Alþýðublaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞriSjudagur 26. ágúst 1947. LÖGTAK. Eftir kröfu Trygginga- stofnunar ríkisins og að TÍndangengnum úrskurði uppkveðnum 25. þ. m., verða lögtök látin fara fram, á kostnað gj aldenda, til (tryggingar ógreiddum slysatryggingariðgjöldum fyrir árið 1946, að átta dög um liðnum frá birtingu þess arar augiýsingar. Borgarfógetinn í Reykjavík. Þriggja sfofu íbúS með eidhúsi og öllum lífs- ins þægindum á hitasvæð- inu við Rauðarárstíg er til sölu. íbúðin' er samboðin hverjum þjóðhöfðingja. Nánari upplýsingar gefur Pétur Jakobsson, Kárastíg 12. Sími 4492 Þvottamiðsföðin Borgartúni 3. Sími 7263. Tökum blautþvoít. Gúmmí- ■'V iV' viogeroir teknar aftur fyrst um sinn. Gúmmífatagerðin Vopni, Aðalstræti 16. Ms. Dronning Alexandrine ■fer til Færeyja og Kaup- mannahafnar um 3. sept. n. ik. Þeir, sem fengið ihafa lof- orð fyrir fari sæki farseðla í' ■dag fyrir kl. 5 síðd. annars seldir öðrum. Íslenzkir ríkis- borgarar sýni vegabréf árituð •af Iögreglustj. Erlendir ríkis- borgarar sýni skírteini frá Boi’garstjóraskrifstofunni. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Erlendur Pétursson. Avarp um r Fjársöínun til Islendingahúss í Kaupmannahöfn -----------«----------- í SLENDINGAR í KAUPMANNAHÖFN hafa löngum fundið tii' þess, að mikil þörf væri á samastað þar í borg, sem orðið gæti miðstöð islenzks félagslífs og athvarf íslenzkra manna og kvenna, sem þar ættu langa eða skamma vist. Margir Hafnar-íslendingar hafa lengi haft áhuga á þessu máli og rætt það sín á milli, og á fundi 14- febr. 1945 ákáðu stjórnir íslendingafélagsins og Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn að stofna „Byggingarsjóð íslendinga í Kaupmannahöfn“ og gengu frá stofnskrá hans. í 2. gr. stofnskrárinnar segir svo: „Markmið sjóðsins er að afla fjár til byggingar húss, eða til kaupa á húsi í Kaupmannahöfn, er verði samastaður íslendinga. Þar er ætlazt til að verði bústaðir handa námsfólki, vistarverur handa gamal- mennum, bókasafn, lestrarstofa o. fl.“ Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun, sem stjórnað er af 5 íslendingum, búsettum í Danmörku. Ríkisstjórn íslands, eða fulltrúi hennar í Danmörku, tilnefnir endurskoðanda sjóðs- ins, og skal haft samráð við hana um allar framkvæmdir sjóðsins. Vér undirritaðir höfum tekið að oss að verða fulltrúar í nefnd, sem annast skal fjársöfnun hér á landi til Bygging- arsjóðs íslendinga í Kaupmannahöfn. Þó að mikil breyting sé nú s orðin frá þeim tímum, þegar allir íslendingár, sem utan fóru til náms, leituðu til Kaupmannahafnar, þá er hitt víst, að enn um langan aldur mun mdkill fjöldi íslendinga dveljast í Kaupmannahöfn nokkurn hluta ævi sinnar. ís- lenz-ka „nýlendan“ í Kaupmannahöfn er elzta, og mun lengi verða stærsta, íslendingabyggðin á meginlandi Evrópu. Nauðsyn þess og gagnsemi, að íslendingar eignist þar sama- stað, ætti því að vera hverjum íslending augljós. Vér vonumst því til, að allir íslendingar bregðist nú vel við, þegar til þeirra er leitað um aðstoð til þess, að íslend- ingar í Danmörku — æskulýður og gamalmenni — eignist heimkynni, alíslenzkan samastað, sem orðið geti þeim í senn til hjálpar og stuðnings í margvíslegum erfiðleikum og tengi liður við ættland s;tt, tungu sína og þjóðerni- íslendingar í öðrum löndum hafa löngum sýnt vilja og áhuga á því að halda órofnum tenpslum við ættjörð sína. íslenzka þjóðin á að sjá sóma sinn í því að styðja þá viðleitni eftir fremsta megni. Reykjavík 18. júní 1957. Ólafur Lárusson prófessor, formaður Villijálmur Þór forstjóri, gjaldkeri Stefán Jóh. Stefánsson forsætisráðherra Þorsteinn