Alþýðublaðið - 25.09.1947, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 25.09.1947, Qupperneq 8
ALÞYÐUBLAÐ1Ð vantar fullorðið fólk og tfng- linga til að bera blaðið í þessi hverfi: RauSarárholt Mela Barónsstíg. Talið við afgr. Sími 4900. Fimmtudagur 25. sept- 1947 ALÞYÐUBLAÐIÐ vantar fullorðið fólk og ung- linga til að bera blaðið í þessi hverfi:. ( Túngötu Miðbæinn j Skólavörðustíg. Talið við afgr. Sími 4900. Myndarlegf kaupfún að rísa up ofan við Egilssfaði á Héraði --------------------- Deilur ur.i |>að, hvort .þ-ao skuli heit-a „Gálgaás46 eöa „Kaupangor'k MYNDARLEGT KAUPTÚN er nú að rísa upp skammt ofan við EgGsstaði á Fljótsdalshéraði, og er það fyrsta kauptún á Áusturland:, sem ekki stendur við sjó. Hefur verið unnið að byggingum þarná síðast lið.n tvö ár, og eru nú risin upp í h:nu nýja þorpi 10—11 hús. Fimm höfuðvegir Austurlands mætast þar, sem þetta nýja þorp er að rísa upp, og mun það 'hafa ráðið vali staðarins. Um þetta nýja þorp segir ,,Gerp:r“, tímarit Austfirðinga, að allir muni „af heilum hug óska þorpi þessu gæfu og gengis á ókamnum árum“. Helztu byggingar, sem þeg- ar hafa risið upp í hinu nýja þorpi, eru . læknisbústaður, sem er allmikið hús með í- búðum fyrir tvo fekna og nokkrum sjúkrastofum; bú- staður dýralæknis og sölu- ■búð kaupfélags héraðsbúa, sem opnuð var 1946. Auk þessa er þarna komin önnur verzlun, sem er eign Mark- úsar Jensen, kaupmanns á Eskifirði. Vegir þeir, sem mætast í þorpinu, eru þessir: Fagra- dalsvegur, Fjarðarheiðarveg- ur, Úthéraðsvegur, Breið- Á þriðja þúsund manns hefur sáð Ijós myndasýninguna A ÞPJÐJA þúsund manns hefur nú séð ljósmynda- og ferðasýningu Ferðafélags ís- lands í Listamánnaskálanum og láta sýningargestir mjög vel af sýningunni, enda er þarna fjöibreytni mikil og margt að sjá. Ekki hefur ennþá verið birtur úrskurður um verð- launamyndirnar á sýning- unni. Sýningin verður opin til 30. þessa mánaðar frá kl. 11 til 11 daglega. r Osamkomulag um landssfjóra Trieste ÖRYGGISRÁÐIÐ hélt fund í gærkvöldi og ræddi meðal annars landsstjóraembættið í Trieste, og enn án nokkurs árangurs. Var málinu vísað til hernámsveldanna--í Tri- este til frekari athugunar. Tvö önnur mál voru á dag iskrá ráðsins, og voru það inn fökubeiðni Finna í bandalag ið og beiðni Ástralíumanna um að neitunin á inntöku- beiðni ítala verði endurskoð uð. Sir Gerald Shepard dalsvegur og vegurinn norð- j ur í land. Út frá þessum aðal j vegum kvíslast all'r aðrir bíl | vegir á Austuriandi. Þá er í 1 nágrenni við þetta nýja þo-rp eíni flugvöllurinn á Austur- landi. Fjórðungsbing Austfjarða samþykkti fyrst árið 1943 áskorun til ríkisstiórnarinn- ar um það, að skipulags- nefnd bæja og kauptúna yrði látin velja stað fyrir nýtt kauptún í Mið-Héraði og gerði síðan skipulagsupp- drátt af þvi. Þáverandi fé- lagsmálaráðherra, Björn Þórðarson, brá skjótt við og lét nefndina vinna þetta verk, og 1944 var þorpinu á- kveðinn staður. Síðast liðinn vetur sam- þykkti svo aYnngj. lög um Egilsstaðakauptún, og er þar ákveðið að kauptúnið og næsta nágrenni skuli vera hreppsfélag út af fyrir sig og ríkissjóður