Alþýðublaðið - 27.06.1947, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 27.06.1947, Qupperneq 5
Föstudagur 27. júní 1947 AÓ»ÝBURI tó1fl Friðrik níundi symngu FÖR TIL SUÐUREYJA' tekur stytztan tíma með flugvél, en flestir nota enn þá póstbátinn. Að sumrinu má alltaf búast við logni og ládeyðu, en ekkert er gaman nema eitthvað komi fyrir, enda eru fellibyljir eða þoka til með að koma eins og þjófur á nóttu. Á veturna kemst báturinn stundum ekki í gang, eða hann kemst hálfa leiðina og verður að snúa við. En stundum kemst hamn alveg yfir sundið, en finnur ekki höfnina. Seint og síðar meir kemur hann svo aftur til Oban og þá hirða ferðamennirnir ekki um, hvort þeir fóru af stað i gær eða í fyrradag. Ferðalag eins og þetta kennir manni að itaka til- lit til tímans á sama hátt og gert er í Suðureyjum, eða átti ég heldur að segja, að ekki væri tekið tillit til hams. Tíminn virðist ekki vera annað gagnvart fólkinu en það, sem hann er máfinum. Og líf máfsins virðist auð- velt fljótt á litið, en í raun og veru er það einlæg áflog um fæðu og aðrar stymp- ingar við tilveruna ,og sama ier að segja um eyjarskeggja. Enginn asi er á þeim, en á hverjum degi er barátta háð við jörðina, hafið og framar öllu við veðráttuna. Veður- barðar mætti ætla að eyjarn ar væru, iítið væri um tré og jurtir næðu þar eigi full- um þroska. En i fyrstu för minni til Barra varð ég undr andi, er ég §á, að’ öll eyjan var þakin blómum. Loftslag- ið er miklu hlyrra en al- mennt er haldið, og.á hvaða tíma árs sem er, er hægt að finna eina eða tvær vorrós- ir, ef vel er leitað. En mest- ur hluti landsins er fjöll, heiðarlönd eða mýrar. Það fitla, sem er frjósöm jörð er í kringum bæina. Það eru túnin. Enginn maður er bóndi á Suðureyjum. Þar eru alls konar meistarar, póstmeist- arar, br v gg j umei starar og skclameistarar, en þó held ég að þar sé enginn bygginga meistari eða bakarameistari alla leið'frá Lewis til vitans við Barra Head. Hins vegar má vel segja að íbúar eyj- anna séu flestir bændur. Túnin eru yfirleitt ekki stærri en 4 til 6 ekrur, og verða þau að fæða fólkið með kartöflum og búsmal- ann með If.eyi og höfrum. Og búsmalinn eru 2 til 3 kýr á bæ, kálfar þeirra og vetrung ar ,sem selja á á sumar- eða haustmarkaðinum. Einnig eru þar aldir nokkrir kjúk- lingar, og venjulega á bónd- inn hest og allt frá 5 til 30 kindur, sem ala mest allan aldur sinn up_ni á beitilönd- unum. SUÐUREYJAR eru kunnar úr sögmim um forna norræna sæfara., Liggja þær vestan við Skotland norðanvert, fjöll óttar nokkuð og sæbratt- ar. íbúarnir lifa á land- búnaði og veiðiskap mest- megnis. Þeir eru gestrisn- ir, hjálpsamir og vingjarn legir og finnst tilbreyíing í heimsóknum þar í fá- menninu. Grein sú, er hér fer á eftir, kynnir að nokkru daglegt líf þeirra og hugsunarhátt. Er hún eftir Colin Summerford og birtist í brezlta tímarit- inu „The Listener“. Ekki er þörf eð vera bóndi til þess að skilja, að tekjur af þessum smáþúskap eru of litlar til að draga fram lífið á þetm einum. Sonur bónd- ans er líka ef til vill i sigl- ingum, eða þá að dóttirin vinnur einhvers staðar i vei't ingahúsi. Og í mörgum til- fellum vinnur bóndinn eitt- hvað utan heimilisins. í Barra er humarveiði og skel fiskaveiði meðal þess fáa, sem hann getur gert heima fyrir, en geti hann falið ein- hverjum úr fjlöskyldunni að gæta búsmalans, fær hann sér oft vinnu á meginland- inu og þarf þá ekki að koma heim nema tvisvar á ári, á vorin til þess að plægja cy svo um uppskerutímann á haustin. Yenjulega var hús- ið aðeins eitt herbergi. Naut- gripirnir voru þar öðrum megin en fjölskyldan á móti. Mó eldstæði stóð á miðju góifinu, og eitthvað af reyknum fikraði sig út um eins konar þakglugga, en inni hefur verið sífelld reykj armóða. Ég efast um að bæði menn og kýr^hafi búið í sama húsi í mimnum núlif- andi manna, en ég hef komið í hin svoköiluðu svörtu hús, sem hafa opin eld og engan reýkháf. Það var eins og í ævintýri, — reykurinn, stóri ketíllinn, rúm með fiórum stólpum, og konam, sem bjó til matinn, klædd í silki. Óg nú myndu fliestir eyjaskeggj ar segja. að þau væru sóða- leg og engin leið að búa í þeim. Bóndinn byggir venju- lega hús sitt sjálfur, og nú eru húsin úr múrsteini eða steinsteypu með helluþaki. Þau eru nærri öll með ná- kvæmlega sama