Alþýðublaðið - 21.10.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.10.1947, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. október 1947 Jón Gangan. FRÁ JÓNI J. GANGAN. Lundúnum. 15. okt. 1947. Heiðraði kunningi, Ævar Andi. Hún er dásamleg, maður, og meira en það. Hún er hreint og beint draumur og allt það. Hún kallar mig Johny og „silly boy“ og allt það. Þessar pólsku hefð- arstúlkur, — það eru kven- menn, lagsmaður. Heyrðu annars, vinur. Þú getur gert mér geysilega mik- inn greiða. Mesta greiða, sem 'nokkur dauðlegur maður hef- ur nokkurn tíma gert öðrum dauðlegum manni. Ég verð samt fýrst að tr.úa þér fyrir leynd- armáli. Ég er ástafanginn. Bál- skotinn í þeirri pólsku. Elska hana eins heitt og karlmaður getur elskað konu. Ég held næst um því, að ég vildi fremur tapa tíu til tuttugu þúsundum, en missa af henni. Og nú kemur greiðinn. Ég skal segja þér, að við vorum við skál í fyrrakvöld. Ekki bein línis drukkin, en dálítið hýr. Við vorum þrjú saman, hún og ég auðvitað, og svo pólskur kunningi hennar, — bara kunn- ingi, — sem er ák&flega mikill listamaður, leikur á fiðlu eða harmoniku eða eitthvað þess háttar og auðvitað alltaf staur- blankur, eins og starfsbræður hans heima. Mér leitzt illa á hann, eins og mér lízt illa á alla þá, sem ekki hafa dug í sér til að komast áfram, láta sem þeim þyki ófínt að lifa til þess að eign ast peninga, en slá svo hvern mann um peninga. En blessun- in mín litla er svo trygglynd, sér frá dukknun, þegar hún var hún segir að hann hafi bjarfað lítil, en ég hef engan gjaldeyri til þess að henda í menn sem spila á harmonikur og gítara. Hún varð auðvitað hnuggin í bili, því jafnvel pólsk aðalsmey hefur ekki hundsvit á pening- um, en ég lét mig ekki. Og ég lét víst eitthvað í ljós, að ég mæti svona menn ekki mikils, en þá reis dóninn upp og fór eitthvað að tala um, að engir aðalsmenn væru til á íslandi. En þá var nú Jóni mínum nóg boðið. . . . Ég reis líka á fætur, reygði mig og tilkynnti að ég væri lávarður af Heklu. Þú hefð ir átt að sjá svipbrigðin. Hann varð eins og barinn hundur, en augun í blessuninni minni log- uðu eins og Heklueldar, séðir frá Næfurholti. En nú er ég hræddur um, að strákskrattinn sé að reyna að spilla fyrir mér og að hann sé tekinn að telja blessuninni minni trú um, að ég sé ekki neinn lávarður. Þess vegna bið ég þig að gera mér greiðann. Hann er þér kostnaðarlaus, en ég skal borga þér vel. Skrifaðu mér nú bréf, og skrifaðu utan á það. . .Þú skilur... Þinn einlægur vinur. Jón J. Gangan Lord of Hekla. TILKYNNING frá Heklukabarettinum. Þar eð vegir eru teknir að spillast að skemmtistaðnum Hraujarðri, hefur Heklukabar- ettinn ákveðið að hætta sýning um, nema hvað aukasýningar verða hafðar fyrir fluggesti, ef þær hafa verið áður pantaðar. Kabarettinn hafði samið um að fá hingað skemmtikrafta frá Vesuvíus, en af því mun ekki geta orðið, því ítölsku eldpúk- arnir eru dökkleitir mjög að öðru leyti en því sem þeir eru rauðglóandi. Þess ber að geta, að eldpúkar þessir komu hing að aðeins í listmenningarlegum tilgangi, og hefði ekki eytt eyri af gjaldeyri. Virðast þetta kyn- legar ráðstafanir, einkum þeg- ar þess er gætt, að full þörf virðist til, að fá einn eða fleiri eldpúka til þess að ylja og skemmta við bæjarstjórnarkab arettinn í Sjálfstæðishúinu, því þar finnst þeim hrollkalt, er verða að leika listir sínar fá- klæddastir. John Ferguson: MAÐURINN í MYRKRINU farið að þykja vænt um hann.“-------McNab hikaði andartak. „Yður virðist ekki standa á sama um hann sjálfum, læknir, ef dæma skal eftir öllu, sem þér hafið sagt og gert. Ja, það ætti að sýna yður fram á þarm möguleika, að öðrum kann að þykja það sama.“ Dr. Dunn fór og gleymdi alveg, að ég var í herberg- inu. Að minnsta kosti gerði hann sér ekki það ómak að kveðja rnig. Þegar McNab kom inn aftur eftir að hafa hleypt honum út, slengdi hann sér uppgefinn í stóra hægindastólinn. „Þú hafðir ekki mikið upp úr honum,“ sagði ég. „Lét ég hann hafa nokk- uð á móti?“ sagði hann. „Nei. Þvert á móti virtist þér fremur heppnast að losa hann við dálítið.“ „Hvað var það?