Alþýðublaðið - 15.08.1947, Page 3

Alþýðublaðið - 15.08.1947, Page 3
Föstudaginn 15. ágúst 1947 ALÞÝÐUBLAÐIÐ BÓKAÚTGÁFA HELGA- FELLS hefur með bókunum í útgáfunum Listamanna- þing I-II og Nútímasögur hafið merkilega viðleitni til að kynna íslendingum í vönd uðum þýðingum og í snotr- um ytra búningi góð erlend skáldrit- Eru þessar útgáfur ærið greinarefni út af fyrir sig, en að þessu sinni ætla ég einungis að fjalla um skáld- sögu eftir Færeying og lít- ið eitt um færeyska menn- ingu og bókmenntir, en skáld sagan heitir Nóatún og er önnur bókin í flokknum Lista mannaþing II. Höfundur hennar heitir William Heine sen, en Aðalsteinn heitinn Sigmundsson, sem áður hafði þýtt Far veröld þinn veg og Feðgar á ferð, hafði fyrir nokkru lokið þýðingu Nóatúns, þá er hann lézt. Færeyingar eru skáld- hneigð þjóð og sverja sig þar í ættina við hinar aðrar þjóð ir á Norðurlöndurn. Hin gömlu danskvæði þeirra og dansinn sjálfur eru samgró- in menningu þeirra og þróun hennar. Sá, sem séð hefur Færeyinga dansa þjóðöansa sína, og nokkurt skynbragð ber á, hvað þar birtist, gleym ir ekki þeirri eða þeim stund- um. Það er sama, hvort kvæð ið, sem er sungið og dansað er eftir, er háð- og ádeiiu- kvæði, hetjuljóð eða andlegs efnis: Færeyingurinn svo sem verður. samræmdur efni þess, hljómnum og hljóðfalli ríms og tóna. Hann lifir sögu þjóðar sinnar, þeg- ar hann dansar og syngur, hann tilbiður það sem henni er eða hefur verið heilagt, hann fyllist gremju, eldmóði eða spotti, eftir því sem far- ið er anda kvæðisins, og hver einstaklingur svo sem dansar sig saman við heildina. Fær- eyingar dansa ekki aðeins á hátíðum og þar sem margt fólk er saman komið- Ekki heldur þurfa að vera dömur til þátttöku í dasinum til þess að færeyskir karlmenn hafi yndi af að syngja og dansa •— og færeyskt kvenfólk dans ar þjóðdans, þó að engir karl menn séu í þess hóp. Færey- ingar dansa í heimahúsum og úti undir berum himni, sjó- mennirnir oft og tíðum þeg- ar þeir fara á land á fram- andi strönd. Útþrá og heim- þrá, frelsis- og framfarahug- ur, ástin á bögu feðranna og á fósturmoldinni, vonir og draumar, áhyggjur og sorg- ir, lífsreynsla langrar ævi að leiðarlokum og trú á hið til- komanda eða efablandinn uggur — allt fær þetta meiri og minni útlausn í ljóði, lagi hreyfingum og svipbrigð um hins dansandi Færeyings. Bansinn verður honum and- leg heilsulaug, sem vant mun að meta, og er vonandi, að Færeyingar beri gæfu til að varðveita dansinn slíkan sem hann er og hefur verið, úr því að þeir hafa um langar nauðaldir verndað hann frá glötun. En Færeyingar hafa eign- azt á síðari tímum nýtízku bókmenntir, og yrði: of langt upp að telja í þessu greinar- korni hin mörgu skáld þeirra. Þeir hafa átt menn, Guðmundur G. Hagalín: Færeyskar bókmennfir sem hafa verið hvort tveggja í senn, þjóðskáld, athafna- og forystumenn, og nægir þar að nefna Nólseyjar-Pál og Jóhannes Patursson. Þá er hinn mjög fjölhæfi Hans A. Djurhuus og bróðir hans listaskáldið J. H. O. Djur- huus. Sáld daglega lífsims og vinnunnar er Mikkjal á Ryggi, skáld glettni og lífs- gleði Poul F. Joensen. Þá er hinn skemmtilega háðski Troud Olsen, sem er líka fag- uryrtur náttúruunnandi, ■— og svo mál- og