Alþýðublaðið - 15.10.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.10.1947, Blaðsíða 1
"X Véðurhörfur: Vestan og norðvestan átt og él. Alþýðublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til fastra kaupenda* Umtalsefnið: Útvarpsumræðurnar í gær kvöldi. Forustugrein: Fordæmi Breta. i XXVII. árg, Miðvikudagur 15. okt. 1947 241. tbl. Úfvarpiumræðuriiar í gærkvöldi: Stór athyglisverðar upplýsíngar for sætisráðherra á alþingi ■* éær. STEFAN JGH. STEFÁNSSON forsætisráðherra upplýsti í úrvarpsræðu sinni á alþingi í gærkveldi fá- heyrt fjársukk kommúnista meðan þeir voru í ríkis- stjórn, og gerði Einar Olgeirsson ekki svo mikið sem tilraim til að réttlæta það. Ræða forsætisráðherrans, sem var þyngsti áfell- isdómur, er kommúnistar hafa fengið hér á landi fyrir áróðurslygar sínar, ábrygðarleysi og skcmmdar- verk, verður birt orðrétt í Alþýðublaðinu á morgun. ýtrsið kommúitísta vli útvsrpsymræðurnar. ÍSLAND BAÐ EKKI UM NEINA AÐSTOÐ á ParísarráðsÆfnunni, og var aðaltilgangurinn með þátttc'ku. þess í ráðstefnunni að vinna að því, að fullt tiHlit væri tekið til fiskiafurða okkar, og fylgjast með ráostöfunum, sem miðuðu að endurreisn álfunnar. Skýrði utanríkismálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, frá þessu við útvarpsumræ'ðurnar í gærkveMi og hrakti þar með hinn 'skipulagða ároður kommúnista þess efnis, að tilgangur stjórnarinnar með þáttöku í ráðstefnunni hefði verið að fá dollaralán. Aokio voo ym að aösheríarþingjó i New York samþykki skiptinguna. ----------------«--------- BÚSSAR hafa nú tekið afstöðu í Palestínumálinu og eru þeir samþykkir Bandaríkjunum um það, að skipta þeri landinu í tvö rílri. Er þetta í fyrsta sinn, sem stórveldin í austri og vestri eru sammála um alvarlegt vandamál og eru menn að vonum bjartýnni um lausn málsins. " : : * Rússar samþykktu aS vísu ekki öll smáatriði viðvíkj- andl skiptingu Palestínu, en þeir fylgja aðalatriðum máls ins, og er þá góð von um að skipting landsins helga hljóti tvo þriðju atkvæða allsherj- arþingsins. Rússar iögðu á- herzlu á, að mikil samvinna í efnahagsmálum yrði á milli Gyðingaríkisins og Araba- ríkisins. Rússar kváðust ekki sammála ýmsum atriðum varðandi landamæri hinna nýju ríkja, og enn fremur varðandi stjórn landsins með an skiptingin færi fram. Arahar hafa enn látð í ljós megna andúð á þessum áætl- unum um skiptingu Pales- tínu. Fulltrúi Egyptalands sagði, að Arabar væru á- kveðnir í að láta ekki við orðin ein standa og muni grípa til vopna gegn slíkri ráðstögun. I New York hefur alls- herjarþing sameinuðu þjóð- anna ákveðið að skipa undir nefnd til þess að annast ýmis atriði við framkvæmd skipt- ingar Palestinu í tvö ríki. Flugbátur nauð- lendir á miðju Atlantshðfi. AMERÍSKUR FLUGBÁT- UR varð í gærdag að nauð- lenda á miðju Atlantshafi, í stormi og- hafróti. 70 manns eru í flugbátnum og var ó- ,víst um örlög flugbátsins og farþeganna, þegar síðast frétt ist. Flugbáturinn var á leið til Kanada og Nýfundnalands með brezka verzlunarmenn. Flugbáturinn lenti í mjög slæmu veðri, og varð að lenda á hafinu, þegar hann varð benzínlaus. ---------4.-------- Sigur de Gasperis í Rómaborg. FLOKKUR DE GASPERIS vann á í bæjarstjórnarkosn- ingum í Rómaborg. Hlaut hann 204 000 atkvæði, en jafnaðarmenn og kommún- istar stóðu í stað með 208 000 atkvæðum. Ráðherrann las kafla úr skýrslu þeirri, sem Davíð Ólafsson, fiskimúlastjóri, en hann var sá fulltrúi íslands, sem sat ráðstefnuna alla, hef ur gefið tríkisstjórninni. Bjarni kvað það skyldu okk- ar við sjálfa okkur að taka þátt í ráðstefnu, er fjallaði um viðreisn þeirrar heims- álfu, sem við erum hluti af. Benti hann á, að afkoma ná- grannaríkjanna hefði að sjálf sögðu mikil áhrif á afkomu ríkis eins og