Alþýðublaðið - 05.10.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.10.1947, Blaðsíða 3
x?m%\ ^YDUBLAb.D soMDöagar. ð, oki 194/. r Islendingasagna - útgáfa Sigurðar Kristjánssonar Október 1947. Kr. 1.-2. íslendingabók ok Landnáma 18.00 3. Harðar saga ok Hólmverja ..:... 6.25 4. Egils saga Skalla- grímssonar 15.00 5. Hænsa-Þóris saga 2.40 6. Kormáks saga .... 4.00 7. Vatnsdæla saga . . 6.80 8. Hrafnkels saga Freysgoða 2.75 9. Gunnlaugs saga ormstungu 4.00 10. Njáls saga 20.00 j 11. Laxdæla saga .... 14.75 12. Eyrbyggja saga . . 11.20 13. Fljótsdæla saga ok Droplaugarsona saga 7.00 14. Ljósvetninga saga 8.80 15. Hávarðar saga ís- firðings 4.40 16. Reykdæla saga . . . . 3.00 17. Þorskfirðinga saga 1.50 18. Finnboga saga 2.65 19. Víga-Glúms saga.. 5.60 20. Svarfdæla saga . . 2.70 21. Valla-Ljóts saga . . 1.20 22. Vápnfirðinga saga 1.20 23. Flóamanna saga . . 1.85 24. Bjarnar saga Hít- dælakappa 3.00 25. Gísla saga Súrsson- ar ; 11.00 26. Fóstbræðra saga . . 4.15 27. Víga-Styrs saga ok Heiðarvíga 3.00 28. Grettis saga .... 14.75 29. Þórðar saga hreðu 2.25 30. Bandamanna saga 4.80 31. Hallfreðar saga . . 4.60 32. Þorsteins saga hvíta 1.30 33. Þorsteins saga Síðu Hallssonar 1.15 34. Eiríks saga rauða ok Grænlendinga- báttr . 1.15 35. Þorfinns saga karls efnis 1.15 36. Kjalnesinga saga . 1.50 37. Bárðar saga Snæ- íellsáss 1.50 38. Víglundar saga . . 3.40 íslendingaþættir 42 . . 20.00 fslendingasögur samt. 22^.75 Enn íremur: Sæmundar edda 26.00 Snorra edda . . 18.00 44.00 Sturlunga saga I. 16.0Ö Sturlunga s. II. 18.00 Sturlunga s. III. 16.00 Sturlunga s. IV. 23.00 73.00 1 Samtals krónur 340.75 Bókav. Sigurðar Kristjánss. Bankastræti 3. •— Sími 3635. Allir eldri verðlistar, ógildir. j Verðbreytingar áskildar j án fyrirvara. * á EINN af dögum norræna bindindisþingsins í Stokk- hólmi í júlí s. 1. komu til mín nqkkrir menn og kynntu sig sem formenn bindindisfé- laga bílstjóra á Norðurlönd- um. Þeir buðu mér til fund- ar með sér um kvöldið á yndislegum stað utan við borgina sjálfa. Þetta var stjórnarfundur sambands þeirra á Norðurlöndum. Að fundi loknum var borin fram rausnarleg máltíð. Gestir voru hæfilega margir, en þarna voru saman komnar fimm þjóðir í miklu bróð- erni. Þannig þyrftu allar þjóðir áð búa saman. í Svíþjóð eru 220 bindind isfélög bílstjóra og félagar 14 þúsundir. í Noregi eru deildirnar aðeins 53, félagar 2800, í Finnlandi 27 deildir og 2000 félagar, en í Dan- ,mörku er þessi félagsskapur þróttminnstur enn og á ís- landi enginn. Morguninn eftir komu til mín formaðu]> sambandsins í Noregi, Jakob Mörck, og f ramkvæmdast j óri þess, Steinar Hauge, jem einnig er ritstjóri blaðs þeirra; og lögðu fast að mér að koma með þeim frá Osló, er ég kæmi þangað, til Kristian- sand og sitja þar landsfund þeirra. ÍÞótt mér væri um og ó, tók ég þessu ágæta boði þeirra. Fundur þessi hófst 19. júlí, fór þá fram sam- keppni í mannúðarlegum akstri. Fékk ég að sitja í bíl með einum keppandanum, er var reyndur og