skuli styðja þorpmyndun þessa með því að leggja þar vatns- og skolp veitu og reisa þar raforku- stöð. Raforkustöðin var reist í fyrrasumar og vatnsveita lögð til þorpsins í fyrrahaust. GÁLGAÁS EÐA KAUPANGUR? Ásinn. sem hið nýja þorp stendur á, heitir Gálgaás, og virðist nafn það nú æitla að festast við kauptúnið. Ligg- ur ás þessi út fyrir ofan hina breiðu mýri, sem tekur við ofan við Egilsstaðatún. Stutt utan við yztu húsin er hár klettur, sem var aftökustað- ur þeirra manna, sem dæmd- ir voru »til hengingar fyrr á öldum í Múiaþingi. Enn sjást mannabein undir klettinum og leifar af hengingartrénu. Segir svo í „Gerpi“, að „vitringarnir að sunnan hafi valið hinni væntanlegu kirkju þorpsms stað því sem næst úti á klettinum.“ I fyrsta hefti „Gerpis“ er grein, þar sem Gálgaáss- nafninu er harðlega mót- mælt, og leggur greinarhöf- undur, Gísli Helgason, til, I að kauptúnið verði nefnt Kaupangur. Finnst honum fyrra nafnið ljótt og viðbjóðs legt og vill, að hið nýja þorp hljóti fagurt nafn. Endar hann grein sína á þessum Fær verðlaun fyrir' að bjarga barni ur 13 ARA DRENGURINN Þórður OlaíuT Þórðarson, sem bjargaði þriggja ára telpu úr brennandi bragga í marzroánuði síSastiiðnum, bef ur nú hlotið fyrs.tu verðlaunin úr verðiauna'sjóði Gunnars Hafberg. Þórður og móðir hans, Kat- rín Einarsdóttir, eru við vinnu úti á landi, en koma til bæj- arins um næstu mánaðamót: Verða því peningarnir lagðir inn í bankabók, sem verður afhent hon.um, ásamt heið-urs- skjali, á næsta fund-i Ung- mennadieildarinnar í byrjun október, af fors'eta Slysa- varnafél. íslands, Guðbjarti Olafssyni, ;sem jafnframt er formaður sjóðsins. '■Björgunarverðlaunum úr sjóði þessum verður útblutað árlega í framtíðinni, á afmæl- isdegi Gunnars heit. Hafberg, sem er 25. sepfcember. Á árinu 1943'-stolfnaði Eng- ilbert Hafberg kaupmaður sjóð til minningar um! son sinn Gunnar Hafberg, sem fórst af slysförum þ. 25. júlí 1943. Var sjóður þessi, sem nú hefur hlotið staðfestingu Stjórnar- ráðsins, afhentur Ungmenna- dteild Slysavarnafélagsins í Reykjavík til umráða, og skal vöxtum hans varið til þess að veita unglingum innan 18 ára aldurs viðurkenningUr- fyrir eftirtalin afrek: 1. Að bjarga maninslífi á sjó 'eða landi. 2. Að sýna isérstakt snarræði og þskkingu við að alftra slysum. 3. Að sýna þékkingu og diugn- að í því að veita hjálp í við- lögum, ef slys ber að höndum. Úr sjóði þessum, sem er orðinn kr. 10 000,00 að upp- hæð, hefur nú verið ákveðið að veifca í fyrsta sinni kr. 500,00 í verðlaun ásamt h'eið- urss'kjali, og hlaut Þórðúr fyrstu verðlaunin. orðum: „Niður með Gálga- ássnafnið. Upp með Kaup- ang.“ (Samkv. ,,Gerpi“.) Sir Gerald Shepard, sendiherra Breía, fer frá Islandi í dag -------------------+--------- Kom hlogað 1943 og var fulltrúi Breta á lýðveSdishátíðiíiiii. SIR GERÁLD SHEPARD, sendiherra Breta á íslandi, fer í dag alfarinn af landinu. Hefur hann verið hér síðan. vorið 1943 og hafa hann og Lady Shepard eignazt fjölda vina hér á landi. Sir Gerald mun nú yfirgefa- utanríkis- þjónustuna, og sagði hann við Alþýðublaðið í gær, að það væri þeim hjónum hin