Alþýðublaðið - 27.06.1947, Síða 6

Alþýðublaðið - 27.06.1947, Síða 6
6 ALÞÝÐURP Föstudagur 27. júní 1947 æ nyja bio ææ Glæpur og Jazz („The Crimson Canary“) Spennandi nútíma Jazz- mynd. — Aðalhlutverk: Noah Berry jr. og Claudia Drake, átams Coleman Hawkins saxofonblásara og Oscar Pettiford guitarleikara. Aukamynd: BARÁTTAN GEGN HUNGRINU. („March of Time.“) Fróðleg mynd um störf UNRRA víðs vegar um heiminn. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. 83 BÆJARBÍÓ Hafnarfirði BADMAN’S TERRITORY Spennandi amerísk 'stór- mynd. Aðalhlutverk leika: Randolph Scott Ann Richards George „Gahby“ Hayes Sýnd kl. 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Sími 9184. GAMLA BIÓ 8S Heimkoman (Till The End af Time). Tilkomumikil amerísk kvikmynd. Dorothy Mc Cuire Guy Madison Robert Mitchum Bill Williams Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. . Ævintýradrós (LADY OF FORTUNE) Amerísk litmynd, að nokkru eftir hinni heims- frægu skáldsögu „Vanity Fair“ eftir Thackeray. Mliriam Hopkins Frances Dee Sýning kl. 5 — 7 — 9. Bönnuð innan 14 ára. æ H TJARNARBIO 13 Félag ísl. hljóðfæraleikara. DANSLEIKU í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 10. Hljómsveit Aage Lorange og Hljóm- sveit Carl BiIIich. Kl. 12 syngur SKAFTI ÓLAFSSON. Ljóskastarar. Aðgöngumiðar seldir í anddyri húss- ins frá kl. 5—7 og eftir kl. 8. Skemmtinefndin. Gina Kaus: EGSLEPPI ÞER ALDREI og Franzí. Það var lágt á borð. Franzí kom til hans og kyssti hann á báðar kinn- arnar. „Það var reglulega gaman að fá að sjá þig einu sinni aftur,“ sagði hún, „en Albert — þú hefur ekki yngzt þennan tíma!“ „En þá hefur þú gert það í staðinn,“ sagði Albert, og hann meinti það af einlægni. Hreinskilnislegt andlit Fran- zí var mkilu hressilegra og sællegra en það hafði verið á nárnsárunum. Hún var van- fær og gerði ekker til að leyna því — það fór henni heldur ekki illa. Það var þvert á móti eitthvað sigri hrósandi og kvenlega sæl- legt við hana. „En hvað það er notalegt af ykkur að vera hér öll,“ sagði Albert hálfþvingaður. „Við ætluðum að borða með þér,“ sagði Marta. „Og þá datt okkur í hug að út- búa máltíð eins og tíðkast í millistéttum í Englandi, af því að þú átt að fara að hátta kl. átta. Reynið að finna ykkur sæti öll.“ Það var ekki erfitt að koma því í kring. Fjögur sátu á hornsófanum, og Al- bert var settur í bezta hæg- indastól heimilisins. Marta ætlaði aftur út í eldhúsið, en Anna hélt henni inni. „Sittu nú, þú hefur haft nóg fyrir í dag.“ Albert horfði undrandi á þær. „Já, við erum orðnar dús,“ sagði Marta. „Það hef- ur áreiðanlega verið fyrir- fram ákveðið, að við yrðum vinir.“ Fríða kom inn með flösku, Stefán réyndi að taka hana upp. „Fyrirskipað sem meðal af mér, og kostað af Franzí,“ sagði hann. „En Franzí þó,“ sagði Al- bert. „Kampavín, sem er svo dýrt!“ „Ég hef ekki keypt hana sjálf, skal ég segja þér! Heimsk kona, sem er sjúk- lingur minn, sendi mér sex flöskur af kampavíni í jóla- gjöf í staðinn fyrir eitthvað gagnlegt." „Og hvernig hafið þér get- að geymt eina flösku þangað til núna?