Alþýðublaðið - 26.07.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.07.1947, Blaðsíða 3
júlí 1947. Laugardagur 26. júlí 1947. ALÞÝÐUBLAÐIÐ —_— —|—__—— Ritoerðasafn Arna Páfssonar Árni Pálsson: Á VÍÐ OG BREIF. Ritgerðir. Helga- fell 1947. 498 bls. FLESTIR OKKAR, eem fá- 'umst við þann starfa að se.tja saman bækur, þy'kjum'st mikl- ir karlar, ief nokkur man stundinni Iengur s-takt orð af því, sem við höfum skrifað. Bækur okkar koma ef til vill úr prentsmiðjunni með stuttu millibili. Ef við eigum því láni að fagna, að útgefandi okkar sé duglegur og fylgist með tímanum, smeygir hann senni- lega fáeinum „velviljuðum'1 Sritdómúm í blöðin, um leið og hann horgar auglýsingareikn- dnginn. Vafalaust kaupa ein- hverjir bækur okkar af rælni, lesa þær með takmarkaðri á- inægju og stinga þeim siðan í bckaskápinn, þar sem þær fá að vera óáreittar, nema við hreingerningar, þegar strokið er af þeim rykið. Áður en hálft ár er liðiS, hafa allir að gera því á fæturna, að marg ir fái eftirþanka og rifji upp þau kynni síðar. Rithöfundarferill Árna pró- fessors Pálssonar er állur með öðrum hætti en nú var að vik- ið. I þrjá eða fjóra áratugi hef- ur hann verið einhver kunn- asti rithöfu-ndur þessa lands. Alkunnár voru gáfur hans, skarpskyggni og orðkynngi, og enginn var sá, að hann kynni ekki fleygar setningar^ og hnyt-tin tilsvör, eignuð Árna Páissyni. Þó erl það ekki fyrr en nú, sem fyrsta bók þessa kunna orðsnillings kemur fyr- ir almenningssjónir. En ræður hans við ýmis tækifæri og rit- gerðir í þlöðum og tímaritum höfðu fyrir löngu tryggt hon- um sæti innarlega á rithöf- undabekk. Ur svo góðum og varaniegum málmi voru þær gerðar. Það mun engum dyijast, sem les ritgerðasafn Arna Pálssonar, að höfun'durinn er gæddur flestum höfuðkostum ræðumannsins, jafnvel í enn ríkara mæli en rithöfundar- kostum. Orðavalið er einatt þróttmikið, það er fylling og hljómur í málinu. Ámi á ekki langt að sækja þessi. einkenni. Faðir hans, Páll prestur Sig- 'urðsson, síðast í Gaulverjabæ, var einhver mikiihæfasti kennimaður íslenzkilr á síðari ’tínium, skarpgáfaður og ræðu maður mikill, svo sem hús- Jestrabók hans "ber um Ijósast vitni. Ritgerðasafn Árna ■ prófess- ors Pálssonar, er hann nefnir hinu yfirlætislausa nafni „Á víð og dreif“, ber þess glöggan vott, að 'hugur hans hefur iöngum hneigzt nokkuð í tvær áttir. Hann fæst að sjálfsögðu við sagnfræðileg efni, innlend og erlend, í ritgerðum sínum, en verður þó löngum starsýnt á bókmen'ntir samtíðarinnar, og um þau efni fjalia sumar snjöliustu ritgerðirnar. Árna Pálssyni láta mann- •lýsingar fágætliega vel. Tekst honum oft að bregða upp sivo skýrum myndum af mönnum þeim, sem hann hefur haft af Árni Pálsson prófessor persónuleg kynni, að þeir verða le'sandanum ógleyman- legir. jHver gleymir Jóhanni Sigurjónssyni eftir að hafa lesið. snilldargrein Árna um þennan rnerkiiega íslending, sem gæddur var norrænni þar sem örlögvefur hans er rakinn af glöggum skilningi og •djúpri sálfræðilegri þekfcingu. Mér þykja bókmenntagrein- arnar .sikemmtilegastar og þezt ar af öllu efni ritgerðasafnsins. Rits'kýringin sjálf er þó sjald- an meginatriðið, heldur höf- undarnir, leðlisfar þeirra og lyndi'Seinkunnir. Svo snjallar eru þær manniýsingar sumar hverjar, að manni gefur nýja sýn yfir skáldskap þeirra höf- unda, sem um er rætt, og verk þeirra sjást í öðru og bjartara ljósi en áður. Greinarnar um Jóhann Sigurjónsson og And- rés Björnsson