Alþýðublaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 6
6 ALB>Vf>UBLA£»l€» Þriðjudagur 26. ágúst 1947. æ nyja bio r Ulafkona Lundúna („She-Wolf of London“ Sérkennileg og óvenju spennandi mynd. ASalhlut- verk leika: June Lockhart Don Porter Sara Haden. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO Hafnarfirði Sjóherinn (Meet the Navy) Skrautleg söngvamynd, sumpart í eðlilegum lit- um, af skemmtisýningum Kanada-flotans. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. TRIPOLI-BIO Séra Hall (Pastor Hall) Ensk stórmynd byggð eftir æví þýzka prestsins Mart- in Niemöllers. Aðalhlut- verkin leika: Nova Pilbeam Sir Seymour Hicks Wilfred Larson Marius Coring Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Sími 1182. CAMLA BÍO Föðurhefnd (Wanderer of the Wasteland) Amerísk cowbojnmynd gerð eftir skáldsögu ZANE GBEYS. Aðalhlutverk: Richard Wartin Audrey Long Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. TJARNARBIO Velgerðamaðurinn. (They Knew Mr. Knight) Sjónleikur eftir skáldsögu eftir Doroty Whipple Mervyn Johns Norah Swinburne. Sýning kl. 5, 7 og 9. GOTl ÚR ER GÓÐ EIGN GuSI. Gísiason Örsmiður, Laugaveg 63. Minningarspjöld Barna- spííalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðalstræti 12 og í Bókabúð Ausíurbæjar, Laugavegi 34. John Ferguson: MAÐURINN I MYRKRINU heyrði á því, hve fljótt hún dró andánn, að hún hafði heyrt það líka. En á sömu stundu þreif hún í hann og hálf ýtti hon- um og hálfvegis leiddi hann dnn í. skotið við gluggarm. Kinlock lét það gott heita, þó að hann vissi, að gagnslaust var að reyna að fela sig- 'þeim myndi ekki verða auð- ;ið að forða sér út um glugga, því að húsið yrði umkringt- En hún gerði enga tilraun til að opna gluggann heldur ýtti hún honum bak við gardín- unar en gekk sjálf inn í her- bergið. Þó að hann áliti þetta algerlega gagnslaust þá gerði hann eins og til var ætlazt og hallaði sér upp að rúðunni til að forðast að koma við glugga tjöldin. Það kom stutt hlé og ekkert gerðist. Þá heyrðist stúlkan gefa xrá sér stutt óp. Þetta skildi Kinlock svo, að sá sem inn kom, hefði ekki verið sá, sem hún bjóst við. ,,Æ!“ heyrðist röddin. „Búin að koma honum burtu aftur, þessum náunga, sem þér eruð að feía.“ ,,Frú Spelding! Hvað í ósköpunum — —“ En það var gripið fram í fyrir henni reiðilegu upp- hrópun stúlkunnar. ,,Ó; ég sá hann. Það er ekki lengra síðan en hálf- tírr-i, og ekki í fyrsta skipti heldur, og maður verður að trúa þvi, sem maður sér. Þér læstuð hann innni meðan þér voruð burtu. Já; en ég opnaði eldhússgluggann um morguninn. svo skreið ég inn og sá hann vel, þar sem hann sat fyrir framan eldinn. Að minnsta kost sá ég hann full- vel til þess að vita af mynd- inni í blöðunum, að þetta var ekki maðurinn, sem fór til kirkjunnar með yður.“ Gamla konan var hvell í rómnum af ásökun og reiði. „Hyað ég var saklaus! Ég trúði yður um bollana tvo á borðinu fyrsta morguninn. En ég vissi ekki, að ég hef bara þvegið upp helminginn allt af síðan. Ekki heldur grunaði mig neitt, þó að það væru þess ósköp, sem þér borðuðuð; né heldur tóbaks- lyktin. Heldur ekkert annað, fyrr en ég sá, að þér vor.uð að kaupa ýmislegt hér og þar. Ég sá það á prentuðum nöfnum á umbúðapappírn- um, sem þér gleymduð stundum að brenna. Sko til. Það er eitthvað bogið við þetta, sagði ég við sjálfa mig.