Alþýðublaðið - 08.10.1947, Qupperneq 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur ,8. okí 1947.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefáu Pjetursson.
Fréttastjóri: Beneðikt Gröndal.
Þingfréttir: Ilelgi Sæmundsson.
Ritstjómarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Álþýðuprentsmiðjan h.f.
Endurrelsn alþjóða-
samfaands komm-
únista
ÞEGAR sovétstjórnin í
Moskva tilkynnti í miðju
stríði, að alþjóðasamband
kommúnista, Komintern,
hefði verið lagt niður, munu
fáir, sem kunnugir eru vinnu
brögðum kommúnista, hafa
lagt mikinn trúnað á það;
enda héldu deildir sambands
ins, kommúnistaflokkarnir
úti um heim, hvarvetna
moldvörpustarfi sínu áfram
eftir einni og sömu „línu“
eins og áður. .Hins vegar
mun fjöldi fólks, og jafnvel
stjórnarvöld, í mörgum lýð-
ræðislöndum hafa látið
blekkjast, að minnsta kosti í
bili, og trúað því, að þe^si
áróðurs- og samsærismiðstöð
sovétstjórnarinnar væri nið-
ur lögð; enda var tilkynning
hennar þá af mörgum túlk-
uð sem gleðilegur vottur um
hugarfarsbreytingu hjá Rúss-
um og vaxandi samvinnuvilja
við lýðræðisþjóðirnar, þótt
hinir glöggskyggnari og kunn
ugri teldu hana ekki annað
en herbragð sovétstjórnar-
innar til þess að blekkja
bandamenn sína, meðan hún
þurfti þeirra nauðsynlegast
við.
v
En um þetta er oþarft að
deila lengur; því að hvað
sem búið hefur á bak við
tilkynningu sovétstjórnar-
innar um upplausn alþjóða-
sambands kommúnista fyrir
rúmum fjórum árum, þá hef-
ur hún nú verið gerð alger-1
lega ómerk með nýrri til-
kynningu, sem gefin var út
um síðustu helgi þess efnis,
að alþjóðasamtök kommún-
ista hefðu verið endurreist
suður á Balkanskaga, í Bel-
grad, höfuðborg Titos ,,mar-
skálks“. Bera þau samtök í
öllu svip hinna eldri og sýna,
að Rússar og handlangarar
þeirra úti um heim hafa ekk-
ert lært og engu gleymt; það
væri þá helzt, að hið „nýja“
alþjóðasamband ræðst með
vitfirringslegum brigzlyrð-
um og hótunum á eitt sér-
stakt ríki, sem Rússum er nú
mestur þýrnir í augum.
Bandaríkin, af því, að þau
standa útþenslu Rússlands
og yfirgangi í vegi. En að
öðru leyti er stefnan og orð-
bragðið hið sama og áður,
og jafnaðarmenn um allan
heim enn sem fyrr „höfuð-
óvinirnir".
*
Engu að síður hefur til-
kynningin um „ endurreisn“
afiþjóðasambands kommún-
ista verkað sem hnefahögg
framan í lýðræðisþjóðirnar
og hið friðarþurfandi mann-
Þarf dagblöð í Reykjavík?. — Fréftir, sem ber-
ast ótrúlega fljótt. — Gengið fram biá Lárusi. —
Ruðubrot — piístrar og rifrildi. — Allir miðar
búnir fyrir jól. — Skömmtunarfyrirkomulaginu
breytt til rýmkunar. — Mj ólkurskömmtunin
gengur ágætlega.
ÉG HELD næstum því, að
ekki þurfi nein dagblöð eða ut-
varp í Reykjavík. Að minnsta
kosti .virðast sumar fréttir
berast um bæjinn af scvo mikl-
um hraða að það sé óþarfi að
hann sé meiri. Við skulum til
dæmis taka það, þegar nýir skór
Itoma í skóverzlanir. Þó að
hvergi hafi neitt verið sagt op-
ínberlega um það, er fregnin
um. það komin út um allan bæ
í einni svipan. Eftir undarlegum
Ieiðum vissu allar stelpur í
Reykjavík seint á sunnudags-
kvöldið að skór myndu koma á
mánudagsmorgun til Lárusar
og strax klukkan 8 var orðin
þröng við dyrnar.
ÞRÖNGIN VAR svo mikil að
Bankastræti tepptist næstum
því. Þarna stóðu þær í þéttum
röðum og ýttu hver á aðra. Þær
brutu rúður og tróðu nýjustu
skóna hver niður af annarri og
fáar munu hafa komið heim í
kotin sín með silkisokkana
heila. Ég gekk þarna fram hjá
rétt í svip og ég heyrði orðræð-
ur kvennanna. Þær voru ekki
allar fallegar. Mér datt í hug,
hvort sumar hefðu ekki fengið
svartar tennur af orðbragðinu.
Þær stóðu margar frá klukkan
8 og til klukkan 12 og fengu
enga skó, því að um það leyti
var lokað með aðstoð lögregl-
unnar og ekki apnað aftur fyrr
en kl. 3.
MÉR ÞYKJA ÞETTA furðu-
leg læti — og' næstum því ó-
geðsleg. En ef til vill er neyð-
in svona mikil og blessaðar
stúlkurnar eigi ekkert á fæt-
urna. Mig grunar þó að þannig
sé það ekki. Mig grunar, að
flestar eigi þær mjög sómasam-
lega skó til að ganga á. En það
er segin saga, ef aurar eru til,
að allir vilji ná í nýtt, hversu
mikið erfiði, sem fylgir því —
og um leið, hvað sem það kost-
ar. Hvernig fara konurnar að,
sem ekki eiga heiman gengt.
