Alþýðublaðið - 26.10.1947, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐBÐ
Sunnudagur 26; okt. 1947
Bréf frá húsameistara ríkisins og skipulagsnefnd.
— Um umferðardómstól. — Lögregluþjónn kærð-
ur. — Hætta á barnaleikvelli.
HÚSAMEISTARI RÍKISINS
og Skipulagsnefndin hefur skrif
!að mér eftirfarandi: „í dálkum
þínum s. 1. fimmtudag, finnur
Guðmundur Hlíðdal póst- og
símamálastjóri tilefni til gagn-
rýni á teiknistofu húsameistara
ríkisins, og afgreiðslu skipulags
mála, í sambandi við fyrirhug
aðar byggingar póst- og síma í
miðbænum. Tilefnið virðist vera
réttmæt gagnrýni vegna her-
mannaskála, er standa öllum
til ama á lóð símans við Kirkju
stræti og birtist nokkru áður í
dálkum þínum.
PÓST- OG SfMAMÁLA-
STJÓRI fullyrðir, að skálar þess
ir væru löngu horfnir sjónum
manna, ef ekki væri um að
kenna „óhæflegum drætti hjá
húsameistara ríkisins á upp-
dráttum" vegna viðbótarbygg-
inga símans, svo og „töfum á
endanlegu skipulagi bæjarins á
þessum stað, eða öðrú því líku.“
Enn fremur að byggingar
myndu væntanlega fullgerðar
ef ekki væri þessu sleifarlagi
um að kenna.
SANNLEIKURINN er hins
vegar sá, að „fyrir hátt á öðru
ári síðan“ var Guðmundi Hlíð-
dal vel kunnugt um tillögur
skipulagsnefndar, og ráða-
manna Reykjavíkurbæjar, um
skipulagsbreytingar á umdrædd
um stað, en gerði persónulega
ágreining um lausn þeirra mála,
og taldi ékki unnt að byggja
samkvæmt þeim. Eigi að held-
ur hefur neitt það borizt frá
póst- og símamálastjóra, sem
rökstyddi skoðun hans og á-
greining, en þess vár þó óskað
„fyrir hátt á öðru ári síðan.“
NÚ ALVEG NÝLEGA er
húsameistari ríkisns byrjaði að
gera uppdrætti að viðbótarbygg
ingu símans, og samkvæmt þeim
imarkalínum skipulagsins, sem
upphaflega og ætíð síðan, hafa
verið birt póst- og símamála-
stjóra. Er því ekki um að ræða
afgreiðslutöf þeirra aðila, er
hann ber sakir á. Vér erum
þess fullvissir, að póst- og síma-
málastjóri, sem í hvívetna er
samvizkusamur embættismað-
ur, vilji einnig gagnvart öðrum
hafa það er rett reynist, og
biðjum því fyrir þessa stuttu
athugasemd til birtingar.“
að biðja þig um að birta, og
ætla ég að þakka þér fyrirfram
fyrir það. Þannig er mál með
vexti, að fyrir nokkrum dögum
lagði ég bíl, sem ég var með við
hús eitt við Hverfisgötu og var
þar um það bil í 25 mínútur,
en nokkrum dögum síðar fæ ég
tilkynningu um að mæta fyrir
umferðardómstólnum. Jú, ég
mæti og er spurður um heiti og
heimili og sagt svo að þetta
verði 50 krónur. Þetta er sér í
lagi ekkert markvert, nema það
hversu fljótur dómarinn er að
dæma í slíkum málum, og er þao
vel farið þannig, heldur eins
og þekkzt hefur að menn hafi
fengið eftir eitt eða tvö ár dóma.
EN HANNES MINN, hvernig
stendur á að gerður er slíkur
mannamunur og þarna, því að
lögregluþjónn einn, sem á bíl-
inn R. 4643 og stendur alla daga
og allar nætur fyrir framan eitt
hús við sömu götu? Nú kærum
við hann og skjótum um leið
þeirri spurningu til viðkomandi
manna, hvers vegna eru ekki all
ir bílar teknir jafnt en ekki einn
og einn einstöku sinnum?“
X-6
KGS. SKRIFAR „Á hinum
nýja barnaleikvelli við Hring-
braut og Framnesveg aru 2
steinþrær, sem líklega á að nota,
sem sand- eða vatnsgryfjur.
