Alþýðublaðið - 05.10.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.10.1947, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ $m m .s „.wmm SDHBDdannr, 5. Jöhn Fergusons r #- Jón Gangan. FRÁ JÓNI J. GANGAN Pt. London 29. sept. 47. Heiðraði ritstjóri! Ég lofaði að skrifa þér ferða- pistla og láta þig og almenning vita livernig för mín gengur. Get ég sagt að fram að þessu hafi húii gengið bæði vel og illa, -— en skemmtileg hefur hún verið, þrátt fyrir allt, og það er mest um vert. En um hvað á ég að skriía? Hvað heldur þú að fólk vilji helzt heyra? Verzlunarerindi mín eru leynileg milliríkjavið- skipti, þar sem ég er persónu- lega annars vegar, og öll stór- veldin hins vegar, og má ég því ekkert um þau segja að svo stöddu. Það er því bezt að ég segi þér eitthvað af ferðalagi mínu og borginni, sem ég bý í þessa stundina. Ég kom flugleiðis til borgar- innar. Á flugvellinum biðu margir menn, ákaflega vel bún- ir og kurteisir. Þeir báru það með sér að vera betri stéttar menn, og ég sá ekki betur en þeir veittu mér nokkra athygli, svo ég strammaði mig upp og heilsaði þeim með handabandi og reyndi að gera þeim skiljan- legt, að þessi móttaka væri mér óvæntur og mikill heiður, enda þótt mér væri kunnugt um, að mikið þætti til okkar íslendinga koma erlendis um þessar mund- ir. Þeir virtust verða hálf- hvumsa við, «n ég bað þá að vera ekki feimna, og bauð þeim til gistihússins upp á sjúss, sló á öxl þeirra og hristi þá og reyndi að sýna þeim fram á, að ég væri ekki neinn stórbokki eða um of upp með mér, þótt ég hefði þénað á stríðinu, en þeir taþað. En þegar ég gat um heim boðið, kom í ljós að þeir máttu iekki véra að því, — þeir voru þarna staddir til þess. að taka á móti einhverjum séra Stafford Crips, sem er víst sómaprestur einhvers staðar í Englandi. Ég hafði sent einum kunn- ingja mínum, brezkum manni, sem var hér á stríðsárunum, og sem ég þá hjálpaði stundum um eitt og annað smávegis, — hafði semsagt sent honum símskeyti og beðið hann að taka á móti mér. En hann var hvergi sjáan- legur, og seinna kom í ljós, að ég hafði valdið dálitlu uppþoti á heimili hans, þar eð ég hafði sett „remember Gunna“ í skeytið, — en hún hafði verið nokkurs konar vinnukona hjá mér á hernámsárunum, — en maðurinn var kvæntur og margra barna faðir, en mér hafði hann aldrei sagt neitt um það. Og svo fór, að hann vildi hvorki heyra mig né sjá, —. en skrattinn sjálfur má í minn stað útvega honum kvenfólk og brennivín á næstu hernámsár- um! . Meira seinna. Bless. Jón J. Gangan. AÐ HUGSA SÉR að nú skuli ofdrykkjan vera orðin svo útbreidd hér í Reykja vík, að vatnsgeymarnir, sem raunar hafa ekki haft of mikið ag vökvanum - að segja síðustu árin, gerðu sér það til hátíða- brigða, er nýja vatnsveituaukn- ingin ko mtil skjalanna, að þeir offylltust. Er þetta skiljanlegt, frá mannlegu sjónarmiði, en auðvitað væri æskilegra, að slíkt endurtæki sig ekki, þar eð allir vita að fordæmi þeirra, sem hæst standa, er oft áhrifa- ríkt. „Manstu éftir manninum í Bethsaida, sem vár blindur og lét opna -á sér augun, Sandy?“ „Já,“ sagði hann eftir ör- litla þögn. Hann hafði mjög nákvæma heyrn, og ég hafði víst ékki hógu gott vald á rödd minni. „Manstu, hvernig þeir spurðu hann, hvort hann sæi nokkuð og hvernig hann æpti upp af fögnuði: „Já, ég sé memn, eins og gangandi tré. Hann var svo ánægður að- eins með það, að sjá menn ó- greinilega eins og gangandi tré.“ „Ánægður? Hann kraup á kné, ef ég man rétt.“ „Það gerði hann. Fæstir okkar yrðu, býst ég við, á- nægðir með svo lítið.“ Hendur hans krepptust. sá ég. „Hamingjan góða, hve lít- ið þú veizt,“ sagði hann, „að sjá menn eins og tré, þó ekki væri nema greina ljós frá myrkri — lofaðu blindum manni því og hamn mun falla á kné fyrir þér.“ Jæja, ég gat nú ekki einu sinni lofað honum því, en ég talaði við hann um uppskurð- inn, -sem Tyffe gerði.“ Hann hristi höfuðið. „Nei, nei. Slíkt getur ekki átt sér stað, Pétur. Heimur- inn er ekki' svoleiðis. Hugs- aðu bara um heppni mina með þessi. tehlutabréf. Ham- ingjunni er ekki sóað á ná- unga eins og mig á þann hátt.