Alþýðublaðið - 25.09.1947, Qupperneq 1
Veðurhorfur:
Suðvestan kaldi; dálítil
súíd og sums staðar þoka.
Alþýðublaðið
vantar unglinga til að bera
blaðið til fastra kaupenda-
XXVII. árg. Fimmtudagur 25. sept. 1947 213. tbl.
Umtalsefnið:
900 fjár nú slátrað dag-
lega.
Forustugrein:
Aftaka Petkovs-
Glerhús. sameinuðu þjóðanna
Svona eiga byggingar sameinuðu -þjóðanna í New York að líta
út. Það vakti athygli á þinginu fyrir nclkkru, að Bretinn Sir
Alexander Cadogan lýsti óánægju með þessar byggingar, kall-
aði þær glerhús, og sagðí, að það væri efcki ráðlegt að byggja
gíerhús yfir þá, sem væru alltaf að kasta steinum! ,
Brezkir námumenn hafa sannað
réffmæti fimm daga vinnuviku
Kolaframleiðslan aðeins 100 000 smál.
neðan við takmark stjórnarinnar.
-----------------«--------
BREZKIR NÁMUMENN hafa þegar sannað réttmæti
fimm daga vinnuvifcunnar, og fc'emur þetta 'fram í skýrslu, sem
yfirstjórn kolanámanna á Bretlandi gaf út í gær. Segir í skýrsl-
unni, að koláframleiðslan sé nú aðeins 100 000 smálestum neð-
an við ta'kmark stjórnarinnar, þrátt fyrir hin miklu verkföll,
iSem voru í námium Y'orkshirehéraðs fyrir nokfcru.
Heimsfréttir
ORRUSTUSKIPIÐ NEL-
SON kom í dag til Ports-
mouth í síðasta sinn, áður en
skipið verður lagt upp með
varaflotanum í ánni Glyde.
BANDARÍKIN hafa mót-
skipinu verður lagt upp með
mælt hinu hættulega atferli
Júgóslava að senda brezkum
eða amerískum hermönnum
úrslitakosti og hótanir.
FIMM vinstri flokkar á
Ítalíu hafa nú tekið höndum
saman við kommúnista og
heimtað, að stjórn de Gas-
peris segði af sér.
Er þetta mjög góður árangur,
þegar það er athugað, að um
það bil 500 000 smálestir kola
töpuðust við verkföllin í
Yorkshire og samúðarverk-
föll, 'sem aðrir námumenn
gerðu.
I gær var tilkynnt, að verk-
falii, sem byrjað var í Mains-
field í Skotlandi, væri þegar
bkið. Hcfðu yerfcamenn þar
lagt niður vinnu til þess að fá
úr því sfcorið, hvort kaup
þeirra sikyldi samræmt kaupi
verkstjóra, sem nýlega hækk-
aði. M'eð 'samúðarverikföllum
áttu samtals 14 000 námumienn
þ'átt í verkfalli þessu. Þegar
verkfal’Ismenn byrjuðu vinnu
á ný, sfcoruðu þeir þ'egar á þá,
sem gert höfðu samúðarverk-
fall, að hefja vinnu á ný.
Hecíor McNei! afhendir Marshail
áiykfanir Parísarráðstefnunnar
------------------«-------
Kallar Troman saman þingið til að veita
ítalíu og Frakklandi sérlán?
--------------«-------
HECTöR MCNEIL, fulltrúi Breta á þingi sameinuðu þjóð-
anna, gekk í gær á fund Marshalls og fékk honum í henidur
ályiktanir Parísarráðstefnunnar um hjálparþörf Evrópuland-
annu. Byrjar nú amerísk nefnd að athuga akýrslu þessa, en í
gær var þvf spáð í 'Washin.gton, að Truman forseti nmndi kalla
saman þingið til þess að fá samþykkta beina aðstoð við Frakk-
land og Ítalíu og ef til vill Bretland, áður en Marshall-áætlunin
kemur til framfcvæmida.
Á'síandið í þeissum löndum
er nú talið svo hættulegt, að
þau geti vart bsðið eftir því,
að Marshall-áætlunin komi til
íramkvæmda, með þeim
hraða, sem ameríska þingið
venjui'eiga hefur við. isLúk mál..
Hryllilegl íjöídamroð
framið á Indlandi
ÓALDARFLOKKUR á Ind
landi hefur framið eitthvert
mesta fjöldamorð, sem getur
um í sögu landsins. Réðist
flokkur þessi á járnbrautar-
lest, sem var á leiðinni til
Pakistan, hlaðin flóttafólki,
aðallega konum og börnum.
Lestin var skammt frá
Amritza, höfuðborg Shik-
anna, þegar flokkurinn réðst
á hana- Voru árásarmenn vel
búnir vopnum. Lestinni til
varnar var herflokkur Shika
u,ndir forustu brezks liðsfor-
ingja. Skipaði hann mönnum
sínum að skjóta í varnar-
skyni, og varði hersveitin
lestina þar til hún var orðin
skotfæralaus. Féll hinn
brezki liðsforingi í þeirri
viðureign og allflestir liðs-
menn hans með honum.
