Alþýðublaðið - 25.09.1947, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 25.09.1947, Qupperneq 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. sept. 1947 Lánsviðskipíi afnumin. — Afstaða kaupmanna og viðskiptamanna þeirra. — Áhyggjuefni íbúa við Norðurmýri. — Um ákvarðanir fjárhagsráðs og undanþágur þess. KAUPMANNAFÉLÖGIN hafa nú tilkynnt af nám allra láns viSskipta. Bezt er að eng- in þurfi að taka til láns. Það er bezt fyrir þann, sem kaupir og eins fyrir þann, sem selur. Kaupandinn sparar áreiðanlega meira með því að greiða við móttöku og seljandi þarf miklu minna að hafa fyrir viðskiptun um ef ekki eru lánsviðskipti. Ég hitti í gærmorgun mánaðar- kaupsmann í Austurstræti. Hann virtist hafa miklar áhygg ur af auglýsingu kaupmann- anna. „Ég þarf að borga tveggja mánaða eyðslu mína í næsta mánuði,“ sagði hann. „Ég skil afstöðu kaupmanna, en er ekki hægt að fara milliveginn? Er ekki hægt að taka upp viku- greiðslur?“ ÞETTA VAR HANS SJÓN- ARMIÐ, En ég er hræddur um að kaupmönnum myndi þykja erfitt og erilsamt að þurfa að búa út reikninga vikulega. Ég held líka að þeim myndi finn- ast að fara úr öskunni í eldin. Annað hvort er að afnema láns- viðskipti alveg eða að hafa þau eins og verið hefur, þannig að reikningar séu greiddir mánað- arlega. Það getur staðið þannig á fyrir fólki að það þurfi að fá skrifað einn mánuð og ég hygg að fólk geti komist að samkomu lagi við kaupmann sinn um það í einstöku tilfellum, þó að í heild sé tekið fyrir lánsvið- skipti. NJÁLL SKRIFAR: „í auglýs- ingu frá Fjárhagsráði dags. 15. þ.’m., er m. a. komist þannig að orði: „Jafnframt tilkynnist, að samkvæmt heimild sömu grein- ar, er hér eftir bannað, nema sérstakt leyfi komi til, að nota erlent byggingarefni til þess að reisa bifreiðarskúra, sumarbú- staði og girðingar um lóðir eða hús“. MÉR VAR GENGIÐ upp í Rauðarárholtið í gær, og hvað Aliir ferðamenn og áuiugalj ósmyndarar þurfa að skoða heldur þú, Harmes minn, að við mér blasi? Á þessum, slóðum er verksmiðjufyrirtæki sem heit- ir Veiðafæyagerð íslands h.f. Hefi ég heyrt sagt að hr. Sigurð ur B. Sigurðsson formaður við skiptanéfndar sé þar einn af stærstu hluthöfum. En þetta fyr irtæki virðist hafa fengið und- anþágu frá settum reglum Fjár hagsráðs, því heljarmikla girð- ingu, bæði langa og háa er ver- ið að byggja í kring um verk- smiðjuhús þetta.“ ÉG GÆTI SVO SEM vel trú að því, að efni það sem fer í að steypa þessa girðingu, myndi nægja til að steypa upp tvær þriggja herbergja íbúðir. Nú langar mig til að spyrja: Er nokkur ástæða til að formaður viðskipanefndar sé einn af þeim fyrstu sem fær undanþágu frá ákvæðum Fjárhagsráðs? Það hafa verið gerðar miklar ráð- stafanir sem allar eiga að miða að því að bæta aíkomu þjóðar- innar sérstaklega út á við. Það verður að færa margar fórnir til þess að þessar ráðstafanir komi að notum, en þess verður áð krefjast, af þeim mönnum, sem falin hefur verið forustan í þessum efnum, að þeir einnig hafi forustuna um að fórna, bæði hvað mál eins og þetta snertir, og eins með það að sýna fullkomið réttlæti um veit ingu innflutningsj»gyfa“. ÞETTA BRÉF gefur tilefni til andsvara. Eg tel að e'fni þess sé á þann veg að nauðsynlegt sé að birta það og gefa skýringar >á því. Bréf frá viðkomandi að- ilum um þetta mun ég að sjálf- sögðu birta undir eins og mér berst það. HERMANN SKRIFAR: Ég get ekki látið vera að minnast á óréttlæti það sem okkur bú- endum í Norðurmýri er sýnd með einstefnuakstrinum sem fyrirskipaður var þar. Ástand- Fcamhald á 7. síðu. FERÐAFELAGS ISLANDS. Opin frá klukkan 11 til 11. við Rafveiíu Neskaupstáðar er íaus frá 1. janúar næstkomandi. Umsækjendur þurfa að hafa há- Spennulöggildingu. Umsóknuim. sé sikilao til Rafmagnssftirlits ríkisins fyrir 1. nóvember n.k. Sveinbjörn Oddsson: títgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Rií.’ítjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprenfsmiðjan h.f. MEÐ AFTÖKU búlgarska bændaforingjans Nikola Petkovs hafa kommúnistar bæitt nýjum glæp við hinn blóðuga feril sinn í Austur- Evrópu eftir ófriðinn, — Iglæp, sem mun kalla yfir þá íþungan áfellisdóm um allan hinn frjálsa og siðaða heim. * Vesitan við járntjald hinn- ar rússnesku og kommúnist- ísku villiniennsku hefur eng um blandazt hugur um það, allt frá því að Petkov var tek inn fastur í sumar og þar til hann var tekinn af lífi fyrir TÚmum tveimur sólarhring- um, hvers kyns réttvísi það væri, sem í máli hans var að verki. Þótt aldrei hefði ver- ið annað en það blygðunar- leysi búlgörsku kommúnista stjórnarinnar, að banna bændaflokkinn og svipta hann mörgum, löglega kosn- um fulltrúum á þingi, skömmu eftir að Petkov var ftekinn fastur, hefur hverj- um hugsandi manni mátt vera það Ijóst síðan, að fang elsun hins bulgarska bænda- foringja, dauðádómurinn yfir honum og aftaka hans. væri ekkert annað en einn þáttur inn í pólitískri ofsóknaher- ferð gegn andstæðingum kommúnistastjórnarinnar í Búlgaríu, — ofsóknarherferð, sem á að tryggja einræði kommúnista þar í landi, áð- ur en yfirboðarar þeirra og verndarar, Rússar, verða að ‘fara með setulið sitt þaðan. Það hefur og ekki legið~í láginni, að slíkt hefur al- imenningsálitið verið úti um allan heim, þar sem frjáls fréttastarfsemi viðgengzt og menn em frjálsir að því, að nugsa, tala og skrifa- Öll vest ræn blöð, nsma hin ófrjálsu blöð kommúnista, sem stjórn að er frá sama stað og hin- um blóðugu ofsóknum í Búlg aríu, hafa fordæmt málaferl in gegn Petkov; og bæði Bret Iand og Bandaríkin reyndu til þess síðasta, að fá dauða- dóminn yfir honum tekinn upp til éndurskoðunar. En allt kom fyrir ekki. Petkov þctti af hættulegur andstæð ingur; og búlgörsku komm- únistarnir trúa, eins og flokks bræður þsirra um allan heim, á morð og manndráp sem æðstu stjórnvizku til þess að ■t^yggja völd sín þár, sem þeix hafa einu sinni náð yfir- itökunum. Rússland stappaði einnig í þá stálinu gegn að- vörunum Bratlands og Banda ríkjanna. Petkov varð því ekki bjargað. Réttarmorðið var framið þrátt fyrir öll mótmæli hins frjálsa og sið- áða heims. Við fregnina um aftöku Petkovs mun hugur margra hafa hvarflað fjórtán ár aft ur í tímann, til málaferlanna eftir ríkisþinghússbruna Gör ings, þegar Georgi Dimitrov, núverandi kommúnistahöfð- ingi og einræðisherra í Búlg aríu stóð fyrir rannsóknar- rétti þýzku nazistanna, bor- inn upplognum sökum um hlutdeild í ríkisþinghússbrun anum. Það munaði víst ekki miklu, að örlög hans yrðu þá þau sömu og Nikola Petkovs nú- En óhætt er að fullyrða, að það var almenningsáliitið í heimdnum, sem þá reið baggamuninn og bjargaði Dimitrov úr kióm nazista- böðlanna. Margur myndi nú hafa ætl að, að Georgi Dimitrov, sem í dag er í svipaðri valda aðsitöðu í Búlgaríu og Göring þá í Þýzkalandi, hefði mátt minnast þessarar þakkar- skuldar, er JSTikola Petkov stóð fyrir rannsóknarrétti hans, einnig borinn upplogn- um sökum, en iíka einnig situddur af óspilltu alnaenn- ingsáliti í heiminum. En hann gerði það ekki. Nú, þegar hans var mátturinn og valdið, reyndist hann engu betri en hinir nazistísku böðl ar. Þvert á móti gekk hann ör lagaríku feti lengra