Alþýðublaðið - 21.10.1947, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAiMÐ
Þriðjudagur 21. október 1947
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefáu Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Rátstjómarsimar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
ÞAÐ verður ekki sagt, að
úrslit bæjarstjórnarkosning-
anna á Frakklandi á sunnu-
daginn, sem voru að berast
allan daginn í gær, hafi kom-
ið mönnum á óvart; en fáir
munu þó hafa gert ráð fyrir
þvílíku pólitísku skriðufalli
á Frakklandi sem kosninga-
urslitin bera vott um.
Svo er að sjá, sem hinn
nýi flokkur eða hxeyfing
Charles de Gaulles hershöfð-
ingja hafi gleypt borgara-
flokkana, enda hefur hann
safnað á bak við sig um 40%
allra kjósenda í landinu og
er bersýnilega orðinn lang-
sterkasti flokkur þess. Meira
að segja hinn öflugi kaþólski
lýðveldisflokkur, flokkur
Georges Bidaults utanríkis-
málaráðherra, sem síðan í
stríðslok hefur verið einn af
þremur stærstu flokkum
Frakklands, hefur tapað um
tveimur þriðju fylgis síns
yfir í hréyfingu de Gaulles.
Kommúnistaflokkur Frakk
lands, sem við síðustu þing-
kosningar reyndist sterkasti
flokkur landsins, hefur að
vísu haldið sínu fylgi, að því
er frekast verður séð, og hef-
ur aftur fengið um 30%
greiddra atkvæða. en hins
vegar orðið að víkja sem
fjölmennasti flokkurinn fyr-
ir hinum nýja flokki de
Gaulles. Jafnaðarmanna-
flokkurinn virðist einnig hafa
haldið fylgi sínu, og heldur
unnið á en hitt. — hann
fékk um 18% við síðustu
þingkosningar, en nú um
20%; en það fer varla hjá
því, að hrun kaþólska lýð-
veldisflokksins, sem ásamt
jafnaðarmönnum hefur bor-
ið uppi stjórn Frakklands
undanfaxið, hljóti að valda
stjórnarskiptum í landinu
fyrr en síðar.
•Jí
Það þarf ekki að fara í
neinar grafgötur til þess að
finna orsakir þessa mikla
pólitíska skriðufalls á Frakk
landi. Mánuðum saman hafa
kommúnistamir haldið land-
inu í hálfgerðu uppreisnar-
ástandi og hindrað þá við-
xeisn, sem franska þjóðin
þarfnast svo nauðsynlega
eftir stríðið, og bæði jafnað-
armenn og kaþólski lýðveld-
isflokkurinn hafa reynt að
beita sér fyrir. Hvert verk-
Magnús Argus fer á stúfana. — Nokkur orð verða
að nægja í dag. — Spádómurinn rættist. — Geig-
vænleg hætta síeðjar að frjáisum verkaíýðssam-
tökum.
AF TILEFNI pistils míns síð-
ast liðinn föstudag skrifar Magn
ús Argus í blað sitt pistil, sem
hann tileinkar mér. Mér kom
ekki á óvart, að eitthvað myndi
þjóta í því blaði, en satt að segja
féll mér allur ketill í eld yfir
þeirri niðurlægingu, sem sum-
ir menn geta komizt í. Grein
Magnúss Arguss er gegnum-
sýrð af ósannindum og fölsun-
um. Hann tekur upp nokkur
ummæli mín og rangsnýr þau
með því að sleppa úr þeim setn
ingum og bætir við helberri
Iýgi frá eigin brjósti. í raun og
veru þarf ekki annan vott um
málsstaðinn en svona bardaga-
aðferð.
MAÐUR KINOKAR SÉR við
við að deila opintaerlega við
svona manneskju, alveg eins og
menn telja fráleitt að gera að-
súg að róna úr Hafnarstræti.
Og ég ætla ekki að gera það að
þessi sinni. Hins vegar má vera,
að ég skrifi grein af tilefni
þessara umræðna síðar og á
öðrum stað. í dag ætla ég
aðeins að geta ‘ eins einasta
dæmis um tilhæfulaus ósann-
indi þessa ritsendils kommún-
ista. Hann segir að ég hafi sagt,
að það ,,sé Iýgi, skaðleg tilhæfu
laus lýgi,“ að verkamenn eigi
að sameinast í baráttu gegn auð
valdinu,“
PETTA HEF ÉG aldrei sagt,
aldrei komið til hugar að segja,
enda alrangt, allir verkamenn
eiga að sameinast í baráttunni
fyrir þjóðfélagi sósíalismans.
— Ég skil ekki í öðru en að sá
maður sé meira en lítið and-
lega bilaður, sem beitir svona
lýgi í opinberri baráttu sinni.
Þetta gerir hann vísvitandi. Og
er það ekki vottur þess hvern-
; ig flokkurinn er, sem hann er
forsvarsmaður fyrir? Sá flokk-
ur hlýtur að eyðilegga hvert
mannsefni, sem kemst í -snert-
ingu við hann.
“í RAUN OG VERU á ekki að
hlífa svona mönnum. Það á
ekki að lilífa þeim vegna þess
að þeir eru flokkur. Og það er
nauðsynlegt að berjast á móti
spillingi^ í hvaða mynd sem
hún birtist. En þetta verður að
nægja í dag.
