Alþýðublaðið - 15.08.1947, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 15.08.1947, Qupperneq 5
Föstudaginn 15. águst 1947 ALB>ÝBUBLAf>iÐ * MAÐURINN hefur haft stórkostleg áhrif á dýralífið á ýmsum svæðum jarðarinn- ar. Veiðiskapur orsakaði út- rýmingu t. d. bjarna, úlfa og galta i Englandi og nærri því fullkomna eyðingu vísund- anna í Norður-Ameríku. Loðdýr hafa verið sleitulaust veidd. Ræktun landsins og tamning dýranna olli víðtæk um breytingum á jafnvæg- inu í ríki náttúrunnar. En' þeim mun meira sem var ræktað, því meira þrengdist hagur dýranna. Vesturlanda- maðurinn flutti með land- námi ræktun sína og húsdýr til nýrra og nýrra landa og óhagstæð þróun dýra- og jurtaríkisins olli vandræð- um eins og hérafaraldri og þyrnaperum í Ástralíu og brómberjarunnaþykkni,. er starrarnir fluttu til Nýja- Sjálands. Af hendingu fiutt- ust moskitoflugur frá Suður- Afríku til Brazilíu, en þær bera malaríu og ollu þar ægilegu tjóni. Lífið í sjónum hefur minna orðið fyrir afskiptum mannsins. En um sjóinn, hef- ur verið sagt: Maðurinn upp- sker þar sem hann sáir ekki. Hvergi sést það betur en í viðskiptum mannsins við spendýrin í sjónum. Til eru þrír hópar þeirra: sirenia eða sækýr; marine carnivora, svo sem selir og rostungar; og cetacea eða hvalirnir. Sækýrnar áttu heima ná- lægt ströndum og árósum og lifðu á sjávargróðri. Til þeirra töldust þangað til nú fyrir. skömmu þrír flokkar: dugong í Indlands- og Kyrra- hafi, manatee í Atlantshafi í hitabeltinu og miklu stærri tegund í Norður-Kyrrahafi. Tvær hinar f'yrrnefndu hjara enn, þrátt íyrir allmikla veiði, sem stunduð er mest- megnis af frumstæðum þjóð- flokkum vegna kjötsins og spiksins. Norður-sækýrnar urðu aldauða um það bil 30 árurn eftir að þær fundust árið 1741, og voru þar rúss- neskir veiðimenn og kaup- sýslumenn að verki. Mergð rostunga var áður fyrr í norðurhluta Kyrra- hafs og Atlantshafs. Alls- herjarslát-run, svo sem þá er 900 voru drepnir á einum degi nálægt Svalbarða 1552 og er árlegur innflutningur rostungstanna/til San Franc- isco var 12000 stykki milli 1870—1880, hefur takmark- að þá við mjög norðlæg höf. Margar selategundir urðu að þola svipaða meðferð. Þær voru ofsóttar vegna spiksins og kjötsins, en sæ- ljónin vegna skinnanna, sem eru jafn verðmæt talin og skinn safala. bjóra og silfur- refa. Fyrr meir var gnægð ýmissa tegunda í suðlægum og norðlægum höfum, en i norðlægum höfum eru þeir nærri horfnir. Mest var veitt við Pribiloveyjar í Behrings- hafi, um það bil 300 mílur frá Alaska. Fundu Rússar eyjarnar 1786. Þar eru mikl- ar klappir og á þeim mikill fjöldi sela. Voru þarna 200 þúsund selir drepnir af Ame- ríkumönnum og Rússum á 50 ára skeiði. Bandaríkin eignuðust eyj- arnar árið 1867, og eftir al- þjóðlegt málaþras og starf tveggja ensk-bandarískra nefnda árin 1891 og 1896— ’97 var selveiði á sjó bönnuð með alþjóðlegum samningi og seladráp á eyjunum ein- skorðað við þarfir íbúanna. Tók þá selunum að fjölga, og með því að takmarka veiðina við brimlana, þar eð einn á móti 40 urtum nægir, er eftirliti haldið áfram. * Rússar fundu einnig hinn merkilega sæotur við strend- ur Síberíu. Þetta frábæra loðdýr var veitt gegndar- laust milli Síberiu og Aleute- eyja og allt suður að Kali- forníuströndum. Stóðu Bret- ar og Ameríkumenn fyrir því.. Fullkominni útrýmingu var forðað með alþjóðlegum ráðstöfunum snemma á þess- ari öld. Svipuð örlög féllu hvalaættbálknum