“ spurði Fritz frændi. „Ég er ekkert sérstaklega gefin fyrir að drekka,“ sagði Franzí. Hún hafði viðbjóð á áfengi síðan hún dansaði í Victoriu veitingahúsinu og varð að nota alls konar brögð til að komast hjá að drekka með dansherrunum. „En í dag ætlarðu að gera undantekningu og drekka eitt glas,“ sagði Stefán. Anna kom úr eldhúsinu með stóran bakka og setti hvert fatið af öðru á borðið. „Ég hef sjálfur útvegað káflssteikina,“ gortaði Fritz frændi. Marta brosti við honum. „Hann daðrar við slátrara- frúna, og satt bezt að segja, hann fær alltaf betra kjöt en ég.“ Steikin var sannarlega bæði góð og safarík. Það geislaði ánægjan af Fritz frænda, og ekki fyrri en allir höfðu hrósað kaupum hans hástöfum, lét hann svo lítið að segja: „Nú, jæja, við megum ekki gleyma því, að sú sem matreiddi það á þar nokkurn hlut að máli.“ „Get ég ekki fengið að læra dálítið í matartilbún- ingi hjá yður?“ spurði Fran- zí. „Við lögum allan matinn í mesta flýti heima, svo að hann verður ekkert sérstak- lega Ijúffengur. En það gæti verið gaman að laga dálítið af fínum mat líka, að minnsta kosti til hátíða- brigða.“ „Með mestu ánægju,“ sagði Marta, „þá fæ ég að sjá yður hér dálítið oftar.“ Albert borðaði ekki mikið, hann var ekki almennilega svangur, en kampavínið var hressandi. Stefán leyfði hon- um að fá eitt glas í viðbót, og eftir það glas var hann — alls ekki fullur — en í fyrsta skipti síðan hann varð veik- ur, fannst honum hann geta hugsað almennilega skýrt. Þessi óbærilegi drungi hvarf og honum fannst eins og hugur hans kæmi úr drunga- legum jarðgöngum í bjart og friðsælt landslag. Hann sagði næstum ekk- ert, sat bara og horfði á hin. Þau töluðu um stund um börn. Franzí heimsótti héim- ili fyrir vanrækt börn þrisv- ar í viku, og hún sagði frá því, sem fyrir hana kom þar. „Að þér skuluð Ieggja svona mikið á yður núna,“ sagði Marta. „Mér finnst ég einmitt skuldbundin til þess nú,“ sagði Franzí. „Ég segi við sjálfa mig daglega, að það sé ábyrgðarlaust að fæða barn í heiminn sjálfur þegar til eru hundruð barna, sem eng- inn kærir sig um, og fara í hundana. „Við höfum oft hugsað um að Við ættum að taka barn,“ sagði Fritz frændi. „Einn góðan veðurdag gerum við það líka;“ Albert hlustaði bara á með öðru eyranu. Einmitt í þessu hætti hann að fylgjast með og hann furðaði sig á, hve samtalið var fjörugt, þó að hann ekki tæki þátt í því. En það var ennþá merki- legra, að þau áttu svo vel saman yfirleitt. Þau litu út eins og þau hefðu þekkt hvert annað mjög vel og væru alúðarvinir, þó að þau hefðu ekki sézt fyrr en fyrir fáum dögum. Þau tóku ekki sjálf eftir því, að þau mynd- uðu eina órjúfanlega heild. Það voru sjö ár síðan hann kom til Wien núna. Þennan thna hafði hann hitt fjöld- ann allan af fólki, en þessum fimm hafði honum geðjast bezt að. Og á hættunnar stund, þegar hann var sjálf- ur alls ófær að hugsa eða á- MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: LÆKNIRINN: Ég hef verið sótt- ur of seint. Ég verð að taka fótinn af manninum. Þolið þér að sjá blóð, ungfrú? CYNTHIA: Rennur blóð í æðum Twitts? Það kemur mér á óvart! LÆKNIRINN: Ég verð að stað- deyfa yður, kunningi. TWITT: Það er þokkalegt. Dg sú dökkhærða stendur þarna með ÖRN ELDiNG hnífana í höndunum! LÆKNIRINN: Töng! — Skærin! — Blóðþurrkuna!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.