Alþýðublaðið - 05.10.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.10.1947, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ SDDDDdaanr, 5. oW. 194Z. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Bitstjóri: Stefáu Pjetursson. Fréttastjóri: Beneðikt Grönðal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Pólitisk straumhvörf í Danmörku. ÞAÐ getur varla verið efamál, að fall „vinstri" stjórnarinnar í fyrrinótt og fólksþingskosningarnar, , sem samtímis ... voru boðaðar, sennilega. síðast í þessum mánuði, þýði pólitísk straum hvörf með hinni dönsku frændþjóð okkar. ❖ Við síðustu fólksþingskosn ingar, sem fóru fram fyrir svo að segja réttum tveimur árum, eða meðan hugirnir voru enn í æsingu eftir hið þýzka hernáni, tókst komm- únistum að sundra svo röð- um danska Alþýðuflokksins, að hann tapaði átján sætum í fólksþinginu af sextíu og sex, sem hann hafði áður, og taldi sér ekki fært að taka á sig stjórnarmyndun. Varð sundrungarstarf og vinningur kommúnista því til þess eins, að alþýðan missti stjórnartaumana í Danmörku og mynduð var bændaflokksstjórn, hin- svo- kallaða „vinstri" stjórn ynd- ir forsæti Knud Kristen- sens, sem síðan hefur farið með völd, studd af hinum borgaraflokkunum, íhalds- flokknum og róttæka flokkn, um. Þessi stjórn hefur frá upphafi haft andúð danskrar alþýðu. En hún hefur einn- ig orðið stuðningsflokkum sínum vonbrigði, ekki hvað sízt róttæka flokknum, sem fyrir stríðið sat í stjórn,með Alþýðuflokknum undir for- ustu Thorvalds Staunings og átti virðingarverðan þátt í þeim stórfelldu efnalegu framfiirum og félagslegu um bótum, sem á þeim árum gerðu Danmörku að fyrir- myndarlandi. Undir hinni borgaralegu stjórn Knud Kristensens hefur Danmörk dregizt aftur úr í þeim efn- um. Stjórnin hefur reynzt úrræðalaus gagnvart hinum efnahagslegu vandamálum, sem að hafa steðjað eftir stríðið og gjaldeyrisforði þjóðarinnar gengið til þurrð ar, þó að lítið eða ekkert hafi verið gert til þess að rétta þjóðarbúskapinn við eftir hernámið og búa í hag- inn fyrir framtíðina. Með réttu hefur því Hans Hed- toft, forustumaður danska Málverk, sem taka mann til sín. — Vinna á við kynningu. — Hvað kosta túrarnir? — Skóla- stúlta gerir við ullarsokka- — Berklavamardag- urinn er í dag. ÉG FÓR f FYRRADAG að skoða málverkasýningu Sigurð- ar Sigurðssonar í Listamanna- skálanum. Þegar ég kom inn virtist mér myndirnar gráar, sveipaðar þoku' og engin þeirra greip mig sterkum tökum. Þetta kom -mer á óvart, því eg vissi, að Sigurður Sigurðsson Iiafði unnið að myndum sínum af frábærri elju og fórnfýsi. Ég spurði sjálfan mig: Eru mynd- irnar 4 raun og veru þannig? — Svo gekk ég um salinn, skoðaði og horfði á þær. Smátt og smátt hvarf gráminn og þokan. Nýir litir birtust, nýr himinn og ný jörð, ný hús og ný vötn — og allt varð nýtt fyrir mér. ÉG ER LEIKMAÐUR og ekki gagnrýnandi. Ég segi frá þeim áhrifum, sem ég verð fyrir á málverkasýningum. Ég dvaldi á sýningunni í eina klukkustund og mér þótti því vænna um myndirnar, sem ég dvaldi þar lengur. Og ég hefði horft Iengur á þær, hefði mannfjöldinn ekki verið svo mikill,' að maður gat ekki notið listarinnar til fulln- ustu. ALLAR MA'NBIR Sigurðar Sigurðssonar eru „kultiverað- ar“. t>ær eru vel unnar. Það er auðséð að listamaðurinn hlífir ekki sjálfum sér, að hann hrekkur ekki undan fyrir erfið- leikunum, að hann ræðst gegn þeim og starfar, stritar, leggur alla sál sína fram til þess að ná því bezta, sem liann sér og finn- ur. SIGURÐUR SIGURÐSSON er ekki af þeim skóla, sem gerir kröfur til þess, að hann sé sjálfur hæstiréttur um allt, sem að list lýtur. Þess vegna stekk- ur hann ekki burt frá fórnar- kröfunum, þeytir penslinum stefnulaust og af handahófi um léreftið og öskrar framan í okk- ur „Þetta er list, þó að þið skilj- ið þáð ekki!“ Hann vinnur og starfar, ann sér ekki hvíldar, ■fórnar samkvæmt kröfum list- árinnar, gefur sér ekki frí fr stritinu. Hann er góður lista- maður og sannur. Ég vil hvetja ykkur til að sækja ’ þessa mál- verkasýningu, en þið megið ekki dvelja þar skamma stund, því að myndirnar ,,taka“'ykkur, ,„gefa“ ykkur fró og unað, '.og hvort tveggja því meir sem þið horfið lengur á þær. KUNNUR BORGARI hringdi til mín í gær og sagði: „Blöðin eru alltaf að tilkynna hvað tog- ararnir hafi selt fisk sinn fyrir mikið. En hvers vegna skýra þau ekki um leið frá því, hvað hver túr hefur kostað?