formsnilling- urinn Richard Long. Af þeim sem skrifað hafa skáldsögur á Færeysku, virðist mér Hedin Bru merkastur. Hann hefur skrifað ágætar lýsingar á færeysku alþýðulífi á sjó og landi í Lognbrá og Fasta- tökum, og í sumum myndum og smásögum í Fjallskuggin sýnir hann gjörla, hve snjall hann er orðinn í því að láta koma fram hin ólíkustu blæ- brigði færeyskrar tungu. Auk þessara sagna eru svo Feðgar á ferð, sem Aðalsteinn Sig- mundsson þýddi mæta vel. Mér hefur virzt, að sumir, sem ég hef átt tal við, kynnu ekki að meta þá bók- Mér virð ist hún bera vott um mikinn mannþekkjara og fjölvísan listamann á mál og stíl, og hef ég lesið bókina tvisvar með mikilíi ánægju. Hedin Bru er glettinn, meinglettinn á stundum, og í Feðgar á Ferð er hann ekki að lýsa hetju- kostum þjóðar sinnar, heldur ýmsu því, sem er öfugt snúið, og virðist mér koma fram í persónulýsingum hans í þess ari bók sitthvað, sem ég hef ekki séð lýst jafnlifandi annars staðar, en ég hef þótzt verða var við sem þætti í skapgerð sumra Færeyinga, er ég hef eitthvað kynnzt. Hedin Bru heitir í rauninni Hans Jakob Jakobsen, — og er kóngsbóndasonur frá Sand ey. Hann er búnaðarráðunaut ur í Færeyjum. Hann er fædd ur árið 1901 og því enn á bezta aldri til andlegra \starfa. Kunnastur færeyskra skáld sagnahöfunda mun vera hér á landi Jörgen-Frantz Jacob- sen, höfundur skáldsögunnar Far veröld þinn veg, sem Að alsteinn Sigmundsson þýddi svo vel, að sérstakt má heita, því að hún er mjög svo vand- þýdd. Hún er að mínum dómi glæsileg skáldsaga að frásagn arhætti, atburðalýsingum, mannlýsingum og reisn, en Jacobsen skrifaði hana á dönsku- Hann lézt í marzmán uði 1938, ekki fertugur, var einu ári eldri en Hedin Bru, fæddur 1900, kaupmannsson ur úr Þórshöfn. Þá er það William Ileine- sen, höfundur Nóaíúns. Hann er fæddur sama árið og Jörg- en-Frantz Jacobsen, sonur út gerðarmanns í Þórshöfn. Hann nam verzlunarfræði í Kaupmannahöfn, en fékkst síðan nokkuð við blaða- mennsku. Hann mun nú eiga heima í Þórshöfn. Hann hef- ur gefið út fimm ljóðabækur á dönsku og tvær langar skáld sögur, Blæsende Gry 1934 og Nóatún 1938. Sú fyrri er fyr ir ýmsra hluta sakir merk- ilegt ritverk,- mikill fróðleik- ur í henni fólginn um menn ingu Faereyinga, atvinnu- háttu þeirra, hugsanalífið og trúarlífið. En sagan er nokk- uð þunglamaleg og ekki sem heillegust- Nóatún er aftur á móti mjög gott skáldrit, og gegnir það furðu, að svo lít- il þjóð sem Færeyingar skuli hafa fóstrað samtímis þrjú sagnaskáld jafnmiklum gáf- um gædd og þá Hedin Bru, Jörgen-Frantz Jacobsen og William Heinesen. II. William Heinesen er ekki listamaður á stíl á borð við Jörgen-Frantz Jacobsen, og ekki er stíll hans heldur jafn blæbrigðaríkur og sérkenni- legur og stíll Hedins Bru. En samt sem áður segir Heine- sen mjög vel frá, bók hans er svo rík af lífi, að sérstætt má teljast, svo blátt áfram sem hún er að gerð. Sagan segir frá landnámi nokkurra fátækra landleys- ingja í hinum afskekkta og að sumu illræmda Dauðsmanns dal. Þar er nokkurt ræktun- arland, en hins vegar er mannhætta og stundum ófært að komast úr dalnum á sjó og landi til næstu byggða. Bónd inn, sem einn notar allt land í dalnum til beitar, hef- ur verið