Þrær þessar eru ófullgerðar enn
þá, og er grjótlag í boni þeirra.
Þó að hæðin sé að vísu ekki
mikil ofan frá vegg og niður í
botn, þá er það auðséð að
minnstu börnin á vellinum gætu
stórslasazt, ef þau dyttu ofan í
þessár þrær. Það, sem gera þarf,
er að aka nokkrum bílhlössum
af sandi í gryfjurnar.
ÞETTA KOSTAR LÍTIÐ
(engan erlendan gjaldeyri), en
það gæti forðað frá slysi, og
auðvitað á bærinn að ganga á
undan með góðu eftirdæmi í því
að bægja slysahættunni frá borg
urunum, jafnt ungum sem
gömlum. Annars er hætt við að
ábyrgðartilfinning einstaklings-
ins sljógist í þessum efnum. Ef
slys yrði á vellinum í dag, yrði
vafalaust rokið í að gera ráð-
stafanir til að afstýra því að
þau yrðu fleiri. En því ekki að
byrgja brunninn áður en barn-
ið dettur ofan í?“
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Fjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
ÞAÐ er margt, sem geng-
ur kommúnistum í mót í
seinni tíð, ef marka má af
daglegum klögumálum Þjóð
viljans; og eitt af því virðist
vera það, að þeir hafi nú
ekki alveg eins frjálsar hend
ur til þess að misnota ríkis- !
útvarpið til áróðurs fyrir hið
„austræna lýðræði“ og þeir
höfðu um skeið meðan Brynj
ólfur Bjarnason tróð komm-
únista inn í hverja stöðu þess
eftir aðra, og þeir Björn
Franzson, Sverrir Kristjáns
son og Gunnar Benediktsson
■skiptust á um að láta ljós
sitt skína þar á flest það,
eem gerðist, hvort heldur úti
í heimi eða hér hjá okkur,
heima á íslandi.
*
í gær kvartar Þjóðviljinn
yfir því, að ríkisútvarpið sé
orðið „áróðurstæki aftur-
haldsins" og færir það helzt
fram því til rökstuðnings, að
þar fá nú fleiri að túlka er-
lendar fréttir en kommúnist
ar, og að hlutleysi útvarpsins
hefur í seinni tíð verið vaxið
ofurlítið betur en áður gegn
lævísum tilraunum kommún
ista til þess að læða þar inn
áróðri sínum. Fær sérstak-
lega núvrerandi útvarpsráð
mörg svigurmæli kommún-
istablaðsins að heyra fyrir
slíka ósvinnu.
En ólíklegt er, að núver-
andi útvarpsráð kippi sér mik
ið uþp við þau. Það hefur
sýnt virðingarverða viðleitni
til þess að tryggja hlutleysi
útvarpsins, þótt þar sé enn
við ramman reip að draga,
svo sem búið er að hreiðra
þar um áróðursmenn komm
únista á vissum stöðum, eink
um á fréttastofu stofnunar-
innar, og getur látið sér í
léttu rúmi liggja, þótt Þjóð-
viljinn kalli þá viðleitni „aft
urhald". Er ekki meira fyrir
það að þola slíkt aðkast, en
fyrir þá mörgu menn í flest
um stjórnmálaflokkum, sem
stimplaðir eru „fasistar" í
Þjóðviljanum fyrir það eitt,
að þeir eru á öðru máli en
kömimúnlstar, eða „stríðsæs-
ingamenn", af því að þeír
leyfa sér að gagnrýna hina
rússnesku yfirgangsstefnu.
*
Annars er ekki sjáanlegt,
■að kommúnistar hafi með
ineinum rétti yfir neinu að
kvarta við ríkisútvarpið.
