Alþýðublaðið - 15.10.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.10.1947, Blaðsíða 6
1 ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. okt. 1947 AÐSENT BRÉF: Filipus Bessason hréppstjóri: Herra ritstjóri! Einstaka sinnum grípur það mig, að ég hef gaman af að dunda við kvæðagerð, og mun ég hafa sent yður vísur nokkrar hér á dögunum. Nú sendi ég yð- ur kvæðabrot nokkur, sem eru ekki eftir mig og þó eiginlega eftir mig, og eru tildrög þeirra yrkinga sem hér segir: Sú saga gengur um sveitir, að hestur fælist þar nú orðið, ef hann mætir öðrum hesti, þótt hann hins vegar hneggi mjög svo alúðlega til jeppa og trakt- ora. Mun sagan ýkt vera, en sönn í eðli sínu, engu að síður, og er svo oft um hálfgildings lygasögur. Víst er um það, að jepparnir ryðja sér til rúms, ekki aðeins á vegum og veg- leysum sveitanna, heldur og í hugum og hjörtum okkar sveitabúa, að sama skapi og hinn göfugi og þolgóði þjónn, hesturinn, glatar þar ítökum, og má segja, að ekki sé þá nema sæmilega launuð margra alda tryggð. Ðreymir nú ekki sveita- drengi lengur um berjaferð á hlemmivökrum fola, — sussu- neú'stóribróðir ekur með krakk ana þangað í jeppa. Og ekki þeysir sveitabóndinn framar góðglaður til messu á Léttfeta sínum. Nei, þá sjaldan messað er, skrönglast hann þangað í jeppa sínum, og trúi ég, að held- ur hristist úr honum blessunin á heimleðiinni. Og minnist ekki á réttirnar. . . . Og hvað verður um hestavís- urnar og hestakvæðin, ljóðfórn- ir vorra snjöllustu skálda á alt- ari það, sem ljúf endurminning reisti góðum gæðingum? Þau gleymast, nema því aðeins, að á þeim verði gerð nokkur brag- arbót, svipuð þeirri, er ég sendi yður sýnishorn af. Jarðarerfinginn, sem af föður sínum hefur verið keyptur með jeppa til þess að verða kyrr heima næstu árin, syngur á leið til ungmennafélagssamkomu: Ég geisa í jeppa gráum grýttan veg. Á brekkubugðum fláum bruna ég. Og fýlan fer um kinn. Þú ert mesti gíragammur góði Kanajeppinn minn ... Og mamma kveður drenginn sinn í svefn: Afi minn fór í honum jeppa eftir Dauða í bæinn. Ef á veginn kemur kreppa keyrir hann beint í sæinn . .. „Fálkana“ liið mikla kvæði kynngiskáldsins, munu því mið- ur fáir kannast við, þótt hesta- menn séu eða hafi verið. Vera má, að jeppamennirnir reynist næmari: „Mótorinn hóstar og hikstar við unz hvæsandi og fnæsandi ann tekur við sér. Skítbrettin glamra og skrölta við hlið, én skruðningur mikill um púströr fer. Og jeppinn með rembingi .rambar um vegi. Og rattið skrattast. í beygjur ég sveigi. En hossið og skrykkirnir hvergi ljá grið ■— harmkvælum bakhlutans lýsi ég eigi.“ Sé lægra ris á kvæðisbrotum þessum en á þeim var á frum- málinu, má mér auðvitað nokk- uð um kenna, því enginn er ég snillingur, en gæta ber og að hinu, að nokkur munur er á yrkisefni. Virðingarfyllst. _ Filippus Bessason hreppstjóri. NEGRAHATRIÐ magnast stöðugt hér í bæn- um, og þykist nú enginn hala- negri lengur óhultur um líf sitt, en þeir kváðu vera hér nokkuð margir. Sagt er og, að lögregluvörður muni skipaður til verndar þeim mönnum, sem vinna að kolauppskipun, — að minnsta kosti þangað til þeir hafa þvegið sig að lokinni vinnu. John Ferguson: MAÐURINN I MYRKRINU gagnslaust að setja mynd í blöðin, sem væri óþekkjan- leg.“ Það kom dauðaþögn. Læknirinn virtist vera að at- huga, hvaða afleiðingar það hefði, ef myndin yrði sett í blöðin. Ég sjálfur var náður- sokkinn í að hugsa um, hvernig ég ætti að fá.McNab til að láta Record fá mynd- ina eitt fyrsta daginn. Þá tók Dunn upp myndina, þegar hann var búinn að velta þessu fyrir sér stundarkorn. „Hann er hann hefur breytzt talsvert, síðan þessi' mynd var tekin,“ sagði Iiann. ,,Ég efast um, að hægt væri að þekkja hann eftir þessari mynd.“ „Þér þekktuð hann nú strax samt,“ sagði McNab. „Rétt. En ég man líka eftir honum eins og hann var þá.