Alþýðublaðið - 15.08.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.08.1947, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudaginn 15. ágúst 1947 AlþVðublaðið er selt á þessum stöðum í bænum og ná- grenni hans: Auslurbænum: S . ' ! -vi -I -í- iiiiáiix- Drífanda, Samtúni 12. Ásbyrgi, Laugavegi 139. Pétursbúð, Njálsgötu 106. Þorsteinsbúð, Hringbraut 61. Tóbak & Sælgæti, Laugavégi 72. Alþýðubrauðgerðinni, Laugavegi 61. Kaffistofunni, Laugavegi 63. Rangá, Hverfisgötu 71. Café Florida, Hverfisgötu 69. Leikíangabúðinni, Laugavegi 45. Helgafelli, Bergstaðastræti 54. Ávaxtabúðinni, Týsgötu 8. Flöskubúðinni, Bergstaðastræti 10. Tóbaksbúðinni, Laugavegi 12. Tóbaksverzl. Havana, Týsgötu 1. Verzluninni, Nönnugötu 5. Gosa, Skólavörðustíg 10. Miðbænum: Tóbaksbúðinni, Kolasundi 1. Nágrenni hafnarinnar: Verzl. á horni Tryggvagötu og Grófarinnar. Hafnarvagninum. Veslurbænum: Veitingastofunni, Vesturgötu 16. Fjólu, Vesturgötu 29. West-End, Vesturgötu 45. Verzluninni, Vesturgötu 59. Matstofunni, Vesturgötu 53. \ erzluninni Hansa, Framnesvegi 44. Fossvogi: Verzluninni Fossvogur. Kópavogi: "V ei’zluninni Kópavogur. Úlbreiðið ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hinn kommúnisfíski formaður iagði hendur á fundarmenn .... — ...... Vildi fá 6 félagsmenn dæmda, en neit- aði að bera upp vantraust á stjórnina. SÖGULEGUR FUNDUR var haldinn í Verkalýðsfélagi Borgarness síðastliðinn mánudag, — loksins er hinn konun- únistíski formaður félagsins, Jónas Kristjánsson, lét undan margítrekuðum áskorunum félagsmanna um að halda fund í félaginu. — Missti formaðurinn algerlega stjórn á sér á fund- inum, lagði hendur á einn fundarmann, neitaði að bera upp vantrauststillögu á stjórnina, sem borin var fram af fundar- mönnum og rauk af fundi án þess að slíta honum. Aftur á móíi hafði Jónas og félagar hans borið fram kæru á sex félagsmenn fyrir undirskriftasöfnun, sem þeir töldu að hefði farið fram á móti vilja stjórnarinnar, en tillagan var kolfelld og hlaut Jónas og aðrir kommúnistar, sem að tillögunni stóðu, hina herfileg- ustu útreið í umræðum um hana. Er þetta einhver söguleg- asti fundur, sem haldinn hef ur verið hjá nokkru verka- lýðsfélagi, og framkoma for- manns þess einstæð — og raunverulega stendur fundur þessi enn, því eins og áður segir, var honum aldrei slit- ið, en formaðurinn rauk á dyr í flýti með skjalatösku sína undir hendinni. Eins og áður segir, hafði Jónas Kristjánsson, formaður verkalýðsfélagsins lengi þver skallast við það, að boða til fundar í félaginu, þrátt fyrir áskoranir fjölmargra félags- manna, en loks lét hann þó til leiðast á mánudaginn var, að halda fundinn. Fyrsta málið á fundinum var, að formaðurinn leitaði staðfestingar á samþykkt, sem áður hafði verið gerð með 7 atkvæðum gegn 1, — i en 4 sátu hjá- Fól samþykkt þessi í sér að segja upp nú- gildandi kaup- og kjarasamn- ingum. En fundarmenn felldu tillögu þessa og höfn- uðu uppsögn samninganna með 40 atkvæðum gegn 14. Næsta mál á dagskrá var, að formaðurinn lagði fram kæru félagsstjórnar á hendur sex félagsmönnum, þar sem þeim var gefið að sök, að hafa safnað undirskriftum gegn vilja stjórnarinnar og samið við „Grím hf “ og „Fjörð hf.“ um hásetakjör á síldveiðum og fleira. Urðu um þetta miklar og heitar umræður og tóku margir til máls. Gegn ákæru stjórnarinnar töluðu m. a- þeir Ingimundur Einarsson Ásmundur Jónsson, Geir Bechmann, Sigurður Kristj- ánsson og Höruðr Ólafsson, en fyrir kærunni töluðu þeir Ólafur Sigurðsson, Olgeir Friðfinnsson og formaður- inn sjálfur, Jónas Kristjáns- son, sem talaði oft og lengi, — eitt sinn í hálfa aðra klukkustund. Meðan formað- urinn flutti eina af þessumi ræðum sínum, missti hann al gerlega stjórn á sér, stökk niður úr ræðustólnum og lagði hendur á einn fundar- manna, Daníel Eyjólfsson. Urðu með þeim nokkrar sviptingar, en þá mun Jónas hafa séð að sér og þótt þetta heldur óheppileg aðferð til framdráttar máli sínu. Steig han því í ræðustólinn aftur og hóf tölu sína á ný. Meðan á umræðum stóð komu fram ýmsar tillögur, m- a. rökstudd dagskrártil- laga um að vísa kæru stjórn arinnar frá, sem ómaklegri og órétthæfri. i Önnur tillaga kom fram þar, sem fundurinn lýsti yf- ir fullu vantrausti á stjórn- inni. Tillögur þessar, svo og aðr ar þær, er fram komu frá öðrum fundarmönnum en kommúnistum, neitaði for- maðurinn að bera upp til at- kvæðagreiðslu. Hins vegar bar formaðurinn upp tillögu frá stjórninni um að kjósa dómnefnd til þess, að dæma þá félagsmenn, er hún hafði ákært, og var jafnframt tek- ið upp í tillöguna, hverjir skyldu dómnefndina skipa, en þar áttu kommúnistar auðvitað að vera í meiri- hluta. Annað þjónaði ekki málstaðnum! Tillaga þessi var kolfelld, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, en er formaðurinn sá, hvað verða vildi, neitaði hann að láta telja atkvæðin. Þá kröfðust fundarmenn Frh. á 7. síðu. Minningarspjöld Jóns Baldvinssonar forseta fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Alþýðuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags RvQcur. Skrifst. V. K. F. Framsókn, Alþýðubrauðg., Lvg. 61 og í verzl. Valdimars Long. Hafnarfirði. Munið Tivoli. Kaupum tuskur Baldursgötu 30. Svefnsófar Húsgagnaverzlunin HÚSMUNIR, Hverfisg. 82. Sími 3655. Sérleyfisferðir. Til Laugarvatns. Til Geysis. Daglegar ferðir. Til Gullfoss og Geysis smmudaga og fimmtu- daga. Ólafur Ketilsson. BIFRÖST, sími 1508. Nýkomið: HIBH STÁLBOGAR, JÁRNSAGARBLÖÐ og BOROLÍA. Vesturgötu 16. Sími 6765. SKiPAttTGCR'Ð RIKISINS til Stykkishólms, Elateyjar og Haga á Barðaströnd. Vöru- móttaka í dag. Úfbreiðið Alþýðubiaðið. ►

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.