en þeir í grimmd og mannfyrirlitn- ingu. Það er einn af mörgum þýðingarmiklumi lærdómum réttarmorðsins á hinum búlg arska bændaforingja. -----------+ í DAG var upptekin mjólk urskömmtun á Akranesi af því, að sagt er, að ómögulegt sé að útvega nægjanlega mjólk til bæjarins, enda lít- ur út fyrir, að mikið beri á milli, þar sem skammturinn færist niður í !4 lítra fyrir fullorðinn mann og lú lítra fyrir barn, en hvort tveggja er Ví til lítra of lítið, eða þessu minna, en naumasti skammtur ætti að vera. Ann ars er ekki ástæðulaust, ein- mitt í þessu sambandi, að taka upp nokkrar umræður urn mjólkurmálin á Akranesi. Á Akranesi eru íbúar 2300. Þangað er fluíit mjólk úr nær liggjandi sveitum. Þórður Ás mundsson h.f. hefur á handi mjólkursöluna í tveimur út- sölustöðum. Mjólkin" er seld á sama útsöluverði og mjóik í Reykjavík, en á Akranesi er mjólkin seld á alls eftir- lits- Hún er aldrei fitumæid, fevo vitað sé. Hún er ekki hreinsuð. Hver brúsi er tek- inn og úr honum helt í ker, sem síðan er mælt úr. Með öðrum orðum: Án alls eftir- lits á mjólkurgæðum og því, hvort mjólkin sé viðunandi hrein, er mjóikin seld, þó á sama verði og hreinsuð og flokkuð mjólk í Reykjavík og öðrum bæjum. Það er ástæðulaust _að drótta að heimilum, sem mjólkina selja, sóðalegri með ferð á mjólkinni; en það er óviðunandi fyrir kaupand- ann, að vera í algerri óvissu í því efni. Það er einnig vitað, að þar sem mjólk er flokkuð, flokkasit hún í 1., 2. og 3- flokk. Það er því óhugsandi, að mjólkin, sem seld er á Akranesi, sé öll í 1. flokki; en þannig er húrrssld, og sem 1. flokks mjólk verða kaup- endurnir að taka við henni. Þar við bætist, að Akurnes- ingar. eru í mjólkursvelti nú, og verða það ef til vill í fleiri mánuði, verði ekkert að 'gert. Er ástand þetta ekki í fyllsta máta eins og það ætti !að vera? \ Það Jiggur ekki fyrir sem 'fullvíst, að mjólkursveltið á Akranesi sé óumflýjanlegt; það kunna að vera ráð til þess, að afla nægjanlegrar .mjólkur- Og ef svo væri: i Hver vill þá bera ábyrgð á því, að börnum er skammtað ur aðeins Vz lítri til dags- neyzlu? Því þó mjólkin sé nú dýr, þá munu flestir síðast viija láta börn sín vanta mjólk, eða fara á mis við þau bætiefni og næringu, er ■mjólk lætur mannslíkaman- um í té. Hitt er svo annað mál, sem vaeri ástæða til að ræða sér- staklega, og vonandi verður tekið itil umræðu, og nú í fullri alvöru: Af hverju er mjóikurskortur á Akranesi? Út frá btejartakmörkum Akraness liggja ótæmandi möguleikar til ræktunar, og að því loknu itil mjólkurfram leiðslu. Hvar er eðlilegt að ræktað sé og mjólk fram- leidd, ef ekki í næsta ná- grenni við neytendurna? Eng inn bær á íslandi e\ eins vel settur, hvað ræktunarmögu- leika snertir, og Akranes. Segja má, að nokkuð hafi ver ið ræktað þar, en mistökin í því efni hafa verið mest áber andi. Væri nú ekki ástæða til að taka upp nýja háttu í þessu efni? Er ekki ástæða til, að hugsa um það, að bæjarbúum verð- ur að sjá fyrir nægri mjólk allt árið? Hver einstakur hef ur alls ekki aðsitöðu til að vera sjálfum sér nógur í þessu efni, en samfélag bæj- arbúa getur það, og verður að gera það. Akurnesingar hljóta að standa á því menningar- og manndómsstigi, að þeir séu viðbúnir, að færa sér í nyt þekkingu og tækni í meðferð mjólkur. Það hlýtur að vera taiið eðlilegt, að Akurnesing ar ætlist til þess, að mjólk, sem þeim er boðin, sé áreið- anlega seld í réttum flokki og áreiðanlega hrein, úr heil- brigðum kúm og óskemmd. Akranesi 21- september 1947. Svbj. Oddsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.