ÉG SKRIFAÐI pistil minn á
föstudaginn af tilefni fréttanna,
sem við hlustuðum á og lás-
um frá Frakklandi. Ég sagði
þar að kommúnistar væru nú að
leika sama leikinn í Frakklandi
og þeir léku fyrir valdatöku
Hitlers í Þýzkalandi. En þeir
myndu misreikna sig nú eins og
þeir misreiknuðu sig þá. Við
þurftum ekki að bíða lengi eft-
ir staðfestingu á þessum' spá-
dómi. Hann hefur nú rætzt.
Frakkar sameinast nú í enn rík
ari mæli en nokkru sinni áður
um harðvítugustu stefnuna til
hægri, um baráttuna gegn við-
stöðulausum verkföllum komm
únista.
OG ÞETTA VERÐUR aðeins
upphafið. Hinn nýi flokkur beit
ir sömu aðferðum og kommún-
istar. Hann hefur lært af þeim
alveg eins og þýzku nazistarn-
ir lærðu allar bardagaaðferðirn
ar af kommúnistum fyrir valda-
tökuna. Kommúnistar hleypa
upp fundum. Menn hins nýja
flokks hleypa upp fundum.
Kommúnistar beita ógnum á
götum úti og á vinnustöðum.
Hinn nýi flokkur gerir hið
sama. Kommúnistum er mætt
með eigin vopnum. Og hverjir
tapa á þéssu öllu? Verkalýður-
inn, alþýðan tapar fyrst og
fremst. Hættan liggur í því að
verkalýðssamtökin verði svift
frelsi sínu og heilbrigðar um-
bætur stöðvaðar.
Hjónaband
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Sigurveig
Garðarsdóttir, Vesturgötu 58 og
Jón Mýrdal, loftskeytamaður,
Baldursgötu 31.
fallið hefur rekið annað, en
kauphækkanirnar jafnharðan
verið étnar upp af hækkandi
vöruverði; þannig er vísitala
dýrtíðarinnar á Frakldandi
nú komin yfir 800 stig, mið-
að við verðlag í stríðsbyrj-
un, og viðreisnin er fjarr en
nokkru sinni fyrr.
Það er þetta ástand, sem
gefið hefur hinum nýja
flokki eða hreyfingu de
Gaulles hershöfðingja byr
yndir báða vængi. Komm-
únistum hefur ekki tekzt að
bæta kjör verkalýðsins með
hinum sífeildu verkföllum;
enda mun það ekki hafa ver-
ið ætlun þeirra, heldur að
auka dýrtíðina og öngþveitið
til þess að undirbúa jarðveg
inn undir hina langþráðu
byltingu. En hitt hefur þeim
nú bersýnilega tekizt, -—• að
einangra veirkalýðshreyfing-
una með brölti sínu og
þjappa borgaraflokkunum
saman í hinni nýju hre^f-
ingu de Gaúlles hershöfð-
ingja, sem enginn veit, hvar
kann að enda, en vissulega
felur í sér nýja og alvarlega
hættu fyrir lýðræðið á
Frakklandi.
Það er ekki í fyrsta skipti
sem kommúnistar kalla þann
ig íhald og afturhald yfír
þjóðirnar. Slíkur hefur á-
vöxtuxinn af moldvörpustarfi
þeirra verið víðast hvar þar,
sem þeir hafa komizt til
nokkurra verulegra áhxifa.
F. U. J. F. U: J.
Félag ungra jafnaða r-
manna í Hafnarfirði
heldur aðal'fund miðvikudaginn 22. okt. kl. 8.30 e. h. í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Vetrarstarfið. 3. Ræða. 4. Kvikmynd frá Haínárfirði.
Fjölmennið! Sljórnin
4. hefti af hinu vinsæla tímariti
r B
anaasmn
er komið út. Af efni heftisins er þetta helzt:
Sögur efir Caldwell og Tim Gerdes. —^ Einar frá
Herimmdarfelli: Vatnavextir, smásaga.
Ferðaþættir Sigurðar Magnússonar. — Kynlegir
kvistir (Gísli Brandsson). Kvikmyndasíður. —
Ljóðabrot og lausavísur.
Sönglagatextar.
Voodo, framhaldssagan og ýmislegt fleira.
Af fyrstu þremur heftum ritsins er nú lítið eftir óselt.
Ættu menn því ekki að draga lengi úr þessu, að eignast
þetta vinsæla skemmtirit frá upp'hafi.
Kjartaásútgáfðn
1 # ■■ 1 r\ t'r f r I ■ Vorubilsíjorafelagio Þrótfur
heldur almennan félagsfund í kvöld, 21. okt. kl. 8.30 e. h.
DAGSKRÁ:
Benzínskömmtunin. Félagsmál. STJÓRNIN.
vantar fullorðið fólk og unglinga til blaðburðar
í þessi hverfi:
Tjarnargötu,
Hverfisgötu
Túngötu
Seltjarnarnes
Kleppsholt.
Hringbraut
TALIÐ VIÐ AFGREIÐSL (JNA.
áiýiuiiii. Slmí
Auglýsið í Alþýðublaðinu
I | •]
•T* I •!•