eru þegar nefnd ar. Margt er einnig vel. sagt um Matthías Jochumsson og Einar Benediktsson. Sérstak- l'ega skal þó be<nt á hiná löngu og áigætu rit'gerð um Georg 1 Brandes, vafalaust hið lang- bezta, sem skrifað hefur verið á íslenzka tungu um þá höf- uðkempu. Fer naumast hjá því, að manni detti í hug við lestur þeirrar ritgerðar, hve mjö'g okkur Islendmga hefur löngum skort mahkvissa og traus'ta ibókmenntagagnrýni. Jafnokar Brandesar eru að 'vísu ekki á hverju strái, hvorki hér né með öðrum þjóðum. En hins megum við sa;kna, hversu fáir menntaðir, víðlesnir, giöggsýnir og rit- færir höfun-dar hafa fengizt hér við bóikm ennt a ga gnrýn i að veruiegu ráði. Árni Pálsson hefur marga þá eiginleika, sem gagnrýnanda mega prýða. Margur hefði því kosið, að hann hefði látið meira að sér kveða á þeim vettvangi. Ymsa ritdóma hefur hann að vísu skrifað, sem ekki eru teknir upp í þessa bók, en langtum rneira hefði hann mátt rita um bókmenintale'g efni. Þjóðin hefði áreiðanlega lagt við eyr- un og hl'ýtt á mál hans. Hér er ekki rúm til langra tilvitnana, þótt freistandi væri að sýna nokkur dæmi um rit- snilld Árna, þegar honum tekst upp. Stundum segir hann ótrúlega mikið í fáum orðum. í hinni ágætu1 ritgerð „Málskemmdir og málvörn“ ræðir hann um íslenzka tungu O'g undursamlega ■varðveizlu ihennar allar aldir eymda og hörmunga. Þar segir meðal annars: „En þrátt fyrir allt þetta héldu þó íslendingar fast við tungu sína og bókmenntir. Um land allt lásu menn ís- lenzkar fornsögur, riddarasög- ur og rímur eftir því, sem þeir gátu hö'ndum undir kom- izt. Menn lærðu að vísu nokk- uð í latneskri versagerð í skólunum, og urðu sumir ís- lendingar hin sæmilegustu lat- ínuskáld, en 'hitt varð þó and- legum högum þjóðarinnar öllu notadrýgra, að úti um all- ar sveitir landisins sátu skáld, smáskáld, leirskáld, hagyrð- ingar og hnoðaðar. Þessir menn rímuðu stundum af með fæddri gáfu og leikandi lis>t, en þó ekki all-sjaldan í sveita 'SÍns andlitis og jafnvel að full- komnum óvilja menntagyðj- unnar. Hver sem kynnist nokkuð handritasöfnum Lands bókasafnsins' og horfir yfir þann hafsjó af rími, sem þar er falinn innan. fjögurra veggja, hlýtur að undrast, hví- líkum ósköpum íslenzkir rím- smiðir hafa ausið úr sér á síð- ustu öldum. En þess er að minnast, að nálega öll þjóðin hefur tekið' þátt í þessari furðulegu iðju; flestir höfum við siglt eða barið Sónarsjó eftir beztu getu: valdsmenn, klerkar, bændur, vinnumenn og ölmusumenn, karlar og konur. Þeir, sem ekki ortu beinlínis sjálfir að neinu ráði — og þeir voru vitanlega miklu fleiri en hinir — gleyptu við öllu, sem frá bragasmiðunum kom, en Kvæða-Kelar, Kvæða-Onnur og Söngva-Borgur fluttu varninginn út um landið og höfðu atvinnu af. Hvernig sem menn annars vilja dæma þessa- emstöku rímhneigð Is- lendinga, þá hygg ég fátt viss- ara, en að þessar sífelldu stíl- sefingar í ‘bunidnu máli, sem aliur almenningur tók þátt í, beinlínis eða óbeinlínis, hafi átt einn hinn drýgsta þátt í, að halda ísienzkunni lifandi fram á þennan dag.