gætinn bílstjóri, en engin verðlaun fékk hann samt. Fyrir kepp- endur voru lagðar ýmsar gildrur, en allar á þann veg, að sdnnprófa nærgætni þeirra, athygli og samvizku- semi. Reynsluaksturinn tók klukkustund og voru það miklar krókaleiðir, en góð skemmtireið, því umhverfi var fagurt. Um kvöldið söfnuðust fundarmenn, og fleiri af bæj armönnum, sáman á torgi bæjarins og var gengið það- an í skrúðgöngu undir fán- um og hornablæstri hljóm- sveitar alllanga leið til skemmtigarðar bæj-arins, sem er óviðjafnanlega fagur staður. Þar er eitt furðusmíð náttúrunnar, alldjúpur dal- ur, geysilega voldugt stand- berg á aðra hönd, en fjalls- hlíð á hina. Fyrir dalsbotni í skjóli hæðahringsins rísa himinháar þráðbeinar og sverar eikur. Fyrir framan eru iðjagrænar grundir og þar gosbrunnur, en nokkru neðar vatn og lækjarspræna. mikill gróður. Hann heitir Hrafnadalur (Ravnedalen). Á þessum ýndislega' stað var sett skemmtisarnkoma, og þar urðum við erlendu gestirnir að flytja ávörp og tala í eins konar útvarp, en aldrei þykir-mér þægilegt að tala á útisamkomu. Mér finnst áheyrendasalurinn jafnan of stór. Næsti dagur var sunnudag ur og var þá gengið til kirkju. Við miðdagsborðið í stórum sal voru um 200 boðs gestir. Nokkrir menn fluttu stuttar borðræður. Um kvöldið var svo slegið upp veizlu og skemmtisamkomu á sama stað. Þá var verð- launum úthlutað til þeirra, sem kepptu í 'mannúðlegum akstri, ræður fluttar, sungið og skemmt ^á ýmsa vegu. Þess var krafizt að íslend- ingurinn segði eitthvað frá íslandi. Það þótti fundar- mönnum verst að geta ekki sungið íslénzka þjóðsönginn, en einn kennari var þar, sem lék hann blaðalaust og sagð- ist kenna hann í skóla sínum og væru börnin mjög hrifin af íslenzka þjóðsöngnum. En sýnd væri að segja það, að íslandj hafi ekki verið allur sómi sýndur á þessu þingi og hlýt ég að róma mjög gest- risni þessara manna og alla alúð. Einn fundardaginrt fórum við alllanga sjóferð á 10 litl- um skemi|(itisnekkjum um sundin hjá Kristiansand. Á stöku stöðu var svo mjótt að næstum var hægt að stökkva á land á báða vegu. Á þessar'i skemmtilegu leið mátti heita að allar klappir og flúðir væru þaktar „sól- brenndum og nök-tum búk- um æskumanna og meyja, er nutu veðurblíðunnar qg iðk- uðu sund. Þau steyptu sér fram af klettasnösum og svömluðu nálægt bátunum, er þeir brunuðu fram hjá. Þar var hín norska, unga og tápmikla kynslóð. Auðvitað voru fundarhöld á milli þessara skemmtana og áhugamálin rædd. Starf- semi þessa félagsskapar er bæði þýðingarmikil og merkileg. Um allan heim eru umferðaslysin orðin mann- .skæðari en styrjaldir, og í því böli er áfengið versti bölvaldurinn. Öll starfsemi, sem reynir að draga úr sliku fári, er mikilvæg. Norska sambandið hefur fastan framkvæmdastjcra, sem einnig er ritstjóri blaðs, er sambandið gefur út. Það hef ur skrifstofu í Osló. í byrjun síðasta starfsárs voru eignir þess 28 þús. kr., en það hef- Vetrarstarfið er að 'hefjast- Fundir um næstu helgi Kl'. 