Alþýðublaðið - 27.06.1947, Síða 4

Alþýðublaðið - 27.06.1947, Síða 4
4 . ______________________________________A8-.þÝl%-UB'ILAÐ8Ð________________________Fögtudagur 27. júní 1947 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Kitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.stj.: ÞorvarSur Ólafsson. Auglýsingar: Emilía Möller. I7ramkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuþrentsmiðjan h.f. Ina yfir verkalýðmnl SKRIFFINNAR Þjóðvilj- ans þykjast nú hafa gert þá uppgötvun, að Alþýðublaðið hóti reykvískum verkamönn- um örbirgð og eymd, ef þeir reki ekki hina kommúnist- 'sku Joddara af höndum sér. Reyna þeir þó ekki að finna þessari fullyrðingu sinni stað með' neinum rökum, heldur grípa til þess bragðs að rangfæra og afflytja for- ustugrein Alþýðublaðsins i fyrradag. Er sú tilraun þeirra hin bágbornasta, en sýnir hins vegar mætavel, hversu cökþrota og ráðalausir kom- i múnistar. eru í málflutningn um út af hinu pólitíska verk- fállsbrölti þeirrar Sannleikur þessa máls má liggja öllum í augum uppi. Alþýðublaðið hefur aldrei hótað reykvískum verka- mönnum örbirgð og eymd, en það hefur fært rök að því, hverjar orðið geti afleiðing- arnar af hinu pólitíska verk- fallsbrölti kommúnista fyrir alþýðu höfuðstaðarins og aðra, sem láta leiðast út í þetta háskalega ævintýri. Það eru sem sé kommún- ístar, sem leiða örbirgð og eymd yfir verkalýðinn með brölti sínu, sem sprottið er af blindu hatri þeirra á núver- andi ríkisstjórn og sárri gremju yfir því, að þeir hafa sjá'lfir gert sig afvelta í stjórnmálum landsins. Þetta er þegar komið í ljós í mynd óyggjandi staðreynda og mun þó, því miður, sannast aþreifanlégar, þegar fram líða stundir, ef verkalýður- inn bsr ekki gæfu til að spyrna við fótum og hafa vit íyrir hinum kommúnistísku loddurum. Um riæstu helgi hafa kom- múnistar með verkfallsbrölti sínu haft að minnsta kosti 1200 krónur af sérhverjum verkamanni í Reykjavík og allt að 4 milljónir af Dags- brúnarmönnum í heild. En þár með er ekki sagan öll. Nú er gripið til þess ráðs að sólunda sjóðum Dagsbrúnar i verkfallshítina. Verka- mennirnir eru sem gefur að skilja lítið bættari fyrir þessar styrkveitingar, en það e:r hins vagar mikið áfall fyr- ir stéttarfélag þeirra, að sjóðum Dagsbrúnar skuli varpað í hít hins pólitíska verkfalls kömmúnista. Þessu til viðbótar eiga verkamenn- Gatan, sem þarí að malbika. — Ólífí í húsum. — Hættulegt horn fyrir vegfarendur — Benzínbrask og svindl. — Miðasmjör og dýra smjörið. — Maðkaðir ávextir. ÞAÐ ÞÝÐIR víst lítið að ríf- ast út í slælega gatnagerð um þessar mundir, því að bæjar- vinnumenn hafa tekið sér frí eins og hinir, þó að þeir séu langflestir á móti því og vilji helzt halda áfram, en taka ekki bátí í pólitískum verkföllum. — En þegar aftur verður hafizt handa vildi ég mælast til þess við bæjarverkfræðing að hann léti malbika Hringbrautina, að minnsta kosti miili vegarins suður á Mela og að Stúdenta- garðinum gamla. ÞETTA ER ákaflega fjölfarin leið, svo að segja má að þarna sé viðstöðulaus straumur bif- reiða allan sólarhringinn. Ryk er svo mikið á götunni, að þar er alltaf kaf, allur trjágróður eýðileggst af rauðamölinni og íbúar við götuna geta bókstaf- lega aldrei opnað glugga að götunni og svona rétt með naumindum glugga á þeirri hlið, sem snýr frá henni. — Þetta þarf að færa í lag og það verður að gera. Ef gatan yrði malbikuð myndi þetta lagast að miklum mun. SVO ER ÞAÐ hornið hjá Uppsölum. Ég get varla orðið fótað mig á því. Þetta er eitt krappasta götuhorn í bænum, én þar er umferðastraumurinn ákaflega strangur. Götuhornið er uppétið, djúpar holur eru í því, en grjóthnullungar standa upp á milli þeirra. Þarna má ekkert út af bera, ef fólki skrikar fótur í þessari ófærð er það hrokkið út á götuna og inn í umferðina. Gleymdu ekki þessu hor.ni, Bolli, þegar her- sveitir þínar taka aftur til starfa. BENZÍNHARKIÐ er orðið allmikið hérna í Rvík. Bif- reiðastjórar. hafa sótt benzín á tunnum upp í Borgarnes og víðar og seit í lausasölu á allt upp í 5 krónur