Alþýðublaðið - 15.08.1947, Side 7
Föstudaginn 15. ágúst 1947
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Næturlæknir er í Læknavarð
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Laugavegs
apóteki, sími 1618.
Næturakstur annast Hreyfill,
sími 6633.
> •
Ljósatími ökutækja
er frá kl. 21.25 til kl. 3.40 að
nóttu.
Hannes á horninu
arfæri, olíur. Og við þurfum að
standa straum af námi ung-
menna okkar sem þurfa að fara
út til að undirbúa sig undir þýð
ingarmikil ævistörf. Þetta þurf
um við fyrst og fremst að hugsa
um. Allt annað verður að sitja
á hakanum. Getum við ekki
sparað kaffi og annað slíkt. Get
um við ekki spara silkisokka
og silkiklúta.
- ÉG XEK AÐEINS fá dæmi af
ótal mörgum. Við getum deilt á
stjórnarvöldin fyrir að hafa gef
ið þjóðinni ofmikið eyðslufrjáls
ræði á undanförnum árum. En
hver er saklaus í því efni.
Hvort skapa þeir hrunið sem
leyfðu og stjórnuðu eyðslunni
— en stukku svo burt þegar
efnin gengu til þurrðar, eða þeir
sem reyna að hafa stjórn á
björgunarstarfinu? Við verðum
að gæta að okkar málum eins
og allar aðrar þjóðir. Og við
höfum sannarlega beinin til að
bera aðhaldið, betri aðstæður en
flestar aðrar þjóðir.
ÞJÓÐIN Á AÐ fordæma ösk-
urapanna. Hún á að snúa baki
við þeim. Og láta þá aldrei geta
komið af stað óróa — og þaraf-
leiðandi vandræðum. Okkur er
öllum ljóst að við höfum ekki
efni á eyðslu á borð við þá, sem
verið hefur undanfarin ár. Leik
urinn er búinn. Honum er lok-
ið fyrir löngu. Ef þjóðin vill
ekki skilja það, sekkur hún.
'rrax.Ti
Rányrkja og rækiun í sjónum
-• fdCUjáipi&
tii a<f grœtfa iandiciÁ'oCeqcjic
iherj i cLana^rceoiiaijoo.
f t W-**
'Slrifitofa Jdappantý 29
(Frh. af 3. síðu.)«
ófróður um færeysku þjóð-
ina, sem lesið hefur þessa
bók.
Að loknum lestri bókarinn
ar erum við svo höfundinum
þakklát fyrir það, að hann
hefur gefið okkur kost á að
fylgjast með fólki, sem okk-
ur hefur þótt fróðlegt og
skemmtilegt að kynnast, að
hann hefur brugðið upp fyr-
ir okkar sannfærandi mynd-
um af hinu stríðandi, en und-
ursamlega grózkuríka lífi,
sem þrátt fyrir allt á sér æv-
inlega viðleitni hve fárán-
lega sem hún kann að koma
fram þessa eða hina stund-
ina til að skapa sér skilyrði
til að njóta sem mestrar sól-
ar.
III.
Mér hefur jafnan verið það
Ijóst, að Færeyingar eru
engu síður sérstæð þjóð held
ur en hver önnur af þjóðum
Norðurlanda. En ég hef Ííka
ávallt gert mér grein fyrir
því, að um sókn sína í sjálf-
stæðismálinu og um stjórn-
skipun sína í framtíðinni éiga
þeir allt undir sjálfum gér.