“ Þá skal stuttlega v-’kið að ritgerðum þeim, er fjaila um sagnfræðileg efni. Greiniarnac „Lok þrældóms á íslandi“ og „Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum“ eru einkar fræðimannlega ritaðar, auðug- ar af glöggum athugunum, niðurstöður ailar ljósar og skýrar. Skemmtil'egri lestur er þó hin langa ritgerð um Snorra SíurSuson og íslend- ingasögu Sturlu Þórðarsonar. Margt hefur verið um Snorra ritað, bæði fyrr og síðar, og mun enn gert verða, þar sem slíkur maður á í hlut. Flestir kannast við bók Sigurðar Nordals, þar sem Snorra og ritum hans eru gerð afburða góð skil. E.n þótt Nordal hafi varpað nýju ljósi á margt um þetta efni, og bóík hans öll beri V'ott frábærrar Iskarp- skyggni, er efnið meira og víðfeðmara en svo, að hvergi gleymt bókum okkar, nema lund, en virtist þó 'búa yfir við sjálfir, og það þarf varla | su^lænru lSlíaPÓlg'U. og á-tcafa? Eftirminnileg er einnig ■ rit- gerði'n um Andrés Björnsson, 3 Tilkynning frá Tivoli. 1 dag kl. 4 og milli 10 cg 11 í kvöld sýna hinir frægu 2 LAROWAS listir sínar. Á undan og eftir sýningunni kl._ 4 leikur hin vinsæla hljósveit Baldurs'Kristjánssonar. Inngangur í TIVOLI er nú um hið nýja hlið, sem Land- búnaðarsýningin hafði áður. Noffð góða veðrið og skemmfið ykkur í TiVOLI megi við bæta. Árn-i Pálsson kannar hér ýtarlega afstöðu Islen'dingasögu til Snorra, og kemst að mjög aithygHsverðri niðurstöðu. Telur hann, að Sturla Þórðarson beri Snoíra íöðurbróður sínum heldur illa söíguna, einkum framan af, •meðan hann hlaut að fylgja því, sem aðrir heimil’darmenn, óvinveittir Snorra, sögðu frá. Bendir Árni á allmörg dæmi þess, að smjattað er óspart á ýmsum þeim frásögnum, sem Snorra eru til vafasamrar sæmdar, og ávirðingum hans cg 'geðbrestum mjög á Ioft haldið. Hins vegar er lítt vikið að hæfi'leikum hans og andleg- um afre'kum. Tónninn í Islend ingasögu 'breytist að vísu nok'kuð Snorra í hag eftir að Sturla Þórðarson tekur að segja frá þeim atburðum, sem •hann vissi giögg deili á sjálf- ur, og þurfti hvor'ki að leita fregna tii Þórðar föður síns né annarra, sem átt höfðu í brös- um við Snorra. Er það sfcemms-t af þessari Snorrarit- 'gerð að segja, að hún er bráð- snjöll o.g mjög athyglisverð. Fer naumast hjá því, að hún verði um sumt lykill að nýj- um og gleggri skilningi á per- sónuleika Snorra Sturlusonar, sem verið hefur slunginn mörgum og mis'Hítum þráðum. svo sem títt er um afburða- menn. Við Vestíirðingar og Sturlungandðjar lesum þessa ritgerð áreiðanlega með ó- blandinni atfhygli, og svo munu fleiri gera. Sérstök ástæða þykir mér til að ibenda á ritgerðina um Hannes Hafstein og stjórn- málaforust'U' hans. Mér er ekki grunlaust um, að nokk- urs misskilninigs gæti meðal hinnar yngri kynslóðar í land- inu um Hannies Hafstein og hlutdeild hans í íslenzkum stjórnmálum. Hef ég orðið þess var, að ýmsir líta svo á, sem Hafstein hafi verið for- ingi íhalds- og kyrrstöðuafla þjóðifélagsinis. Stafar sá mis- skiíningur vafalaust að miklu iey.ti frá deilunni um sam- bandsilagauppkastið 1907— 1908, O'g afstöðu Heimastjórn- arflok'ksins í sjálfstæðismál- inu. Sú afstaða má þó ekkir villa mönnum sýn um- innan- landsmálin, svo að þeir neiti að viðurfcenna sögulegar stað- reyndir. Það mun ekki auð- hrakið, að Hannes Hafstein var ein'hver farsælasti og víð- sýnasti framfaramaður, sem setið hefur hér á valdastóli. Bjartsýni hans, karlm’annleg atorka og óbilandi trú á landi og þjóð kom hvarvetna fram í verki, enda átti Hafstein drjúgan þátt í sókn þjóðar- innar til bættrar afkomu og aukinnar' menningar, 'eins og Árni Pálsson bendir réttilega á í ritgerð sinni. Ætti- einhver íramtakssarnur ’bókaútgefandi að framkvæma þá tillögu, sem Árni Pálsson ber fram: gefa út úrval úr ræðum Hann- esar Hafstein, er hann hélt við- ýmis tækifæri. Þær yrðu ó- 1 (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.