Alþýðublaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.08.1947, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. ágúst 1947. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Skýrsla Landsbanka íslands: áfkoma þjóðarinnar árið 1946 ÁRIÐ SEM LEIÐ var mjög hagstætt að því er snertir verðlag á útflutningsafurð- unum og gekk sala þeirra yf- irleitt vel, þó að leita þyrfti nýrra markaða fyrir sumar helztu afurðirnar. Innanlands var meira fjör í atvinnu og viðskiptum en nokkru sinni fyrr, og þjóðartekjurnar, reiknaðar í krónum, munu hafa náð nýju hámarki á ár- inu. En samfara þessari vel- gengni varð mikil breyting til hins verra á gjaldeyris- stöðunni, og voru horfurnar á því efni orðnar mjög í- skyggilegar í árslok. í byrj- un ársins nam erlend eign bankanna, að meðtöldum bið- pundum en að frádregn- um ábyrgðarskuldbindingum þeirra, 435 millj. kr., en í lok ársins var hún komin niður í 163 millj. kr., og þar af voru 131 millj. kr. bundnar á ný- byggingarr eikning. Á tímabilinu 1940—1944 varð að meðaltali 115 millj. kr. aukning árlega á gjald- eyriseign bankanna, og náði hún hámarki í lok nóvember- mánaðar 1944 með 586 millj. kr. (að frá dregnum ábyrgð- arskuldbindingum, sem munu þá hafa numið tæplega 50 millj. kr.). Þessi gjaldeyr- iseign stafaði bæði af tekjum frá setuiiðinu og af hagstæð- um viðsklptaástæðum út á við á þessu tímabili. Hið síð- ar nefnda var aðallega fólgið í því, að verðlag útflutnings- afurðanna steig yfirleitt miklu meira en verð að- keyptrar vöru, og jafnframt sköpuðust möguleikar fyrir fullkominni og hagkvæmri nýtingu á framleiðslutækj- um landsmanna. Verzlunar- jöfnuður þessa fimm ára tíma bils var 3o vísu ekki jákvæð- ur nema um 58 millj. kr., en það gefur ekki rétta mynd af viðskiptastöðunni út á við, þar sem bæði í sambandi við útflutninginn og innflutn- ingnn voru miklar duldar tekjur. Séu þær reiknaðar með kemur í ljós, að útflutn- ingstekjurnar þessi ár hafa verið 210—220 millj. kr. hærri en gjöldin vegna inn- flutnngsins. Halli á öðrum liðum greiðslujafnaðarins, að frá teknurn setuliðstekjun- um, hefur varla numið háum fjárhæðum. Hin hagstæða viðskpitaaðstaða, sem landið átti við að búa á þessum ár- um, kemur enn greinilegar fram, þegar þess er gætt, að talsvert *hf innflutningnum gekk beint til þarfa setuliðs- ins, að notkun landsmanna sjálfra á erlendum vörum, bæði til neyzlu og verklegra framkvæmda óx mjög mik- ið, og loks að útflutningur- inn hefur sennilega orðið eitthvað meiri, ef erlent setu- lið hefði ekki dvalið í land- jnu. Á árinu 1945 urðu þátta^ skil í gjaldeyrismálunum. í stað aukningar á gjaldeyris- eigninni varð þá um 100 millj. kr. lækkun á henni, og stafaði það aðallega af stór- auknum innflutnngi. Árið sem leið keyrði um þverbak í þessu efni, en þá lækkaði gjaldeyriseign bankanna, að frá dregnum ábyrgðarskuld- bindingum þeirra, um 272 millj. kr., og var það rúmlega helmingur erlendu inneignar SKÝRSLA LANDS- BANKA ÍSLANDS fyrir árið 1946 er nýlega út kom in og hefur inni að halda mikinn og margvíslegan fróðleik um atvinnulíf og fjárhag þjóðarinnar á síð- astliðnu ári. innar í byrjun ársins. Kaup bankanna á erlendum gjald- eyri voru 324 millj. kr. og var það^álíka há upphæð og árið áður, en salan nam 324 millj. kr. og var það álíka há upphæð og ánið áður, en salan nam 581 millj. kr., á móti 427 millj. kr. 1945. Hall- inn á greiðsluviðskiptunum við útlönd verður ekki skýrður með því að vísa til þelirrar ‘auknu þarfar fyrir gjaldeyri, sem leiðir af ný- byggingu atvinnuveganna. Upphæðin, sem