10 f. h. Sunnudagaskólinn. Öll börn velkomin Kl. 1,30 e.h- Vinadeild og Yhgsta deiid fyrir drengi Kl. 3,30 e. h. Yngsta deild fyrir telpur Kl. 5 e- h. Unglingadeildin fýrir 13—16 ára pilta Kl. 8,30 e. h. Fórnarsamkoma, síra Friðrik Frið- riksson og síra Jónmundur Halldórs- son tala. — Allir velkomnir. K.F.U.M. og K,F:U.K. Hafnaríirði - »■ Fundir í næstu viku: Sunnudagur: Kl-10 f. h. Sunnudagaskóiinn. Öii börn velkomin Kl. 2 e. h. Yngsta deildin fyrir drengi. Kl- 8,30 e. h. Samkoma. Síra Magnús Runólfsson talar. Allir velkomnir. Mánudagur: Kl. 7,30 e. h. Unglingadeildin íyrii* pilta frá 13— 16 ára. Kl. 8,30 e. h. Aðaldeild K.F.U.M. Síra Friðrik Friðriksson talar. Allir karlmenn velkomnir. Fimmfudagur: Kl. 8 e. h. Unglingadeild K.F-U.K. ur eytt allmiklu fé til ým- issa framkvæmda á árinu. Það hefur gengizt fyrir um- ferðarvikum ■ í Kristiansand, Lillehammer, Gjövik Oslo, Bergen, Kongsberg og Sande* fjord. Alls staðar hafa þessar aðgerðir þess konrið að góðv um notum og hlotið viður- kenningu og þakklæti yfir- valdanna. Sambandið færþó aðeins 700 kr. ríkisstyrk. Það gefur út fræðirit og dreifi- bréf. Fyrir skömmu gaf „það út eitt slikt rit, Traffikk- posten, í 100 000 eintökum og dreifði þeim víðs vegar um landið. Næsta sumar ætlar þetta samband bindindisfélaga bíl stjóra í Noregi að minnast 20 ára afmælis síns með mik- illi viðhöfn og gera þeir ráð fyrir að fjölga félögum um 4000 fram að þeim tíma. Af- mælishátíðin verður í Þránd heimi. Ég á heimboð þangað, þótt ekki sé ég bílstjóri, en ekki er víst að byr gefi í það skiptið. En nú ■ vil ég skora á bílstjóra hér í Reykjavík, baéoi atvinnubil stjóra og bílaeigendur,* a§ gefa sig fram og stofna slík- an félagsskap, gerast liður í Norðurlandasambandinu og senda einhvern fulltrúa til Þrándheims næsta sumar. Þeim verður vel fagnað og það mun borga sig. Frá Kristiansand fékk ég að aka með ungum lögfræð- ingi alla leið til Oslóar, næst um 400 km. Það var ljóm- andi skemmtireið um fagurt land og. blómlegar byggðir. Ekki leyfði hinn ungi lög- fræðingur neinum í bílnum að kveikja i sígarettu. Dáð- ist ég að þeim hreinleik hans og öllum myndarbrag. Hann hafði komið til Kristiansand til að flytja erindi á fundin- nm. Þetta var fyrirmyndar ungur maður. Pétuv Sigurðsson. Afhtigasemd, * VEGNA GREINAR í Al- þýðublaðinu 2. þ. - m. með fvrirsögninni . „Byggingar á Siglufirði fá seina afgreiðslu hjá : skipulagsnefnd“, hefur húsameistara ríkteins borizt svohljóðandi skeyti frá bæj- arstjóra Siglufjarðar. ,,Það viðurkennist að fyr- irliggjandi teikningar af við- bótarbyggingu við sjúkrahús Siglufjarðar m£ð breytingar- tillögum frá landlækni, enn fremur fullgerð teikning af Gagnfræðaskóla á ákveðnum stað samanber bréf mitt til skipulagsnefndar dagsett 25. ágúst. Bæjarshjóri“. Að svo stöddu telur skipu lagsnefnd ekki ástæðu til frekari leiðréttingar við áð- urnefnda grein Alþýðublaðs ins. Reykjavík, 4. okt. 1947. Skipulagsnefnd ríkisins. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.