“ „Og svo komstu til að njósna?“ „Já, það gerði ég!“ æpti gamla konan þrjózkulega. „En ekki með neitt illt í huga. Þér vilduð ekki leyfa mér að soía hérna, eins og ég vildi, og hugsunin um yður eina hér hélt mér vak- andi, svo að ég fór að koma hér að til aö vita hvort yður liði ekki vel. En ég komst brátt að því, að þér voruð ekki eins einrnana og ég hafði haldið.“ „En hann er bara vinur minn, heimska, gamla kona.“ Þessi fullyrðing virtist fremur æsa frú Spelding en stilla hana. '„Aðeins vinur! Er hann það? Sá ég þig ekki sitja með honum síðastliðið kvöld. Sá ég þig ekki alltaf í gegn- um gluggann, alltaf þegar vindurinn feykti burt glugga tjöldunum, og þú varst að bursta á þér hárið blygðun- ardaus með bera handlegg- ina fyrir framan augun á honum. — Þetta ætti að vera maðurinn hennar, sagði ég við sjálfa mig. En ef svo væri, hvers vegna er hún þá að fela hann? Svo ákvað ég að athuga það nánar.“ „En það er ekkert athuga- vert við þetta.“ „Ekkert athugavert! Hvað er hann þá að fela sig? Þið eruð víst að leika feluleik við gömlu Spelding, býst ég við, eins og þú gerðir í gamla daga? Nei; ég held ekki! — Þessir borgarsiðir! Við sveita fólkið höldum ekki með þeim. Þetta er ekki rétt af ykkur, að búa hér ein; hann og þér alein.“ — Röddin fór að skjálfa. — ,,Við sveita- fólkið höldum, að það eigi ekki að búast við því sama af fyrirfólkinu og alþýðu- fólkinu, en -—“ Frú Spelding gat ekki meira. . Maðurinn . bak við glugga- tjaldið stillti sig um að segja beiskyrðið, sem var komið fram á - varirnar á honum, og hlustaði eftir því, hvort hann heyrði ekki stúlkuna verja sig. Ekki eitt orð heyrðist frá henni. Og svo þögult var í herberginu, að hann gat heyrt andardrátt gömlu kon- unnar, þungan og tíðan. „Hann er elskhugi þinn' Svoleiðis er það!“ „Já; auðvitað elska ég hann. Hvers vegna ætti hann annars að vera hér?“ Orðin komu hratt. Svo að þessa leið ætlaði hún að velja! Jæja; það skýrði dvöl hans þarna. „Ó! Það er ekki rétt! Það er ekki rétt!“ „Maður getur e>cki gen að tilfinningum sínum. Þær verða of sterkar — of sterk- ar áður en maður veit af.“ ,.Ó; en vio getmn öl! ráðið bvað við gerum. Og, ungfrú Stella! Jafnvel þó að þér get- ið það ekki, hvers vegna fór- uð þér ekki með hann eitt— hvað annað, eitthvað þangað sem enginn þekkir yður, og lofuðuð okkur að hugsa um yður eins og við vorum vön?“ Frú Spelding virtist ganga nær, hækkaði rödd sína og bað hana af mikilli ásfríðu: „Hættið við hann!“ æpti MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSÍNS: ÖRN ELDING FLUGVELARNAR fljúga nú inn yfir eyna. — — CHET: Þetta? Þetta er verndar- gaippur, sem mér hefur aldrei brugðist. Lifandi eftirmynd fyrsta hundsins míns. C V jN iiiIA: Vifðist dáiítið skepnu- legur! CHET: Og 'hann mun ekki bregð- ast okkur nú — — Hvað? — —? CYNTHIA: Hann mun ekki bregð- ast okkur nú, — hláðu mér hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.