notuð var af nýbyggingarreikningi á ár- inu, 127 millj. kr., var aðeins tæpur helmingur þess mis- munar, sem var á gjaldeyris- sölu og kaupum bankanna, og hann samsvaraði ekki nema 22% af upphæð selds g.jaldeyris á árinu. Kröfurnar til gjaldeyrisyfirvaldanna um gjaldeyri til greiðslu á hvers konar innflutningi og til ann- arra þarfa voru gegndarlaus- ar, og hlaut svo að vera vegna hins stórfellda jafnvægis- leysir, sem er á miíli verðlags og tekna hér á landi annars vegar og í viðskiptalöndun- um hins vegar. Þetta mis- ræmi var tilfinnanlegra á ár- inu sem leið en áður, og var ástæðan m. a. sú, að víða er- lendis var létt á útflutnings- hömlum og í staðinn lagt allt kapp á að auka útflutninginn sem mest, til að bæta gjald- eyrisstöðuna og flýta þannig fyrir viðreisninni. Innflutn- ingsskýrslurnar bera það með sér, að stórfelld aukning hefur orðið á innflutningi neyzluvara og þeirra „kapí- tal“-vara, sem eru undirstaða neyzlu, og er það, ásamt mik- illi notkun gjaldeyris til ann- ars konar neyzlu, aðalorsök hallans á greiðsluviðskiptun- um við útlönd. Getur þetta engan veginn samrýmzt þeirri stefnu, sem tekin hef- ur verið í nýbyggingarmál- um, því að hún er því að eins framkvæmanleg, að dregið sé til muna ur neyzlunni frá því sem verið héfur síðustu árin. Erfiðleikarnir, sem verið hafa á öflun f jár til nýbyggingar- innar, benda ákveðið til þess, að sparnaðurinn sé ekki nærri nógu mikill til, að ný- byggingarframkvæmdirnar geti orðið að veruleika, án þess að fjárhag landsins sé stefnt í voða. Áuk þess eru horfurnar í afurðasölumál- um allt annað en glæsilegár þegar frá líður og þyrfti með hliðsjón af því að auka sparn aðinn og draga úr ótímabærri fjárfestingu, til þess að kom- izt verði hjá yfirvofandi öngþveiti á sviði gjaldeyris- málanna. Á stríðsárunum var, eins og vænta mátti, nær öll utan ríkisverzlunin bundin við tvö lönd, Bretland og Bandaríkin. Útflutningsframleiðslan fór svo að segja öll til Bretlands samkvæmt heildarsamningi milli ríkisstjórna landanna. Fljótt eftir að stríðinu lauk, vorið 1915, hófst útflutningur til meginlandslanda, og var hann talsverður þegar á því ári, en aðalumskiptin urðu þó, þegar tók fyrir sölu á freðfiski til Bretlands frá byrjun árs 1946. Tókst í stað- inn að finna markaði á megin 'landinu fyrir freðfisk. Jafn- framt var á ný tekin upp salt fiskframleiðsla í allstórum stíl, aðallega vegna þess að ís fiskmarkaðurinn í Bretlandi þrengdist til muna frá því, sem áður var. Markaður fvr- ir saltfisk var sama og enginn á stríðsárunum og þurfti því að snúa sér til hinna gömlu kaupenda að þessari vöru. Ýmsar aðrar afurðir, sem áð- ur höfðu aðeins verið seldar til Bretlands og Bandaríkj- anna, voru nú jafnframt flutt ar til meginlandslanda, oft vegna þess að þar fékkst hærra verð fyrir þær. Sum hinna nýju viðskiptalanda gátu ekki greitt afurðir, sem þær vildu kaupa, öðru vísi en með vörum, og þurfti þá að gera viðskiptasamninga við þau. Vörukaup frá sumum meginlandslöndunum voru þannig afleiðing af útflutn- ingi þangað, en frá öðrum löndum þar var beypt tals- vert af vörum gegn greiðslu í sterlingspundum, vegna þess að þær fengust þaðan með betri kjörum en fáan- leg voru annars staðar. Hlut- ur meginlrndslanda af út- flutningnum 1946 varð hvorki meiri né minni en 48 % af verðmæti hans, en 31% af innflutningnum kom þaðan, enda er hann venju- lega lengur að laga sig eftir breyttum aðstæðum en út- flutningurinn- Opnun meginlandsland- anna og matarskorturinn, sem alls st iðar er fvrir hendi, hafði það í för með sér, að