Alþýðublaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 4
1 é ALIbÝCHmLA^BB Þriðjudagur 26. ágúst 1947. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefá.i Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. f Ofjagstæfí sumar. SUMARIÐ í ÁR hefur hvorki verið broshýrt né veitult fyrir íslendinga það, sem af er að minnsta kosti. Síldveiðarnar fyrir Norður- landi hafa gengið svo treg- lega, að það veldur þjóðinni allri miklum áhyggjum. Veð- urfar víða um land, og þá einkum á Suðurlandi, hefur að auki verið svo óhagstætt, að bændastéttinni er búið stórfellt tjón. Raunverulega má segja, að sunnan lands hafi verið linnulaus rigningartíð frá því í vor og fram á þennan dag. Gefur að skilja hverjar afleið ingar hins óhagstæða veður- fars séu fyrir bændurna í hin um þéttbýlu sveitum á Suð- urlandi. Nú er orðið það álið ið sumars, að engin von er til þess, að úrbót, sem heitið geti, fáist varðandi heyskap- inn í ár í þessum héruðum- Kaupstaðarbúar una rign- ingatíðinni að vonum illa. Hún kemur í veg fyrir, að þeir geti notið sumarleyfa sinna á þann hátt, sem þeim er kærast. En fyrir bænda- stéttina eru viðhorfin alvar- legri. Hábjargræðistíma árs- ins vinnur hún raunveru- lega fyrir gýg. Heyin hrekj- ast um tún og engi, og af- komuhorfurnar verða hinar ískyggilegustu. Bóndinn er sem sé líkt settur á óþurrka- sumri eins og sjómaðurinn, þegar ekki gefur á sjó vertíð ina út. • Þegar að því er gætt, að samtímis því sem landbúnað urinn verður fyrir þessu mikla áfalli, bregst hinn aðal atvinnuvegur þjóðarinnar á sumrinu, síldveiðarnar fyrir Norðurlandi, gefur að skilja, að íslendingum sé vá fyrir dyrum. Raunar er enn ekki útilokað, að brfegða kunni til einhvers batnaðar- Síldveið- arnar geta glæðzt og meira að segja allmikill afli borizt á land á örstuttum tíma. Tíð- arfarið getur og tekið ger- breytingu á einum sólarhring og bændur náð í hús ein- hverju af heyjunurn, sem nú eru að rotna niður í óþurrk- inum. En eig'i að síður er Ijóst', að þjóðin hefur orðið fyrir geigvænlegu tjóni. Að- stæðurnar við lífsbaráttuna yfir hábjargræðistímann hafa verið henni andstæðari en nokkru sinni áður um langa hríð. Áhyggjur almennings eru Tískudjöflinum sagt stríð á hendur — Þegar bar- ist var gegn höttunum og fyrir hettuklútunurn Sigur snýtuklúamia. - En aftur er orrustan byrjuð Varist vélabrögðin. — Tímabii drengjakollsins er afm* að renna upp. ÞEGAR STÚLKURNAR börðust um ránclýra hattkufa í hattabúðum, sem fóru þeim svo illa að hrömung' var upp á að horfa fyrir alla menn og þá ekki sízt kvennmenn, fór ég að berj ast fyrir því, að stúlkurnar tækju upp hettuklúta. Ég sagði, að mér þætti hettukíutar falleg- ir og auk þess væru þeir marg- fallt ódýrari. Ég bar fram marg vísleg rök í málinu, og benti á, að amma hefði náð í afa, þó að hún bæri hettuklút og mamma í pabba, — og ekki vantaði það að allt hefði farið vel hjá þeim, og öll hefðu þau eignast mynd- ar börn. SÍÐAN ÉG HÓF þessa um- bótabaráttu eru liðin mörg ár. Stúlkurnar tóku mjög margar upp hettuklúta — og þá fram- ar öllu öðru tóbaksklútana svo- nefndu, rauðdröfnótta, bláa með bekkjum, og yfirleitt alls konar svoleiðis klúta. Þær voru bráðmyndarlegar með þessa klúta, miklu frjálslegri og frísk ari, og mér fannst að augu þeirra skinu skærar og vangar þeirra væru rjóðari heldur en meðan þær keyptu sér asnalega hattkúfa og báru þá skakka á kollunum. Buddurnar þeirra fundu þetta líka, klútarnir kostuðu nokkra aura, en hatt- arnir allt að. 150 krónum — og fór verðið á þeim eftir því, hvað margir laufaskurðir voru á j þeim, hvernig þeir voru strokn- ir og öðrum álíka helberum hé- gómaskap og vitleysu. EN TÍSKUDJÖFULLINN vildi ekki sleppa bráð sinni. Ég svaf á verðinum og hélt að hann svæfi líka. En hann var ekki aldeilis á þeirri reiminni. Einn daginn uppgötvaði ég það, að hann var búinn að klófesta stúlkurnar mínar aftur. Hann er kominn