- Það er að vísu gaman að fá að vita fyrir hvað togararnir selja í hverjum túr, en það er í raun og veru einskis virði, ef maður fær ekki uSh leið að vita, hvað túrarnir kosta. Fólk getur hæg- lega fengið alranga hugmynd um það, hvað upp úr hverjum túr fæst.“ ÞANNIG MÆLTI kunningi minn. Og þetta er alveg rétt hjá honum. Sannleikurinn er sá, að þó að til dæmis Ingólfur Arnar- son selji vel, eins og það er met- ið nú, þá er kostnaðurinn gífur- legur. Æskilegast værif ef við gætum um leið og við skýrum frá aflasölunum skýrt frá því, hvað túrarnir kosta, en því mið- ur er það enn ekki hægt. Skil ég þó ekki hvers vegna ekki er hægt að gera það. Þarna er ekk ervað fela. Það er líka hagleg- ast fyrir alla aðila að birta slík- ar tölur. - SKÓLASTÚLKA skrifar á þessa leið: „Hérna fyrir framan mig á borðinu liggur hrúga af leldgömlum, gatslitnum, útlend- um ullarkvensokkum, sem ég ætla að reyna að bæta og breyta í nothæfar skjólflíkur, áður en veturinn kemur með frost og fannkynngi. Ullarkvensokkar eru nefnilega eitt af því marga, sem nú er ófáanlegt hér á landi.“ „ÉG HEF OFT heyrt því fleygt, að ungu stúlkurnar ís- lenzku kynnu ekki að klæða sig, þær gengju í næfurþunnum Fcamhaid a 7. síöu. verður haldinn í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðasala við innganginn eftir kl- 8,30. B. R. óskast háifan eða allan aaginn. Upplýsingar í skrifstofunni. ( ON ) aðstoðarlæknis á Kleppi er laus til um- ;sóknar frá 10. nóv. n. k. Lauriakjör sam- kvæmt launalögum. Til þess er ætl- azt, ajð aðstoðarlæknirinn starfi jafnframt við lækningastöð spítalans, ef til kemur. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist til skrifstofu ríkisspítaianna í Fiskiféiags- húsinu fyrir 1- nóvember n. k. 3. október 1947. Stjórnarnefnd ríkisspítalanna. vantar fullorðið fólk og unglinga til blaðburðar í þessi hverfi: Barónsstíg Grettisgötu Njálsgötu * Laugaveg Túngötu Mela Seltjarnarnes Kleppsholt. TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA. Alþýðublaðið. Sími Alþýðuflokksins, sagt, að hin borgaralega stjórn hafi ekki reynzt vandanum vaxin og að viðreisnarstarfið sé þar af leiðandi enn óunnið. ❖ En jafnvel þótt óánægj- an með ,,vinstri“ stjórnina væri sívaxandi af framan greindum ástæðum, var það sérstaklega tvískinnungur hennar í Suður-Slésvíkur- málinu, sem nú svipti hana þeim meirihluta í fólksþing- inu, sem hún studdist við. í þessu viðkvæma og vara- sama máli gekk stjórnin að minnsta kosti síðan í sumar, í berhögg við áður yfirlýst- an þjóðarvilja. Sem kunnugt er. stóðu allir danskir stjóm- málaflokkar að þeirri vilja- yfirlýsingu rétt eftir stríð- ið, að við suðurlandamærum Danmerkur yrði ekki hrófl- að, jafnvel þótt landinu stæði nú til boða að innlima Suður Slésvík. Það var þó viður- kennt af öllum stjórnmála- flokkum í Danmörku, að ekkert gæti verið hættulegra fyrir framtíð dönsku þjóðar- innar en að fá stórt þýzkt þjóðarbrot í Suður-Slésvík inn fyrir landamæri Dan- merkur. En Knud Kristen- sen stóðst sem forsætisráð- herra ekki freistingar hinnar gömlu stórdönsku stefnu. Hann hefur upp á síðkastið farið lítt leynt með það, að hann stefndi að "innlimun Suður-Slésvíkur, og það varð honum að falli. Róttæki flokkurinn sagði upp stuðn- ingi siínum við stjórn hans og tók höndum saman við Al- þýðuflokkinn um að steypa henni í fyrrinótt. * Það er ekki talinn mikill efi á því, að danski Alþýðu- flokkurinn komi sem sigur- vegari út úr þeim fólksþings- kosningum, sem nú fara í hönd. Dönsk alþýða hefur fengið nóg af stjórn borgara- flokkanna undanfarin tvö ár, úrræðaleysi hennar í innan- landsmálum og ævintýra- pólitík í Suður-Slésvíkur- málinu. Og hún veit nú, að það er aðeins Alþýðuflokk- urinn, sem tryggt getur trausta stjórn bæði inn á við og út á við. Þess vegna mbn hún í þessum kosningum fylkja sér einhuga um hann og ofurselja sundrungarmenn kommúnista þeirri gleymsku og fyrirl'iitniingu, /sem íþeir voru í áður í Danmörku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.