Engum töium hefur verið
kastað á þá, sem létu lífið í
þessu hryllilega fjöldamorði,
enda eru fáir ítil frásagnar.
Nánari fregnir eru enn óljós
ar, enda voru flestir farþeg-
anna konur og börn.
GRUBER, utanríkisráð-
herra Austurríkis hefur sagt
í ræðu, að Marshall áætlun-
,in væri allsherjarsókn gegn
eymdinni í Evrópu, og það
væri sjálfsmorð fyrir hvert
.hjálparþurfa ríki að taka
ekki þátt í áætluninni.
SNYDER, fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, er nú
á leið til Berlínar, eftir við-
ræður við stjórn Ramadiers
í París. 1
-----------*--------—
Lantlgræðslusjóði
hafa í sumar áskotnast- gjaf-
Bæði löndin eru gjaideyrislít-
il og hafa farið mjög illa út
úr uppskerunni í sumar vegna
þurrkanna. Þá er mikii hætta
á uppreisn á Ítalíú, er herir
bandamanna fara þaðan og
ýmsir öfgaflokkar sjá sér leik
á borði og notfæra sér veik-
leika l'andsins.
Ymsir þingmenn í Ban.da-
rí'kjunum hafa látið í ljós
skoðun á skýrslu Parísarráð-
stefnunnar, og telja sumir
upphæðina háa, en flestir að
athuga þurfi mál þetta gaum-
gæfilega. Sum blöðin fyrir
vestan láta mjög vel áf skýrsl-
unni og telja hér loks fram
komna gagngera áætlun, sem.
eitthvað sé hægt að byggja á.;
Onnur eru var'kárari í um-
mælum sínum.
Búizt er við, að Truman.
muni ifjalla um skýrsluna á
blaðafun'di sínum í dag.
Tjón af samnings-
brotum Rússa,
segir Pakenham
BREZKIR skattgreiðendur,
Þjóðverjar og heimurinn all-
ur hafa beðið mikið tjón fyr-
ir það, að Rússar hafa ekki
haldið Potsdam samþykkt-
ina um Þýzkalandsmálin,
sagði brezki ráðherrann Pa-
kenham lávarður í Berlín í
gær.
Hann sagði, að Breta-r
mundu þó ekki' láta neitt
standa í vegi fyrir því, að
Þjóðverjar verði gerðir sjálf
um :sér nógir. í tvö ár hafa
Bretar baldið dyrum opnum
til samikomulags, sagði Pak-
enham, og þeir gera svo enn.
Þessi 'ummæli lávarðarins
eru talin undirbúnihgur_ und
ir ráðstefnu utanríkisráð-
herra fjórveldanna um
Þýzlcaland og Austurríki, er
hefst á næstunni.
ir frá ýmsum velunnurum sjóðs
ins, að upphæð alls kr, 8400,00,
og kann sjórn sjóðsins gefendun
um hinar beztu þakkir fyrir.
U
Georgi Dimitrov
FYRIR. FJÓRTÁN ÁRUM
fóru -fram í Leipzig í
Þýzkalandi réttarhöld, er
vöktu athygli og viðbjóð
um allan heim. Efíir bruna
þinghússins í Berlín 1933
drógu nazistar búlgarskan
kommúnista saklausan
fyrir rétt, en hann varði
sig af slíkri hugprýði, að
hann vakti aðdáun al-
heims. Nazistarnir ætluðu
aðeins að koma pólitískum
andstæðingi fyrir kattar-
nef, en almenningsálitið
um heim allan bugaði þá,
og þeir létu hinn sakláusa
kommúnista lausan.
HINN ÁKÆRÐI KOMMÚN-
ISTI var Georgi Dimitrov,
núverandi forsætisráð-
herra Búlgaríu. En nú fyr
ir nokkru hefur hann sjálf
ur fyrirskipað, að póliitísk
ur andstæðingur váeri
dreginn fyrir rétt. Það er
alheimi ljóst, engu síður
nú en 1933, að hinn á-
kærði var saklaus. En dóm
urinn féll engu að síður.
Mcitmæli ríkisstjórna stór
velda jafnt sem smáríkja
voru höfðu að engu. Náð-
unarbeiðnum var kastað í
bréfakorfuna.
HINN SAKLAUSI KOMM-
ÚNISTI frá Leipzig sat nú
í valdastóli. En hinn sak-
lausi Nikola Petkov hlaut
verri meðferð en Dimitrov
hlaut hjá nazistum; hann
var tekinn af lífi í Sofia
fyrir þrem dögum. Slíkar
eru aðfarir kommúnista
við andstæðinga sína, þar
sem þeir fara með völd.