Þær þurfa í fyrsta lagi að sækja
mjólk handa taörnum sínum og
svo þurfa þær að ná í eitthvað
í matinn. Ég er hræddur um að
þær hafi ekki tíma til þess að
standa tímum saman fyrir dyr-
um skóverzlananna í Reykja-
vík. En þær eru líka gengnar
út og þurfa því líkast til ekki
að punta sig hátt og lágt, ekki
að hlaupa eftir hverri nýrri
sendingu af skóm eða eyða helm
ingnum af þriggja mánaða
vefnaðarvöruskammti sínum í
einn höfuðklút eins og þær gera
sumar núna, ungu stúlkurnar.
OG LITLU VAR betra ástand
ið hjá Haraldi út af handklæð-
um og hjá Biering út af bolla-
þörum. Það sagði kunnur verzl-
unarmaður við mig í gær. „Það
er furðulegt að sjá lætin í fólk-
inu. Ég er viss um að fjölda
margir verða alveg búnir með
alla miða sína fyrir jól, en það
er áreiðanlegt að nokkuð kem-
ur af góðum vörum á jólamark
aðinn. Fólkið kaupir beint af
augum, án fyrirhyggju og án
brýnnar þarfar. Ég er viss um
að sumir eru að reyna að snúá
út skömmtunarmiða hjá kunn-
ingjum sínum.“
ÞETTA SAGÐI HANN, en
ekki veit ég um það. Hitt er
áreiðanlega víst að aukaskammt
ur verður ekki látinn fyrir vör-
um fyrir jólin. Hins vegar er
nú verið að rýmka skömmtun-
ina í einstökum tilfellum. Til
dæmis fá ung hjón sérstakan
skammt, svo og konur sem
fæða börn. Enn fremur verður
að vænta þess að tekið sé sér-
stakt tillit til verkamanna svo
að þeir geti fengið sér vinnu-
skó og vinnuföt. Þá verður og
að breyta fyrirkomulaginu þann
ig að ekki þurfi að láta allan
fatnaðarskammt sinn fyrir ein-
um kjól, eða einum jakka.
ÉG SPURÐI forstjóra Mjólk
ursamsölunnar að því í gær,
hvernig gengi mjólkurskömmt-
unin. Hann sagði hana ganga
ágætlega. Engin óánægja hefði
verið lSlin í ljós. Ég hafði líka
orðið var við þetta. Skömmt-
unin hefur í einni svipan leyst
vandann. Nú standa konur ekki
tímum saman við dyr mjólkur-
búðanna og allir virðast 'fá svo
mikið af mjólk að nægi þeim.
Fcamhaid a 7. síbu.
kyn úti um heim. Þeir, sem
blekktir voru og þá von ólu
í brjósti, að einlæg samvinna
mætti takast við sovétstjórn-
ina í Moskvu um frið og vfð-
reisn eftir hina ægilegu
styrjöld, sjái nú, að þeir hafa
verið sviknir. I stað sameig-
inlegra átaka til þess að sigr-
ast á neyðinni, sem flestar
•þjóðir eiga nú við að strí^a,
og í stað einlægrar samvinnu
til þess að tryggja framtíðar
frið með þjóðunum, er með
hinu ,,nýja“ alþjóðasam-
bandi kommúnista boðað til
aukins stéttastríðs og aukinn-
ar rússneskrar íhlutunar í
hverju landi um sig, og til
stríðsundirbúnings hinnar
kommúnistísku ríkjasam-
steypu í Austur-Evrópu gegn
hinum vestrænu lýðræðis-
þjóðum.
Um þetta getur engum
viti bornum manni blandazt
hugur; og því er með réttu
litið á, „endurreisn“ hinna-
kommúnistísku alþjóðasam-
taka undir forustu Russa
sem langalvarlegasta áfadlið,
er friðarvonin í heiminum
hafi orðið fyrir síðan í ófrið-
arlok.
fyrir börn og umg'Iinga verður í Skátaheimilinu viS
Hringbraut fimmtudaginn 9. ofct. kl. 5.15 ei h.
Aðgangseyíir edn kr. ög er öllum heimill aðgangur.
nr. 13,1947, frá skömmtu na rst jóra.
Hér með er lagt fyrir 'alla þá, sem haía und-
ir höndum nótur þær, er um ræðir í auglýsingu
viðsíkiptansfridarinnar frá 17. ágúst s. 1., er kaup-
endur hafa hvittað á fvrr nóttöku varanna, að
senda, ailar siíkar nótur til skömmtunarskrifstofu.
ríkisins í ábyrgðarpósti nú þegar, eða annast á
annan tryggan hátt um afhendingu þeirra. Verzl
anir þær, sem hér eiga Mut að máli, verða að
stimpia h verja einsaka nótu með nafni sínu, áður
en þær senda nótuna frá sér.
Reykjavík, 7. okóber V747.
Sköm mtunarst j órinn.
óskar eftir herbergi,
heizt í Austurbænum.
Upplýsingar í síma 7624
frá 12—1 og 7—8.
við Langholtsveg 202. — Félagsmenn
hafa íorgangsrétt samkvæmt félags-
löguin. Umsóknir um húsið sendist
Sambandi íslenzkra byggingafélaga
Garðasrtæti 6, fyrir 12. þessa mán.
Byggingasamvinnufélag fteykjavíkur
er einhver skemmti-
legasta leynilögreglu-
saga, sem komið hefur
út á íslenzku, Sagan
fjallar um eltingaleik
amerísku leynilögregl
unnar við sniðugan og
bíræfinn. glæpamann.
Lesið þessa bráðspenn
andi sögu og yður
leiðist ekki þótt rigni.