Menn úr þeirra hópi hafa
fram á þennan dag komið
fram þar jöfnum höndum
„ÞAÐ KOM ATVIK fyrir
mig fyrir nokkrum dögum sem
mér finnst að ég me'gi til með
við aðra, og hefur Þjóðvilj-
inn ekki getað sýnt fram á að
neitt hafi verið við þeim am-
azt, nema þegar þeir hafa
gert sig bera að trúnaðar-
brotum við stofnunina og
reynt að misnota hana til
pólitísks áróðurs fyrir flokk
sinn, svo sem Jónas Áma-
son, blaðamaður við Þjóðvilj
ann, fyrir nokkru, svo sem
Fríkirkjan í Hafnarfirði
messað í dag kl. 2 e. h. séra
Krstinn Stefánsson.
frá hefur verið skýrt í blöð-
um. En þegar slík trúnaðar-
brot og hlutleysisbrot koma
fyrir við útvarpið, — og þau
virðast að vísu vera furðu
tíð af hálfu kommúnista, —
þá er það ekki nema bláber
skylda útvarpsráðs, að taka
í taumana, hvort sem Þjóð-
viljanum líkar það betur eða
verr.
Hallgrímur
Ævi hans og starf
Eftir dr. theol. Magnús Jónsson prófessor.
I.-II. bindi.
Rit þetta er árangur margra ára athugana og rann-
sókn á ævi og starfi Hallgríms Péturssonar, og er í
raun og vsru fyrsta tilraun, sem gerð hefur verið á
síðari tímum til þess að rita rækilega ævisögu hans og
skýra skáldskap hans svo nokkru nemi. Er ritið geysi-
fjölþætt og yfirgripsmikið, eins og eftirfarandi ágrip af
efnisyfirlitinu ber með sér:
I. bindi: Formáli. Lljósaskipti, Dimma öld, Geisli
aldarinnar. Ævisaga Hallgríms Péturssonar: Ætt og
uppruni, Fæddur Hallgrímur Péetursson, Æskuárin
heima, Utanför og dvöl í Danmörku, Guðríður kemur
til sögunnar, Prestur á Hvalsnesi, í Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd, Efri ár og ævilok. — Um Hallgrím
Pétursson: Útlit og ytri hættir, Skapferli, Hjónaband
og heimilislíf, Efni Hallgríms og fleira af högum hans.
Lærdómur, Trúarlíf og preststarf. — Rímnaskáldskap-
ur Hallgríms Péturssonar: Rímur af Lykla-Pétri og
Magellónu, Rímur af Króka-Rref, Rímur af Flórens og
Léó — Skáldskapur Hallgríms Péturssonar: Lausa-
kveðskapur, Tækifæriskvæði og tækifærisvísur,-?Ljóð
ort af ákveðnu tilefni, Andlátssálmarnir, Heimsádeil-
ur, Gamankvæði, Fræðsluljóð, Samstæðurnar Gaman
og Alvara, Ljóðaþýðingar, Útgáfur Hallgrímsljóða.
II. bindi: Passíusálmarnir: Tilefni Passíusálm-
anna, Hve lengi var Hallgrímur með Passíusálmana?
Hvernig eru Passíusálmarnir til orðnir? Passíusálm-
arnir athugaðir, Niðurstöður, Handrit Passíusálmanna,
Útgáfur Passíusálmanna.. — Rit Hallgríms í óbundnu
máli: Diarium, Útgáfur af Diarium, Eintal, Viðbót við
Eintal ,Útgáfur Eintals, Smárit eftir Hallgrím Péturs-
son. — Ritferill Hallgríms Péturssonar. Lokaþáttur. —
Þá eru í II. bindi 28 myndir, Skrá um verk Hallgríms
Srá um verk Hallgríms í bókinni. Ppphöf alla versa
í Passíusálmunum. Nafnaskrá o. fl. skrár.
Ritið er rúmar 700 bls. í stóru broti, prentað á
úrvalspappír, skreytt myndum og tvílitum upphafS-
stöfum og bundið í vandað skinnband.
Vafalítið er þetta merkasta bók ársins og jafnfram^
einhver hin faliegasta.
Á morgun 27. október, er 273. ártíð Hallgríms
Pétursonar.
Bókin fæst hjá bóksölum og útgefanda,
H.f. Leiffur ■.
Sími 7554.
I Nýju og gömlu dansarnir í G.T.-húsinu
í kvöld kl. 10. —
® Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30 e. h.
Auglýsið í Aiþýðublaðinu
Álþýðubfaðið
vantar fullorðið fólk og unglinga til blaðburðar
í þessi hverfi:
Seltjarnarnes
Kleppsholt.
Hringbraut
Vesturgötu
TALIÐ VIÐ AFGREIÐSL UNA.
Alþýðublaðið. Sími 4900.