mesta ánægja, áð ísland skyldi verða síðasti staður þeirra á langri.starfsbraut. Sir Gerald sagði, að það væri þeim hjónum mjög leitt að fara frá íslandi, því að hér hefðu þau eignazt marga góða vini. Hann kvað þau ekki aðeins hafa nojtið vináttu hinna mörgu kunningja sinna, heldur og bænda og annarra, sem þau hefðu hitt á ferðum um land ið. Sendiherrann sagði, að þau hjón mundu eiga hinar fegurstu endurminningar frá íslandi, og þau vonuðu, að þeim' mundi gefast tækifæri til þess að koma hingað aft- ur. Sir Gerald Shepard var fulltrúi Englands á lýðveldis hátíðinni og flutti þá hinu unga lýðveldi árnaðaróskir þjóðar sinnar. Hann hefur verið í ensku utanríkisþjón- ustunni síðan 1913, er hann var fyrst skipaður vararæðis maður í New York. Síðan hefur hann verið ræðismað- ur á ýmsum stöðum í New York, í Afríkulýðveldinu Liberíu, í Riga, í Danzig, í Amsterdam og síðast hér á íslandi. Hann átti að hætta störfum í fyrra, en brezka ut- anríkisráðuneytið bað hann að vera hér eitt ár til viðbót- i fjár er nú igl| ar. Ókeypis námskeið í rafsuðu FIRMAÐ LUDVIG STORR efnir um þessar mundir til námskeiðs í rafsuðu og hófst námskeiðið í gærkvöldi. Er rafsuðumönnum og öðrum, sem áhuga hafa fyrir tækni í þessari grein boðið ókeyp- is að sækja námskeiðið, en kennslan fer aðallega fram með fyrirlestrum’ og enn fremur eru sýndar skugga- myndir til skýringar. Ludvig Storr hefur fengið hingað danskan sérfræðing á þessu sviði og mun hann halda fyrirlestra um rafsuðu og sýna skuggamyndir og kvikmyndir til skýrinr^;. Fyrirlestrarnir eru fluttir í samkomusal Landssmiðj- unnar. FRÁ því að haustslátrunin hófst, 15. þessa mánaðar, hef ur verið slátrað að meðaltali um 9Ó0 fjár á dag hjá Slát- urfélagi Suðurlands í Reykja vík, og er það nær eingöngu fé úr Árnessýslu og Gull- bringu- og Kjósársýslu, en auk þess er slátrað á vegiun sláturféíagsins á Akranesi og einnig austur á Rangárvöll- um og Skaftafellssýslu. Á meðan sumarslátrunin stóð yfir, frá 10. ágúst til 13. september, var slátrað sam- tals 4409 kindum hjá Slátur félaginu, en nú hafa á rúmri Ivikú frá því að haustslátrun in hófst verið slátrað í kring um 8000 fjár, eða um 900 á dag að meðaltali eins og áð- ur segír, en á næstunni mun fleira fé verða slátrað dag- lega en verið hefur undanfar ið. Síðast liðinn .mánudag var byrjað að selja slátur til heimila hér í Reykjavík, en á því þóttu ekki tök meðan sumarslátrunin stóð yfir, vegna þess hve fáu fé var þá slátrað daglega. Hafa þegar borizt hundr- uð pantana um slátur og er það sent heim til þeirra, er taka fimm slátur, en meira er ekki látið til hverrar fjöl- skyldu. Verð á slátri úr ein- um dilk eru 14 krónur, en kílóið af mör er selt á 9 kr. Ekkert upplýst að Auraseli SÝSLUMAÐUR Rangæ- inga, Björn Björnsson, og Sig urður Magnússon, lögreglu- þjónn frá rannsóknariögregl unni í Reykjavík, hafa und anfarið unnið sitöðugt að rannsókn ránmálsins að Auraseli. Hefur enn þá ekk- ert komið í ljós, er upplýst geti þetta dularfulla rán, þó að þeir sýslumaður hafi hald ið ítarlegar yfirheyrslur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.