“ Það kom skuggi á andiit .McNabs. „Það getur ekki gert svo mikinn mun, þó að hann' sé blindur," sagði hann ákafur. „Nú, svo þér vitdð það lxka — að hann er blindur? Jæja, blinda breytir andliti maims mjög mdkið. Það hafið þér ef til vill ekki vitað. Andlit sjá- andi manns ber alltaf svip af þeim tilfinnngum og skynj- unum, sem ýmislegt, er hann sér, vekur. En þegar augun sjá ekkert, hætta andlitsvöðv arnir að hreyfast og andiitið verður kyrrt og stirt, svipur >iman.nsins breytist allur, jafn- 'vel lögun andlitsins verður öðruvíai." Læknirinn virtist nú vekja traust, þegar hann var að tala um efni, sem hann haíði þekkipgu á. Þegar McNab þagði og virtist, vera að íhuga þetta, sem hann heyrði, laut Dunn niður og klappaði á myndina á borðinu og sagði: „Þér getið gert hvað þér vilj- ið með að birta þetta auðvit- að, en ég get fullvissað yður um, að ef þér setfuð mynd af Kinloch blindum viá hliðina á þessari, munduð þér ekkj sjálfur trúa því, að þetta væri sami maðurinn.“ Þannig snerus.t vopnin gegn McNab sjálíum. Hann sat og horfði alvarlega á myndina af Kinloch. Hann hefði ekki getað verið drumbslegri á svipinn þó að hann hefði verið blindur sjálfur. „Með þessu móti,“ sagði hann, „neyðist ég til að taka þá stefnu, sem ég hefði helzt viljað forðast. Eg verð að neyða yður til að segja mér, hvar þessi maður felur sig nú.“ Hinn hristi höfuðið ákveð- inn. ,,Ég get það ekki.“ „Þér eigið við, að þér vilj- ið það ekki.“ „Nei, ég meina það, sem ég segi. Ég sá fyrir, að komið gæti að einhverju þessu- líku, svo að ég neitaði að heyra ráðagerðir hans.“ „Ráðagerðir hans?“ Læknirinn krosslagði fæt- urna og hallaði sér aftur á bak. „Já, þér hljótið að skilja, að það er ekki hægt að neyða mig til að segja hluti, sem ég ekki, veit.“ Þegar læknirinn heyrði hið raunamædda andvarp, sem fylgdi þessu, fór hann að brosa. Hann leit út eins og sigurvegari núna og naut þess auðsýnilega. „Alveg rétt. En ég hugsa, læknir, að það væri mjög gagnlegt, ef þér vilduð segja mér það, sem þér vitið.“ Dunn laut næstum Ijúf- mannlega að McNab og sagði: „Ég skal segja yður það rétt undir 'eins, þér skul- uð ekki eyða tíma yðar í að eltast við Kinloch. í fyrsta lagi er ég sannfærður um, að þér munuð ekki finna hann — hann var alveg viss um það sjálfur. Og í öðru lagi yrði hann ykkur ekki til neins gagns þó að þér fynduð hann, því að hann er alger- lega sakíaus af nokkurri hlutdeild í morðinu, og þó að hann væri viðstaddur, þegar það var framið, þá var hann blindur og sá ekkert, sem gætiorðið yður að Iiði.“ McNab lyfti augnabrúnun- um vantrúaður á svip. „Samt , vill hann ekki láta finna sig?“ „Það gerir hann ekki — því rniður. En það gerir eng- an mismun. Haldið þér, að ég vildi vera nokkuð við þetta riðinn, ef hann væri sekur?“ Dunn talaði hvasst og af talsverðum hita. McNab svaraði ekki þessari spurn- ingu, sem var spurð af því- líkri alvöru. „Samt vill hann ekki láta finna sig,“ endurtók hann. „Það lítur illa út, viður- kenni ég,“ sagði læknirinn hikandi. „Óskiljanlega, ef hann er saklaus,11 sagð McNab og var auðheyrt hve vantrúaður hann var á það. „Yður finnst það. En ef kvenmaður er nú með í spil- inu?“ McNab leit fljótt upp, eins og þessi athugasemd hefði gert honum mjög bilt við. „Kona? Ja, það mundi gera talsverðan mismun og skiljanlegri afstöðu Kinlocks til málsins." Hann hikaði áð- ur en hann bætti við: „En við höfum ekki minnstu sönnun þess að kona sé við málið rið- in, ekki minnstu líkur.“ Nú þrýsti ég þrákelknis- lega þumalfingrinum í vestis- vasann, því að mig langaði að minna McNab á spegilbrotið, sem fundizt hafði í herberg- inu. En hann lét sem hann isæi það ekki. Ég hefði alveg eins getað eins og ég sagði honum seinna sett fingurinn upp í mig. Og þar sem lækn- irinn steinþagði, sagði Mc- Nab íhugull: „Já, ef ég vissi að það væri kona við þetta riðin, gæti ég skilið fram- koum Kinlocks. Ég mundi jafnvel vera reiðubúinn að samþykkja með ykkur sak- leysi hans, því að þegar mað- ur gerir eitthvað mjög heimskulegt, þá er venjulega kona á bak við.“ Dr. Dunn klappaði á borðið og sagði: „Það er kona með í þessu, og hún mjög kæn. Hér MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING STÚLKAN: Ég kvaðst hafa stefnu mót með Örn elding, og hvern varðar um það------ LAUTENANTÍNN: Ég get fullyrt, að ég hef lagt mikið í sölurn- ar til þess að geta notið þeirrar ánægju að ganga með þér---------- STÚLKAN: Ég get sagt hið sama LAUTENANTINN: Þarna fer hann. — Það lítur ekki út fyr- ir að hann sé að gæta að þér. STÚLKAN: Halló, Örn! Ertu búr inn að bíða lengi? ÖRN: Ha — já, auðvitað.----- I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.