“ „Sandy,“ sagði ég, „ég get nú varla kallað þig hafa verið mjög heppinn hingað til. Það er mjög lítið, sem þú hefur notið. En fyrr eða •sei.nna fær maður uppbót — þar sem hlutirnir jafna- sig upp — og það er löngu- komið að skuldadögunum í þínu tilfelli held ég.“ Hann sagði ekki meira. , Og allt, sem ég þarf að segja um það, sem á eftir fer er þetta: Uppskurðurinn á augum Sandys var gerður af Sir Donald Fyffe í Edinborg, og viku síðar sá Kinloch dagsins Ijós aftur. Ljósið, sem han,n hafði ekki séð,síð- an hann varð fyrir sprenging unn í árásinni á Remy síð- ustu sex vikumar í stríðinu. Það var í setustofunni þeirri, sem ég hafðl krafizt að fá, sem fyrsta tilraun var gerð. Ég tók umbúirnar frá aug unum í hálfrökkri, örlí.tilli skímu frá litlum lampa í herberginu. En þegar ég sá, að Sir Donald hafði tekizt vel enn einu sinni, varð ég ofsa- glaður. Samt héít ég, þegar ég sá til hvers Sandy notaði augu sín fyrst, að hann væri orð- inn vitlaus. Hann reif sig úr jakkanum og starði innan á hann undir kraganum. Það einbennilega var, að þar var ekkert að sjá, eftir því, sem ég gat séð í ljósinu. Samt skalf hann af hugaræsingu. Eftir svolitla stund sagði hann eins og við sjálfan sig: „Nú, hvenær var þetta gert?“ „Hvenær var hvað gert?“ spurði ég. Hann .hélt jakkanum að mér. „Sjáðu, einhver hefur klippt merkimiðann með nafni og heimilisfangi klæð- skerans burtu. Það var snið- ugt — ári sniðugt — svona fór hún að því að svíkja mig — það var sniðugt.“ Þegar ég heyrði þetta fór ég að efast um andlsga heil- birgði hans, og hélt, að honum hefði orðið svona mikið um að fá sjónina aftur, að 'hann hefði orðið ruglaður. Því að jakkinn hafði alls ekki orðið fyrir neinum skaða. Honum batnaði nú svo með hverjum degi í augun- um, að.ég fór-að hugsa til að fara og taka aftur við- stdrfi mínu. Samt, ef honum hefði liðið eins vel andlega, hefði ég miklu fyrr farið til Ealing. En hann1 virtist vissulega vera eitthvað míður. sín and- ~"a. Og ég varð að komast að því, hvað þjáði hann, áður en ég fór. Að það væri í sam- :bandi við morðið efaðist ég ekki um, og að það væri kven maður í spilinu var enn aug- Ijósara. Og þess vegna fór ég með mestu gætni að minnast á málið. Við höfðum klifrað Upp á hæðina og sáturn þar og sá- um vítt yfir dalinn. „Þér mun batna . með hverjum deginum hér“, sagði ég. „Loftið er áfengt hér. Eftir einn eða tvo mánuði —“ „Ég ætla að fara í næstu viku, Pétur,“ sagði hann. „Fara í næstu viku — hvert?“ spurði ég forviða. „I borgiína.“ „Til London?“ Hann kinkaði kolli til sam- þykkis án þess að horfa á mig. Vegna. þess hve lengi hann hafði verið blindur, var- hann ekki enn búinn að venja sig á að horfa á þá, sem hann talaði við, isá ég. En ég var skelfingu lostinn, þegar ég heyrði ætlun hans. „London er ekki örugg fyr- ir þig ennþá,“ sagði ég. „O, dálítiíl reykur gerir •engan 'skaða,“ svaraði hann og hélt, að ég ætti við augun ’í sér. Þegar ég sagði ekkert, sneri hann sér að mér. Þá sagði ég: „Ég átti við Ealing málið.“ Hann varð sem þrumu lost inn. Stundarkorn var hann alveg orðlaus. „Svo þú veizt um það allt,“ sagði hann að lokum. Hann fór að anda hraðar. „Jæja. ef þú veizt eitthvað að ráði um þ'að, þá veiztu að ég.var ekk- ert við það riðinn.“ „Nei, Sandy, þú varst það ekki •— en stafurinn þinn var það.“ „Dunn,“ æpti hann, „ætl- arðu að segja mér að þú haf- ir vitað um þetta allan tím- ann og aldrei talað um það við mig?“ „Þú sagðir ekkert um það við mig, Sandy, og ég neyði engan til að trúa mér fyrir neinu.“ MYNÐASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS ORN ELDSNG ÖRN: Jæja, vertu sæl. Það var gaman að kynnast þér. STELPAN: En sá karlmaður, - eins og þær segja í Ameríku. STÚLKAN: ,Skömm er .að þér, stelpa! Þú þvaðrar við Örn Eld- ing, en lætur mig verða að hír- ast niðri í vatninu! — Og fyrir bragðði fæ ég ef til vill aldrei að kýnnast honum.------------ t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.