skip sitt, og öldurnar hefur lægt á hafi þjóðernis- og tungu- vandamála. Þessi öld viður- kennir yfirleitt ekki, að ætt- erni eða uppruni manna, sem eiga sama föðurland, sé á nokkurn hátt nægjanleg á- stæða til réttarmismunar inn an þess. Að vísu eimir ennþá eftir af gömlum eldi, og sænsk-Finnar eiga erfiðara með að komast í æðri stöður landsins. en hrein-Finnar, þó að jafnir séu að menntun og hæfileikum. En þetta er þó hvergi nærri eins alvarlegt og áður var og fer batnandi. Svo sem skiljanlegt er, hafa það aðallega verið sænsk-Finnar, sem barizt hafa fyrir náinni samvinnu vandamálum hefur valdið, við Norðurlönd. Og á árun- S. verður haldinn laugardaginn 28. júní kl. 4 'e. h. íGT-húsinu uppi. Fundarefni: Fjárreiður félagsins. Stjórnin. heldur og þjóðernið jafn- framt. Svo seint.sem á árun-- um fyrir síðasta stríð bar mikið á þessu, en þá svifu hinar hreinfinnsku hugsjónir helzt til hátt, enda áttu þær eftir að hrapa þeim mun lengra síðar. Þjóðlegar hug- sjónir missa marks, þegar þær verða að hroka, og öfga- kenndar þjóðernistilfinning- ar eru alltaf hjákátlegar í augum annarra þjóða. Stolt er nauðsynlegt að vissu marki,.en hinir smærri verða að gæta sín betur í' því eji hinir stóru. Smáþjóðirnar verða að temja og hemja stolt sitt, því að stórþjóðirn- ar hafa tekið sér einkaleyfi á hinu gagnstæða. í þessum efnum verður að horfast í augu við raunveruleikann án þess að dæma, hvað rétt sé eða rangt. Rómantík á allra sízt við á skákborði miili- ríkjastjórnmála, og til þeirr- ar staðrejmdar á ógæfa Finn um fyrir styrjöldina dauf- heyrðust margir Finnar vifS því máli og uppi var sterk hreyfing um það að leggja heldur áhezrlu á samvinnu við Eystrasaltslöndin. Rás viðburðanna sýndi þeim þó, að hollast væri að halda nán- um tengslum við Norður- lönd, enda menningarlega næstir þeim, þótt tunga þeirra og lega landsins beindi þeim að Böltum. Og nú ríkir mikill áhugi meðal Finna um nána samvinnu við Norðurlandaþjóðirnar Deilur Svía og Finna hef- ur oft lægt vegna sameigin- legrar afstöðu og baráttu gegn áhrifum þriðja aðila innan landsins, Rússa. Hvort nú sé eingöngu um slíkt hlé að ræða, verður ekki um sagt, en ástæða er til að ætla, að svo sé ekki. Vonandi boð- ar núverandi vopnahlé fram tíðarfrið innanlands. Sveinn Ásgeirsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.