útflutningsafurðirnar seld- ust yfirleitt fyrir hærra verð en árið áður En þar á móti kom talsverð verðhækkun á aðkeyptri vöru og varð henn ar alls staðar vart, en þó eink um á vörum, sem fluttar voru inn frá löndum á meginland- inu- Verður bví að svo komnu ekkert sagt um það, hvort verðhlutfall útfluttrar og að- keyptrar vöru hefur breytzt landinu í vil á árinu, eða hvort breytingin hefur geng- ið í hina áttina. Auðsætt er, að verðið, sem útflytjendur fá. fyrir afurðir, sem seldar eru samkvæmt jafnvirðis- kaupasamningi, er ekki rétt ur mælikvarði á hag íslends af afurðasölu til viðkomandi lands. Það, sem hér skiptir máli, er, hve mikið af nauð- synjavöru er hægt að fá frá viðkomandi landi fyrir tiltek ið magn af útflutningsvör- um, enda séu þær seljanlegar þar. Sumum hættir til að gera of mikið úr söluverði af Frh. á 7. síðu. Danssýning, söngur eftirhermur, gaman þættir og leikþáttur Fjölbreytt skenimtiatriöi. Dansað til kl. 1 )ar seldir dag í S j álf stæðishúsinu MwmMm gerl á uin 101 jörðum á iiMafissvæÍiny -----------«$>-- Framkvæmdirnar hafa kostað um 1,5 miilj. kr. ENDURRÆKTUN hefur. farið fram á um 150 hekt- urum lands á öskufallssvæð- inu, eða um það bil á 100 jörðum. Hefur nú verið varið um hálfri milljón króna til þessara framkvæmda, það er til endurreisnar túna á ösku- fallssvæðinu og til varnar fyrir áframhaldandi eyðilegg ingu af völdum öskufallsins. Nefnd sú, sem landbúnað- arráðherra skipaði á sínum tíma til aðstoðar bændum á öskufallssvæðinu, en í henni eiga sæti Steingrímur Stein- þórsson búnaðarmálastjóri, formaður, Pálmi Einarsson landnámsstjóri og Geir G. Zoega vegamálastjóri hefur nú að mestu lokið störfum. í skýrslu nefndarinnar um starfsemina á öskufallssvæð- inu segir m. a.: Endurræktun lands var framkvæmd á ca. 100 jörð- um á svæðinu. Endurrækt- aðir voru 150 ha. lands. Hafði nefndin 27 dráttarvél- ar á leigu til þessara fram- kvæmda, auk þess var unnið nokkúð með Jeppabifreiðum að ræktuninni- Nefndin lagði til ræktunarinnar grasfræ og sáðhafra, svo og áburð, en bændur lögðu fram vinnu sína við dreifingu áburðar, sáningu og aðra vinnu við frágang ræktunarinnar. Neyzluvatn tók af 8 bæj- um í Fljötshlíðinni vegna þess, að lækir, sem neyzlu- vatn var tekið úr, hafa til þessa verið með vikuríram- burði. Voru því strax i apríl fyrir atbeina nefndarinnar settar upp bráðabirgðaleiðsl- ur frá öruggum vatnsbólum. Var 8 býlum látin þessi hjálp í té, og voru í bráðabirgða- leiðslur þessar notaðar gúmmíslöngur um tveggja kllómetra langar, þar sem ekki reyndist unnt að fá aðr- ar leiðslur hentugri eða ó- dýrari. Rafstöðvar urðu ónothæf- ar á mörgum bæjum, er höfðu vatnsaflstöðvar. Feng- inn var sérfræðingur frá raf- magnseftirliti ríkisins til at- hugunar á þeim og leiðbein- ingar um endurbætur á þeim. Öskuhreinsun var íram- kvæmd allmikið á túnum í Fljótshlíð og undir Vestur- Eyjafjöllum, og auk þess fór mikil vinna í að hreinsa burtu vikurskafla umhverfis bæina þar sem vikurinn hlóðst upp í sköflum. í þriðja lagi báru lækir ojf þverár fram vikur, svo að farvegir fylltust, og'. framburður var stórfelldur yfir nytjalönd, tún og engj- ar. Varð stöðugt að vinna með jarðýtum til að halda farveginum opnum til að hindra frekari stórskemmdir af tilfiutningi þeirra á vikri yfir nytjalöndin. Öskuhreins unin var framkvæmd að nokkru leyti með sjálfboða- liðsvinnu, en að nokkru leyti var hreinsunin gerð með vél- um, einkum jarðýtum. Nefndin kostaði flutning sjálfboðaliðs frá Reykjavík, Frh. á 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.