Það verður þar ofan á, sem
þeim sjálfum virðist skynsam
legt og viðráðanlegt á hverj-
um tíma- Enn fremur veit ég,
að við íslendingar erum á
engan hátt þess umkomnir,
að vera forsjá Færeyinga um
atvinnumál þeirra eða fjár-
mál. En í menningarmálum
þeirra gætum við hins veg-
ar verið þeim nokkur stoð-
Menningarleg samvinna milli
þessara tveggja þjóða hefur
í rauninni ekki verið neln,
enn sem komið er. Hvers
vegna greiðum við 'ekki fyrir
því, að færeyskir námsmenn
eigi hér nokkurn kost betri
hjara en annars staðar, hvers
vegna bjóðum við ekki búnað
arfrömuðum, menntamönn-
um, listamönum og skáldum í
kynnisfarir og til kynnisdval
ar? Hvers vegna sendum við
ekki fyrirlesara til Færeyja
og fáum færeyska andans
menn til þess að kynna þjóð
sína og menningu hér á
landi? Og síðast en ekki sízt:
Við íslendingar höfum þá sér
stöðu meðal Norðurlanda-
þjóðanna, að allur þorri með
algreindra manna getur lesið
færeysku. Við vitum, að skil-
yrðið fyrir viðhaldi þjóðlegr-
ar menningar með hverri
einustu þjóð er það, að með
henni blómgist bókmenntir,
ritaðar á máli hennar sjálfr-
ar. Við þekkjum til þess, hve
erfitt það er að varðveita
vöxt og viðgang bókmennta
hjá smáþjóð — og við ættum
allra þjóða bezt að geta skil-
ið, hverjum erfiðleikum það
er bundið hjá. Færeyingum,
þar sem er aðeins einn mað-
ur á móti hverjum fjórum
hjá okkur. Það er ágætt og
sjálfsagt, að við gefum út á
íslenzku hverja verðmæta
skáldsögu, sem Færeyingur
skrifar, en mesta hjálp getum
við veitt Færeyingum með
því að kaupa færeyskar bæk-
ur. Og það er síður en svo,
að þetta þurfi að vera nokkur
fórn: Við höfum gott af að
kynnast því, sem merkast
verður gefið út í Færeyjum.
En hver feikna hjálp væri /
það ekki færeyskum bók-
menntum og menningarlífi,
ef t. d. 500 manns á íslandi
keyptu eitt færeyskt tímarit,
og að meðaltali á ári eina
skáldsögu, eina ljóðabók og
eitt þjóðfræðilegt eða sagn-
fræðilegt rit — fjórar bækur
alls, og bækur eru, þrátt fyr
ir mannfæðina í Færeyjum,
miklum mun ódýrari en ís-
lenzkar bækur eru nú, þó að
gengismunur sé tekinn með í
reikninginn. En úr slíkum
kaupum sem þessum verður
ekki, nema stofnaður verði
lesklúppur, en þá gætu þeir,
sem í honum væru, fengið
bækurnar fyrir 75% búðar-
verðs, já, og bækurnar orðið
ódýrari en ella af því að út-
gefandinn gæti gert ráð fyr-
ir 500 einstaka meiri sölu en
færeyskur bókamarkaður
leyfir. Og fimm hundruð
manns — það er einn af
hverjum 260 mönnum, en
það svarar til 170—80 manns
í Reykjavík, 15—16 í Hafn-
arfirði, 2—3 á Eyrarbakka,
11—12 á Isafirði, 3—4 á Seyð
isfirði, 1—2 í hverri sveit o.
s. frv. En að þessu máli
mun ég frekar víkja síðar.
Guðm. Gíslason Hagalín
- Skemmtanir dagsins -
Kvikmyndir:
GAMLA BÍÓ: „Ástalaust
hjónaband". Spencer Tracy,
Katharine Hepburn. Sýnd kl.
5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ: „Sonur refsinornar-
innar“, Tyrone Power, Gene
Tierney, George Sanders,
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ: Rauður þráðar-
spotti. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRÍPOLIBÍÓ: „Tryggur snýr
aftur. — Ted Donaldson.
John Litel. Barbara Woodell.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ: „Undir merki
kardínálans“, sýnd kl. 7 og 9.
Skemmtisfaðir:
TIVOLI. Opnað kl. 7 síðdegis.
DÝRASÝNINGIN í Örfirisey.
Dansleikur í kvöld. Skot-
bakkinn opinn.
ö-
Samkomuhúsin:
HÓTEL BORG: Konserthljóm-
leikar frá kl. 9—11,30.
BREIÐFIRÐIN GÁBÚÐ:
Danshljómsveit frá kl. 9—
11,30 síðdegis.
TJARNARCAFÉ: Dans
hljómsveit frá kl. 9—11,30.