með alls konar klúta, úr alls konar híalíni, sem hvörki má strjúka né þvo — og verðið fer eftir vitleysunni. Hinir á- ágætu tóbaksklútar hafa verið lagðir niður — og í staðinn eru þessir nýju klútar komnir •— og kosta •— Já, hvað haldið þið? Þeir kosta allt að 150 krónum, en algengasta verðið er 30—60 •krónur. NÆR ÞETTA nokkurri átt, elskurnar mínar? Er nokkuð vit í því að kaupa hettuklút fyrir 150 krónur, sem fer ykkur sízt betur en gömlu klútarnir okk- ar? Ég segi nei. Og ég er liand- viss um, að þið komizt að sömu niðurstöðu, bara ef þið fáið tíma j til að hugsa ykkur um fyrir j tískudjöflinum, sem alltaf er að reyna að veiða ykkur í net sín. Ég er ekki að segja, að ég hafi sigrað tízkudjöfsa hérna um ár- ið. En ég hef kannske hjálpað til að draga úr valdi hans. Nú segi ég honum aftur stríð á hend ur. Niður með tízkudjöfulinn! Burt með hina dýru klúta! Lifi snýtuklútarnir! ÞETTA SKULU VERA heróp okkar tízkudjöflaandstæðinga. Ég skora á stúlkurnar að gæta að sér áður en það er of seint. Gætið . ykkar fyrir freistingun- um! Varist djöfulsins vélabrögð! Kaupið léreft og flúnel •—• það er að segja þegar það kemur! Kaupið í bleyjur! Já, kaupið snýtuklúta, í'staðinn fyrir þessa bannsettu rándýru og óhentugu nýstízku hettuklúta, sem verið er að pranga inn á ykkur! OG SVO BOÐA ÉG drengja- kollinn að nýju. Mér þótti allt- af drengjakollurinn fallegur. Og auk þess var hann alltaf svo hentugur. Hárgreiðslur kvenna eru nú mjög teknar að breyt- ast erlendis. Skrýfingarnar eru að minnka, permanent að lækka seglin. Allt er nú miðað við það Framhald á 7. síðu. efalaust mestar vegna við- horfanna varðandi síldveið- arnar. Því er heldur ekki að neita, að þar er mest í húfi. Yfir vofir tilfinnanlegur gjaldeyrisskortur vegna afla- brestsins á síldarvertíðinni, svo að ekki verður hjá því komizt, að íslendingar neiti sér um ýmislegt, sem margir þegnar þjóðfélagsins hefðu haft hug á að veita sér. Hitt er þó öllu alvarlegra, að sala á öðrum fiskafurðum af fram leiðslu þessa árs er komin í algera - tvísýnu- Viðskipta- samningar okkar við tvær aðalviðskiptaþjóðirnar eru þannig, að sala á öllum fisk- afurðum okkar til Rússa og verulegum hluta fiskafurð- anna til Bréta er bundin því skilyrði, að þeim fylgi tilsett magn af síldarlýsi, og enn fer því mjög fjarri, að því magni sé náð. Við þetta ástand bætist svo það, að landbúnaðurinn í þéttbýlustu sveitum lands- ins hefur orðið fyrir stórfelld um áföllum. Bændur sunnan lands urðu í vetur og vor fyr ir tilfinnanlegum búsifjum af völdum Heklugossins og ofan á þær hefur í sumar bætzt óþurrkatíðin og aflbið- ingar hennar varðandi hey- skapinn. Það liggur því í augum uppi, að íslendingum sé hollt að hyggja að þeim erfiðleik- um, sem þeim hafa nú að j höndum borið, því að eins j óráðlegt sem það er að ör- J vænta um framtíðina, þótt á móti blási, er hitt óviturlegt að loka augunum fyrir vand- anum. Kenni að sníða og taka mál af kven- og harna- fatnaði (teikningar frá Dagmar Mikkelsen). Herdís Brynjólfs, Laugaveg 68. Sími 2460 milli kl. 1 og 3 e. h. eldri og yngri, skemmtifundur í Skátaheimilinu miðvikudaginn 27. ágúst kl. 8,30. Húsinu loka'ð kl. 9. Aðgöngumiðar seldir í kvöld-frá kl. 8—9. B ■ Ðýrasýningin í Orfirisey DANSLEIKU í kvöld kl. 10. Skoihakkingi er episin. S j ómannadagsr áðið. er nú aftur veilt fyrir byggingarefni. Við útveg- um með stuttum fyrirvara: PORTLAND-CEMENT frá Belgíu beint til innflytjenda í stærri og minni partíum. — Biðjið um tilboð. F. Jóhannsson Umboðs'verzlun. Sími 7015. Reykjavík. Pósthólf 891. óskast nú þegar í Herbergi fylgir. Upplýsingar á skrifstofunni. Sími 5535 og 7346. Byggingasamvinnufélag Reykjavíkur. við Langholtsveg. Félagsmenn hafa for- gangsrétt samkvæmt félagslögum. Um- sóknir sendist byggingasamvinnufélagi Reykjavíkur í Garðastræti 6 fyrir 1. septemher. Síjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.