Sch. Thorsteinson. lyfsaii, varaformaður Jakob Benediktsson cand. mag., ritari Guðmundur Vilhjálmsson forstjóri. Benedikt Gröndal forstjóri Vér undirritaðir mælum með framanskráðri áskorun: Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, Bjarni Ásgeirsson, atvinnu- málaráðherra, Davið Ólaísson, fiskimálastjóri, Einar Árna- son forseti SÍS. Einar Olgeirsson, form. Sósíalistaflokksins, Eysteinn Jónsson, menntamálaráðherra, Geir Hallgrímsson, form. Stúdentaráðs, Guðmundur Hlíðdal, póst- og síma- málastjóri, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Hallgrímur Benediktsson, form. Verzlunarráðs, Helgi H- Eiríksson, form. Landssambands ísl. iðnaðarmanna, Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, Hamann Guðmundsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, Hermann Jónasson, form. Framsóknar- flokksins, Jón Ásbjörnsson, forseti hæstaréttar, Jón Pálmason, forseti sameinaðs alþingis, Jónas Þorbergs- son útvarpsstjóri, Kjartan Thors, formaður Vinnuveit- Mikið fjölmenni við úfför séra Ólafs Magnússonar. ÚTFÖR séra Ólafs Magnús sonar, fyrrverandi prófasts í Arnarbæli í Ölfusi, fór fram síðast liðinn laugardag, að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Ólafur var jarðsettur að Kotströnd í Ölfusi. Auk sóknarbarna hans og sveitunga voru viðstaddir jarðarförina fjöldi manna úr öllum nálægum hreppum og frá Reykjavík. Þar á meðal mættu 14 prestar klæddir í hempu, og báru nokkrir þeirra kistuna úr kirkju. Húskveðju flutti að Öxnalæk séra Sigurður Pálsson í Hraungerði, en í kirkju töl- uðu Sigurgeir Sigurðsson biskup, séra Helgi Sveinsson, sóknarprestur í Hveragerði, og séra Guðmundur Einars- son, prófastur að Mosfelli er jarðsöng. Söng anngðist kirkjusöngflokkur Ölfusinga undir stjórn Kjartans Jóhann essonar og nokkrir menn úr Karlakórnum „Fóstbræður“ í Reykjavík undir stjórn Jóns Halldórssonar. Eftir jarðarförina var öll- um viðstöddum boðið til veit inga heim að Öxnalæk, og þáðu þar mikill fjöldi fólks raUsnarlegar veitingar. Fulltrúafundur Norðurlandafélag- anna. = FULLTRÚAFUNDUR Norrænu félaganna allra hefst 31. ágúst í Hindsgavls- höll aðsetri Norræna félags- ins í Danmörku. Enginn full- trúi fyrir Norræna félagið hér mun geta farið héðan að heiman til þess að mæta á fundinum, en Tryggvi Sveinbjörnsson sendiráðs- ritari í Kaupmannahöfn mun mæta fyrir félagið. For maður mótsms verður Bramsnæs bankastj. danska þjóðbankans. ' Kaupum fuskur Baldursgötu 30. Munið Tivoli. Minningarspjöld Jóns Baldvinssonar forseta fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Alþýðuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags Rvíkur. Skrifst. V. K. F. Framsókn, Alþýðúbrauðg., Lvg. 61 og í verzl. Valdimars Long, Hafnarfirði. Þríhjól Hlaupahjól Rugguhestar, Hjólbörur, Bílar, stórir, . Brúðuvagnar o. fl. K. Einarsson & Björnsson h.f. Brunabófafélag íslands. vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrif- stofu, Alþýðuhúsi, (sími 4915) og hjá umboðs- mönnum, sem eru í hverjum kaupstað. endafélags íslands, Kristján Guðlaugsson ritstjóri, Lúðvík Guðmundsson, varaíorseti Stúdentasambands íslands, Ól- afur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins, Páll S. Pálsson, form. Stúdentafélags Reykjavíkur, Pálmi Iiannesson, rektor, Sig- urður Guðmundsson, form. Bandalags ísl. listamanna, Sig- urður Guðmundsson, ritstjóri, Sigurgeir Sigurðsson, biskup, Stefán Pétursson, riístjóri, Steingrímur Steinþórsson, bún- aðarmálastjóri, Sverrir Júlíusson, form. Landssambands ísl. útvegsmanna, Valtýr Stefánsson, ritstjóri, Þórarinn Þórar- insson, ristjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.