Úfvarpið:
19.30 Tónleikar: Lög leikin á
gítar og mandólín (plöt-
ur).
20.00 Fréttir.
20.30 Útvarpssagan: „Á flakki
með framliðnum“ eftir
Thorne Smith, X (Her-
steinn Pálsson ritstjóri).
21.00 Strokkvartett útvarpsin:
Kvartett í F-dúr nr. 17,
eftir Mozart.
21.15 íþróttaþáttur (Brynjólfur
Ingólfsson).
21.35 Tónleikar: Frægir söng-
menn syngja (plötur).
22.05 Symfóníutónleikar (plöt-
ur).
7
Vana bifvélavirkja
og vélamenn
vantar á vélaverkstæði vita- og hafnar-
málaskrifstofunnar, Seljavegi 32.
Upplýsingar hjá verkstæðisformanninum,
Friðriki Teitssyni.
Hafnarfjörður
r
Ibúð óskasf
til leigu sem fyrst, 2—4 herbergi og eldhús.
Upplýsingar á Hverfisgötu 18 B, Hafnarfirði.
Húseignin
Kársnesbraut 9 er til sölu. Húsið er prýðilega
gott. Nóttin er þar kyrrlát og vaggar öllu í vær-
an blund. Útsýnið fagurt, iðgrænn Fossvogurinn
í austri, en Skerjafjörður, víðsýnn og blikandi í
vestri. Til hægðarauka fást eignaskipti á góðu
húsi í bænum. Nánari upplýsingar gefur Pétur
Jakobsson, löggiltur fasteignasali, Kárastíg 12.
Sími 4492. Viðtalstími kl. 1—3.
Vesfmannaeyjabær fær báða sína
nýbyggingartogara á þessu ári
—------.. ...—
„Elliðaey4 kemur til Iandsins 30. þ. m.,
en „Bjarnarey“ verður hleypt af stokk-
unum síðast í mánuðinum.
-------♦—:----
„ELLIÐAEY“ l’yrri nýbyggingartogarinn sem Vest-
mannaeyjakaupsíaður fær er væntanlegur til landsins 30
þessa mánaðar og um svipað leyti verður hinum togaranum
sem Vestmannaeyjar frá, ,,Bjarnarey“, hleypt af stokkun-
um og verður hann væntanlega kominn hingað fyrir ára-
mót.
Páll Þorbjarnarson, fram-*
kvæmdarstjóri bæjarútgerð-
arinnar í Vestmannaeyjum,
ætlaði loftleiðis til Englands
í dag, til að veita ,,Elliðaey“
móttöku, en áður var skip-
stjórinn, sem verður með
togarann, Ásmundur Frið-
riksson, og vélstjórinn komn-
ir til Aberdeen, en þar er
togarinn byggður. Loks fór
nokkuð af skipshöfninni héð-
an áleiðis til Englands með
Helgafelli í gær.
Eins og áður segir, verður
hinum nýbyggingartogaran-
Borgarnessfundurinn
Framhald af 2. síðu.
þess almennt, að tillögur þær
aðrar, er fyrir lágu yrðu
bornar undir atkvæði,. en er
formaður neitaði því, hópuð-
ust fundarmenn upp að
borði fundarstjóra, ef verða
mætti til þess, að hann yrði
þá frekar við óskum þeirra,
en þá sópaði formaðurinn í
flýti' saman skjölum sínum
og plöggum, stakk þeim í
tösku sína og skálmaði út- —
Var honum svo brátt að kom
um, sem Vestmannaeyjabær j ast út, að hann gleymdi að
kaupir, ,,Bjarnarey“, hleypt
af stokkunum síðast í þess-
um mánuði, og er hann vænt-
anlegur til Vestmannaeyja
fyrir áramót.
Lesið
Aiþýðubiaðið.
slíta fundi!
Er það almannarómur í
Borgarnesi, að háðulegri út-
reið hafi enginn maður hlot-
ið þar á fundi, en Jónas
Kristjánsson hlaut í þetta
sinn, og mun verkalýðsfé-
lagið staðráðið í því, að láta
hér með lokið yfirráðum
hans og annarra kommúnista
í félaginu.