andstæður því, að þarna yrði úthlutað jarðnæði — og gerir landnemum allt til miska, sem hann getur. Þeir eru flestir sjómenn og eiga ekkert til, og er lýst bar áttu þeirra við fátækt, úlfúð Sigvarðar bónda, sjúkdóma, hjátrú, mannlegan breysk- Ieika — og þá ekki sízt hrika náttúru dalsins- Og þó að höf undur dragi ekki úr erfiðleik unum og geri fólkið síður en svo að ofurmennum, þá sigr- ar það undir forustu hins seiga, þróttmikla, en gætna Níelsar Péturs og fyrir holl- ræði og stuðning hugsjóna- mannsins Símonar Tófts, kennara. Það mættr til sanns vegar færa, að þessi saga sé áróðurs saga, minnsta kosti, að hún hafi boðskap að flytja. Sá boðskapur er þessi: Færey- ingar, ræktið land ykkar og búpening, nemið ónumið land og leggið það undir plóg inn. Moldin svíkur 'ekki, allt annað getur svikið — hún ekki. Vinnið saman, hjálpið hver öðrum í stað þess að öf unda hver annan og dómfella. Allir hafa. í rauninni í sér viljann til þess að finna lífi sínu einhvern tilgang, og rnennirnir eru yfirleitt 'ekki vondir, heldur glámskyggn- ir og mistækir! En þó að þessi boðskapur sé afbragð, þá er þaö ekki hann, sem gerir söguna að merku og eftirminnilegu ’ skáldverki. enda kemur hann mjög lítið fram í dagsljósið raunar aldrei svo, að fyrir hann sé neinu raskað um 'eðlilega framkomu og örlög persónanna. Höfuðatriðið verða þær, einkenni þeirra, líf þeirra og barátta- Atburðarás sögunnar er þannig, að hvað eina virðist leiða af öðru á sem eðlileg- astan hátt. Stundum eru það eigindi persónanna — og þá ekki sízt ýmis konar breysk- leiki í fari þeirra, sem veldur atburðunum. Annað veifið eru það náttúruöflin, og stund um hafa þjóðfélagsleg öfl sín áhrif á það, sem gerist. En allt veldur það nokkru um örlagavefinn, allt orkar það á sannleikinn á leiksviði hinn ar mannlegu tilveru. Smátt og smátt kynnumst ivið því margra fólki, sem höf undurinn teflir fram, kynn- umst því meira og meira, unz við þekkjum flest af því eins vel og við hefðum umgengizt það, nei, margt af því betur, því að í því liggur list skálds ins, að velja úr orð og atvik, sem einkenna, varpa Ijósi yf ir vítt svið — og velja þetta úr á þann hátt, að allt sé samt svo eðlilegt, að við tökum ekki eftir því, að um neitt úr- val sé að ræða. Og sannar- lega er þarna fólk eins og gerist og gengur: Níels Pétur er ekkert ofurmenni, þó að hann sé trúr sem gull, og gæddur þrótti og seiglu- Hann hefur þá veilu, að hann ótt- ast þá, sem hærra eru sett- ir, óttast þá jafnvel meira en ástæða er til. Hann er sem sé haldinn nokkru af þeirri minnimáttartilfinningu, sem réttleysi hins fátæka og valda litla hefur komið inn hjá kyn slóðunum. Hann og þeir heil steypustu af félögum hans eru trúmenn, og víst taka þeir mark á boðorðunum, en samt láta þeir eitthvað við- gangast, já, finnst það við nána íhugun eðlilegt og hag- kvæmt, sem brýtur þvert í bága við þau boðorð guðs, sem þeim mundi sízt detta í hug að bera brigður á að væru ekki aðeins réttmæt, heldur og heilög. Svo er það þá fólkið, sem virðist nei- kvætt á vettvangi lífsins. En er það þar fyrir nokkur af- hrök? Nei, það er nú eitthvað annað — finnst okkur. Ef Sigvarður bóndi mætti ráða, þá yrði hann hin mesta mein vættur mörgum