í hlut, en af þeim ættbálki eru stærstu dýr jarðarinnar fyrr og siðar, búrhvalir og skíðishvalir. Gerist þess ekki þörf að rekia hér harmsógu hinnar linnu- lausu rányrkju mannsins á þessum dýrum, er Baskar hófu á 10. öld og komst á hæsta stig með notkun stór- virkra verksmiðjuskipa í Suðurhöfum. Veiðimaðurinn hefur þann- ig unnið spendýrum sjávar- ins hryllilegan skaða. Hann hefur einnig höggvið geig- vænlegt skarð í stofn margra nytjafiska með sifellt stór- virkari veiðarfærum. I lok síðustu aldar komu gufutog- ararnir með haglega gerðum botnvörpum í stað seglskip- SKÓGRÆiiTARFÉLAGS REYKJAVÍKUR verður Iialdinn í kvöld kl. 8,30 síðdegis í Félagslieimili verzíunarmaima, Vonarstræti 4. — Bagskrá sam- kvæmt félagslögum. Stjórnin. GREIN ÞESSí fjallar um gereyðingu sumra tegunda sjávardýra og þá gegndar- lausu rányrkju, sem hingað til hefur verið rekin á fiski miðum og selverum víðast hvar fram á þennan dag, og einnig um tilraunir með ræktun nokkurra dýra. Hún er eftir próf. C. M. Yonge og er þýdd ár „World Di- gesí“. anna. Hófust veiðar með þeim allt frá Bretlandi til Barentshafs og suður til Ma- rokko. Var þetta stóra svæði nauðsynlegt vegna þess, að fiskinum hafði allmjög fækk- að og hann orðið smærri á nálægari miðum. Sönnun fyrir of mikilli veiði var lögð fyrir margar stjórnskipaðar nefndir, en ekkert varð úr framkvæmdum. Þá kom stríðið 1914—’18 og friðaði fiskinn að nokkru leyti. En að stríðinu loknu kom árangurinn í ljós. Fisk- ur hafði aukizt bæði að fjölda og stærð. En með ár- unum varð ofveiðin augljós á ný. Og nú, eftir annan frið- artíma fyrir fiskinn, styrj- öldina meðal mannanna, eru góðar horfur á að vernda megi styrkan fiskistofn á miðum Vestur-Evrópu. Þeirr ar skoðunar er brezka stjórn- in. Að hennar tilmælum var ráðstefna um rányrkju í sjónum haldin í London skömmu eftir stríðið. Mættu þar fulltrúar frá öllum sjáv- arútvegsþjóðum Vestur-Ev- rópu, nema Þýzkalandi, og athuguðu möguleika á skipu- lögðum fiskiveiðum í Norð- ursjó og nærliggjandi svæð- um. Sámþykkt var gerð um möskvastærð botnvarpa og einnig um stærðartakmörk 12 mikilvægra nytjafiska, sem lifa við botninn. Tak- mörkun á tonnatölu fiskveiði- flotans í ýmsum löndum eft- ir tillögu Breta var ekki sam- þykkt, en þess í stað sett á stofn ráðgefandi nefnd til að leggja á ráð til þess að hindra of mikla veiði i Norðursjó og nærliggjandi svæðum. Ræktun í sjónum hefur farið fram í mjög smáum stíl borið saman við jarðrækt unina. Að undantekinni nokk urri marhálmsræktun í Jap- an, hefur hún að mestu leyti verið í sambandi við dýr. Mesta tilraun á því sviði er ræktun á ostrum og öðrum skeldýrum. Þótt vitanlegt sé, áð að- ferð Rómverja til að rækta ostrur væri frumstæð, mætti rekja nútíma ræktun þeirra til starfs Costé í sambandi við ostrurnar í Frakklandi. Þau fyrrum frjó-sömu svæði tæmdust smátt og smátt um miðja síðustu öld. Costé skýrði frá, að ostrurnar gætu af sér gífurlegan fjölda lirfa og aðeins örlítill hluti þeirra fyndi hreinan og harðan botn, er þær sigju niður. Af tilraunum hans og getgátum reis nútíma aðferðin til að koma upp ,,söfnurum“, sem eru fólgnir í að íhvolfir þak- steinar eru þaktir utan af kalki og sandi snemma á sumrin, þegar ostrurnar fara að hryggna. Á þennan hátt fá milljónir ostruhrogna heppilegan stað til þess að setjast að á. * Costé skildi þörfina á að friða. Eftir nokkra mánuði eru ungu ostrurnar teknar af steinunum