líterinn. Flestir munu þó hafa selt fyrir kl. 2,50, eða þar um kring. Einn stóð kengboginn yfir bifreið sinni á Leifsgötu eitt kvöldið og skildi ekki neitt í neinu. Það brast og gnast í henni, eins og skotið væri úr háværri hríðskota- byssu og hún vildi ekki fara í gang. MAÐURINN NÁÐI í ein- hverja fúskara til að athuga tækið og eftir margvíslegar rannsóknir kom í ljós að vatn var í benzíninu. Töldu fúskar- arnir líklegast að benzínið væri vatnsblandað til helminga. Þegar þeir tilkynntu bifreiðar- eigandanum þetta, þá varð honum að orði: „Bölvað kvik- indið. Ég er að koma neðan af Skúlagötu. Þar keypti ég á full- an bílinn — og líterinn kostaði kr. 3.50.“ — Það var von að maðurinn tæki upp .í sig. En mikið mega menn vera lítil- þægir, sem vilja gerast svikar- ar og þjófar á .þennan hátt. SIGRÍÐUR SKRIFAR mér ,og segir að það sé harla ein- kennilegt að verzlanir afhendi ekki nema spillt smjör út á skömmtunarseðlana, hins vegar sé ' hægt að fá fyrsta flokks smjör ef ekki sé keypt eftir seðlum og þá borgað miklu hærra verð fyrir smjörið. -— Ég verð að játa að mér þykir þetta ótrúlég saga og satt að segja get ég ekki trúað henni fyrr en ég fæ betri staðfestingu á henni. Það, sem hún segir um möðk- uðu ávextina mun þó vera rétt. f Ufhlufun Renaulf- bifreiðanna lokið VIÐSKIPTAMÁLARÁÐU- NEYTIÐ hefur gefið út til- kynningu varðandi úthlutun Renault-bifreiðanna, og seg- ir þar að úthlutun bfireið- anna sé nú lokið. Þeim, sem gefinn verður kostur á að kaupa bifreiðar þessar, verður send í pósti tilkynning um það, en þeir umsækjendur, sem enga til- kynningu fá, geta ekki vænzt þess að þeim hafi verið úthlutað bifreið. irnir svo að stofna til per- 'sónulegra verzlunarskulda við Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis og binda sér þannig tilfinnanlega skulda- bagga fyrir framtíðina. Það er þetta, sem er að leiða örbirgð og éymd yfir reykvískan verkalýð. Með þessu leru kommúnistar blátt áfram að svipta alþýðu höf- uðstaðarins atvinnu sinni og afkomu1 um ófyrirsjáanlega langan tíma með þeim af- leiðingum, sem þegar er far- ið að gæta í hverri eintistu verkamannafjölskyldu í bæn um, þó að verkfallið hafi enn ekki staðið yfir nema rúmar þrjár vikur. Þetta er gjaldið, sem reyk- vískri alþýðu er gert að greiða, til þess að Kommún- istaflokkurinn geti svalað pólitísku hatri sínu og rinnið skemmdarstörf sín í at- vinnulífi og fjármálalífi þjóðarinnar. Þetta eru stað- reyndir, sem verkamenn verða að horfast í augu við. Kommúnistum tekst aldrei að dylja þær fyrir þeim, sem þola verða raun hins póli- tíska verkfallsbrölts þeirra. Ösku þreirra um að Alþýðu- Alþýðublaðið í gær segir merkilega sögu um dularfulla og fíæfiulega múmíu. Nákvæm frásögn af múmíu þessari ásamt ýmsum enn merkilegri dul- rænum frásögnum er að finna í bókinni sem fæst hjá öllum bóksölum og kost- ar aðeins 20 krónur. Löng vinna. Upplýsingar kl. 4—6 í dag. BYGGINGARSÁMVINNUFÉLAG REYKJAVÍKUR Garðastræti 6. vantar nú þegar. Verzlun 0. Ellingsen h.f. blaðið hóti verkalýðnum ör- birgð og eymd og tilraunir þeirra til að koma ábyrgð inni af verkfallsbrölti sínu af sér og yfir á aðra er strit en ekki vit. Verkalýðurinn og þjóðin öll sér og þrieifar á afleiðingunum af ævintýri kommúnista og veit hverjir bera ábyrgð á því og hverja er að sækja til saka fyrir það. Þ-jóðviljanum er ekki of gott að skeyta skapi sínu á Alþýðublaðinu af því að það benti á þá staðreynd, að nú, eftir að búið er að hafa meira en hál fsn Lánaðar at- vinmu af Dagsbrúnarmönn- um, á að sólunda sjóðum Dagsbrúnar ogj láta verka- menn stofna til verzlunar- skulda, til þess að þeir geti ihaldið áfrtim hinu pólitíska verkfalli fyrir kommúnista. Þjóðviljinn blekkir engan með því. En hann sýnir rök- þrot og ráðaleysi kommún- ista, og vesaldarlega tilraun þeirxa til að hylja sig reyk- skýi á undanhaldinu. En rétt mæt fyrirlitning verkalýðs- ins, sem þeir hafa vélað út í pólitískt ævintýri og reyna að halda áfram að blekkja, hittir þá samt áður en lýkur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.