skipulagi, stofan, dagstofan, til hægri, en eldhúsið til vinstri og lít- ið svefnherbergi inn af því. Vatnsbólið er annað hvort brunnur eða lind, oft nokkuð Iiangt frá bæmum. Utid.yrunum er aldrei lok- Nýr Kelvin-diesel bátamótor, 66 hestaíl’a,' út- 'búinn tengslum fyrir dekkspil, rafal o. fl. Fylgir Kelvin-stýrisútbúnaður með tilheyr- andi leiðslum frá vél, kompási o. fl. Ölíu- dælur frá lágtliggjandi tönkum. —• Frekari upplýsingar ’ gefnar i síma 1676 kl. 4—5 daglega. að. Komi einhver meðan bóndinn er ekki heima, læt- ur hann sig ekki muna um að setjast niður og biða eft- ir honum í eina eða tvær stundir. Heimsóknir þykja ánægjulegar í Barra og hverju kyrrláíu vetrarkvöldi má breyta í samkvæmi. Og samtalið berst auðveldlega frá nýtímanum aftur í aldir, nokkur hundruð ár skipta ekki máli. Stundum er spil- að á spil, eða sjómaður, sem er að fara að heiman, kem- ur inn með harmoniku og fer að spila lag, ef til vill tango, sem hann hefur numið í Rio. Söngvar Suðureyinga eru sungnir áai undirspils, og innilegur snögvari kemur fólkinu oft til að dansa ræl, þótt litið sé gólfplássið. En þegar hallar að miðnætti taka menn að ganga til náða, þótt einstaka sinnum sé hald ið áfram til eitt eða tvö. Góð gerðirnar eru venjulega te og sneið. í Skotlandi þyrfti ekki að sk'ýra hvað sneið er, en hún er brauðsneið með smjöri og osti eða ávaxta- mauki ofan á. Maturinn er einfaldari en á meginlandinu, en þar er meira af sumu, t. d. eggjum og mjólk. Smjörið er búið til þar heima og einnig mjúk ur mjólkurostur. Um miðjan veturinn hverfur smjörið og osturinn, vegna jaess að á þeim tíma eru, 5 af hverjum 6 kúm orðnar þurrar, og er þá algengt að taka itil dósa- mjólkur, ef hún fæst. Mið- degismaturinn er klukkan eitt, þrjú, fimm eða hvenær sem bezt þykir henta. Þá er borin fram mjólkurkrukka og stórt fat rneð kartöflum soðnum með hýðinu og hver flysjar fyrjr sig. Ef til vill: er eitthvað borðað með kartöfl únum. söltuð síld, ufsi, veiddur við klappirnar, eða þá að stór skaftpottur er bor inn fram með kjötkássu. Sé enginn búðingur er lokið við máltíðina með því að borða sneiðar og te. Aðrar máltið- ir dagsins og stundurn all- ar eru te og sneiðar. Óvin- gjarnlegt þykir ef gestur kemur og viil. ekki bíða með an hitað er á könnunni, og er hann þá óspart spurður frétta og fræddur ,um það, sem hann heíur ekki heyrt. Fréttir eru venjulega úr nágrenninu, og á eyjunum þekkir hver maður alla og er venjij.lega skyldur öllum, en sé hann það ekki, þá er nágramni bans það. Helm- ingurinn af því, sem maður heyrir kemur honum sjálf- um við. Ef til vill hefur Mon ag Hughie misst kvígu niður í jarðfall og þá þarf að hjálpa honum til að draga hana ypp úr. Ian fór til Glas- gow í sjúkraflugvél með blóð eitrun í handleggnum og þá er einhver neyddur til að ljúka við að slá itúnið hans. Hefur sú regla alltaf gilt að hver hjálpi nágranna sínum og nágranninn hjálpi honurn þegar með þarf. Og verði uppskera einhvers lítil eða léleg, skipta nágrannarnir sinni uppskeru milli hans og þeirra. Tvennt var iþað, sem ég varð einlægt var við meðam an ég dvaldi í Suðureyjum. Það er hið innilega glað- lyndi íbúanna og undursam- leg góðvild; hitt bera þeir Ríkisskjalasafn Dana hefur um þessar mundir sýningu í Kaupmannahöfn, *sem þáð nefnir „Danmörk í 800 ár“. Friðrik konungur níundi opnaði sýninguna, sem er í Rosenborgarhöli. Var myndin tekin, þegar hann flutti setningarr æðuna. og með sér, að þeir vita ekki, hve fáguð framkoma þeirra er við ókunnuga og þeir hafa virðulega siði, sem ég helda að sýni og sanni feg- urð sálarinnar. frá viðskipfamálaráðuneyfinu. Úthlutun er nú lokið á Renault-bifreiðum þeim, sem ráðuneytið auglýsti til sölu. * Þeim, sem. gefinn verður kostur á að kaupa bifreiðar þessar, verður send í pósti tilkynning um það. Þeir umsækjendur, sem enga tilkynningu fá, geta ekki vænzt þess, að þeim hafi veiið úthlut- að bifreið. Viðskiptamálaráðuneytið, 26. júní 1947. Útvegum frá Tékkóslóvakíu hinn heimsþekkta F. L. POPPER-skófatnaS. L. F. Popper-vörumerkið hefur um áratugi ver- ið trygging fyrir fallegum og endingargóðum skóm. Sýnishorn fyrirliggjandi. Einkaumboð á Islandi fyrir Ríkisskóverk- smiðjurnar Cfirúdim og Hoíice í Tékkóslóvakíu. R. Jóhannesson h.f. Rauðarárstíg 1. Sími 7181.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.