og fluttar í ker, þar sem þær eru verndaðar með vírneti gegn fjölmörg- um óvinum. Síðar eru ostr- urnar fluttar í víðáttumikla garða, en allir óboðnir gestir eru fjarlægðir. Slíkir garðar ná yfir stórt svæði við hinn grunna og innilokaða Arca- chonflóa og víðar að strönd- um Frakklands. Frakkar hafa einnig kom- izt að raun um, að ostrurnar geta vaxið og þroskazt víðar en á þeim svæðum, sem þær tímgast, og eru byrjaðir að rækta ostrur í grunnum lón- um, einkum við Marennes. í þessu hlýja vatni vaxa fljótt smásæjar jurtategundir, sem ostrur-nar lifa á. Fer nú fram vel skipulögð og vaxandi ostrurækt með fram Atlants- hafsstrpnd Frakklands. Við þessar sömu strendur rækta Frakkar einnig kræk- linga í leðjunni í löngum staura- og *. trjágirðingum. Fyrstur til að byrja á þessu var íri nokkur, Walton að nafni, sem varð skipreika í Anse de l’Aiguillon og komst einn lífs af. í leðjunni á ströndum þessa grunna flóa, sem eru mjög víðáttumiklar um fjörur, er sagt að hann hafi rekið niður staura til þess að festa net við og von- aði hann, að sjávarfuglar festust í þeim. Brátt varð hann þess var, að netin voru full af kræklingum, er þrosk- uðust miklu -betur en ann- ars staðar við ströndina og reyndust þar að auki vera herramanns matur. Vafði hann þá greinum og tágum saman milli stauranna og kom þannig upp einfaldri ræktunarstöð Meðal þess, sem nú er reynt í ræktun skelfiska, er perluiðnaðurinn. Lítil perla, sem myndar perlukjarnann, er s-ett milli sneiða úr skel- myndandi vef, sem tekinn er úr perluostru, og síðan er þetta allt grætt í vef perlu- skeljarinnar. Mjög frábrugð- ið dýr, þvottasvampurinn, virðist vera mögulegur til ræktunar. H-ann er fastur niður líkt og jurt. Tilflutningur sjávardýra um ákveðnar fjarlægðir er vel hugsanlegur í framtíð- inni. Kolinn hefur verið fluttur af grunnmiðunum og út á Dogger Bank og þrosk- ast miklu fljótar þar en í hinum fornu heimkynnum sínum. Einnig hafa Danir flutt með góðum árangri smákola úr Norðursjónum inn í Limafjörðinn, en þar eru skilyrði góð. * Ræktun í sjónum er fólg- in í því, að tryggja ákveðn- um stofni frábær lífsskilyrði á svæði þar sem nóg er um fæðu. Hagnýting fæðu, sem framleidd er á landi til að auka frjósemi í sjó, er enn á tilraunastigi. Það, að ostr- urnar fitnuðu í Marennes, er talið stafa af því að sett voru í vatnið nærandi sölt, en þá nægir smásær jurtagróður til fæðu handa ostrunum. Á afmörkuðum svæðum í sjónum er aukning frjósemi með nærandi söltum hugsan- legur möguleiki, og danskir og norskir líffræðingar hafa gert tilraunir á þessu sviði og hafa sýnt íram á mikilvæga aukningu á jurta- og dýra- lífinu. Svipaðar tilrau-nir, er mið- uðust við að auðga fiskastofn inn, hafa farið fram undan- farin ár í smálónum við , vesturströnd Skotlands. Nýslátrað diíkakjöf og nýff sláfur KJ ÖTVERZLANIR HJALTA LÝÐSSONAR, Grettisgötu 64 og Hofsvallagötu 16. Svefnhðrbergis- Eiúsgögn dönsk úr póleraðri hnotu. Húsgagna ver ziunin HÚSMUNIR, Hverfisg. 82. Sími 3655. Féíagslíf B.Í.F. — Farfœglar. Ferðir’ um helgina 1. Ferð í Skorradal og Svínadal. 2. F-erð að Heklu. Þátttak-endur kaupi farmiða í kvöld kl. 9—10 að V.R. Nefndin. ÁRMENNINGAR! Skíðamenn. Vinna hefst í Jósefsdal um helgina. Farið verður frá íbróttahúsinu við \ Lindárgötu kl.. 2 a laugar- dag. Verið allir með frá byrj- un. Spennandi kvöldvaka. Draugurinn í Dalnum og stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.