“ „Þú léttir þungri byrði af huga hans.“ McNab lét sér ekki sárna hæðni mína, krosslagði arm- ana og lagðist út af með óg- urlegum geispa. „Það var nú einmitt það, sem ég vildi,“ sagði hann. ',,En það var ekki það eina, sem ég hafði upp úr þessu.“ Þetta kom mér á óvart. Ég varð að hugsa mig um and- artak. „Þá hefurðu bara verið að látast þegar þú lýstir aðferð- inni, sem þú ætlaðir að nota til að ná í Kinloch?“ Hann settist snögglega upp. , „Þú heldur þó ekki, að hann hafi haldið það?“ „Hamingjan góða! Hann er mjög hrekklaus. Hann hélt, að þetta væri allt satt.“ Hann lagðist aftur á bak aftur og létti stórum. „Það var það líka, Chance. Ég ætla að rannsaka West End og gá að Kinloch á morgun, og ég býst við að finna hann, alveg eins og ég lýsti áðan. En það, sem rugl- ar mig mest er, hvers vegna Dunn hló eins og hann gerði, þegar hann heyrði áform mitt. Ég gat ekki séð neitt skemmtilegt við það. En hann var næstum því kátur. ■Hvers vegna? Mig langar til að hugsa um þetta allt í ein- rúmi. Allt, sem hann sagði, Chance, og allt sem hann lét ósagt. En fyrst og fremst langar mig að skilja hvers vegna dr. Dunn fannst þessi fyrirætlun mín svona bros- leg. En komdu hingað á morgun um hádegi, ég verð búinn að koma öllu í gang þá. Og segðu Matheson, að ég þurfi á þér að halda allan •daginn.“ Þó að það væru margar spurningar, sem mig langaði 'að spyrja, þá skildi ég við hann þar sem hann var að glíma við þá einu spurningu, sem hann hafði spurt sjálfan sig, hvers vegna Dunn hefði hlegið, en það fannst honum mjög undarlegt. Mér hefur verið sagt, að jafnvel vitr- ustu menn séu á stundum mjög heimskir. Að minnsta kosti var ég viss um, að því var þapnig farið með McNab þessa stundina, því að fjar- stæðari aðferð' til að finna týndan mann hef ég eldrei heyrt getið um. XVI. KAFLI Þegar ég kom ti,l Adelphi daginn eftir, var McNab niðursokkinn í að síma. Hann snóri sér við með heytrnartólið við jeyrað og benti mér að setjast. Hann hlustaði heillengi eftir það; en aðeins við og við svaraði hann sjálfur einhverjum. „Já, heirra liðsforingi. Það er einmitt það, sem ég á við, eitthvað sérkennilegt við manninn. Ha? — Nei, eitt- hvað^ sem gerir hann á ein- hvern hátt frábrugðinn venjulegum blindum manni, eitthvað sem athugull lög- regluþjónn myndi taka eftir að væri óvenjulegt við hann.“ Svo kom löng þögn. „Nú — svo hann tók eftir því. Howley er nafn lögreglu þjónsins. Skarpur náungi; já, allt í lagi. Er hann á verði núna? — Kemur í mat kl. 1? — Hringið mig upp, þegar hann kemur.“ Hann lagði upp heyrnar- tólið og sneri sér að mér. „Þetta þýðir, að við meg- um bíða i heilan klukkutíma. Meiri tíma eytt til ónýtis. Og það tók lengri tima en ég hélt,“ sagði hann og bauð mér sígarettu. „Hvað var það?“ „Að komast á allar stöðv- arnar.“ Ég var undrandi. „Þú átt við, að þú ætlir að aðgæta alla blinda menn í London?“ „Nei; aðeins þá, sem hafa tilhneigingu til að lesa, og jafnvel aðeins þá, sem hafa birzt núna síðasta mánuð- inry“ Hann andaði svo djúpt að sér reyknum úr sígaíettunni, að ég sá hve fljótt eldurinn læsti sig upp eftir henni. „Ég er búinn að sjá þrjá. Enginn þeirra er sá, sem við erum að leita að. En nokkrir líklegir eru eftir.“ Þetta minnti mig á nokk- uð og gaf mér tilefni til að spyrja: ..McNab; hvernig komst þú að þessu með Kin- lock? Ég man ekki eftir að1 hafa heyrt neitt um það.“ Hann leit á mig næstum með þögulli ásökun. „Veiztu, hvað Matheson kallar þig, Chance?“ spurði hann. „Nei.“ „Matheson kallar þig sja- kalann minn.“ „Það var honum líkt, þeim hundi.“ „Það er það, sonur minn, því að sem sjakali ertu alger lega misheppnaður.“ Þetta óvænta högg gerði mig algerlega orðlausan. MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSÍNS: ÖRN ELDING FORINGINN: Halló, Örn! Ertu farinn að hamstra leikföngum, — eða ertu farinn að ganga í barndóm------ ÖRN: Nei, nei, — ég er aðeins að safna verndargripum — — FORINGINN: Gott. Þú • getur reynt mátt þeirra með reynslu- flugi. Ég á við vélina P. 84. ÖRN: Þakka þér fyrir, foringi. STELPAN: Má ég fljúga með?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.