fjölskyldum, en þó að gróða- og hagsmuna sjónarmið séu að miklu ráð- andi um gerðir hans, þá er það þó ef til vill fyrst og fremst annað, sem fyrir hon- um vakir: Það er, að réttur- inn ríki, hann nái þeim rétti, sem hann eftir öllum lögum á — minnsta kosti vill hann að sá réttur hans verði við- urkenndur — hvað sem taut- ar og hvað sem það kostar. Diriksen málafærslumaður má ekki við því — að honum finnst — að fleygja frá sér neinu máli, en helzt vill hann, ef hægt er, koma mál- um þannig, að hvorugur að- ilinn fái mjög slæman skell- Hitt er svo auðvitað, að ef hann getur komið öllu þann- ig fyrir, að báðum málsaðil- um hentar sæmilega, þá er ekki of gott, þó að hann taki fé af báðum! Friðrik er ráns- maður og morðingi, en þetta er gjöfull öðlingur, sem öll- um líkar vel við, og allir verða meira en lítið skelfdir og hissa, þegar þeir komast að raun um, hve brotlegur hann hefur orðið. En hafa svo ekki atvikin reynt ærið mikið á þolrif þroskans hjá þessum hálfgildings útigangs jálki á hjarni tilverunnar, þá er hann gerðist svo meinslæg ur, að hann verður manns- bani? Og Óli Örnberg — hann er skýjaglópur og hann er strax meira efni í ræfil en manndómsmann, en jafnvel þá er hann ætlar að vinna sitt, versta verk, er það ekki mannvonzka, heldur ræfil- dómurinn, sem veldur. Ann- ars afsakar höfundurinn ekki þetta fólk ■— það er les- andinn, sem les þetta út úr orðum, verkum og aðstæðum. Loks eru nokkrar bráð- skemmtilegar, kátlegar, en sannar og í fyllsta lagi mann- legur persónulýsingar: Það er nú Tilda, sem okkur þyk- ir máske í lauslátara lagi og til í furðu margtýen skiljum við hana ekki einungis í sátt og samlyndi, heldur þannig, að við óskum henni innilegs velfarnaðar, óskum henni innilega til hamingju í vænt anlegu hjónabandi hennar og Dams verkstjóra. Það er full trúi Diðriksens ■—• Hansen, sem kennir sig engan mann til þess að standa í illdeilum við þá, sem gert hafa á hluta hans, hefur beinlínis ekki heilsu til að eiga von á vond- um hugsunum frá þeim og kýs þess vegna að fyrirgefa '— já, og stinga í vasa þeirra bók eftir Olfert Ricard! Og svo er það enn auk ýmsra fleiri, hinn kostulegi Mikkj- all, sem er eins konar full- trúi allra þeirra sem mann- legt tómlæti og ræktarleysi hefur reynt að drepa úr allt gott og nýtilegt á sál og lík- ama, en eru svo heilbrigðir og gæddir slíkri lífsorku, að þeir lifa samt og álpast áfram svo sem af meðfæddri hvöt frekar öðrum til gagns en hitt, ef þeir bara fá uppfyllt- ar frumsíæðustu þarfir sínar og mega úðra tfið sitt í friði. í rauninni gæti Mikkjall ver- ið eins konar tákn hinnar ó- drspandi seiglu traustra og lífsverðmætra eiginleika mannlegs eðlis, já, tákn al- þýðu þ'eirra þjóða, sem voru eins og sú færeyska og að nokkru íslenzka þjóðin kúgað ar og mergsognar, en ekki var unnt að svipta ýmsum mjög verðmætum eiginleik- um, hvað þá pína úr þeim sjálfum lífið. Náttúrulýsingar eru fágæt ar í bókinni, sem skart eða skrúð.' Náttúran kemur yfir- leitt fram sem aðili í þeirri baráttu, sem þarna er háð, en sannarlega fáum við samt af henni glögga mynd- Þá koma og fram ýmsir þættir þjóðlífsins, og er enginn alls Framhald a 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.