íslands, sem byggði fyrst og freinst á út- fhxtningi. Bjarni skýrði frá því, að við hefðum verið beðnir að gefa upplýsingar um það, hvaða nauðsynjavörur þyrfti að flytja til landsins næstu ár, svo og um gjaldeyrisaf- komu þjóðarinnar. Hefðu ís- lenzku fulltrúarnir auk þess reynt að vinna að því, að fullt tillit yrði tekið til fiskafurða okkar og brýnt það fyrir mönnum á ráðstefn unni. Eftir hina furðulegu sjö- mínútna ræðu Einars Olgeirs sonar, tók utanríkismálaráð- herrann til máls og hrakti blekkingar kommúnista um Parísarráðstefnuna, hæddist að svika- og landráðaákærum Þjóðviljans og hrakti lygar kommúnista um afurðasöl- una. Að ræðu hans lokinni talaði Eysteinn Jónsson fyrir Framsóknarflokkinn og ræddi meira um ástandið atvinnu- og gjaldeyrismálun- um almennt. RÆÐA FORSÆTIS- RÁÐIJERRA Síðasti ræðumaður í fyrri umferð var Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra, sem gaf greinilegt yfirlit um viðhorf og úrlausnir ríkis- stjórnarinnar; lýsti málefna- skorti kommúnista í stjórnar andstöðunni og nefndi nokk- ur dæmi um hina fáheyrðu óstjórn og fjársóun Áka Jak- obssonar í ráðherratíð hans. Benti forsætisráðherrann á, að stefna kommúnista í inn- anlands- og utanríkismálum væri af einni og sömu rót runnin. Þeir væru fjandsam- legir lýðræðisflokkunum í baráttu þeirra við erfiðleika atvinnulífsins á sama hátt og kommúnistar erlendis væru fjandsamlegir lýðræðisþjóð- unum í viðleitni þeirra til viðreisnar álfunnar. Mun hin skörulega ræða forsætisráð- 1 herrans birtast í heild í blað- inu síðar. í lok fyrri umferðar var lýst dagskrártillögu frá Bjarna Benediktssyni utanrík isráðherra, þar sem ályktað var, að ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um þátttöku í París- aráðstefnunni hefði verið sjálfsögð, teldi alþingi þings- ályktunartillögu Einars 01- geirssonar óþarfa og tæki fyr ir næsta mál á dagskrá. í síðari umferð töluðu Ein- ar Olgeirsson fyrir kommún ista, Bjarni Benediktsson aft ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Bjarni Ásgeirsson atvinnu- málaráðherra fyrir Framsókn Frámunalega léleg frammi staða Einars EINAR OLGEIRSSON lék við umræðurnar í gær ein- stakt þingfífl með framkomu sinni, auk þess sem ræður hans voru algerlega út í hött og hann gerði ekki einu sinni grein fyrir tillögu sinni, sem umræðurnar voru *um. Einar byrjaði á því að barma sér yfir því, að þurfa að taka fyr.stur til máls, og heimtaði að Bjarni Benedikts son talaði fyrstur. En þar sem engin dæmi eru til þess í þing sögu íslands að flutningsmað ur tillögu fylgdi henni ekki fyrstur úr hlaði, bað forseti Einar að taka fyrst til máls. Varð Ein.ar þá fokreiður og talaði í aðeins sjö mínútur, en þjappaði bar svívirðingun um svo saman, að forseta blöskraði orðbragðið, og á- minnti hann þingmanninn tvisvar. Þegar Einar svo tók aftur til máls, gerði hann ekki einu sinni tilraun til að ræða til- lögu sína, en lék sömu plöt- una, sem ha.n:n svo oft hefur skemmt hlustendum með, um dýrð Austur-Evrópuland- anna og samband stjórnarinn ar við Wall Street. Hefur lé- legri frammistaða af hendi stjórnmálamanns sjaldan heyrzt hér frammi fyrir al- þjóð. Nýr viti á Selskerl við Ingóifsfjörð Á SELSKERI út af Ing- ólfsfirði á Húnaflóa er nú kveikt á nýjum vita. Staður: 66° 07' 28" n. br. og 21° 31' 14" v. lg. Ljóseinkenni: 2 hvítir blossar á 30 sek. bili; ljós 2,25 sek. + myrkur 3,5 sek. + Ijós 0,75 sek + myrkur 23,5 sek. Sjónar- lengd: 15 sjóm. Ljóshæð 17 m. Logtími Vs— Vitahúsið er 13 m. hár; sí- valur, hvítur turn með 3,5 m. háu ljóskeri. Ljóshorn verða sett í vit- ann síðar. Stöðug gæzla er ekki í vitanum. arflokkinn og Emil Jónsson viðskiptamálaráðherra fyrir Alþýðuflokkinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.